Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 13
BLAÐAUKI Fimmtudagur 26. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 )örnum brjóst skeytingarlausar að rækta í sér mjólkina, er firring þeirra frá þeim kvennaheimi sem lítillga var tæpt á hér að framan. Konan í dag er ekki alin upp í þeirri menningu þegar móðir kenndi dóttur og litið var á brjóstagjöf sem hluta af þeim menningararfi sem gekk frá einni kynslóð til annarrar. ,Og lái henni hver sem vill þegar hún verður óviss og hikandi með væntingar sínar gagnvart brjóstagjöf og umönnun hvítvoðungsins almennt. Það þarf ekki að fara lengra en til glansmynda auglýsinganna. Hver kannast ekki við myndina af \ óþreyttu, vel klæddu og snyrtu mömmunni með siétt og hárprútt kornabarnið í fanginu með nýjustu tegund pela sér við hlið ásamt niðursoðnu mauki með geymslu- þoli til aldamóta - „Ef þú vilt barni þínu það besta, gefðu því þá...“ Mylk kona er nefnilega ekki til í þeirri ímynd sem samfélagið dreg- ur upp af konunni. Þá sjaldan að minnst er á brjóstagjöf í fjölmiðl- um birtist með greinarkorninu ankannaleg mynd af konu með barn sér við brjóst og það fer ekki milli mála að þar er konan sýnd fyrst og síðast sem kyntákn. Fyrstu vikurnar heima Eru konum sköpuð skilyrði til þess að hafna alfarið pelanum og ná mjólkurframleiðslunni upp hafi hún minnkað mikið fyrstu vikurnar heima? í sjálfu sér er konan ekkert betur á sig komin á öðrum degi eftir fæð- ingu og hún er á þeim áttunda eða tíunda þegar kröfur úr öllum áttum dembast yfir hana. Að vísu mis- munandi eftir aðstæðum hverrar og einnar. Hvítvoðungurinn þarf sitt, daga sem nætur, og mörg börn eru óvær fyrstu vikurnar, gráta mikið og sofa lítið; eldri systkini hafa kannski aldrei eins mikla þörf fyrir mömmu og einmitt nú; heim- ilisverkin gerast víst aldrei af sjálfu sér og gestir streyma að, stórir og smáir. Mjólkurstreymið vill aftur á móti verða í öfugu hlutfalli við það sem upp var talið. Og þá reynir á skilning allra sem konuna um- gangast og hann er ekki alltaf til staðar. Það þykir alveg sjálfsagt að móðirin stingi pela upp í barnið eða gefi því „mat“, í stað þess að stuðla að því að hún nái með góðu móti mjólkinni upp á nýjan leik. í kjöl- far ails þessa fylgir svo oft einangr- un margra kvenna þegar heim- sóknum linnir og þær verða einar að takast á við og leysa hin marg- víslegustu vandamál sem skjóta upp kollinum þegar minnst varir. Það er ekki víst, að allar nýbura- mæður séu svo lánsamar að eiga góða að, - mæður, systur eða vin- konur - sem eru ætíð reiðubúnar að rétta fram hjálparhönd. Bjóða t.d. eldri systkinum ef eru út; skilja sín eigin eftir heima í umsjón ann- arra; koma með nýbakaða köku og kryfja vandamálin yfir kaffibolla o.fl. o.fl. Skilningur, fræðsla og hvatning Þá er heimsókn skilningsrík og uppörvandi heilsuverndarhjúkrun- arfræðings (er ekki til þjálla orð?) líka kærkomin. Sýning á öryggisbúnaði Sýning á öryggisbúnaði fyrir börn til að nota í bifreiðar er á pallinum fyrir framan Barna- deild Heilsuverndarstöðvarinn- arvið Barónstíg. Sýningin er á vegum Umferðar- ráðs og í samráði við heilsugæslu- stöðvar. Einnig er könnun í gangi um það hvernig foreldrar búa að börnum sínum í bifreiðum. í janú- arlok verður sýningin flutt af Ef vel ætti að vera þyrfti að koma á fót hér leiðbeiningarstöðum um brjóstagjöf eins og tíðkast í ná- grannalöndum okkar, sem starfa með það meginmarkmið í huga að gera sem flestar mæður - og feður - meðvituð um gildi brjóstagjafar og hjálpa nýburamæðrum að sigrast á erfiðleikum sem óhjákvæmilega fylgja brjóstagjöf í fyrstu. Þar starfa einkum þeir sérfræðingar sem einir kunna skil á brjóstagjöf- mæður sem ausa úr brunni þekk- ingar sinnar og reynslu. Fyrir til- stuðlan þessara ráðgjafa eru t.d. nýburamæður kallaðar saman. Þær miðla hver annarri reynslu sinni og hugmyndum og styðja við bakið hver á annarri. Þarna myndast því oft vinátta sem varir áralangt. Of stutt barnseignarfrí Segjum nú að konan hafi yfir- stigið örðugleika fyrstu viknanna og er staðráðin að halda brjósta- gjöf ótrauð áfram. í fljótu bragði mætti ætla, að ekkert væri henni frekar til trafala og móðir og barn gætu haldið uppteknum hætti með ánægjustundir sínar. En því er ekki að heilsa. Síðasti og erfiðasti þröskuldur- inn er eftir og jafnframt sá sem ræður úrslitum um það hvort kon- an geti eingöngu gefið barni sínu brjóst. Þriggja mánaða barns- eignarfríi er lokið og fæstar konur hafa efni á því að vera heimavinn- andi mæður. í þokkabót er svo ver- ið að auka álag mæðranna í þágu „jafnréttis" og fá þær til þess að klípa af sínum stutta tíma fyrir eiginmanninn, þegar þær þurfa sjálfar minnst tvisvar sinnum lengri fn' ef vel ætti að vera. Það reynir því mikið á skilning atvinnurekenda að þessum þremur mánuðum liðnum. Að þeir gefi konum leyfi til þess að fara til barna sinna og gefa þeim brjóst eða svo framarlega sem þær sjálfar hafa aðstöðu til þess. En það er ekki nóg að einn ein- stakur sé skilningsríkur. Það þarf að koma til almenn hugarfars- breyting í samfélaginu gagnvart mylkum konum; að umhverfið leggi þeim lið í stað þess að láta þær afskiptalausar, sýni þeim tor- tryggni eða sé þeim blátt áfram fjandsamlegt. Á móti kemur þá aukin trú kvenna á sjálfum sér sem konum og endurheimting sjálfsör- yggisins gerir þeim kleift að hafa börn sín eins lengi á brjósti og þær kæra sig um. Hvorttveggja er mæðrum og börnum fyrir bestu. Eða er það kannski einhverra annarra hagur að mæður eru ekki mylkar nema skamman tíma? Að lokum Ég vil að lokum benda mæðrum á eina ágætis bók sem hefur komið mér að góðum notum. Hún heitir „Sund mad til spædbprn" og höf- undurinn er Lisbeth Scharling Jac- obsen, (Borgen, 1981). Þessi bók er fjarska aðgengileg hvort sem er í lestri eða til notkunar og fæst ann- að hvort pöntuð hjá bókaverslun- um eða keypt beint að utan sem er auðvelt í framkvæmd og trúlega ódýrara. Hér er heimilisfangið fyrir þá sem vilja fara síðari leiðina: Árnold Busck, International Bog- handel A/S, Köbmagergade 49, 1045 Kpbenhavn K, Danmark. Hallfríður Ingimundardóttir. Heilsuverndarstöðinni til annarrar hei|sugæslustöðvar. Öllum sem hafa slíkan öryggis- búnað á boðstólum var boðið að taka þátt í þessari sýningu en að- eins fjórir aðilar þáðu það. Mjög góður öryggisbúnaður er á sýning- unni að því er starfsfólk Heilsu- verndarstöðvarinnar segir. Meðal annars eru sérstök belti fáanleg til að skorða burðarrúm í bifreiðar og barnastólar á þessari sýningu. avax ‘nibúnir beíri rautar Þér getið valið á milli 6 tegunda af Kjarna ávaxtagrautum. Jarðaberjagraut, apríkósugraut, sveskjugraut, rabarbaragraut, eplagraut eða rauðgrauts. íslensk framleiðsla. Hollur og bragðgóður grautur unninn úr ferskum ávöxtum. Ávaxtagrauturinn er tilbúinn, aðeins þarf að hella úr fernunni á diskinn, mjólk eða rjómabland út á, ef vill. Hentar við öll tækifæri, allsstaðar. Framleiðandi: Sultu og efnagerð bakara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.