Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞIÓDVILJINN Föstudagur 27. janúar 1984 Elínborg Kristmundsdóttir: Burt með þessa ríkisstjórn sem allra fyrst. Hvort haldið þið að velferð okkar þjóðfélags hvíli frekar á bílnum hans Steingríms eða á höndum hins vinnandi fólks í landinu?, spyr Elínborg Kristmundsdóttir. „Bíddu meðan ég bregð þér“ „Bíddu meðan ég bregð þér“, sagði maðurinn. Þeim sem við hann glímdi varð snöggvast bilt við og auðvitað lá hann flatur á næsta augnabliki. Mér hefur oft dottið þetta í hug þegar Steingrímur, þessi íslands ógæfa endurvakin, hefur verið að þylja það yfir alþjóð við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi að launafólk mætti ekki búast við svo til neinum launahækkunum á þessu eða næstu árum, það verði bara að bíða þangað til að atvinnu- rekendur sjái sér fært að greiða hærri laun. Drottinn minn sæll og góður, er maðurinn algeggjaður eða hvað? Heldur hann að það sé hægt að mata fólk á hverju sem er? Ég er nú orðin allöldruð og á minni ævi hefur það hreint aldrei skeð að atvinnurekendur hafi boðið fram hærri laun, þeir þykjast aldrei geta greitt nein laun, og hafa raunar ekki gert, öllum launahækkunum hefur alltaf verið velt út í verðlagið strax, og það heitir ekki verðbólga hjá þessum háu herrum, það er bara dýrtíð sem allir verða að þola bótalaust. Þetta veit Steingrímur vel. Þessvegna bið ég ykkur gott fólk, bíðið ekki þar til þessi fanta- stjórn er búin að smeygja á ykkur klafa fátæktar og jafnvel örbirgðar. Nei, burt með þessa ríkisstjórn og það sem allra fyrst. Þegar ég var unglingur, þá réði íhaldið hér öllu, engir bölvaðir kommúnistar að angra það þá, og þá var ekkert til sem hét í rauninni verkafólk eða launþegar, fólkið var þrælar, ég leyfi mér að endur- taka, fólkið var þrælar, það tók fegins hendi hverja þá vinnu sem hægt var að fá, og dirfðist ekki einu sinni að spyrja hvað það fengi í kaup, það gat kostað burtrekstur úr vinnu. Svo borgaði atvinnurek- andinn það sem honum sýndist og þegar honum sýndist. Þetta voru hinir gömlu og góðu dagar, sem íhaldið hefur síðan alltaf verið að þrá að fá aftur, en það gat það ekki nema að ná einræði. En þó allt of margir hafi hent atkvæði sínu á þetta íhald væri það enn ekki búið að fá þetta einræði sitt ef Steingrímur hefði ekki fært því það á silfurbakka. Þessvegna er aldrei hægt að finna nógu ljótt orð yfir Steingrím, hvað sem öllu íhaldi líð- ur. Þessi hráskinnsleikur ykkar með lækkun verðbólgu held ég blekki fáa, verðlag hefur ekkert lækkað, það finna þeir sem þurfa að kaupa sínar nauðsynjar, borga rafmagn, síma, hækkandi fast- eignaskatta og aðra skatta, ég véit ekki hverjir finna þessa lækkun verðbólgu. En það er hinsvegar lít- ill vandi, þó það sé hinsvegar bein illmennska, að þykjast vera að telja niður verðbólgu með því að ræna hvað eftir annað úr launaum- slögum vinnandi fólks, sem er allt í senn samningsbrot, lögbrot og mannréttindabrot; og í hvers um- boði fremjið þið þessi brot?, eng- inn hefur kosið ykkur til þess. Allt margsvikið Og hvar er atvinnan sem þið þóttust ætla að tryggja fólkinu, sí- felldar fjöldauppsagnir, sem ein- göngu eru gerðar til að hræða fólk- ið, dettur ykkur í hug að nokkur trúi því að þessum fyrirtækjum verði í raun og veru lokað? Sem sagt allt sem þið lofuðuð fólkinu í kosningabaráttunni margsvikið. Og segið mér í alvöru, hvort þið haldið að velferð okkar þjóðfélags hvíli frekar á bílnum hans Stein- gríms eða á höndum hins vinnandi fólks í landinu. Jú, þið segist hafa lækkað vexti og það er raunar satt, en þessi vaxtalækkun kemur sára- fáum að gagni, þeir sem eitthvað hafa verið að framkvæma undan- farið hafa engin lán fengið önnur en lán með fullri vísitölutryggingu og þessi vaxtalækkun nær ekki til þeirra, því ekki má hrófla við lánskjaravísitölunni, þá væri kom- ið við kaunin á peningabröskurun- um ykkar. Sem sagt allt svik og blekkingar sem þið þykist vera að gera vel. Skrítnir fuglar Já, þið eruð býsna skrítnir fuglar og allfrægir þessir svokölluðu ráð- herrar. Geir heimsfrægur fyrir undirlægju- og sleikjuhátt við allt erlent vald, en verður þó að eiga þingsæti sitt undir miskunn Ellerts, það er öll reisnin hans. Albert fjár- málaráðherra frægur fyrir að hafa auðgast á víninnflutningi, það þótti nú hér áður ekkert gæfumerki að auðgast á vínsölu, og svo er hann náttúrleg frægur fyrir sitt fóta- spark, en þó hann sé nú hættur að sparka bolta þá er hann ekki hættur að sparka, nú sparkar hann af krafti í fótleggi manna, raunar í óeiginlegri merkingu, en sárt mun það samt, og alveg er einstakt hversu laginn hann virðist að hitta grennstu og veikbyggðustu legg- ina. Svo er það litli pattinn, Hall- dór heitir hann víst, sem æpti eins og Fúsi á Hala, „Ég vil líka vera hjón“, jú, og auðvitað fékk hann sitt einveldi, mikil ósköp, þó ýmsir hafi það nú í skimtingum að það sé raunar grátkerling útgerðarmanna sem einveldið hafi í raun. Þá má ekki gleyma aumingja Sverri á Zet- unum, ég verð nú að játa að ég skammast mín vegna þess að einu sinni datt mér í hug að það væri eínhver snefill af manni í honum, en það reyndist nú öðru nær. Hann er búinn að eyðileggja allt sem fyrirrennari hans hafði vel gert í álmálinu. Og öll þessi álsamninga- nefnd, með Jóhannes Nordal í broddi fylkingar - hörmung að sá fugl skuli eiga ættir að rekja hingað norður í Húnaþing, en maður verð- ur víst að hafa það eins og hvert annað hundsbit. - Öll hefur þessi nefnd frá því fyrsta til þess síðasta svo svívirðilega svikið þjóð sína, að ef það rynni einhverntíma upp fyrir henni og ef hún kynni að skammast sín, þá væri sennilega helsta leiðin fyrir hana, sú sama og svikarinn mikli valdi, þess sem „gekk út og- hengdi sjálfan sig“. Rekum fantastjórnina Ég hætti nú að ræða um þessa óþverra stjórn. En, alþýða íslands, lát ekki alla þá, látna og lifandi sem börðust fyrir réttindum þínum hér áður fyrr, liggja óbætta hjá garði. Rís nú upp og rek þessa fantastjórn af höndum okkar. Elínborg Kristmundsdóttir. Elínborg Kristmundsdóttir skrifar Sigurður Gunnarsson Fáskrúðsfirði skrifar: Kjarabarátta og pólitík Áttundi áratugurinn var nær samfellt tímabil aukinnar fram- leiðslu í fiskiðnaði og mikilla fjárfestinga í orku og iðnaði, að ekki sé minnst á milliliðina sem spikfitnuðu. Viðskiptakjör landsmanna þróuðust jákvætt ef frá er skilin orkukreppa 1974, sem mun meira hefur verið gert úr en tilefni gefur til. Þrátt fyrir þessa öru og já- kvæðu efnahagsþróun skiptust á skin og skúrir í kjarabaráttu Iaunafóiks. Það var erfitt að sækja hlutdeild í auknum gróða fyrirtækjanna en áföllin voru skilvíslega dregin úr launaum- slaginu. Á þessum árum átti sér stað ör skriffinnskuþróun í forystu verkalýðshreyfingarinnar sam- fara inngöngu Alþýðubandalags- ins í ríkisvaldið og samábyrgðar- stefnu vinstri manna. Kjarabar- áttan varð að mestu hagfræði- legar vangaveltur og línurita- styrjaldir embættismanna. Pólitískir aðalleikendur kjara- baráttunnar voru þeir Þorsteinn Pálsson og Ásmundur Stefáns- son. Til staðfestingar forystu- kreppu verkalýðshreyfingarinnar er sú staðreynd að Þorsteinn er nú formaður Sjálfstæðisflokksins með fylgi inn í allar stéttir, meðan Ásmundur getur vart sannfært sjálfan sig um að rétt sé að snúast til varnar nú þegar launin hafa lækkað um 30% og búast má við samdrætti í vinnu. En þó svo óvinsælt sé að ræða pólitík á kaffistofu ASÍ þessa stundina, þá getur verkafólk ekki skellt allri skuldinni á forystuna. Forystan endurspeglar niðurlæg- ingu allrar stéttarinnar. Pólitísk forysta verkalýðsins á stóra sök á varnarleysi stéttarinn- ar. Hún hefur hvorki megnað að útskýra helstu þætti efnahagslíís- ins fyrir alþýðu fólks, né tekist að móta valkost við þá stefnu sem hægri menn eru nú í óða önn að framfylgja. Vinstri forystan efast ekki um að nauðsyn sé á að skerða kjörin, pólitíkin er bara um hve skerðingin þarf að vera mikil. Borgararnir eru helst gagnrýndir fyrir að þeir kunni ekki að græða, - annar hver Ieið- togi vinstri hreyfingarinnar er sannfærður um að hann sé klárari borgari en þeir sjálfir. Launafólk stendur ráðþrota, sér enga lausn og axlar byrðarnar þegjandi. Á- standið er þannig nú að þorri ís- lensks verkafólks trúir því að það hafi fengið of mikið fyrir vinnu sína áður og að það ætti að skammast sín. En hvað er eiginlega að gerast? Hvernig má það vera eðlilegt að fólk sem vinnur eins mikið og fs- lendingar gera, það safnar skuldum þó svo það geri litlar kröfur. Er íslenskt vinnuafl þá næstum einskis virði? Það er nið- urlæging að sætta sig við slíkt en sú er þó raunin með þorra launa- fólks nú. Sem dæmi um hvernig pólitísk vinstri forysta keyrði með bundið fyrir augun í góðæri síðasta ára- tugar getum við tekið fyrsta boð- orð efnahagsmálastefnunnar: „Full atvinna". f pólitískri umfjöllun var þetta spurningin um að sjá til þess að hvers konar rekstur borgaði sig, jafnvel það sem styrkja þyrfti þrátt fyrir lág laun. Enda voru vel rekin fyrirtækin rekin með gífur- legum hagnaði og fjárfestingar voru stærri hluti þjóðartekna á íslandi en annars staðar. Ef launin hefðu hækkað meira og lélegustu fyrirtækin hefðu verið látin rúlla, þá væri vinnan hærra metin á íslandi en raun ber vitni og það gengi ekki að nota hana í tóma vitleysu, en fá gróða út. Þetta hvarflaði ekki að íslenskri vinstri hreyfingu og hún dúllaði með í að styrkja uppbygtyrkja uppbyggingu láglauna vinnu- samfélags. Og nú þegar kreppir aðeins að, hvað á þá að gera? Láta það lél- egasta fara á hausinn? Nei, - við lækkum bara launin svo sem flestir geti haldið áfram að græða á ódýru vinnuafli, langt fram á nætur. Slík er reisnin á vinstri kantinum! Pólitísk forysta verka- lýðsins er ekki í vafa um að sú staðhæfing Vinnuveitendasam- bandsins sé sönn að lausnin á of- fjárfestingarvandanum sé meiri gróði. Best væri kannski að launakostnaður væri enginn, þá gætu allir grætt. 19.-20. janúar 1984. Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.