Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Rúnar Vilhjálmsson, Egils- stöðum talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í laufi“ eftir Kenneth Grahame Björg Árnadóttir les þýðingu sína (10). 9.20 Leikfimi. 9.30Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Man ég það sem iöngu leið“ Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Jass og bítlatónlist. 14.00 „lllur fengur" eftir Anders Bodels- en Guðmundur Ólafsson les þýðingu sína (16). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist Ólalur Vignir Alberts- son, Þorvaldur Steingrimsson og Pétur Þorvaldsson leika Píanótríó í e-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson / Guðrún Tómasdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja lög eftir Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Ólafur Vignir Al- bertsson og Guðrún Kristinsdóttir leika á píanó. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK) 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Leyni- garðurinn" Gert eftír samnefndri sögu Frances H. Burnett. (Áöur útv. 1961). 7. þáttur: „Töfrar“ Þýðandi og leikstjóri: Hildur Kalman. Leikendur: Katrín Fjeldsted, Helga Gunnarsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson, Sig- riður Hagalin, Bessi Bjarnason, Jón Aðils og Gestur Pálsson. 20.30 Barnalög 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um þjóðfræði Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur ásamt Guðrúnu Bjartmarsdóttur. Að þessu sinni verður fjallað um þjóðsögur og m.a. lesið úr Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. b. Al- þýðukórinn syngur Stjórnandi: Hall- grímur Helgason. Umsjón: Helga Ag- ústsdóttir. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 21.40 Útvarpssagan: „Könnuður í fimm heimsálfum" eftir Marie Hammer Gísli H. Kolbeins les þýðingu sína (5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 23.35 Frá tónleikum íslensku hljomsveitar- innar i Bústaðakirkju 26. f.m. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikarar: Martial Nar- deau, Sigurður I. Snorrason og Ásgeir H. Steingrimsson. a) Forleikur að „Pygmalion" eftir Jean Philippe Rameau. b) „Concertino" eftir tvö einleikshljóðfæri og strengi eftir Hallgrim Helgason.Frumflutningur. c) Kon- sert tyrir trompet og hljómsveit eftir Johann Friedrich Fasch. d) „Tuttifántchen", svíta fyrir hljómsveit eftir Paul Hindemith. - Kynn- ir: Ýrr Bertelsdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 19.35 Bogi og Logi Pólskur teiknimynda- flokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og visindi Umsjón- armaður Sigurður H. Richter. 21.05 Skarpsýn skötuhjú 2. Bleika perlan. Breskur sakamálamyndaflokkur í tíu þáttum gerður eftir sögum Agöthu Christ- ie. Aðalhlutverk: James Warwick og Francesca Annis. Tommy og Tuppence, sem síðast glimdu við óþekktan ands- tæðing, eru nú gengin í hjónaband. Þau gerast einkaspæjarar að atvinnu og fá fyrsta stórmálið til meöferðar. Þýandi Jón O. Edwald. 22.00 Leitað svara Um íslenskan hug- búnaðariðnað Umræðu- og upplýsinga- þáttur í umsjón Rafns Jónssonar frétta- manns. 22.45 Fréttir í dagskrárlok. Áskorun til borgarbúa Látið kjósa um hundahald Það er að heyra á fréttum úr borgarstjórn Reykjavíkur að borgarstjóri ætli á næstu dögum eða vikum að leggja fram reglur sem heimili hundahald í borg- inni. Þetta á auðvita að gera til að bjarga fjármálaráðherra og öðr- um „fínum“ hundaeigendum úr prísundinni. Ég sem er að vísu ekki borgar- búi heldur innfæddur Hafn- firðingur vildi vegna þessa beina þeim tilmælum til borgarbúa að þeir krefjist kosninga um hunda- hald í borginni við næstu al- mennu borgarstjórnarkosningar. Ráðamenn eiga ekki að fá að setja reglur um þessi efni eftir eigin duttlungum, þegar vitað er að stór meirihluti borgarbúa er alfarið á móti hundahaldi í borg- inni. í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til var hundahald almennt fyrir síðustu kosningar og bæjar- búar voru almennt að gefast upp á hundafárinu í bænum. Sú ósk kom þá upp að kosið yrði um hundahald í þeim kosningum sem þá voru framundan. Svo varð úr og um 80% bæjarbúa lýstu sig mótfallna hundahaldi í bænum. Ég get sagt það af eigin reynslu að alger umskipti hafa orðið í bæn- um eftir að þessi kosning fór fram. Hundum í bænum hefur snarfækkað og lítið sést til þeirra á almannafæri. Þá hefur lögregl- an nú ákveðnar reglur til að fara eftir varðandi hundahald í bæn- um og ég er fullviss um að ég mæli fyrir hönd mikils meirihluta bæjarbúa þegar ég lýsi því að á- standið í þessum efnum hafi stór- batnað frá því sem áður var. í skjóli þessarar reynslu okkar í Firðinum, þá vildi ég beina þeirri áskorun til borgarbúa að þeir hlutist til um að efnt verði til sér- stakra kosninga um hundahald í borginni við næstu almennu kosningar. Þá ætti vilji borgarbúa að koma skýrt fram. Hafnfirðingur Vill enginn gæta bróður síns? Bréf frá lesanda: Ég vil taka upp þráðinn þar sem Sighvatur Björgvinsson lét hann detta í grein sinni í DV ný- lega,„Á ég að gæta bróður míns“. Það er raunar alveg merkilegt, að þessi frábæra blaðagrein skuli ekki hafa vakið meiri umræðu en raun ber vitni. Eru kannske engir til í þessu þjóðfélagi, sem hafa skömm á þessari auðvaldspólitík, sem blasir við augum í dag, hvert sem litið er? Jú, ég álít að þeir séu margir, og jafnvel miklu fleiri en Sighvatur heldur. Auðvitað sjá allir hugsandi menn, hverskonar óstjórn þetta er, sem gefur smá- söluálagningu frjálsa, afnemur flugvallaskatt, ætlar síðan að leggja skatt á sjúklinga, en getur ekki með nokkru móti hækkað laun þeirra verst stöddu um fá- einar krónur, án þess að allt fari úr skorðum í þjóðfélaginu. En fátæka fólkið er bara löngu orðið þreytt á að hlusta á inni- haldslaust orðagjálfur fyrir hverj- ar kosningar, um jafnrétti því til handa. Vonleysið er komið á það stig, að nú situr það bara hjá. Hinn almenni launamaður má enga stund missa frá sínu basli. Þessvegna getur hann ekki verið sinn eigin málsvari. Það vantar raunverulega orðið stjórnmálaafl í íslenskri pólitík í dag, til að taka að sér málefni fátæka fólksins, af einurð og undanbragðalaust, til að ná því saman og virkja krafta þess. Sighvatur er ef til vill að búa sig undir slík átök? Hver veit. 0639-2784 Á.G. Hér sjáum við James Warwick í hlutverki Tommys í þættinum Bleiku perlunni, sem sjónvarpið sýnir í kvöld. Sjónvarp þriðjudag kl. 21.05 Bleika perlan Nýr framhaldsflokkur hóf göngu sína í sjónvarp- inu síðasta þriðjudag og í kvöld verður sýndur 2. þáttur þessa flokks. Heitir hann Bleika perlan. Flokkur þessi byggist á sögum eftir hina kunnu bresku sakamálaskáldkonu Agöthu Christie, en hún var meistari hins óvænta í frásögnum. í öllum þáttunum tíu fara Tommy og Tuppence með spæj- arahlutverk og leysa það auðvitað prýðisvel. eftir Agöthu í þættinum um Bleiku perluna eru Tommy og Tuppence gengin í hjónaband en ekki ættu þau tíðindi að koma þeim á óvart, sem horfðu síðasta þriðjudagskvöld. Hjónin ákveða að gerast einka- spæjarar að atvinnu, enda forvitni og útsjónarsemi Tuppence óvenju mikil. Og í kvöld fá þau sitt fyrsta verkefni og það reynist ekki smávaxið. Smábarnaforeldrar! Gleymið ekki Boga, Loga og Lóu klukk- an 19.35 í kvöld - annars er hætt við ómældri sorg á heimilinu. Fyrir litlu börnin Við viljum minna sjónvarps- áhorfendur á, að þátturinn fyrir yngstu börnin hefst kl. 19.35 í kvöld. Á þriðjudögum er ávallt sýnt úr Boga og Loga-syrpunni, en Bogi og Logi eru tveir litlir og hressir strákar sem lenda í ýmsum ævintýrum. "mmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm bridge Nýlega kom út bók eftir hinn fræga Oswald Jacoby USA. Ozzie er einn af þessum síungu (yfir áttrætt..) sem hafa haldið sínu gegnum árin og eru enn að.. Bókin heitir „Improve Your Bridge with Oswald Jacoby", og er hægt að nálgast hana í gegn um The Bridge World (eða trúlega hjá B.(.) Eitt spil úr þessari bók hefur áður birst í íslenskum bridgedálk, en það er eftirfar- andi: K107 Á10 KG432 1086 965 D975 9 G9752 D432 G62 105 ÁKD4 ÁG8 K843 ÁD876 3 Sagnir gengu: Austur Suður Vestur Norður pass 1 tíg. pass 3 tíg. pass 3 sp. pass 4 hj. pass 4 gr. pass 5 tíg. pass 6 tíg. Allir pass Útspil Vesturs var laufafimma. Spilið var spilað af öðrum frægum USA-manni, Easley Blackwood (sem ásaspurningin er kennd við). Nú, Austur tók fyrsta slaginn á laufadrottningu, og tók síðan á laufaás. Og eftir að hafa hreinsað upp hjartað og laufið, vissi Blackwood að Austur hafði byrjað með þrjá efstu í laufi og hjartagosa. Með spaðadrottningu hefði Austur átt opnun, en hann sagði pass í byrjun. En þessir gömlu banda- rísku meistarar eru ekki fæddir í gær og Blackwood var minnugur þess að Austur hafði verið í mun að sýna laufastyrkinn sinn með því að láta drottninguna í fyrsta slag. Án spaðadrottningarinnar hefði hann ekki haft minnstu ástæðu til þess, nema síður væri. Gamli maðurinn lagði því niður spaðakóng og svínaði síðan spaðagosa af öryggi. Slétt staðið. Mottó þessa spils er sálfræðin sem liggur aö baki bridgespilinu. I þessu spili finnur maður jafnvel „svitalyktina" af stöðunni.... Tikkanen Lífið byrjar þegar við uppgötv- um að við lifum. Gœtum tungunnar Sagt var: Bflstjórinn sagði ; hann væri orðinn bensínlaus Þetta gæti verið hugsað á ensk Betra þætti: Bflstjórinn sagð vera orðinn bensínlaus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.