Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 11
Fðstudagur 27. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þessir leika: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val Jens Einarsson, KR Aðrir leikmenn: Atli Hilmarsson, FH Guðmundur Guðmundss, Vík. Jakob Sigurðsson, Val Kristján Arason, FH, fyrirl. Páll Olafsson, Þrótti Sigurður Gunnarsson, Víkingi Sigurður Sveinsson, Lemgo Steinar Birgisson, Víkingi Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Páll Ólafsson var veikur í gær- kvöldi og verði hann ekki búinn að ná sér, tekur Þorbergur Aðal- steinsson, Þór Ve, stöðu hans. Helgar- sportið Handbolti Landsleikirnir þrír við Norð- menn eru að sjálfsögðu athygl- isverðustu viðburðirnir. Einn leikur verður í 2. deild karla í kvöld. Fylkir og Reynir mætast kl. 20. Þá verður „turnering" í 3., 4. og 5. flokki karla og 2. og 3. flokki kvenna, og leikið víða, í Reykjavík, Mosfellssveit, Sel- tjarnarnesi, Vestmannaeyjum, Borgarnesi, Keflavík, Garða- bæ, Kópavogi, Akranesi og Sandgerði. Körfubolti Njarðvík og ÍR mætast í úr- valsdeildinni í Njarðvík kl. 20 í kvöld. Haukar leika við KR í Hafnarfirði kl. 14 á morgun og Valur mætir Keflavík í Selja- skóla kl. 20 á sunnudagskvöld- ið. ÍR og ÍS, efstu lið 1. deildar kvenna, mætast í Seljaskóla kl. 21.30 á sunnudagskvöld, og á sama tíma leika KR og Haukar í Hagaskóla. „Turneringar" fara fram á Akureyri, í Sandgerði, Njarðvík, Seljaskóla og Borg- arnesi. Snæfell og Fram mætast í bikarkeppninni í Borgarnesi í kvöld kl. 20. Blak Breiðablik leikur við Þrótt í 1. deild kvenna í Digranesi í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á morgun fara svo þrír leikir fram í Hagaskóla, Fram-Þróttur í 1. deild karla kl. 14, Víkingur-HK í 1. deild karla kl. 15.20 og ÍS- Víkingur í 1. deild kvenna kl. 16.40. Samhygð og HK-2 leika í 2. deild karla á Selfossi í kvöld kl. 19.50. Skíði Bikarkeppni SKÍ 1984 í alpa- greinum hefst með bikarmóti í Bláfjöllum við Reykjavík kl. 11 í fyrramálið og verður þá keppt í stórsvigi, en keppni í svigi hefst kl. 11 á sunnu- dagsmorguninn. Hlaup Stjörnuhlaup FH hefst kl. 14 á morgun við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Karlar hlaupa 5 km, konur 3 km, drengir 3 km, piltar 1,5 km og telpur 1,5 km. Badminton Unglingalandsliðið er statt í Sviss, en hér heima fer fyrir- tækjakeppni BSÍ fram í TBR- húsinu í Reykjavík á sunnudag- inn. Júdó Fyrri hluti afmælismóts JSÍ fer frant í íþróttahúsi Kennar- aháskólans á morgun og hefst kl. 15. Umsjón: ■ ^ ^ ■ ■ Víðir Sigurðsson „Ætlum okkur sig- ur í öllum þremur“ „Við eigum að sigra þetta norska lið hér heima og erum staðráðnir í að leggja það að velli í öllum þrem- ur leikjunum", sagði Kristján Ara- son, fyrirliði íslenska karlalands- liðsins í handknattleik í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. ísland mætir Noregi í þremur lands- leikjum nú um helgina, í Laugar- dalshöllinni kl. 20.30 í kvöld, á Ak- ureyri kl. 14 á morgun (í Hafnar- firði kl. 16 ef ekki verður fært norður) og í Laugardalshöllinni kl. 20 á sunnudagskvöldið. „Það hefur verið æft stíft að und- anförnu og margt komið fram. Nú fyrst erum við t.d. að byrja að kom- ast inn í kerfin hjá Bogdan þannig að allt er á réttri leið,“ sagði Krist- ján. Kristján er fyrirliði landsliðsins en þeirri stöðu gegnir hann ekki hjá sínu félagsliði, FH. Skyldi ekki reynast erfitt að ganga inní svo Kristján Arason: „Erum að komast inní kerfin hjá Bogdan“. ábyrgðarmikla stöðu hjá landsliði óundirbúinn? „Það er nú ekki komin mikil reynsla á þetta hjá mér ennþá", sagði Kristján. „Ég hef ekki verið fyrirliði nema í fjórum lands- leikjum til þessa, fyrstu tveir voru erfiðir og ég var slakur en ég tel mig vera kominn yfir þá byrjunarörð- ugleika. Maður verður að fara í leikina með sama hugarfari og aðr- ir leikmenn, það er síðan fyrst og fremst í vörninni sem reynir á fyrir- liðastöðuna. Fyrirliðar eru mis- munandi, ég leitast við að leika minn handbolta fyrst og fremst eftir sem áður“. Kristján kvaðst einnig vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda, þeir væru geysilega mikils virði í leikjum sem þessum. Það er hár- rétt, Norðmenn standa okkur lítið sem ekkert að baki og það má lítið útaf bregða til að illa fari. Þessir þrír leikir gegn þeim eru mikilvægir fyrir íslenskan handknattleik, með góðum árangri getur landsliðið lagt sitt af mörkum til að lyfta andliti frónska handboltans sem óneitan- lega hefur verið í dulítilli lægð það sem af er vetri. Fjölmenni áhorf- enda, hvort sem leikið er í Laugar- dalshöll, Akureyri eða Hafnar- firði, er þungt á vogarskálunum, því fleiri sem mæta og taka radd- böndin með sér, þeim mun meiri möguleiki er á þreföldum íslensk- um sigri dagana 27.-29. janúar ÍS skellti Frömurum! ÍS hleypti mikilli spennu í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi með því að sigra Fram 73:59 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Leikurinn var jafn lengi vel, IS leiddi þó með 8 stigum í hálfleik, en Framarar gerðu þann mun að engu fljótlega cftir hlé. Síðari hluta síðari hálfleiks tóku svo Stúdentar völdin og tryggðu sér sætan sigur. Þeir hafa nú fjörurra stiga forskot í 1. deildinni, 20 stig gegn 16 hjá Fram, en Framarar hafa leikið þremur leikjum færra og hafa því aðeins tapað 3 leikjum en ÍS fjór- um. - VS Meistaramót innanhúss Meistaramót fslands í Irjálsum íþróttum innanhúss fcr fram í Laugardals- höll og Baldurshaga dagana 4. og 5. febrúar. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: Karlar - 50 m hlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp. Konur - 50 m hlaup og 800 m hlaup. Seinni dagur: Karlar - 50 m grindahlaup, 1500 m hiaup, stangarstökk, þrístökk og 4x3 hringja hoðhlaup. Konur - 50 m grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 4x3 hringja boðhlaup. Þátttökutilkynningar ásamt skráningargjöldum, 50 kr. á grein og 120 kr. fyrir hverja boðhlaupssveit, skulu berast stjórn FRÍ í síðasta lagi mánudag- inn 30. janúar i pósthólf 1099 eða skrifstofu FRÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Danskur kennari hjá KÞÍ Danski knattspyrnukennarinn Karsten Jörgensen verður aðalkcnnari á knattspyrnunámskeiði sem knattspyrnuþjálfarafélag íslands og KSÍ gang- ast fyrir i Reykjavík dagana 3.-5. fehrúar. Jörgensen er mjög vel menntaður og virtur leiðbeinandi og yfirskrift námskeiðsins er „sóknarknattspyrna". Fjallað verður um unglingaþjálfun og meistaraflokksþjálfun sitt í hvoru lagi og síðan um markvörðinn og úthaldsþjálfun. Hægt er að sækja cina ciningu, tvær, eða allar. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir mánudaginn 30. janúar til skrifstofu KSÍ síma 84444, Eggerts Jóhannessonar (40016) eða Aðalsteins Örnólfssonar (82421). Dregið í happdrœtti HSÍ Eftirtalin númer hlutu vinning t happdrætti Handknattleikssambands fslands: 1. Mazda 626 Hatchback ’84 37808 2. Sharp videótæki.........27081 3. Sharp videótæki......... 3400 4. Ferð til New York....... 8809 5. Sólarlandafcrð .........11544 6. Sólarlandafcrð..........11679 7. Ferð til Amsterdam........... 791 8. Sólarferð................. 2216 9. Sólarferð.................38495 10. Sólarferð.................29137 11. Sólarferð.................26549 12. Færeyjaferð með Norröna 19343 Vinninga má vitja á skrifstofu HSÍ, íþróttamiðstöðinni i Laugardal, kl. 14 - 18 virka daga. Leika í hnésíðum stuttbuxum og með blúndur! Hildibrandar í 4. deildina Knattspyrnufélagið Hildibrand- ar heitir nýtt félag sem stofnað hef- ur verið í Vestmannaeyjum. Það sendir lið í 4. deildina í knattspyrnu í sumar og heyrst hefur að brand- arnir ætli að mæta til leiks í hnésíð- um stuttbuxum og skreyttir með blúndum! Sex önnur félög sent ekki léku með á íslandsmótinu í fyrra hafa tilkynnt lið í 4. deildarkeppnina í sumar. Neisti frá Djúpavogi, UMF Tjörness, Æskan frá Svalbarðss- trönd og Drengur úr Kjós hafa aldrei áður verið með, Geisli frá Hólmavík ekki heldur, en kemur í stað HSS, og þá hefur meistara- flokkur Leiknis úr Reykjavík verið endurvakinn. Vitað er um tvö félög frá því í rra sem ekki verða með í sumar, ðinn úr Reykjavík og Glóðafeyk- ir úr Skagafirði. Vitað er um þátt- tökutilkynningar nokkurra félaga á leiðinni en ekkert hafði í gær heyrst frá Hrafna-Flóka á Patreksfirði, Hvergerðinga né Árvakurs í Reykjavík sem öll voru með sl. sumar. Liðum verður raðað niður í riðla jafnskjótt og allar tilkynning- ar hafa borist, eða mjög fljótlega. í fyrra léku 37 lið í 4. deild en í ár verða þau líkast til á bilinu 38-41. Þátttakan í deildakeppninni eykst því enn frá ári til árs, samkvæmt þessu leika 74-77 lið í henni næsta sumar. -VS Rush stefnir á gullskóinn Ian Rush, markaverksmiðja Liverpool í ensku knattspyrnunni, hefur náð þriggja marka forskoti í keppninni um gullskó Adidas, eða markakóngstitil Evrópu. Hann hefur nú gert 19 rnörk í 1. deild en Tibor Nyilasi frá Ungverjalandi, sem leikur með Austria Wien í Austurríki, kentur næstur með 16. Þá eru undanskildir Norðurlandabúarnir sem hafa lokið sínum keppnistímabilum, en Lipponen hjá TPS í Finnlandi er opinberlega efstur með 22 mörk. Liver- pool er komið á toppinn í stigakeppni félaga, hefur 11 stig en Stuttgart, lið Ásgeir Sigurvinssonar í Vestur- Þýskalandi, og Skotarnir í Aberdeen koma næst með 9 stig. - VS Örn Valdimarsson Örn til Framara Örn Valdimarsson, unglinga- landsliðsmaðurinn efnilegi úr Fylki gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Fram í knattspyrnu. Örn var einn burðarása Fylkismanna si. sumar og ætti að eiga ágæta framamögu- leika í hinu unga liði Framara. - VS s „Ohressir með seina- ganginn “ „Við erum að sjálfsögðu mjög óhressir með þennan seinagang í Pétursmálinu, það þarf að fást endanleg niðurstaða í því sem allra fyrst. Pétur heldur að sjálfsögðu áfram að leika með okkur og verð- ur með ÍR í Njarðvík annað kvöld (í kvöld),“ sagði Kristinn Jörunds- son hjá körfuknattleiksdeild ÍR í samtali við Þjóðviljann í gær. Þá hafði ekkert nýtt gerst í kærumál- inu á hendur Pétri Guðmundssyni. - VS s IS vann Njarðvík ÍS sigraði Njarðvík 36:32 í 1. deild kvenna í körfuknattleik fyrr í þessari viku. Leikið var í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. ÍS hefur því 18 stig gegn 20 hjá ÍR þegar bæði lið hafa lokið 12 leikjunt af 20 en þau mætast í Seljaskóla á sunnu- dagskvöldið. Rósa ráðin til ÍBÍ Rósa Valdimarsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu úr Breiðabliki hefur verið ráðin þjálfari hjá ísfirð- ingum sem leika í fyrsta skipti í 1. deild kvenna næsta sumar. Hún mun einnig leika með liðinu. Ian Rush - næsti handhafi gull- skósins?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.