Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn' Fimmtudagur 26. janúar 1984
Norðuríshafið:
Átakasvæði austurs og vesturs
þar sem ísland gegnir lykilhlutverki
segir í nýrri grein í Newsweek
Stórveldin keppa um hernaðaryfirburði á heimskautasvæðinu með kjarnorkukafbátum, hlustunar- og
radarkerfum og langdrægum eldflaugum, segir bandaríska vikuritið Newsweek. Eins og fram kemur af
kortinu gegnir ísland lykilhlutverki í hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna á svæðinu. Svarta doppan
táknar hlustunarkerfi á landi, stjarnan hlustunarkerfi í sjó og ferhyrningur með flugvél eftirlitsflugstöð með
kafbátasiglingum. Hamarinn og sigðin tákna sovéskar kafbátahafnir.
Norðuríshafið og Norður-
pólssvæðið er að verða eitt
helsta átakasvæðið í vígbún-
aðarkapphlaupi stórveld-
anna segir bandaríska viku-
blaðið Newsweek í nýrri
grein. Aukið mikilvægi kaf-
bátahernaðar, iangdrægar
eldflaugar sem beint er yfir
heimskautasvæðið frá báð-
um heimsálfum og umfangs-
miklar radarstöðvar og
stjórnstöövar fyrir hernað á
svæðinu hafa gert Norður-
heimskautssvæðið að einu
viðkvæmasta hættusvæði í
vígbúnaðarkapphlaupi stór-
veldanna á síðari árum, segir
blaðið, og atburðurinn sem
gerðist í september síð-
astliðnum, þegar Sovétmenn
skutu niður kóreönsku far-
þegaþotuna KAL 007, hefur
stóraukið spennu á svæð-
inu.
Á korti sem birt er með greininni
kemur fram að ísland gegnir lykil-
hlutverki í vígbúnaði Bandaríkj-
anna á norðurvíglínunni. Segir
blaðið að Ronald Reagan hafi beitt
sér fyrir algjörri stefnubreytingu
hvað varðar viðbúnað á norður-
slóðum. Áður hefðu menn talið að
langdrægar eldflaugar sem næðu á
milli heimsálfa og könnunar- og
gervihnettir sem yfirskyggðu svæð-
ið drægju mjög úr mikilvægi alls
vígbúnaðar á svæðinu. Hins vegar
segir blaðið það skoðun Reagans
og bandarískra hernaðarsérfræð-
inga nú að þær framfarir sem orðið
hafi hjá Sovétmönnum í gerð kaf-
báta sem skotið geta langdrægum
eldflaugum og í gerð tæknibúnaðar
sem gerir þeim kleift að komast
framhjá þeim eftirlitstækjum sem
fylgjast eiga með ferðum kafbáta
hafi stóraukið mikilvægi alls víg-
búnaðar á norðurvíglínunni.
Breytt stefna
Washington stefnir nú að
fullkomnum viðbúnaði eftir endi-
langri norðurvíglínunni, segir blað-
ið. í þessu skyni hefur flotinn og
flugherinn betrumbætt kafbáta-
varnir og eftirlitsaðstöðu sína á fs-
landi. Birgðastöðum fyrir land-
gönguliða flotans hefur verið kom-"
ið upp í Noregi og flotinn er nú að
betrumbæta hæfni árásarkafbáta
sinna til þess að leita uppi og eyða
sovéskum eldflaugakafbátum sem
eru á ferli undir heimskautaísnum.
Þá segir blaðið að Ronald Reagan
hafi í nýlegri heimsókn til Alaska
lofað stórauknum vörnum þar, lík-
lega í formi radarstöðva.
Greinarhöfundar segja að So-
vétmenn standi Bandaríkjunum
ekki jafnfætis í kafbátasmíði og
kafbátahernaði og að þeir séu enn
háðir hafnleysinu sem háð hafi
Rússum allt frá því á tímum keisar-
anna. Sovéskir kafbátar verða að
fara um hafsvæðið út af Noregi og
síðan í gegnum GIUK-hliðið á milli
Grænlands, íslands og Bretlands til
þess að komast út á Norður-
Atlantshafið. Frá austurströndinni
verða kafbátar sem sigla út úr
Okhotsk-hafinu að fara um Kúril-
eyjar eða í gegnum Japanshaf. Þeir
sem leggja upp frá Petropavlovsk á
Kamtsjakaskaganum þurfa að fara
framhjá skyggnistöðvum Banda-
ríkjanna á Áljútaeyjum. Sérfræð-
ingar Pentagon halda því fram að
Sovétmenn hafi aldrei meira en
15% kafbátaflota síns á ferðum í
einu, á meðan 60% kafbátaflota
Bandaríkjanna er ávallt á ferli um
heimshöfin. Kafbátar þessir gegna
afar mikilvægu hlutverki í langd-
rægum kjarnorkuvopnabúnaði
beggja aðila, þótt bandaríski
flotinn sé talinn mun áreiðanlegri
og öflugri. Bandarísku kafbátarnir
hafa stærra svæði þar sem þeir
komast óhindraðir og óséðir og
þeir eru taldir tiltölulega óhultir
gagnvart sovéskum viðbúnaði. Er
það hald sérfræðinga að sögn
blaðsins, að kafbátafloti Banda-
ríkjanna sé svo öflugur, að hann
geti í upphafi stríðsátaka siglt inn á
sovéskt hafsvæði og eyðilagt mik-
inn hluta kjarnorkuvopnaforða So-
vétmanna.
Tækninýjungar
Höfundar segja að mikil leynd
hvíli yfir þeirri flóknu tækni sem
kafbátahernaðurinn byggi á. Hafa
Nato-ríkin fundið upp aðferð til að
hlusta eftir ferðum kafbáta, og er
hlustunarkerfi þetta nefnt SOSUS
(Sound Surveillance System), og
hefur slíku hlustunarkerfi verið
komið fyrir við Norður-Noreg, við
ísland og í GIUK-hliðinu og við
austurströnd Bandaríkjanna. Get-
ur kerfi þetta staðsett og greint kaf-
báta, sent boð um þá til nærliggj-
andi skipa og flugvéla sem væru fær
um að eyða kafbátum á stríðstíma.
Að sögn sérfræðinga er það raf-
eindatæknin og sá hraði sem hún
býður upp á sem veitir Bandaríkj-
unum yfirburði yfir Sovétmönnum
á þessu sviði. Hins vegar hafi So-
vétmenn brugðist við þessari tækni
með því að framleiða hraðskreiðari
og hljóðlátari kafbáta. Þeir hafi
þannig getað komist inn á norska
firði óséðir og getað falið sig þar.
Þá hafi þeir einnig smíðað kafbáta
sem geti falið sig undir heimskauta-
ísnum.
Friðelskandi
kjarnorkukafbátur
í lok greinar sinnar vitna höf-
undar í yfirmann sovéska flotans,
Sergei Gorshkov, sem nýlega skrif-
aði um hernaðaruppbyggingu Nato
í Noregi, íslandi og Danmörku í
sovéska dagblaðið Izvestia:
„Bandarísku hershöfðingjarnir og
starfsbræður þeirra innan Nato
leggja síaukna áherslu á Norður-
Evrópu, sem að þeirra mati er
heppilegasti skotpallurinn sem
hægt er að nota til þess að ráðast
gegn Sovétríkjunu, Póllandi og A-
Þýskalandi“. Sovéski herforinginn
bætti því við að floti hans væri
friðelskandi og hefði aldrei ógnað
neinum. Þannig mata haukarnir
austan hafs og vestan hver annan á
röksemdum fyrir auknum vígbún-
aði með sömu röksemdunum en
öfugum formerkjum. Á meðan
geta íbúar norðursvæðisins vænst
þess að vígbúnaðurinn hrannist
upp í kringum þá með svipuðum
hætti og nú er að gerast í Mið-
Evrópu, og er þá ekki spurt um
vilja íbúanna eins og reynslan
sýnir. ólg.
Hreínsað tíl
í Kristjaníu?
„Fælles front mod junk!“ - frá baráttu Kristjaníubúa gegn sölu og
dreifingu heróíns og annarra bráðdrepandi eiturlyfja. Ibúar svæðisins
reyndu á sínum tíma að koma á samvinnu við lögregluyfirvöld um að
hrekja sölumenn slíkra lyfja úr Kristjaníu, en lögreglan var treg til að
blanda sér í málin. Töldu íbúarnir að lögreglan vildi frekar nota
citurlyfjasalana til þess að eyðileggja „fríríkið“ innan frá.
Eftir 13 ára tilraun með
„fríríkið“ Kristjaníu í miðri
Kaupmannahöfn hefur
danski herinn nú sett fram
þá kröfu að danska ríkið láti
til skarar skríða og hreinsi
til á þessu 25 hektara svæði
sem eitt sinn hýsti herbúðir
en hefur í rúman áratug ver-
ið athvarf þeirra sem ekki
vildu una forsjá hins
danska velferðarþjóðfé-
lags. Ástæðan: gamlar
byggingar sem njóta friðu-
nar sem menningarverð-
mæti liggja undir skemm-
dum og svæðið allt er orðið
að slíku slömmi, að ekki
verður lengur við unað.
Nú munu um 1000 manns vera
búsettir á svæðinu og munu
margir þeirra búa við heilsuspill-
andi húsnæði auk þess sem sá
orðrómur hefur lengi fylgt svæð-
inu, að Kristjanía sé miðstöð
eiturlyfjaverslunar, bæði fyrir
Kristjanía þótti veita íbúum sín-
um möguleika til lífsforms sem
illa samrýmdist lífsmynstri vel-
ferðarþjóðfélagsins.
íbúa svæðisins og aðkomugesti
frá öðrum löndum.
Kristjanía hýsti stærstu her-
búðir danska hersins í Kaup-
mannahöfn allt fram á 7. áratug-
inn, þegar herinn flutti aðsetur
sitt úr þessum gömlu og virðulegu
byggingum, sem margar hverjar
eru frá 19. öldinni. Árið 1971
settust heimilislausir og upp-
reisnargjarnir unglingar að í
Kristjaníu og gerðu herbúðirnar
að eins konar vin í-stórborginni
fyrir þá sem snúið höfðu baki við
álagi og streitu stórborgarinnar
og yfirþyrmandi forsjá velferðar-
þjóðfélagsins. Kristjanía átti að
verða tilraun til þess að skapa
nýtt ríki stjórnleysingja í hjarta
danska velferðarríkisins.
Margar atlögur hafa verið
gerðar af pólitískum valdhöfum
borgarinnar gegn fríríkinu, en
þær hafa allar strandað á sam-
stöðu íbúanna og þeirri samúð
sem þeir höfðu áunnið sér annars
staðar í þjóðfélaginu. Þannig
töldu margir þeir sem höfðu af-
skipti af málefnum utangarðs-
manna á 7. áratugnum, að samfé-
lag eins og það sem myndast
hafði í Kristjaníu væri eini mögu-
leikinn til þess að fá þetta fólk til
þrífast. Kristjanía var tækifæri
fyrir þetta fólk til þess að byggja
sitt líf á eigin forsendum.
Það er opinberlega viðurkennt
að cannabisefni hafa verið seld á
frjálsum markaði í Kristjaníu, og
vitað er að margir utanaðkom-
andi hafa leitað þangað til þess að
kaupa slík efni. Hafa sænsk yfir-
völd ítrekað kvartað undan þessu
á vettvangi Norðurlandaráðs, svo
dæmi sé tekið. Hins vegar hafa
íbúar svæðisins staðið saman um
að koma í veg fyrir sölu sterkari
eiturlyfja á svæðinu með
allgóðum árangri að því er talið
er.
Það eru þrennar tillögur sem
forsvarsmenn hersins hafa lagt
fram við danska þingið, allt eftir
því hversu margar byggingar á að
varðveita og endurreisa. Dýrasta
tillagan hljóðar upp á 105 miljón-
ir d.kr. en sú ódýrasta upp á 50
miljónir. Tillögurnar ganga hins
vegar út á það að íbúðarsvæðið
sem nú er 25 hektarar með úti-
vistarsvæði verði ekki nema 4,5
hektarar. Rúmir 16 hektarar af
þessu dýrmæta landi í hjarta
Kaupmannahafnar eiga að fara
undir knattspyrnuvöll og íþrótt-
amannvirki.
Talið er að hugmyndir þessar
muni mæta nokkurri andspyrnu
meðal íbúa Kristjaníu, en kunn-
ugir telja að jafnvel meðal íbúa
svæðisins sé nú að vaxa skilningur
á því að tilraunin með Kristjaníu
sé búin að sanna kosti sína og
galla, og að ekki verði lengur
beðið með þá endurnýjun á svæð-
inu sem „fríríkið" getur ekki
staðið undir sjálft.
ólg/DN