Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ixjuiwwww.., — ■“■■ —.“3 ■..'■■ ■“■ ■ “■- — ■■—»■■»- MISNOTKUN A ALMANNAFE! segir m.a. í bókun Alþýðubandalagsins Stofnsamningur um hinn nýja fjölmiölarisa hægri aflanna var loks samþykktur aö viöhöfðu nafnakalli í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Samn- ingurinn var þá í þriðja sinn til um- ræðu í borgarstjórn og gerðu full- trúar minnihlutaflokkanna harða hríð að borgarstjóra fyrir málsmeð- ferð alla, aðdraganda málsins, val á samstarfsaðilum og orðagjálfri um háleit markmið fyrirtækisins, sem þó varð aldrei hönd fest á hver væru. 12 borgarfulltrúar íhaldsins greiddu samningnum atkvæði sitt, allir borgarfulltrúar minnihlutans nema Kristján Benediktsson sem sat hjá, greiddu atkvæði gegn hon- um. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur alla umræðuna verið einn til andsvara ef frá eru talin nokkur innskot Markúsar Arnar Ant- onssonar en spurningum hefur oft verið beint til hans sem formanns útvarpsráðs. Aðrir borgarfulltrúar íhaldsins hafa þagað þunnu hljóði og greinilegt er að ekki eru þeir allir j afn ánægðir með uppátækið, enda brýtur það í flestu gegn yfirlýstri stefnu Sjálfstæðisflokksins svo sem vikið er að í bókunum minnihlutans. Engu að síður sögðu þeir allir „já“ og þar með er Reykja- vík komin í kompaní við Árvakur, SÍS, Ál- menna bókafélagið, Frjálsa fjölmiðlun og litla ísfilm í einu stóru ísfilmi. Aðild almennings felld Áður en stofnsamningurinn sjálfur kom til atkvæða var borin upp svofelld tiliaga frá Sigurði E. Guðmundssyni, Alþýðuflokki: „Borgarstjórn telur, að eigi hið nýja fjöl- miðlunarfyrirtæki fsfilm hf. að njóta trausts borgarbúa og ná sem mestum árangri í starfi sínu sé nauðsynlegt að það verði opið al- menningshlutafélag, jafnt fyrir áhugasama einstaklinga sem menningarsamtök og -stofnanir og mikilvæg stéttasamtök. Því samþykkir borgarstjórn að gera það að skil- yrði fyrir aðild sinni að ísfilm hf., að aðrir þeir aðilar, sem undirrituðu stofnsamning- inn hinn 20. janúar s.l. fallist á að fyrirtækið verði stofnað sem opið almenningshlutafé- lag, þegar í upphafi. Samþykkir því borgar- stjórn að fresta afgreiðslu málsins þar til afstaða þeirra liggur fyrir.“ Tillagan var felld, fékk aðeins 7 atkvæði frá Alþýðu- bandalagi, Kvennaframboði og Sigurði. Einlit klíka og afl peninganna Með mótatkvæði sínu bókuðu fulltrúar Alþýðubandalagsins: I. Hlutafélagið ísfilm er stofnað til að stunda atvinnurekstur í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki, sem þegar hafa haslað sér völl á sviði kvikmyndagerðar í Reykja- vík, og rutt brautina á þeim vettvangi. Með því að gerast hluthafi í ísfilm sýnir meiri- hluti borgarstjórnar ótrúlega valdníðslu í garð aðstandenda þessara fyrirtækja og efnir tvímælalaust til óheiðarlegrar sam- keppni við þau. II. Með því að velja sér lagsmenn í ísfilm hf. misbeitir meirihluti borgarstjórnar pól- itísku valdi og áhrifum, auk þess að misnota fjármuni almennings, í þágu þröngra flokkshagsmuna og beitir borgarkerfinu á blygðunarlausar hátt en nokkru sinni fyrr fyrir flokksvagn Sjálfstæðismanna. Ekki er síður alvarlegt að einstakir borgarfulltrúar meirihlutans eiga hagsmuna að gæta í einu eða fleiri þeirra fyrirtækja sem standa að hlutafélaginu í ísfilm III. Alþýðubandalagð hefur haft frum- kvæði að umræðu í borgarstjórn um nýjar leiðir í fjölmiðlun, þar sem opin, lýðræðis- leg vinnubrögð væru höfð í heiðri og afl og áhugi alntennings virkjaður í opinni um- ræðu á undirbúningsstigi og með þátttöku fjöldans þegar til framkvæmda kæmi. ísfilm hf. er andstaða alls þessa: • Undirbúningurinn fór fram í pólitískum skúmaskotum klíkubræðra borgarstjór- ans. • Reksturinn verður í höndum lokaðs hlutafélags þessarar sömu einlitu klíku. • Eina aflið, sem máli mun skipta þegar markmið og leiðir ísfilm hf. verða valin, verður afl peninganna. • Málatilbúnaður þeirra, sem ráða ferðinni innan borgarstjórnarmeirihlutans, lýsir hugarfari þeirra sem hafa bæði misst sjónar á almennu pólitísku velsæmi og fargað meginhugsjón eigin hreyfingar.“ Vafasamur samningur Með mótatkvæði sínu bókuðu fulltrúar Kvennaframboðsins: „Kvennaframboðið mótmælir harðlega þeim samningi um ísfilm hf. sem hér liggur fyrir til afgreiðslu. Telur Kvennaframboðið samninginn í alla staði vafasaman og bendir á eftirfarandi í því sambandi: 1) Reykjavíkurborg gengur til liðs við eitt fyrirtæki af mörgum, sem í borginni starfa á sviði vitundariðnaðar, og veitir því þannig forgang á kostnað annarra. 2) Engin viðhlítandi skýring hefur fengist á því hvers vegna borgarstjóri telur eðli- legt eða æskilegt að gera þennan samn- ing. ítrekuðum fyrirspurnum hefur verið svarað undir rós. 3) Unt er að ræða lokað hlutafélag þar sem settar eru mjög ákveðnar skorður við heimild hluthafa til meðferðar á hluta- bréfum sínum. Borgin á ekki að leggja lag sitt við slíkt, síst af öllu í vitundariðn- aðinum. Einmitt þar er nauðsynlegt að tryggja sem mesta breidd. 4) Þau fyrirtæki sem standa að hlutafé- laginu eru öll af sama væng í hinu pólit- íska litrófi. Teljum við vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að borgin gangi til liðs við svo samiit pólitísk öfl. 5) Borgin leggur 2 milljónir króna í þetta fyrirtæki á sama tíma og því er haldið fram að ekkert vigrúm sé til eins eða neins í fjárhagsáætlun borgarinnar. Vill Kvennaframboðið benda á að samning- ur þessi hefur verið í undirbúningi um alllangt skeið og því óeðlilegt að honum skyldi haldið utan við gerð fjárhagsáætl- unar borgarinnar. Af því sem hér er sagt er ljóst að borgar- fulltrúar Kvennaframboðsins munu greiða atkvæði gegn þessum samningi.“ „Stóri bróðir“ mættur 1984 Sigurður E. Guðmundsson gerði svo- fellda grein fyrir mótatkvæði sínu: „í bók- unum mínum um aðild Reykjavíkurborgar að ísfilm hf. við fyrri umræður um það, hef ég lýst afstöðu minni, bæði í borgarráði og borgarstjórn. Þar hef ég rökstutt andstöðu mína við málið eins og það er úr garði gert. Hér er um að ræða lokað hlutafélag örfárra fjársterkustu aðila, auðhring á sviði fjöl- miðlunar, sem sýnilega ætlar að leggja þetta þjóðfélagssvið að mestu undir sig. í ofanálag er staðsetning þess alfarið á hægri væng stjórnmálanna. Með aðild Reyl javíkurborgar að ísfilm hf. ryður Sjálfstæðisflokkurinn braut öfl- ugum opinberum áhrifum inn í verðandi einokunarhring á sviði fjölmiðlunar. Jafn- framt hefur meirihluti flokksins í borgarst- jórninni fellt tillögu mína um að fyrirtækið verði opið almenningshlutafélag. í báðum þessum tilfellum brýtur afstaða flokksins gjörsamlega í bág við grundvallarstefnu hans. Eftir atvikum fer vel á því að til þessa sé valið árið 1984, ár „Stóra bróður" í skáld- sögu George Orwell." Engin rök Gerður Steinþórsdóttir gerði svofellda grein fyrir mótatkvæði sínu: „Ég er andvíg Kominn er til landsins hópurtónlistar- manna frá Finnlandi. Hér er um aö ræöa sex manna sönghóp sem kallar sig FÁTÆKIR RIDDARAR (Köyhát Ritarit) - (þess má geta aö Köyhát Rit- atit er einnig vinsæll eftirréttur í Finnlandi)-. Sönghópinn skipa Sampo Suihko, counter-tenor, Seppo Suihko, bariton og slagverk, Matti Kosonen, bariton, Martin Smeds, bariton, Eero Hirvensalo, bassi og blokkflautur, Heikki Yrttiaho, bassi og lúta, og þess Herman Rechbergersem leikurá psalterium, lútu og ýmis blásturs- og slaghljóöfæri. Einnig kemurKaj-Erik Gustafsson orgelleikari sem spilará regal. Kaj-Erik Gustafsson kennir orgel- „im- provisation" við Sibeliusar-akademiuna og hefur haldið orgeltónleika víða um heim auk þess að vera þekkt tónskáid. Hann stjórnar kammerkór finnska útvarpsins. Hermann Rechberger er tónskáld og hefur aðild Reykjavíkurborgar að ísfilm hf. Með henni er borgin að styðja eitt kvikmynda- gerðarfélag á kostnað annarra. Engin rök hafa komið fram í málinu sem réttlæta þátt- töku borgarinnar í þessu fyrirtæki. Þá ford- æmi ég þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við undirbúning málsins. Fulltrúum minni- hlutans í borgarráði var nánast kynntur samningurinn til málamynda um leið og borgarstjóri tilkynnti.að hann myndi undir- rita hann fáeinum dögum síðar. Samningur þessi er því alfarið á ábyrgð borgarstjóra og meirihlutans." skrifað bæði fyrir hljómsveit og kór og fyrir leikhús. Sönghópurinn hefur ferðast víða og haldið tónleika í Evrópu, Bandaríkjun- um og Kanada. Fátækir riddarar munu halda tvenna tón- leika í Reykjavík: f kvöld 6. mars kl. 20.30 í Norræna húsinu þar sem verða á efnisskrá verk frá 15., 16. og 20 öld, m. a. verk eftir Herman Rechberger, Codex potatorum („Handbók drykkjumannsins") sem er samantekt úr Carmina burana og verki frá 13. öld, Codex glutio. Föstudaginn 9. mars verða orgel- og söngtónleikar í Dómkrikj- unni kl. 20.30 með kirkjutónlist frá 16. öld og 20. öld. Föstudaginn 9. mars kl. 13-16 mun hóp- urinn halda fyrirlestur og tónleika í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Miðvikudaginn 7. mars verða tónleikar á Akureyri á vegum Karlakórsins Geysis í félagsheimilinu Lóni og hefjast þeir kl. 20.30. Heimsókninni lýk- ur á laugardag, 10. mars, með orgeltón- leikum Kaj-rik Gustafsson í Dómkirkjunni kl. 17.oo. Þar verða flutt verk eftir Sibelius, Couperin, J.S.Bach, Mendelssohn, Kokk- onen og orgelleikarann sjálfan. - AI. Fátækir ridd- arar í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.