Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Blaðsíða 16
DSOBVIlim| Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ' 81333 Nýja mjólkurstöðú n í Reykjavík: 37.000 m' komnir undir þak • Samningur um síðari hlutann fyrir 31 milljón kr. • Mjólkurvinnsluvélar keyptar fyrir 1.2 milljónir enskra punda • Vinnsluafköst aukast um 36% - 30.000 mjólkurlítrar á klst. Framkvæmdir við hina nýju byggingu Mjólkurstöðvarinnar hafa gengið samkvæmt áætlun. Komnir eru undir þak 37.000 rúm- metrar. Er það um helmingur af heildarrúmmáli mjólkurstöðvar og skrifstofubyggingar. í nóvemberlok var undirritaður nýr samningur við Byggðaverk hf. um að steypa upp síðari hluta bygg- ingarinnar. Á það að vera búið í ágústlok í sumar. Samið var um sömu einingarverð og í fyrsta áfanga og heildarupphæðin áætluð 30,9 milj. kr. f þessum hluta verða pökkunarsalur, kæligeymsla, af- greiðsla, móttaka fyrir ytri umbúð- ir, búningsherbergi fyrir starfsfólk, Byggingarframkvæmdum er nú lokið við fyrri hluta Mjólkurstöðvarinnar á Ártúnshöfða. Útför Andropovs: Steingrímur til Moskvu i fyrsta skipti sem forsœtisráðherra íslands sœkir útför þjóðhöfðingja utan Norðurlandanna Tilkynnt hefur verið að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra muni koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við útför Júrís Andropov sem gerð verður frá Rauða torginu í Moskvu í dag. Hélt forsætisráð- herra af stað til Moskvu þegar á sunnudagsmorgun. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur forsætisráðherra er víðstaddur útför þjóðhöfðingja utan Norður- landanna. Haraldur Kröjer sendiherra í Moskvu var fuiltrúi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddscn við útför Leonids Bresjnev. Þegar John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var jarðsunginn var það þáver- andi utanríkisráðherra, Guð- mundur í. Guðmundsson, sem kom fram fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar. Þjóðviljinn sneri sér til Magn- úsar Torfa Olafssonar blaðafull- trúa ríkisstjórnarinnar og spurði hann hvort för Steingríms Her- mannssonar hefði verið ákveðin af ríkisstjórninni. - Já, þetta var ákveðið af ríkis- stjórninni, sagði Magnús Torfi, en þó án þess að til sérstaks fund- ar væri boðað. Ákvörðun um þetta var tekin með samráðum forsætis- og utanríkisráðherra. Væntanlega hefur öðrum ráð- herrum verið gert kunnugt um ákvörðunina. - Hvers vegna var forsætisráð- herra sendur til Moskvu nú, þeg- ar látið var nægja að hafa sendi- herra við útför Lconids Bresjnev? - Útför Bresnjevs var gerð síðla árs 1982, þegar illa stóð á og mörg krefjandi verkefni biðu ráðherra. ísland mun hafa verið eina landið í Evrópu sem sendi sendiherra til útfarar Bresnjevs. - Nú eru fordæmi fyrir því að utanríkisráðherra hafl verið scndur til Bandaríkjanna til þess að vera viðstaddur útför forseta. Hefði ekki verið eðlilegra að utanríkisráðherra hefði farið til Moskvu? - Slíkt kemur til álita. Niður- staðan var hins vegar í þessu til- felli að forsætisráðherra færi til Moskvu. Við ákvarðanir sem þessar er meðal annars tekið tillit til viðbragða á hinum Norður- löndunum, en forseti Finnlands og forsætisráðherrar Svíþjóðar og Noregs munu allir verða við- staddir útför Andropovs. ólg. mötuneyti, skrifstofur og rými fyrir loftræstikerfi. Boðin hafa verið út ýmis af- mörkuð verkefni og samningar verða við eftirfarandi framleiðend- ur og verktaka: Helgason og Co., þakfrágangur; Garðsprýði, lóðar- frágangur; Bræðurnir Ormsson, vörulyfta; Blikk og stál, hitasam- stæður; Samvirki sf., raftöflu- skápar; Vitral í Danmörku, þak- gluggar; Hasle í Danmörku, gólf- flísar. Undirritaður hefur verið samn- ingur við APV í Englandi um kaup í frétt frá Póst- og símamála- stofnuninni kemur fram að rætt hafi verið um að gefa út frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Vinnuveit- endasambands íslands síðar á ár- inu. Aðrir aðilar sem verða heiðraðir á mjólkurvinnsluvélum og upp- setningu þeirra. Fleiri tilboð bárust en við nákvæma athugun þótti þetta hagstæðast, bæði fjárhags- lega og tæknilega. Endanleg samn- ingsupphæð varð 1.126.000 ensk pund. Þessi vélabúnaður mun auka vinnsluafköst Mjólkurstöðvarinn- ar um 36% eða í 30 þús. ltr. á klst. Tankarými fyrir hrámjólk, súr- mjólk og rjóma eykst nokkuð og fullkominn stýribúnaður mun auka öryggi við alla vinnslu afurðanna. Vélarnar eru væntanlegar til lands- ins í lok þessa árs. _ mhg. á árinu með frímerkjaútgáfu eru Listasafn íslands, í tilefni aldar- afmælis og Góðtemplarareglan einnig í tilefni aldarafmælis, að ó- gleymdu lýðveldinu sjálfu á fer- tugsafmælinu. -ÁI. Sjá einnig á bls. 5 Póst og símamálastofnunin: VSÍ heiðrað Amma þó! Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit í lok febrúar Sjá viðtal við höfundinn Olgu Guðrúnu Árnadóttur bls. 3. Bankastjórastaðan í Búnaðarbankanum: Kratar bjarga Lárusi Bankastjóramálið í Búnaðar- bankanum verður útkljáð á fundi bankaráðs í dag, að því er heimildir Þjóðviljans herma. Forystu Sjálf- stæðisflokksins hefur tekist að tryggja sér atkvæði Hauks Helga- sonar, fulltrúa Alþýðuflokksins í bankaráðinu, til ráðningar Lárus- ar Jónssonar I embætti banka- stjóra. Talið er að með þessu hafi Alþýðuflokkurinn tryggt sér emb- ætti í bankakerfinu síðarmeir og muni Sjálfstæðisflokkurinn ganga fram í því að kratar eigi það víst. Valið í bankaráði hefur staðið milli Lárusar Jónssohar alþingis- manns . Sjálfstæðisflokksins úr Norðurlandi eystra og Jóns Adolfs. Lárus Jónsson Guðjónssonar aðstoðarbanka- stjóra Búnaðarbankans. Forystu Sjálfstæðisflokksins gekk illa að tryggja meirihluta í bankaráðinu fyrir ráðningu Lárusar og var ákvörðun um hana frestað af þeim sökum oftar en einu sinni. Nú mun Alþýðuflokkurinn hafa hlaupið undir bagga með Sjálístæðisflokki, -ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.