Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 3
»HV’ ' • - ' ' t/ vV-'V'.V.’"'.’ * e K ■’*1 .* • •’s ' J :* - . Fimmtudagur 26. janúar 1984 ÞJOÐVÍLJINN — SÍÐA 3 Starfsmenn í skautsmiðju svöruðu Sverri í gærkvöldi Verkamenn í Straumsvík gerðu hlé á störfum sínum síð- degis í gær, meðan iðnaðarráð- herra Sverrir Hermannsson flutti þeim boðskap sinn í launamálum. Mikil undrun og reiði greip starfsmenn Áivers- ins að ávarpi ráðherra loknu og voru menn á einu máli að þessar yfírlýsingar hefðu ekki orðið til annars en þjappa verka- mönnum enn fastar saman í kröfum sínum nú þegar dregur að boðuðu verkfalli. Eftirfarandi yfirlýsing barst Þjóðviljanum í gærkvöldi frá starfsmönnum sem þá voru á vakt í skautsmiðju Álversins. „Við starfsmenn í skautsmiðju (ISAL) viljum koma á framfæri þakklæti til (háttvirts) iðnaðarráð- herra fyrir orð þau er hann lét falla í útvarpsviðtali í dag, í garð starfs- manna íslenska álfélagsins þar sem Starfsmenn álverksmiðju Alusuisse hafa ætíð getað staðið saman þegar á hefur reynt. Á miðnætti í kvöld leggja þeir niður vinnu nema samningar hafí tekist. Ljósm. eik. iðnaðarráðherra lét í ljós stuðning með erlendum auðhring gegn ís- lensku verkafólki í bættum lífskjörum. baráttu fyrir Eftir áðurnefnt viðtal greip um sig mikil reiði og undrun meðal starfsmanna yfir því, að maður sem á að heita ráðherra láti slík orð falla sem hann gerði í áðurnefndu við- tali. En afleiðing orða hans urðu þess valdandi, að samstaða verka- manna efldist til muna í kjarabar- áttunni. Sætir það undrun að ráð- herra skuli ekki hafa meiri innsýn í þessi mál sem rætt var um en raun ber vitni. Gaman væri að vita hvort svona orð hafi verið töluð þegar hann átti að heita forsvarsmaður launþega, þegar hann hefur í hótunum um valdbeitingu, og innsýn hans virð- ist ekki meiri í kjaramál en þekking hans á réttritun. Að endingu viljum við taka fram að byrjunarlaun hjá ófaglærðum verkamanni hjá ÍSÁL eru á bilinu frá 12.886 kr. - 15.214. Virðingarfyllst, Pétur Jónsson Þór Mýrdal Ævar Agnarsson starfsmenn á vakt í skautsmiðju ÍSAL.“ Hin hliðin á ríkisstjórninni: Bætír kjör hínna ríku Stjórnarfrumvarp um 7500 kr. á mánuði til efnamanna, sagði Ragnar Arnalds - Það er áberandi einkenni þess- arar ríkisstjórnar hvernig hún hef- ur beitt meiri kjaraskerðingu en dæmi eru um gagnvart almennu launafólki á sama tíma og hún stendur fyrir lagasetningu til að bæta kjör þeirra sem allra best eru settir í þjóðfélaginu, sagði Ragnar Arnalds þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins á alþingi í gær þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattaívilnanir til efnameiri ein- staklinga og fyrirtækja var til um- ræðu. Albert Guðmundsson fjármála- Neyðarástand í hjúkrunarmálum í Grundarfirði Læknir varð að ganga 20 kflómetra langa leið - Hér á Grundarfirði ríkir algjört neyðarástand í heilsugæslumálum og má ncfna sem dæmi að sl. mánu- dag varð Pálmi Frímannsson hér- aðslæknir í Stykkishólmi að ganga 20 kflómetra leið til að geta þjónað sjúklingum hér í plássinu, sagði Ingi Hans Jónsson fréttaritari Þjóðviljans í Grundarfírði. Alþingi samþykkti í fyrra að í Grundarfirði skyldi starfrækt svo- kölluð H-1 heilsugæslustöð sem þýðir að þar skuli vera starfandi einn læknir og einn hjúkrunarfræð- ingur. Hvorugt starfið er mannað í dag og hefur svo verið síðan í ágúst í fyrra. Hefur héraðslæknirinn í Stykkishólmi farið þrisvar í viku inn til Grundarfjarðar en í ófærð- inni núna hefur það brugðist hvað eftir annað að hann kæmist. - í haust hafnaði fjárveitinga- nefnd því að við fengum að ráða hingað lækni sem er þó skylt lögum samkvæmt og einnig er búið að taka af okkur fjárveitingu til að ráða hingað hjúkrunarfræðing. Heimamenn hafa hins vegar ákveðið að hafa það að engu og- auglýst eftir hjúkrunarfræðingi til starfa hér, sagði Ingi Hans enn- fremur. - Þegar Pálmi héraðslæknir var á hinni löngu göngu sinni til að líkna Grundfirðingum átti hann leið fram hjá bænum Eiði, en í sömu mund vildi svo til að bóndinn þar slasaðist á hendi og var útlit fyrir að hann missti fjóra fingur. Algjör til- viljun réð því að héraðslæknirinn átti leið um og því gat hann gert að sárum bónda sem aðeins missti framan af einum fingri fyrir bragð- ið. Þetta er til marks um það ástand sem hér ríkir og heimamenn lýsa ábyrgð á hendur stjórnvalda á því hvernig komið er, sagði fréttaritari Þjóðviljans í Grundarfirði að lok- ráðherra mælti fyrir þessu frum- varpi í efri deild alþingis í gær, en áður hafði það verið kynnt á fundi Verslunarráðsins fyrr í vetur eins og Þjóðviljinn sagði frá á sínum tíma. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins kynnti frum- varpið þar. 7500 króna gjöf til hinna ríku Þetta er hin hliðin á ríkisstjórn- inni, sagði Ragnar. Að minnka tekjur sameiginlegs sjóðs lands- manna með því að gefa hátekju- mönnum. í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að arður af hlutafjáreign hjóna verði t.d. frádráttarbær allt að 10% nafnverði hlutabréfa eða hluta, allt að 50.000 krónum. Þá verður heimilt að draga frá tekjum sínum árlega aukningu á fjárfest- ingu f atvinnurekstri allt að 40.000 krónum hjá hjónum. Þetta sam- svarar um 7.500 króna gjöf úr ríkis- sjóði til hátekjumanna á mánuði, sagði Ragnar Arnalds. Þá er lagt til að hlutafjáreign verði heimilt að draga frá eignum einstaklinga við álagningu eigna- skatts allt að 500.000 krónum hjá hjónum sem þýðir 5000 króna eftir- gjöf á ári til hátekjumanna. Hjá fyrirtækjunum sjálfum er gert ráð fyrir enn meiri eftirgjöf af ýmsu tagi. Sagði Ragnar að með hinum nýju reglum væri verið að opna alls konar glufur á skattaregl- um til að auðvelda mönnum í fyrir- tækjarekstri að draga undan fé í ríkari mæli en þekkst hefur. Brot á Iögum Þá kvað Ragnar Arnalds fráleitt að leggja þetta frumvarp fram án þess að geta þess hve tap ríkissjóðs yrði mikið. Viðurkennt er í frum- varpinu að ríkissjóður komi til með að tapa fé á frumvarpinu ef það verður að lögum. Benti Ragnar á, að framlagning frumvarpsins sem felur í sér slíka skerðingu á tekjum ríkisins væri brot á gildandi lögum, þar sem kveðið er á um að upphæð- ir verði að fylgja með í slíkum frumvörpum. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra og Eyjólfur Konráð Jóns- son kváðu nauðsynlegt að málið yrði afgreitt sem allra fyrst og boð- aði Eykon fjárhags- og viðskipta- nefnd deildarinnar á fund þegar í morgun. -óg Keðjurnar renna út Gífurleg sala hefur verið í fólks- bílakeðjum á höfuðborgarsvæðinu þessa síðustu ófærðardaga. Er nú svo komið að einungis örfáar versl- anir eiga þennan eftirsótta varning, en parið kostar á bilinu 1750 til 2800 eftir dekkjastærðum. „Það hefur verið rosaleg sala í þessu eins og eðlilegt er“, sagði einn afgreiðslumaður í varahlutaversl- un í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við leystum út keðjur úr tolli í dag og verðum að gera það aftur á morgun, en birgðirnar fara að minnka.“ Þess má geta að keðjurn- ar endast ekki lengi hjá þeim sem mikið keyra, 3 dagar eru hámark að sögn eins leigubílstjóra, sem við ræddum við í gær. -ÁI STÓRMARKADSVERÐ Gerið verðsamanburð Leyft Okkar Þykkvabæjar verð verð franskar kartöflur 750 gr. 64.65 48.50 Þykkvabæjar Parísar 750 gr .... 57.95 43.50 Ritzkex 37.40 29.70 Kellogs kornflex 1 kg .... 109.00 81.75 Coop kornflex 750 gr. 78.80 59.15 Coop tómatsósa .... 31.05 23.30 Hveiti Juvel 2 kg. 29.00 24.90 Strásykur 2 kg. 40.65 29.00 Gevalía kaffi 31.00 24.90 Ananas 567 gr. 43.00 31.80 Leni wc pappír 4 stk. 52.30 41.60 Leni eldhúsrúllur 2 stk. 47.60 36.70 Brugsen Nyvit þvottaefni 3 kg. 157.40 124.90 Kjúklingar tilboðsverð 1 kg. kr. 115.50 Þorramatur, þorrabakkar Opið: Mánud.-miðvikud. 9-18 Fimmtudaga 9-19 Föstudaga 9-21 Laugardaga 916 STORMARKAÐURINN Skemmuvegi 4A Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.