Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 7
 Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fljúgandi diskur og pönkarar í New York Fljúgandi diskur kemur svífandi utan úr geimnum og sest á þak eins skýjakljúfs New York borgar, ekki fjarri Empire State Building. Pönkarar skaka ser í takt við ný- bylgjutónlist. Herbergi, skreytt furðulegum djásnum, sem minna á popplist, en á miðjum veggnum hangir gríma, sem minnir á dauðann. Þannig hefst kvikmyndin Fljót- andi himinn, sem gerð er af rússneskum leikstjóra, Slava Tsuk- erman að nafni, nú búsettum í Bandaríkjunum. Svo sem ráða má af upphafi myndarinnar er áhorf- andinn leiddur inn í nokkuð furðu- legan heim þar sem saman fara áhrif tíðaranda pönkkynslóðarinn- ar og vísindaskáldskapar. Flestir þátttakendur í þessari kvikmynd eru pönkarar og áhugamál þeirra er einkum kynlíf og eiturlyf. Um- ræðuefnið snýst í rauninni ein- göngu um þetta tvennt og þar af leiðir, að hið talaða orð verður, þegar á líður, ákaflega innihalds- lítið. Fleiri aðilar koma þó við sögu; t.d. þýskur vísindamaður, sem hef- ur uppi einhverja kenningu um tengslþessa fljúgandi furðuhlutar, kynlífs og eiturlyfjaneyslu, sem að vísu fóru fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum. Eins og ætla má eru efnistök Tsukermans næsta óvenjuleg. Hún klippir óspart af einum vettvangin- um yfir á annan og oft á tíðum er frásögnin rofin með myndum af þrúgandi umhverfi stórborgarinn- Siguröur J. Ólafsson skrifar um kvikmyndir ar eða iðandi kynjamyndum í sterkum litum. Og hávær nýbylgju- tónlist undirstrikar þetta stílbragð leikstjórans. Það má vel vera, að viðhorf mín til kvikmyndagerðar séu fjarska gamaldags, en einhvern veginn geðjaðist mér ekki að frumleika þessarar kvikmyndar og þaöan at síður innihaldi hennar. Þessar ves- alings manneskjur sem þarna birt- ust á hvíta tjaldinu komu manni ekkert við og maður kærði sig koll- óttan, þó þær hyrfu á dularfullan hátt, gufuðu bókstaflega upp, af völdum þessa furðuhlutar utan úr geimnum. Kona undir áhrifum: Amerískur veruleiki Halldór B. Runólfsson skrifar um kvikmyndir Kona undir áhrifum (A Woman under the Influence), 1975. Stjórn: John Cassavetes Aðalhlutverk: Gena Rowlands, Peter Falk. Sýningartími: Um 150 mínútur. Cassavetes hafa verið gerð ágæt skil á þessari Kvikmyndahátíð og hafa þrj ár myndir verið sýndar eftir hann, Andlit (Faces), Frumsýning (Opening Night) og Kona undir áhrifum, sem hér verður fjallað um. Myndin hefur að vísu áður ver- ið sýnd á kvikmyndahátíð hér, en það er engin ósvinna að endursýna hana nú í samhengi við hinar myndir leikstjórans. Það hlýtur einmitt að vera eitt af markmiðum slíkrar kvikmyndahátíðar að sýna fleiri myndir en eina eftir sama leikstjóra, hafi hann eitthvað sér- stakt til brunns að bera. Og Cassavetes hefur ýmislegt að segja okkur, bæði hvað varðar innihald og framsetningu og mynd- ir hans bera vott um sérstæða per- sónulega afstöðu til hvíta tjaldsins. Hann hefur um árabil verið talinn einhver besti fulltrúi svokallaðs New York-skóla í kvikmyndun en hann hafnar alfarið þeim markmið- um sem mestan svip setja á al- menna bandaríska kvikmynda- gerð. Hingað til hefur hann gert um tug mynda og fjármagnað þær með kvikmyndaleik (Rosemary’s Baby, The Dirty Dozen t.d.). Hann er því sjálfstæður í listsköpun sinni og óháður vitundariðnaðin- um í Hollywood. Óvíst er hvort árangur Cassavet- es hefði orðið jafnágætur nyti hann ekki konu sinnar, fjölskyldu og fé- laga úr leikarabransa leikhúsanna í New York. Það er greinilegt að þessi árangur byggist mjög á þekk- ingu hans á leikurum, leikhúsi og hjálparkokkum. Hann getur ör- uggur veitt þeim töluvert athafna- frelsi, sem óvíða gengur út yfir upphaflegt handrit og texta. Kona undir áhrifum fjallar eins og flestar mynda Cassavetes um vandamál venjulegs fólks. Hér eru engar rómantískar hetjur á ferð, hvorki ofurmenni, englar né ill- menni. Gena Rowlands leikur konu verkamanns af ítölskum ætt- um, og á hún í baráttu við geðræn vandamál. Við fáum að kynnast því hvernig eiginmaðurinn, börn- in, ættingjar og kunningjar bregð- ast við þessum vanda. Frábær leikur Genu Rowlands er rauði þráðurinn í myndinni. Hún fer bókstaflega á kostum í hlutverki sínu, en einnig er Peter Falk öruggur og sannfærandi sem hinn ráðvillti eiginmaður sem bregst við vandanum á eðlislægan fremur en vitsmunalegan hátt. En myndin sýnir okkur einnig líf venjulegrar bandarískrar milli- stéttarfjölskyldu á raunsæjan máta, fordómalausan og með hlýj- um skilningi. Dæmi um frábærar senur er borðhaldið, þar sem eigin- maðurinn hefur boðið vinnufélög- unum í spaghetti-veislu eftir að þeir hafa staðið í ströngu alla nótt- ina. Svona atriði full af manneskju- legum lýsingum yfirvinna og gott betur lengd myndarinnar, gefa henni dýpt og ljóðræna fegurð. Þegar maður rís úr sæti eftir sýn- ingu myndarinnar, hugsar maður: Hvers vegna fáum við ekki meira af svona löguðu frá Bandaríkjunum? Aðalfundur Leigjendasamtakanna Jón frá Pálmholti end- urkjörinn formaður Á aðalfundi Lcigjendasamtak- anna sem haldinn var í lok janúar var Jón frá Pálmholti endurkjörinn formaður samtakanna. Aðrir í stjórn voru kjörnirrBirna Þórðardóttir, Bjarney Guð- mundsdóttir, Birgir Guðmunds- son, Franz Gíslason og Sigurjón Þorbergsson. t varastjórn eru: Jón Rúnar Sveinsson, Reynir Ingi- bjartsson og Mímir Völundarson. Á aðalfundinum kynnti Kristján Thorlacius, formaður BSRB hug- myndir sínar um húsaleigustyrk, en þær voru sem kunnugt er felldar við afgreiðslu á kröfugerð BSRB í samninganefnd bandalagsins. Þá ræddi Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar um húsnæðismál láglaunafólks og kynni sín af þeim í gegnum félagsstarf Sóknar. Tvær ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum, þar sem lýst er stuðningi við hugmyndir um húsa- leigustyrki og þeim undirtektum sem Búseti hefur fengið fagnað. Skrifstofa Leigjendasamtak- anna er að Bókhlöðustíg 7 og er opin virka daga kl. 15 til 18. Síminn er 27609 og starfsmaður er Mímir Völundarson. -AI Jón frá Pálmholti. Dagskrá Kvikmyndahátíðar í dag Hrafninn flýgur, Hrafn Gunnlaugsson 1983. Sýnd á öllum sýningum í Háskólabíói. Kvennaklandur, John Wat- ers, Bandaríkin 1974. Sýnd kl. 15 og 19. Divine er enn á ferð, í þetta sinn á sviði í nætur- klúbbi. Hún nær því marki sínu aö verða fræg þegar hún dregur upp skammbyssu og skýtur áhorfendur til bana. Myndin er tileinkuð Tex Wat- son, dæmdum morðingja og félaga Charles Mansons. Eldskírn, Lizzie Borden, Bandaríkin 1983. Sýnd kl. 17, 21 og 23. Frumleg og eldheit kvenréttindabaráttumynd. Eldskírn gerist í óljósri framtíð og þungamiðja hennar er stofnun kvenréttindasamtaka sem smátt og smátt breytast úr litlum hverfasamtökum í stóra og öfluga alheimskeðju kvenréttindabaráttufólks. Fljótandi himinn, Slava Tsukermann. Bandaríkin 1983. Sýnd kl. 15.05, 19.05 og 23. Frumleg pönkmynd, opinská og á allan hátt óvenjuleg í stíl, byggingu og efnismeðferð. Ung kona yfir- gefur fjölskyldu sína til að verða nýbylgjufyrirsæta í New York. Myndin dregur upp dökka mynd af stórborgarlífi og menningu Bandaríkjanna. Vatnsbragð, Orlow Seunke. Holland 1982. Sýnd kl. 17.05 og 21.05 Myndin fékk Gull- Ijónið í Feneyjum 1982 fyrir tyrstu mynd höfundar og fjall- ar um vonlausa baráttu opin- bers embættismanns við skrifræðið og eigingirnina. Andlit, John Cassavetes. Bandaríkin 1976. Sýnd kl. 15 og 20.45. Sú mynd Cassavet- es sem gagnrýnendur hafa borið hvað mest lof á. Myndin lýsir degi í lífi millistéttarhjóna í Bandaríkjunum. Gena Row- lands sem fyrr í aðalhlutverki. El Crack II. José Luis Garci. Spánn 1981. Sýnd kl. 17.30 og 23.15. Dæmigerð lög- reglu- og sakamálamynd í stíl Sams Spade og Phillips Marl- ow. Myndin er tekin í Madrid og New York. Annar hluti. Bláklædd, Gimenez-Rico, Spánn 1983. Sýnd kl. 15.15 og 19.15. Myndir um líf og til- finningar transvestíta eða kynskiptinga, sögð kímin, yfir- lætislaus og einlæg. Ameríkuhótelið, André Téc- hiné. Frakkland 1982. Sýnd kl. 15.05, 21.05 og 23.10. Myndin gerist í Biarritz syðst á Atlantshafsströnd Frakk- lands. Hún fjallar um ástina og helstu hlutverk eru í hönd- um Catherine Deneuve og Patricks Dewaere. Síðasti dagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.