Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík 15 miðar eftir á Þorrablótið Vegna forfalla eru 15 miðar til á Þorrablótið annað kvöld. Látið ekki happ úr hendi sleppa, - tryggið ykkur síðustu miðana sem verða seldir að Hverfisgötu 105 í dag, föstudag. Síminn er 17500. Hátíðin hefst að Hverfisgötu 105 með borðhaldi ki. 20 en húsið verður opnað kl. 19.30. Veislustjóri er Sigurjón Péturs- son. Meðal þeirra sem koma fram og flytja skemmtan eru: Árni Bergmann, Árni Björnsson, Kristín A. Ólafsdóttir, Valgeir Skag- fjörð, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sveinn Kristinsson og Þráinn Bertelsson sem ávarpar gesti. Sigurður Rúnar Jónsson leikur undir fjöldasöng og diskó- tekið Devo leikur tónlist við allra hæfi í austursal. Að loknu borðhaldi (kl. 23) verða seldir nokkrir miðar á dansleikinn. Forsala á þeim miðum er á skrifstofu ABR kl. 9-17 í dag föstudag, en annars verða þeir seldir við innganginn. Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið Akranesi Fundur um sjávarútvegsmál Almennur fundur um sjávar- útvegsmál með Skúla Alexand- erssyni og Garðari Sigurðssyni verður haldinn mánudaginn 30. janúar. Fundurinn verður í Rein og hefst kl. 20.30. Fjölmennum! Stjórnin Garðar. Skúll. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur í vinnuhópi um félags- og heilbrigðismál verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Hafnafirði Bæjarmálaráð Fundur í vinnuhópi um húsnæðis- og skipulagsmál verður í Skálanum (Strandgötu 41) mánudaginn 30. janúar kl. 20.30. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið í Kópavogi Árshátíð ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk. Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur. Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið Neskaupstað Hið árlega þorrablót Alþýðubandalagsins á Neskaupstað verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 28. janúar kl. 20.00. Heiðursgestir: Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Blótstjóri verður Stefán Þorleifsson. Að loknu borðhaldi leikur hljóm- sveitin Bumburnar fyrir dansi. Miðasala fimmtudaginn 26. janúar kl. 18-21 að Egilsbraut 11. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar Garðar Sigurðsson alþingismaður verður fram- vegis með fasta viðtalstíma að Bárustíg 9 (Kreml). Fyrsti viðtalstíminn verður laugardaginn 28. janú- ar n.k. kl. 16-19. Kaffi á könnunni. Garðar. Alþýðubandalagið í Keflavík heldur opinn fund um kjaramál þann 28. janúar 1984, kl. 13.30 í húsi verslunarmannafélagsins. Frummælendur verða Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, Karl Steinar Guðnason varaformaður Verkalýðssambandsins og Árni Sverrisson verkamaður. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþyðubandalagsins Æskulýðsfylking Húsavík! Stofnfundur Æskulýðsfylkingar AB á Húsavík verður í litla sal Félags- heimilisins, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00. Ungir vinstri menn á Húsavík og nágrenni eru hvattir til að fjölmenna og góðmenna. - Undirbúningsnefndin. Réttur Búseta tíl lána - samkvæmt frumvarpi Athugasemd vegna leiðara Þjóðviljans I leiðara Þjóðviljans þann 17. janúar sl. er félagsmálaráðherra ásakaður fyrir Ijótan leik sem hann hafi leikið að undanförnu með fögrum loforðum varðandi húsnæðismál en engum efndum. Ekki eru slíkar athafnir með öllu óþekktar hjá ráðherrum og virðist þar hver læra af öðrum. Það hvílir ekki þungt á mér að bera í bætifláka fyrir ráðherra, en ekki get ég látið hjá líða að leiðrétta alvarlegan misskilning sem leiðarahöfundur Þjóðviljans leggur útfrá varðandi húsnæðis- samvinnufélög og mögulegar lán- veitingar til þeirra. Orðrétt segir í leiðaranum: „Þá hefur ráðherrann lofað áhugafólki um húsnæðissam-- vinnufélög stórfelldum lána- hækkunum frá því sem verið hef- ur. Ráðherrann lofaði þessu fólki lögum fyrir áramót. Hann lagði að vísu fram frumvarp fyrir ára- mót. í því er hinsvegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til húsnæðis- samvinnufélaganna á þessu ný- byrjaða ári. Þúsundir manna hafa gengið í húsnæðissamvinnufélög- in og það ekki síst vegna loforða ráðherranna. Þetta fólk hefur verið svikið." Fyrst smáleiðrétting á orða- fari; „áhugafólk um húsnæðis- samvinnufélög“, ætti réttilega að nefnast: Húsnæðissamvinnufé- lagið Búseti. Þannig er félagið formlega skráð og í þessu félagi er nú hátt á þriðja þúsund manns. Rétt er því að ræða um Búseta, en ekki eitthvert óskilgreint „áhuga- fólk“. Fleiri eru húsnæðissam- vinnufélögin ekki ennþá. Hvað segir frumvarpið? Skömmu fyrir jól lagði félags- málaráðherra fram frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Þar er gert ráð fyrir lán- veitingum til húsnæðissamvinnu- félaga leigjenda, á sama hátt og gert var ráð fyrir í frumvarpi sem fyrrum félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, lét undirbúa á árinu 1982. í 33. grein frumvarpsins, c) lið, er gert ráð fyrir lánveitingum úr Byggingarsjóði verkamanna til leiguíbúða, „sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum og/eða ríkisins eða af félagssam- tökum...“ í athugasemdum með frum- varpinu segir um þessa grein: „Þegar rætt er um félags- samtök og stofnanir sem fram- kvæmdaaðila við byggingu leiguí- búða eru hafðar í huga sjálfseign- arstofnanir svo sem Félagsstofn- un stúdenta og aðrar sambæri- legar stofnanir, samtök leigjenda, verkalýðsfélög og fleiri hagsmunaaðilar sem mynd- að gætu samtök til þess að byggja leiguíbúðir til afnota fyrir félags- menn eða til leigu á almennum markaði". Mistúlkunin Ekki fer á milli mála að hús- næðissamvinnufélagið Búseti er fullgildur framkvæmdgaðili skv. því sem að ofan greinir. Enda hefur sá skilningur ætíð ríkt hjá félagsmálaráðherra í viðræðum sem fulltrúar Búseta hafa átt við hann. Mistúlkunin sem Þjóðviljinn byggir á er hinsvegar tilkomin vegna orða ráðherrans, sem féllu á fundi SUF um húsnæðismál þann 13. janúar sl. Þar voru orð ráðherra túlkuð á þann veg, að Búseti væri utan kerfis félagslegra íbúða. . Þeirri mistúlkun var slegið upp í fréttatíma útvarps að kvöldi sama dags og hefur reynst erfitt að kveða drauginn niður, einsog leiðari Þjóðviljans ber með sér. Annmarkar frumvarpsins Hitt er annað mál, að í títt nefnt frumvarp vantar ákvæði sem skapa búseturéttarfyrir- komulaginu ákveðinn sess innan húsnæðiskerfisins, bæði til þess að ákvarða réttarstöðu þess og eins til að hindra hugsanlega misnotk- un. Slíkum kafla verður að sjálf- sögðu að bæta inní frumvarpið. Birna Þórðardóttir: Málið snýst um að tryggja búseturéttarfyr- irkomulaginu ákveðinn sess, og stórauka fjármagn til félagslegra íbúðabygginga. Eins er fráleitt að frumvarpið skuli gera ráð fyrir niðurskurði fjármagns til félagslegra íbúða- bygginga, þegar fyrirsjáanleg er mikil aukning á framkvæmdaað- ilum í þeim hópi og því þörf fyrir stóraukið fjármagn frá því sem verið hefur. Þar verður að knýja fram breytingu og raunar víðar. Sérstaklega ber að nefna láns- hlutfall til verkamannabústaða (og leiguíbúða) sem ætlunin er að lækka; vaxtakjör sem ríkisstjórn er ætlað að ákveða hverju sinni; lánstíma sem miða ætti við fyrn- ingartíma íbúða - að ógleymdum þurfalingsstimplinum sem sífellt er reynt að klína á allt húsnæði sem íbúar hafa ekki fógetastimpl- að afsal upp á. Málið snýst um að fylkja liði til að fá þessum atriðum breytt í fyrirliggjandi frumvarpi. 23. janúar 1984 Birna Þórðardóttir Birna Þórðardóttir er í stjórn Húsnæðissamvinnufélagsins Bú- seta. Brosum að basli borgarbúa - sagði Vigfús Þ. Guð- mundsson Víkurbúi „Brosum stundum þegar við heyrum borgarbúa kvarta undan snjóþyngslum. Við sjáum sjón- varpsmyndir af öllum þessum snjó og finnst ekki mikið til koma, en við skiljum vel að ekki þarf nema einn bíl sem festir sig til að umferð stöðvist. Hér hefur ekki verið ófærð en leiðindaveður og leiðindafærð. Við látum okkur ekki bregða við einn og einn snjóskafl og allir eiga keðj- ur“, sagði Vigfús Þ. Guðmundsson Vík í Mýrdal við Þjóðviljann í gær. Vigfús sagði að gamalt hótel væri á staðnum og þar gistir einn og einn ferðalangur yfir vetrartímann. Þeir sem verða veðurtepptir í Vík geta fengið sér mat í Víkurskálanum og gistingu á hótelinu. Vigfús sagði að fólk á staðnum atvinnuleysi væri á staðnum þrátt kvartaði undan peningaleysi og fyrir nægilega vinnu á yfirborðinu. dýrtíð og hann taldi að dulbúið -jp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.