Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1984 búsýslan Rannsóknarráð landbúnaðarins:_ Mj ólkur afur ðir einstaklega hollar Rannsóknarráð landbúnaðar- ins hefur sent frá sér tvo bækl- inga, annan um rannsókn á mjólk og hinn um rannsókn á kjöti. Rannsóknir þessar hafa verið framkvæmdir á Keldnaholti und- anfarin ár og að mestu leyti á kostnað Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Jón Óttar Ragnarsson er höf- undur bæklingsins um mjólkina, en hann ber heitið Næringarefni í íslenskri mjólk og afurðum henn- ar. Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar eru þessar: 1. f heild sýnir þessi rannsókn að íslensk mjólk og afurðir henn- ar standa erlendum afurðum síst að baki. 2. Ekki reyndist marktækur munur á samsetningu hrá- mjólkur og gerilsneyddrar mjólkur að öðru leyti en því að C-vítamíninnihald var hærra í þeirri síðarnefndu. 3. Marktækurmunurvarámagni ýmissa næringarefna í mjólk eftir svæðum. Var munurinn mestur fyrir C-vítamín. C- vítamín magnið er hæst í mjólkinni frá Akureyri en lægst í mjólk frá Borgarnesi. 4. Marktækurmunur varámagni margra næringarefna eftir árs- tímum. Var munurinn mestur í C-vítamíni og B2 vítamíni. 5. Rannsóknin staðfestir að ekki er fullkomið samband milli hvítu og fitu í mjólk. 6. Islenskar mjólkurafurðir standast fyllilega samkeppni við erlendar. Er áberandi hve mjólkuriðnaðurinn framleiðir margar einstaklega hollar afurðir. 7. Ljóst er að íslenska skyrið er í fremstu röð mjólkurafurða í heiminum. Jafnframt er ljóst að gera þarf nýtt átak til þess að nýta skyrmysuna til mann- eldis betur en gert er. Hinn bæklingur Rannsóknar- ráðs landbúnaðarins geymir þrjár rannsóknir er heita: Stykkjun kjöts og sneiðing dilkafalla, Rannsóknir á hangikjöti og Geymsluþol og meyrnun á dilka- kjöti. Vert er að vekja athygli á Epli handa • • Omu Uppskriftin hér að neðan er af eplaeftirrétti, sem er mjög fljót- legur í tilbúningi og afskaplega ljúffengur. Búsýslan tileinkar Ornu þennan eftirrétt. 175 g brauðmylsna 50 g smjör í smáum klípum 1 kg epli, aftiýdd og sneidd í litlar sneiðar 125 g púðursykur % tsk nutmeg rifið hýði af % sítrónu 125 g rúsínur 2 msk sítrónusafi 0,75 dl sjérrí Hitið ofninn að 190 gráðum. Smyrjið eldfast fat eða form að innan með smjörlíki eða olíu og látið um þriðjung af brauðmylsnunni í fatið. Látið nokkrar smjörklípur ofan á mylsnuna. Blandið saman púð- ursykri, nutmeg og sítrónuhýð- inu og veltið helmingi eplabit- anna uppúr þessu og látið ofan á brauðmylsnuna. Stráið helmingi sykurblöndunnar þar ofan á. Síð- an er annar þriðjungur brauðmylsnunnar látinn ofan á, síðan smjörklípur og eplabitar og að lokum er afganginum af brauðmylsnunni stráð efst og síð- ustu smjörkiípurnar settar þar ofan á. Hellið sítrónusafanum yfir Bakið í ofninum í 40 mínútur eða þar til eplin eru orðin mjúk og brauðmylsnan efst gullinbrún. Þá takið þið fatið úr ofninum og hellið sjerríinu yfir og bakið í 5 mínútur í viðbót. Þetta er snætt heitt og gott að hafa ís með eða rjóma. hangikjötsrannsókninni en þar voru prófaðar tvær aðferðir við vinnslu hangikjöts, sprautu- söltun og pækilsöltun. Greini- legur munur kom fram á milli þessara aðferða varðandi geymsluþol kjötsins, efnasam- setningu og þyngd læra eftir vinnslu. Sprautusaltaða kjötið hafði miklu minna geymsluþol en hið pækilsaltaða og gerlar kom- ust mjög greiðlega að því. Einnig sýndi rannsóknin, að hangikjöt, sem er saltað og reykt með þeim aðferðum, sem stærstu reykhús landsins nota, er kælivara sem ætti ekki að vera til sýnis nema í kæliborðum verslana. Það virðist því vera mikil ástæða til að athuga sinn gang þegar hangikjöt er keypt. Rannsóknin á geymsluþoli og meyrnun á dilkakjöti leiddi í ljós, að kjöt úr sláturhúsum, þar sem mikið og gott hreinlæti er viðhaft og kjötið geymt við bestu skilyrði í kæli, ætti að geta haft a.m.k. 20 daga geymsluþol. Bragðprófanir sýndu að kælt kjöt er jafngott og bragðbetra og mýkra en fryst kjöt. Bragðgæði kjötsins bötn- uðu við geymsluna og eftir 17 daga voru þau ekkert farin að minnka. Rannsóknir sýna, að íslenska skyrmysan er afar holl og næring- arrík afurð. í henni eru nokkur næringarefni, sem eru af skornum skammti í fæði íslend- inga, sérstaklega í fæði barna og unglinga. Það þarf því að koma mysunni í afurðir sem þessir aldurshópar neyta - Mangósop- inn inniheldur skyrmysu og er til- valinn í nestispakkann fyrir leikskóla- og dagheimilisbörn, svo og skólafólk á öllum aldri. D j öflakaka Djöflakakan, sem Búsýslan kynnir að þessu sinni, er banda- rísk að uppruna. Bandarískar eldabuskur þykja hinir mestu snillingar í köicubakstri og fram- leiðslu á eftirréttum ýmiss konar. Smekkur þeirra virðist nokkuð lfkur smekk íslenskra eldabuskna í kökugerðinni, a.m.k. eru kök- urnar gjarnan stórar og matar- miklar og þrungnar sykri og kal- óríum. Sannkallaðar Hnallþórur. Djöflakakan er ein slík og fellur vel í kramið hjá íslenskum fjöl- skyldum sem vilja eitthvað sætt með kaffinu á sunnudögum. 125 g suðusúkkulaði, brotið í litla bita 2,5 dl mjólk 175 g púðursykur 3 eggjarauður 275 g hveiti % tsk salt 1 tsk lyftiduft 125 g smjör 175 g sykur 0,5 dl vatn 1 tsk vanilludropar 2 eggjahvítur Krem: 2,5 dl rjómi % kg sykur ‘/8 tsk salt 50 g suðusúkkulaði, brotið 40 g smjör % tsk vanilludropar 50 g saxaðar valhnetur Stillið ofninn á 180 gráður . Bræðið saman súkkulaðið, mjólkina, púðursykurinn og eina eggjarrauðu í vatnsbaði. Hrærið stöðugt í þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg og blandan þykkn- að ögn. Takið pottinn af hitanum og látið kólna meðan þið undir- búið annað sem þarf í deigið. Setjið hveitið, saltið og lyfti- duftið í skál. Látið smjörið í aðra skál og hrærið með trésleif þar til það er orðið mjög lint. Bætið hvíta sykrinum við smjörið smám saman meðan þið hrærið vel í (hér er best að nota hrærivél). Bætið að því búnu hinum eggja- rauðunum útí og hrærið vel. Blandið nú um þriðjungi hveitib- löndunnar útí með trésleif og hrærið þar til þetta hefur sam- lagast. Ekki er nauðsynlegt að hræra mjög vel. Bætið helmingi vatnsins útí og hrærið. Síðan látið þið það sem eftir er af hveitinu og vatninu og hrærið í deiginu þar til allt hefur samlagast. Nú látið þið súkkulaðiblönduna og vanillu- dropana út í deigið og hrærið öllu vel saman. Þeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið. Þið þurfið þrjú grunn köku- form fyrir deigið og smyrjið þau áður með smjörlíki. Skiptið deiginu milli formanna og bakið hvert form í 25 mínútur eða svo. Best er að prófa hvort nóg er bakað með því að stinga prjón varlega í deigið. Ef prjónninn kemur hreinn upp úr kökunni er nóg' bakað. Takið formið út og losið um kökurnar með hnífi þeg- ar þær hafa kólnað í um 10 mínút- ur og hvolfið þeim úr formunum. Þá er það kremið. Hitið rjóm- ann að suðumarki en takið þá af plötunni. Hrærið sykrinum, salt- inu og súkkulaðinu saman við. Látið pottinn aftur á helluna og sjóðið nú undir loki í 3 mínútur. Hrærið ekki í á meðan. Takið lokið af, minnkið hitann og sjóð- ið þar til hitinn er 120 gráður á sykurhitamæli eða þar til dropi af blöndunni myndar mjúka kúlu í köldu vatni. Takið pottinn af hellunni og dýfið honum í annan stærri pott sem þið hafið fyllt af ísköldu vatni. Þegar potturinn hefur kólnað það mikið að óhætt er að snerta hann að utan hrærið þið útí blönduna smjörinu og vanillu- dropunum. Hrærið (með hræri- vél) þar til kremið þykknar svo mjög að ykkur sýnist óhætt að smyrja því á kökuna. Bætið val- hnetunum útí. Smyrjið nokkru af deiginu milli kökubotnanna en mest af því fer ofan á kökuna og með- fram hliðunum. Látið kremið kólna áður en þið borðið kökuna. I a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.