Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 3
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þriðjudagur 6. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3' Höfum góð tök á efna- hagsmálum „Það er vitanlega mjög slæmt að vera með halla á fjárlögum, þegar menn eru að draga úr þenslu. Ríkisstjórnin telur sig hafa náð góðum tökum á efnahagsmálunum og til að halda því verður að koma í veg fyrir alvarlega þenslu með halla á fjárlögunum“, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann var inntur eftir því hvað af þeim vanda sem nú kemur í Ijós hafi verið séður fyrir og hvað ekki. „Ég get ekki farið út í það ná- kvæmlega, en eins og fjármálaráð- herra hefur sagt var sumt séð fyrir, eða að teflt var á tæpasta vað en annað hefur farið frainúr áætlun- um. Ég vil benda á í þessu sam- bandi að ég tel það jákvætt, sem fjármálaráðherra hefur tekið upp að hafa fjárlögin í stöðugri endur- skoðun, og það má segja að þetta sé árangur af því“. Hvernig hyggst ríkisstjórnin leysa þennan vanda? „Það mál eru stjórnarflokkarnir með í meðferð og ég get ekkert sagt um það á þessu stigi“, sagði forsæt- isráðherra Steingrímur Hermanns- son. -S.dór. Þetta er fundaherbergi f járveitinganef ndar Alþingis. Fundi sem þar átti að vera í gærmorgun var frestað en þess í stað efnt til neyðarfunda með ríkisstjórn og stjórnarandstöðu um „stóra gatið“ í fjárlögunum. Ljósm. eik. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Ríkisstj ór nin á að vandann leysa „Hér er að sjálfsögðu um meiri- háttar vandamál að ræða. Ég gerði ríkisstjórninni grein fyrir þessu máli í morgun á sérstökum ríkis- stjórnarfundi um málið og það er hennar að leysa þennan vanda. Við sem í henni sitjum og þingmenn all- ir eru til þess kosnir að leysa vanda á borð við þennan“, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær og það hrikalega gat í fjárlögum ríkis- ins, sem Þjóðviljinn skýrði frá sl. laugardag. Talið er að vandinn sé enn meiri en 1700 miljónir króna, með vissu er talið að hann sé yfir tveir milj- arðar króna. Albert sagði í gær, að sumt af þessu væri vandi sem alltaf kæmi uppá og hefði gert í gegnum tíðina og hefði alltaf verið leystur frá degi til dags, ýmist með yfir- drætti í Seðlabankanum eða þá er- lendum lánum. En ýmislegt af því sem nú er komið í ljós hefði ekki verið séð fyrir, þegar fjárlög voru samin í haust. Albert Guðmundsson sagðist ekki geta sagt um það hvort farið yrði út í erlendar lántökur eða með hvaða hætti vandinn yrði leystur, en hann yrði að leysa. í gær kl. 17 boðaði Albert stjórn- arandstöðuna á sinn fund til að skýra fyrir henni hvað hér væri um að ræða, enda málið svo hrikalega alvarlegt að framhjá henni verður ekki gengið. Þá sagði Albert að hann myndi gera Alþingi grein fyrir málinu nk. fimmtudag að öllum líkindum. -S.dór. Guðmundur V. Sigurðsson látinn Guðmundur V. Sigurðsson fyrrv. formaður Verkalýðsfélags Borgarness lést á Borgarspítalan- um sl. laugardag, 71 árs að aldri. Guðmundur V. Sigurðsson var for- maður Verkalýðsfélags Borgarness frá árinu 1960 til ársins 1973. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni og í hreyf- ingu sósíalista. Guðmundar verður minnst í blaðinu síðar. Þjóðviljinn vottar aðstandendum hans og vin- um samúð sína. -Ritstj. Steinþóra Ein- arsdóttir látin Steinþóra Einarsdóttir frá Siglu- firði er látin, 93 ára að aldri. Steinþóra var ekkja Gunnars Jó- hannssonar alþingismanns Sósíal- istaflokksins. Steinþóra Einars- dóttir var skellegur baráttumaður í hreyfíngu sósíalista um margra áratuga skeið. Hún setti mjög svip sinn á baráttuna og stóð í fylkingar- brjósti lengstum. Síðustu árin hef- ur Steinþóra dvalið á Hrafnistu. NISSAN SUNNY: SÓLSKINSBÍLLINN r~TV^_ 1 J ~ ] —I—.1 Sunny þýðir sólríkur og þess vegna köllum við hjá Ingvari Helgasyni hf. Nissan Sunny sólskinsbíl- inn. Sólskinsbíllinn á líka ríkulega skilið svo fál- legt nafn. Ekki bara af því að hann er óumdeilan- lega mjög fallegur bíll, heldur líka vegna þess að hann er tæknilega einhver fullkomnasti bíll sem almenningur á völ á að eignast. Sólskinsbíllinn er framhjóladrifinn, 5-gíra með 1500 cc ohc vél sem vakið hefur mikla undrun og aðdáun fyrir snerpu (84 hestöfl) og sparneytni (4,8 1 á hundraðið á 90 km hraða). Bíllinn er með fullkominni sjálfstæðri gorma- fjöðrun á öllum hjólum og 17,5 cm undir lægsta punkt, sem gerir bæði skíðaferðirnar og sumar- ferðalögin skemmtileg og pottþétt. Láttu þitt eigið ímyndunarafl ráða ferðinni við að velja þér bíl nákvæmlega samkvæmt þínum eigin óskum því að sólskinsbíllinn er til í 14 gerðum. Við tökum allar gerðir eldri bíla upp í nýja. Þú ekur með sólskinsbros á vör í sólskinsbflnum INGVAR HELGASON HF. Sýnmgarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.