Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 12

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 12
16 SÍÐA — I>JÓÐVILJINN[J Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ALÞYDUBANDALAGID Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi Þorrablót Sameiginlegt þorrablót Al- þýðubandalags-] félaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi verður haldið laugardaginn 18. febrúar á Garðaholti. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðaverð er 450.- kr. og eru miðar seldir hjá eftirtöldum félögum: Garðabær: Guðmundur 43956, Hafnarfjörður: ína, 51531, Sólveig Brynja 53642, Seltjarnar- nes: Gunnlaugur 23146. Hulda Runólfsdóttir, Bjarni Eiríkur Sigurðsson og Hallgrímur Hróðmarsson flytja blöndu af Ijóðrænu glensi og pólitískum djassi. Þeim sem ætla á þetta þorrablót er vinsamlega bent á að panta miða sem allra fyrst. Mætum öll hress og kát! - Skemmtinefndin. Hulda Bjarnl Hallgrfmur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Spilakvöld ABH efnir til spilakvölds nk. miðvikudag 15. febrú- ar í Skálanum Strandgötu 41. í kaffihléi kemur Vilborg Harðardóttir, nýkjörinn varaformaður Al- þýðubandalagsins og spjallar við gesti. Eru allir félagar í ABH og aðrir gestir hvattir til að mæta. Stjórn ABH. Vilborg. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Starfshópur um félags- og heilbrigðismál Fundur verður í starfshóp Bæjarmálaráðs ABH um félags-, mennta- og heilbrigðismál í Skálanum miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Athugið fundurinn er í hliðarherbergi inn af stóra salnum þar sem spiluð verður félagsvist. - ABH. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Söfnum leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið með nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félagsmanna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldrar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokks- miðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og velunnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegiö, hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju, vinsamlega látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Borgarmálaráð Næsti fundur borgarmálaráðs verður haldinn að Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17.00 og verða fundirnir framvegis haldnir þar. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsi ns Félagsmálanámskeið! Um mánaðamótin febrúar-mars verður haldið félagsmálanámskeið að Hverfisgötu 105. Námskeiðið hefst mánudaginn 20. febrúar kl. 20 og lýkur 10. mars (tvisvar í viku, 7 kvöld). Leiðbeinendur verða: Ræðumennska: Baldur Óskarsson. Framsögn: KristínÁ. Ólafsdótt- ir. Fundirog félagsstörf: Karl Rafnsson. Hópefli: GunnarÁrnason. Þátttökugjald er kr. 200 - Mjög fáir komast að í þetta sinn og því er fólk beðið að láta skrá sig strax að Hverfisgötu 105 eða í síma 17500. - Stjórn ÆfAb. Æskulýðsfylking Akureyrar: Hittumst í Lárusarhúsi Næstu miðvikudaga munu félagar og áhugamenn um nýstofnaða Æskulýðsfylkingu á Akureyri efna til rabbfunda í Lárusarhúsi, Eiðs- vallagötu 18. Þar verður drukkið kaffi eða annað og spjallað um landsins gagn og nauðsynjar og svo auðvitað starf Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins yfirleitt. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Valþór eða Álfheiði. Ritstj. Blaðbera vantar í SKERJAFJÖRÐ strax OIÚOVIUINN s. 81333. Fyrirlestur í Norrœna húsinu Húsavemd Norðmaðurinn Mari Kollands- rud arkitekt heldur í kvöld, þriðju- dag, fyrirlestur í Norræna húsinu um verndun húsa í heimalandi sínu og fjallar um allt frá stafkirkjum til „sveitser og funkis“. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Mari Kollandsrud er fram- kvæmdastjóri Fortidsminnesforen- ingen sem eru heildarsamtök fé- laga áhugamanna um verndun menningarminja í Noregi. Sam- tökin beita sér fyrir verndun og endurgerð gamalla bygginga og annarra minja, m.a. skipa, brúa og vega. Mari Kollandsrud ritstýrir tímariti samtakanna, Fortidsvern. Á miðvikudag verður hún gestur Torfusamtakanna í Ásmundarsal við Freyjugötu og hefst fundurinn þar kl. 20.30. Á mánudag 20. fe- brúar heldur hún erindi á vegum Skógræktarfélags íslands og félags landslagsarkitekta um varðveislu gamalla trjáa. Hún mun einnig fara til Akureyrar og halda erindi þar á vegum Kvennaframboðsins. ,, , MMIIMI IIUIIIHHmi éJk Ný frímerki 1. mars nk. koma út tvö ný frí- merki með þyrnirós og tágamuru að verðgildi kr. 6 og 25. Þyrnirós telst til rósaættar og vex villt um vestanverða Evrópu. Á fs- landi hefur hún aðeins fundist á nokkrum stöðum og er hún friðuð. Hún vex í kjarrlendi og graslendi, helstu einkenni eru þyrnóttar greinar, rauðbrúnar að lit, en blómin eru hvít, stundum dálítið gul eða rauðmenguð. Tágamura telst einnig til rósa- ættar. Hún er algeng um norðan- verða Evrópu og hér finnst hún um land allt. Hún vex einkum í rakri sandjörð, t.d. meðfram vötnum og sjó, einnig í graslendi. Tágamuran var notuð til lækninga, helstu ein- kenni eru stakfjöðruð blöð oft með silfurgljáandi slikju. Stöngullinn er jarðlægur með löngum tágum og blómin stór, gul að lit. Síðar á árinu eru væntanleg tvö blómafrímerki til viðbótar, sauðamergur og sortulyng. Evr- ópufrímerki munu að vanda koma út í maí að verðgildi kr. 6.50 og 7.50. Aldarafmælis Góðtemplararegl- unnar á íslandi verður minnst með útgáfu 10 króna frímerkis í maí og þá kemur einnig út þriðja og síðasta smáörkin í tilefni af frí- merkjasýningunni NORDIA’84. 1 undirbúningi erufrímérki í tilefni aldarafmælis Listasafns íslands, Jólafrímerki 1984 og síðast en ekki síst frímerki í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins á íslandi. Þá kemur fram í frétt frá Póst- og símamála- stofnun að rætt hafi verið um að gefa út frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Vinnuveitendasambands íslands. Forseti íslands tekur við gjöf frá rektor Minnesota háskóla úr hendi Carol Pazandak. Guðmundur Magnússon háskólarektor er með þeim á mynd- mm. Aukin tengsl háskólans víð Minnesota háskóla Mjög góð samvinna hefur tekist milli Háskóla íslands og Minnesota háskóla í Minneapolis, en aðstoðar- maður rektors þar Carol Pazandak kennir nú námsráðgjöf við Háskóla Islands. Upphaf þessarar samvinnu má rekja til 70 ára afmælis HÍ en rekt- or Minnesota háskóla Peter Mag- rath og kona hans voru viðstödd hátíðina. í framhaldi af því var undirritaður samningur milli há- skólanna um skipti á kennurum og nemendum og hefur Fulbright stofnunin á íslandi stuðlað að því að hrinda samningnum í fram- kvæmd. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands heimsótti Minnesota háskóla þegar hún var vestra vegna Scandinavia Today og í framhaldi af því styrkti Bandaríkjastjórn samskipti háskólanna með 50 þús- und dollara framlagi. Carol Pazandak afhenti forseta íslands nýlega gjöf frá rektor Minnesota háskóla á Bessastöðum og er myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Við höfum fengið nýtt símanúmer: 68-7000 M í IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholti Húsnædrisstofnun ríkrisrins Tæknriderild Laugavegi77 R Simi28500 Úiboó KEFLAVÍK Framkvæmdanefnd um byggingu Suðurgötu 15-17, Keflavík, óskar eftir tilboðum í að full- era 2ja hæða fjölbýlisshús að innan. húsinu verða 3 hjónaíbúðir, 9 einstaklingsí- búðir auk sameiginlegs rýmis. Grunnflötur hússins er 657 m2 og brúttórúm- mál 3248 m3. Húsinu skal skila fullfrágengnu að innan, 31. mars 1985. Afhending útboðsgagna er hjá Jóni Krist- inssyni, Tjarnargötu 7, Keflavík og hjátækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðju- deginum 14. febrúar 1984, gegn kr. 5000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Jóns Kristinssonar, Tjarnargötu 7, Keflavík eigi síðar en miðviku- daginn 29. febrúar 1984 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. framkvæmdanefndar, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát oq útför Magnúsar Guðmundssonar Ásgarði 33 Þórdís Árnadóttir Árni Magnússon Móeiður Þorláksdóttir Jensína Magnúsdóttir Hjörleifur Þórðarson Hersteinn Magnússon Sigríður Skúladóttir og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.