Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 24
wjúÐviu/m Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 26. janúar 1984 j 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 i og eru blaðamenn þar á'vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Hagvangur skrifar svœðisveitunum bréf um yfirtöku á Rarik. Sverrir vill Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefur látið einkafyrirtækið Hagvang senda bréf til forráðamanna svæðisveitna úti á landi til að spyrja hvort þeir hafi áhuga á að yfirtaka rekstur Rafmagnsveitna ríkisins á viðkomandi svæðum. Framkvæmdastjórn og stjórn Rafmagnsveitnanna munu ekki hafa verið látnar vita af þessum ráðstöfunum. Pálmi Jónsson stjórnarformaður hefur farið fram á afrit af öllum bréfum á vegum ráðu- neytisins sem varða Rarik. splundra Rarík Þjóöviljinn hefur fregnað að mikil ólga sé innan Rarik vegna furðulegrar framkomu iðnaðarráð- herra sem hefur fyrst gefið út yfir- lýsingar um óeðlilegan rekstrar- máta og síðan látið framkvæma það sem hann kallar „allsherjar út- tekt“. Síðast á alþingi í gær kvaðst ráðherrann standa fyrir slíkri „alls- herjar úttekt“. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans innan Rarik þykir „úttekt" Hagvangs ekki vera ýkja fagleg og liggja í augum uppi að fyrirtækið sé að vinna eftir pólitískum réttlínum þess sem biður um „úttektina". Þá þykir mikilli furðu sæta að stjórn Rafmagnsveitnanna skuli ekki vera með í ráðum við könnun á .rekstri og tillögum til úrbóta. „Mér er ekki kunnugt um það“, sagði Pálmi Jónsson stjórnarfor- maður Rarik þegar Þjóðviljinn spurði hvort hann hefði frétt um bréfaskipti Hagvangs. „Hins vegar hef ég farið formlega fram á það að Rarik fái afrit af öllum bréfa- skiptum á vegum ráðuneytisins sem varða Rafmagnsveitur ríkis- ins“, sagði Pálmi Jónsson stjórn- arformaður Rarik en vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. -ekh/óg Kvótanefnd klofnaði Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri og sjómenn í minnihluta Kvótanefndin svokallaða, sem sjávarútvegsráðherra skipaði sér til fulltingis í kvótamálinu skilaði í gær til ráðherra tveimur tillögum um útfærslu kvótakerfisins. Nefnd- in klofnaði, eins og áður hefur ver- ið skýrt frá í Þjóðviljanum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að samræma hugmyndir manna og skila einu áliti. Það er Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og fulltrúar sjómanna, sem eru í minnihluta í nefndinni. Aðalágreiningsatriðið er hvort nota eigi svókallaðan sóknarkvóta eða aflakvóta þegar skipunum verður skammtað aflamagn. Jón Sigurðsson og fulltrúar sjómanna vilja sóknarkvóta en hinir nefndar- menn aflakvóta. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins orðaði það svo í gær, að nefndin myndi benda sjávarútvegsráðherra á tvær leiðir í þessu máli, það væri svo hann einn sem ákvörðunina tekur. Sagði Óskar að sjómenn hefðu mjög ák- veðinn fyrirvara á þeirri hugmynd að nota aflakvóta. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur látið hafa eftir sér, að sennilegasta leiðin verði að reyna að fara bil beggja í málinu. Ljóst er að hvaða leið sem ráherra velur, sóknarkvóta, aflakvóta eða einhverja millileið, allir aðilar sem málið snertir eru óánægðir, sumir bara óánægðari en aðrir. Samkvæmt skipunarbréfi hefnd- armanna í kvótanefndina á hún næst að fjalla um rekstrargrundvöll útgerðarinnar og reyna að finna hann, en það ku vera erfitt. Þó hef- ur verið bent á að það séu aðeins örfá skip, hlaðin skuldum, sem nær öllum erfiðleikunum valda við leit að rekstrargrundvelli fyrir útgerð- ina. _ S.dór Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins og Jón Sigurðs. son forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Lentu saman í minnihluta í kvóta- nefndinni Ljósm. eik. Símahleranir______________________. Auðveldasta sem tU er segir Sigurður Þorkelsson verkfræðingur Pósts og síma „Sannleikurinn er sá, að með þeirri tækni sem nú þekkist er fátt auðveldara en að hlera síma, ef menn vilja leggja sig niður við slíkt“, sagði Sigurður Þorkelsson verkfræðingur Pósts og síma í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Vegna símahlerunarmálsins sem upp komst í fjölbýlishúsi á Akureyri spurðist Þjóðviljinn fyrir um þess- konar mál í gær. Sigurður Þorkelsson sagði að bæði væri hægt að fara í svo kall- aða húskassa og einnig í jarðkapla, svo dæmi væru nefnd til að hlera síma. Tæknilega væri það svo ekk- ert mál fyrir Póst og síma að fram- kvæma slíkt ef úrskurður til þess liggur fyrir. í réttarfarslögum landsins er klá- súla þar sem lögregla og fíkniefna- dómstóllinn geta fengið leyfi til símahlerana ef öryggi ríkisins er talið vera í hættu ellegar stór saka- mál eru í gangi. Til þess að fá leyfi til símahlerana þarf dómsúrskurð. Síðan fer Póst og símamálastjóri með málið fyrir hönd stofnunar- innar. Hallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri sagði að síðan Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa 1977 hefði aldrei af hennar hálfu verið farið fram á sím- ahlerun. Ásgeir Friðjónsson hjá fíkniefn- adómstólnum sagði að á síðustu tveimur árum hefði dómstóllinn nokkrum sinnum farið fram á að fá að hlera síma og fengið það. Það væri þó innan við tíu sinnum. Þegar þessir aðilar voru spurðir hver bæri ábyrgð á því að símahler- anir væru ekki misnotaðir svöruðu allir því til að Póst- og síma- málastjóri væri sá aðili. Því miður tókst ekki að ná í Jón Skúlason símamálastjóra út af þessu máli í gær. -S.dór Hafnarfjarðarbíó kl. 20.00 í kvöld Kappræöur Svav- ars og Þorsteins Ekkert svar borist frá Þorsteini um kapprœður í Reykjavík í kvöld kl. 20.00 munu þeir Svav- ar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætast á kappræðufundi í Hafn- arfjarðarbíói. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir tveir stjórnmálaleið- togar leiða tveir einir saman hesta sína á slíkum vettvangi. Flokksformennirnir munu fyrst flytja framsöguræður, svara skrif- legum fyrirspurnum fundarmanna sem verður að skila við upphaf fundar í kvöld, og að lokum flytja þeir lokaorð, en stefnt er að því að . kappræðufundurinn standi til kl. 22.00. Alþýðubandalagið í Reykjavík og Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins sendu Þorsteini Pálssyni áskorun fyrir viku um að mæta Sva- vari Gestssyni á kappræðufundí í Reykjavík. Var óskað svars í síð- asta lggi fyrir 25.þessa mánaðar. Að sögn Kristjáns Valdimarssonar framkvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík hafði síðdegis í gær þann 25. ekkert svar borist frá formanni Sjálfstæðisflokksins um að hann væri tilbúinn til viðræðna um kappræður við Svavar Gests- son í Reykjavík. Það er ekki hægt að túlka þetta á annan veg en Þor- steinn treysti sér ekki til kappræðu hér í Reykjavík, eða þá að hann vilji fyrst sjá hvernig útkoman verður úr kappræðunni í Hafnar- firði áður en hann svarar áskorun okkar", sagði Kristján Valdimars- son í gær. -'g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.