Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 14. febrúar 1984 Könnun á launamálum: Konur sitja eftir Dagvinnutaxtar karla 14% hœrri en kvenna Róum Árið 1982 voru verkamenn með 7% hærra meðaltímakaup (að meðtalinni yfirvinnu, bónus og öðrum álagsgreiðslum) en konur. Sé eingöngu miðað við tímakaup í dagvinnu var munurinn hins vegar 14%. Þar með er kollvarpað þeirri kenningu að meiri yfirvinna og hærri álagsgreiðslur valdi þeim gífurlega launamun sem kynin búa við. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun sem Framkvæmdanefnd um launamál kvenna hefur látið vinna á undanförnum vikum. Könnunina gerðu félagsfræðing- arnir Esther Guðmundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir og verða nokkrar niðurstöður hennar gefnar út í litlum bæklingi nú í vikunni. Honum verður dreift á vinnustaði og á fundum sem nefndin gengst fyrir um land allt um næstu helgi. Könnunin er unnin upp úr opin- berum skýrslum, svo sem frétta- bréfi Kjararannsóknarnefndar, töflum frá Þjóðhagsstofnun, o.fl. Könnuninni er ekki lokið, m.a. á eftir að „kyngreina" ýmsar upplýs- ingar sem komu fram í nýafstaðinni könnun Kjararannsóknarnefndar. Blaðamönnum voru kynntar helstu niðurstöður í gær. Þar kom m.a. fram að atvinnuþátttaka kvenna hefur meira en tvöfaldast frá 1960 og konur eru komnar á vinnumarkaðinn til þess að vera þar, eins og Jóhann Sigurðardóttir formaður nefndarinnar sagði. Ein athyglisverðasta niðurstað- an er að það er sama hvert litið er í atvinnulífinu, - konur sitja alls staðar eftir. Minnstur er munurinn Aðeins samstaðan getur rétt hlut kvenna á vinnumarkaði sögðu fulltrúar úr framkvæmdanefndinni á blaðamannafundi í gær. Ljósm.: -eik. við landbúnað, þar höfðu karlar „aðeins“ 16% hærri laun en konur, í fiskiðnaði 27%, í smásöluverslun 48%, í opinberri þjónustu höfðu karlar 49% hærri laun en konur, í vefjariðnaði 56%, í peningastofn- unum 58%, í opinberri stjórnsýslu 72% og í fiskveiðum reyndist mesti munurinn: þar voru karlar með 101% hærri laun en konur! í öllum atvinnugreinum höfðu karlarnir 52% hærri laun en konur. Að mati framkvæmdanefndar- innar sýnir þetta svo ekki verði um villst að allar konur í atvinnulífinu búa við skertan hlut miðað við kárla. Markmið nefndarinnarerað afla upplýsinga um stöðu kvenna á vinnumarkaði og dreifa þeim til kvenna og þeirra sem ráðin hafa í þjóðfélaginu. Aðeins með sam- stöðunni getur árangur náðst, sögðu þeir fulltrúar nefndarinnar sem hittu blaðamenn í gær. í stað þess að konur sitji hver í sínu horni með sárt ennið, vilja nefndarkonur þjappa þeim saman og hefur nefndin m.a. staðið fyrir fundum með konum úr samninganefndum hér á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardaginn kemur, 18. fe- brúar, verða síðan haldnir fundir um allt land. Á þá mæta tvær konur úr framkvæmdanefndinni sem ásamt einni konu af viðkomandi stað munu hafa framsögu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. -ÁI. jafnt á bæði borð Nýtt bókamerki til fjáröflunar Framkvæmdanefnd um launamál kvenna hefur látið gera bókarmerki sem ^samt 50.000 kr. fjárveitingu frá Al- þingi og styrkjum frá verka- lýðsfélögum á að fjármagna störf nefndarinnar. Merki þetta er hannað af Kristni Ragnarssyni og er af manni og konu sem eru að róa á bátkænu og segir maður- inn:„Róum jafntá bæði borð“ og er það einskonar kjörorð þessarar nefndar. Stofnun Framkvæmdar- nefndar um launamál kvenna má rekja til ráðstefnu sem Samband Alþýðuflokks- kvenna efndi til þann 24.sept 1983 um launamál kvenna. Nefndin er skipuð 19 kon- um en þær eru fulltrúar allra flokka og samtaka á Alþingi svo og fulltrúar frá Verka- kvennafélaginu Framsókn, Starfsmannafélaginu Sókn, Snót Vestmannaeyjum, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Kvennafram- boði, Jafnréttisráði, Banda- lagi kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasambandi fslands, Kvennréttindafélag íslands , BHM, BSRB, ASÍ og Ioks Sambandi íslenskra banka- manna. Jafnmargir varamenn eru í nefndinni. -I.O. Enn Ijón á veginum í ISAL-deilunni Línur að skýrast Óvíst um ábyrgð starfsmanna á framleiðslutœkjum - Það er ekki bara launaprósent- an eftir, mörg stórmál eru enn í veginum, en samningaviðræðurn- ar hafa komist á ágætis skrið og það er farið að hylla undir lokin á þess- ari lotu, sagði einn samninganefnd- armanna starfsmanna álversins í samtali við Þjóðviljann í gær. Langir og strangir samninga- fundir hafa staðið yfir frá því á föstudag en þá veitti sáttasemjari samninganefndarmönnum tiltal vegna þess hve Íítið miðaði. f dag eru aðeins 10 dagar þar til starfs- menn geta gengið út úr Álverinu án þess að bera lengur ábyrgð á fram- leiðslutækjum. Forráðamenn Ál- versins eru trúaðir á að endanlegt Póllinn hf. fær viður- kenningu Rafeinda- og tölvufyrirtækinu Pólnum hf. á ísafirði voru á dögun- um veitt 100 þús. kr. verðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins en þetta er í fjórða sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum. Póllinn hf. var stofnaður fyrir 17 árum og fyrstu árin var þar unnið við viðgerðir á rafmagnstækjum og rekið radíóverkstæði. í lok síðasta áratugar var byrjað að huga að tölvuvogum á verkstæðum fyrir- tækisins og 1979 var gerður samn- ingur við Hagræðingarfélag frysti- húsanna við ísafjarðardjúp um hönnun og smíói tölvuvoga fyrir frystihúsin á svæðinu. Síðan hafa tölvuvogirnar verið aðalviðfangs- efni fyrirtækisins en nú er búið að koma fyrir rúmlega 500 tölvuvog- um frá Pólnun í yfir 60 frystihúsum innanlands. Einnig hafa tölvuvogir verið seldar erlendis, einkum til Færeyja. Forráðamenn Pólsins veita viðtöku verðlaunum úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Frá v. Óskar Eggerts- son, Örn Ingólfssson og Ásgeir Er- ling Gunnarsson. Það er Karl Frið- rik Kristjánsson sem afhendir verðlaunin en faðir hans Kristján í Ultímu var upphafsmaður verð- launasjóðsins. t Við verðlaunaafhendinguna kom fram að tækjabúnaðurinn frá Pólnum hefur getað aukið nýtingu fiskafla hjá frystihúsum um allt að 1.5% sem hefur geysilega mikla fjárhagslega þýðingu. Ör stækkun hefur verið hj á Póln- um frá því að hönnun og fram- leiðsla tölvuvoganna auk annarra tölvutækja til notkunar í frystiiðn- aði hófst. Upphaflega voru starfs- menn fyrirtækisins 5, nú eru þeir 51 á ísafirði og á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirtækið hefur opnað sölu- og þjónustudeild. -lg. samkomulag náist nú á næstunni og hafa því ákveðið að halda fullum straum á öllum kerjum. Um helgina náðist samkomulag í stórum dráttum um fyrirkomulag framleiðnibónussins. Erfitt er að meta hvað bónusinn er stór þáttur í kaupi á hverjum tíma, það fer eftir aðstæðum, en ljóst er að með þessu samkomulagi hafa starfsmenn ÁI- versins náð fram töluverðum bót- um frá fyrra bónuskerfi. Eitt helsta ágreiningsefnið nú auk launaprósentunnar er krafa eigenda ÍSAL um að haldið verði inni í samningum þeirri klásúlu sem skyldar starfsmenn til að bera ábyrgð á framleiðslutækjum í einn mánuð eftir að verkfall skellur á. Samninganefnd starfsmana hefur þegar bókað að gangi ÍSAL í VSÍ falli þessi klásúla um sjálfa sig. Ekki sé forsvaranlegt að veita ÍSAL einhvern slíkan rétt sem að- ila að VSÍ. Er ljóst að ÍSAL-menn verða að láta klásúluna niður falla eða falla frá inngöngu í Félag ís- lenskra iðnrekenda eða VSÍ. Samningafundir deiluaðila stóðu frá því snemma í gærmorgun og til hálf níu í gærkvöldi. Næsti fundur er boðaður á miðvikudag. -Ig. Raufarhöfn: Verkalýðsfélagið gefur grunnskólanum gjöf Um síðastliðin mánaðamót færði Hjálparsjóður Verka- lýðsfélags Raufarhafnar grunn- skólanum á Raufarhöfn 26 tommu litasjónvarp og VHS- myndsegulband, hvorttveggja af fullkominni og vandaðri gerð. Þetta var vel þegin gjöf og kær- komin viðbót við tækjakost skolans sem annars er fremur rýr. Tækin voru strax vígð með því að sýna níunda bekk íslensku kvikmyndina Útlagann en nem- endur hafa tekið Gísla sögu Súrs- sonar sem hluta námsefnis fyrir samræmd próf í íslensku. Þá sett- ust kennarar skólans niður að horfa á fræðsluefni um byrjenda- kennslu frá Kennaraháskólanum í Kristianssand í Noregi. Jón Magnússon skólastjóri hefur beðið blaðið að koma á framfæri þakklæti til Verkalýðsfélags Raufarhafnar fyrir hönd skóla- nefndar, nemenda og kennara fyrir þessa rausnarlegu gjöf. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.