Þjóðviljinn - 29.02.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Page 11
Miðvikudagur 29. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 BLAÐAUKI Með kvótakerfínu er atvinnu- og tekjuöryggi sjómanna stefnt í voða. um ýmsar leiðir til að takmarka sóknina en ég held að þessi leiðin með kvótann sé sú versta. Það er hægt að vera með skrapdagakerfi og það er hægt að vera með það sem ég var að nefna að engir sæki sjó ákveðið tímabil, en þegar mönnum er skammtað ákveðið magn þá hljóta þeir alltaf að huga að því að það magn verð sem verð- mest. Þar af leiðandi er mjög mikil hætta á því að sá fiskur sem að ein- hverjum orsökum er verðlítill, annaðhvort orðið illa úti, hann fari bara í hafið aftur. Það er því hætt á því að þegar upp verður staðið, þá vitum við ansi lítið um hvað mikið hefur verið drepið af fiski með þessari fiskveiðistefnu. Það hefur verið rætt um það í blöðum að menn reyni að snið- ganga kvótakerfið með því að landa framhjá vikt. Hvert er þitt álit? - Þetta er ein af þeim hættum sem er ýtt undir, þótt ég sé ekki að telja neinar sérstakar líkur fyrir því að þannig verði að málum staðið. Óvandaðir menn geta auðvitað staðið fyrir slíku. Kallar á alls- kyns óánægju Hvað með framkvæmdina sjálfa, þegar á að fara að deila kvóta á skip og báta? Getur þetta dæmi nokk- urn tíma gengið upp? - Ég er einmitt hræddur um að þessar kvótareglur sem eru svo margþættar kalli á alls konar óá- nægju af mismunandi ástæðum. Það er til dæmis úthlutun vegna nýrra skipa. í reglunum er gert ráð fyrir að ný skip sem gerðir voru samningar um á fyrra ári fái veiði- heimildir. Aftur á móti er þeim skipum sem verið er að smíða víða um land ekki ætlaður neinn kvóti. Eins eru alls konar reglur um það hvemig kvótinn skuli uppbyggður og alveg viðbúið að hver kvörtunin á fætur annarri berist út af þeim úrskurði. Þarna verður hvert ídög- unarmálið á fætur öðru. Það er reyndar komið í ljós þegar, að kvóti til minni báta er í mýmörgum tilfellum ekki meiri en svo að sumir eru þegar búnir með hann, þegar ekki tveir mánuðir eru liðnir af ár- inu. Aðrir sem hafa verið að búa sig í að fara af stað, telja að slík útgerð miðað við þennan kvóta muni aldrei geta borið sig. Hér er kannski um að ræða kvóta uppá 50 tonn fyrir 12 tonna bát. Það sjá allir að það verður ekki mikið róið upp á slíkan hlut. Einnig hefur komið í ljós, sérstaklega á svæðunum kringum helstu þorskveiðimiðin, að þar fá margir bátar ekki hærri kvóta en svo að þeir geta með heppni klárað hann á 1. ársfjórð- ungi. Hvað tekur þá við? Það er alveg ljóst að þetta verður hið mesta hitamál hér á næstu vikum og mánuðum. j Horfiö frá almennri samstöðu Er stjórn fiskveiða komin út í hálfgerða sjálfheldu? - Mitt álit er það að hún sé kom- in út í sjálfheldu og ofstjórnun. Það er líka rétt að minnast á það að undirbúningurinn fyrir þessa kvót- asetningu var svo skammur og gerður með þeim hætti að það var verið að breyta til á alvarlegan máta. Hverfa frá þeirri reglu sem var í gildi að þegar stór skref voru stigin í sambandi við stjórn fisk- veiða. Þá var umræða um landið vítt og breitt og allir flokkar stóðu að þeim málum og náðu fullri sam- stöðu. Ég segi það alveg hreint út, að hefðu menn farið að ræða þessi mál í fyrrasumar eða fyrrahaust tel ég að miklu skynsamlegri leið hefði verið valin en sú sem reyndin varð á. Vekur manni vonir Ef við víkjum okkur að öðru að lokum. Hvernig líst þér á vertíð- ina? - Það er sérstaklega mikill ufsa- afli við Eyjar og í þeim ufsa hefur nú á síðustu dögum verið að koma þorskur sem er nokkuð nýtt og vekur manni vonir um að það geti- verið eitthvað meira af þorski á miðunum en svarta skýrslan gefur tilefni til að halda. Sama er að segja frá Snæfellsnesi og Vestfjarðamið- um. Þar hefur verið þokkalegurj línuafli á mjög stóru svæði, þannig að það virðist vera sem svo að! nokkur þorskur sé á hinni hefð-i bundnu línuslóð. Hinu er ekki að leyna, að togar- arnir hafa ekki aflað vel, en von- andi er meiri þorskur á miðunum en spár gefa til kynna, sagði Skúli Alexandersson. -•g- Fyrirfram stjórnun fisk- veiða svo menn viti að hverju þeir ganga og tekju- og atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkunarfólks sé tryggt, er sú leið sem átti að fara að mati Skúla MITSUBISHI MITSUBISHI bátavélar hafa reynst sérlega öruggar og ódýrar í rekstri. Um það geta ánægðir eigendur MITSUBISHI bátavéla vitnað. NNI HF. GRANDAGARÐI 5 101 REYKJAVÍK SÍMI 21860 — 28860 MITSUBISHI aerð S6E-2.100 hestöfl. MITSUBISHI gerð K4C, 28 hestöfl. M\ "3T; Rydirí og bindivél Þessi bindivél hentar vel í fiskiðnaði og annars staðar í matvælaiðnaði. Hún er fullkomlega sjálfvirk og mjög hraðvirk, og hvergi þarfnast hún olíu eða smurningar. Svo má þvo hana hátt og lágt, og smúla, því hún er fullkomlega vatnsþétt og ryðfrí. Þetta er aðeins ein af mörgum bindivélum sem við bjóðum upp á. [TJKRISTJÁN Ó lLjskagfjörd hf Holmaslóð4, 101 Reykjavik s. 24120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.