Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 9
8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. mars 1984 Þriðjudagur 6. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Litið inn í frystihús ÚA á Akureyri og rœtt um aðbúnaðinn, togaramálið, kvótann og atvinnuöryggið. nauðsynlegt er fyrir þennan tog- ara. Erfiðleikar útgerðarinnar eru nógir fyrir og við höldum að bæjar- félagið eigi nóg með sitt þó það sé ekki að létta byrðar af auðugum erlendum ríkjum. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að þetta mál er í höndum Akureyrarbæjar og þeir fulltrúar sem þar ráða ferðinni munu endanlega kveða uppúr. Við óttumst að bærinn taki á sig allt of þungar byrðar. Nýtt skip hvort sem það kemur héðan eða annars stað- ar frá kostar erfiðleika í rekstri og við viljum þá gjarnan eiga bæinn að. Þetta eru okkar sjónarmið og okkur þykir miður að enginn virð- ist taka tillit til okkar máls. Eins og málin standa nú virðast mestar líkur á því að hafin verði smíði á hinum nýja skuttogara ÚA hjá Slippstöðinni síðar á þessu ári. Áhersla á verðmætari fisk En við víkjum talinu frá togar- amálinu heita og innum þá félaga að því hver sé lykillinn að þeirri velgengni sem sýndi sig hjá frysti- húsinu á nýliðnu ári. - Við höfum alla tíð lagt áherslu á verðmætari fisk, látið togarana fara í dýrari fiskinn og síðan höfum við tryggt að hafa gæðamálin hér í þokkalegu lagi. Það sem skiptir þó mestu máli er að það er erfitt að framleiða góða vöru úr öðru en góðu hráefni. Hvað tekur svo við á þessu ári? - Við erum engir spámenn. Kannski koma þorskgöngur, þá hrynur þetta kvótakerfi og öllum er borgið, sagði Gísli að lokum. -lg- »Kf *1 Hraðfrystihús Útgerðarfélags Akureyringa skilaði á síðasta ári mestu framleiðsluverðmæti allra frystihúsa í landinu. Alls voru framleiddar í frystihúsinu fiskafurðir fyrir 287.2 miljónir króna, en hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur var framleiðsluverðmætið á sl. ári rúmar 250 miljónir kr. Þar var framleiðslumagnið hins vegar 6.321 tonn en um 40 tonnum minna hjá ÚA eða 6.282 tonn. Það vekur eftirtekt aðkomumanns sem í fyrsta sinn kemur í salarkynni frystihúss Útgerðarfélags Akureyrar hversu allur að- búnaður starfsfólks, hvort heldur er í vinnslusölum eða mötuneyti er góður og umhverfi snyrtilegt. Þeirri ályktun skýtur óneitanlega niður í huga blaðamanns að kannski einmitt vegna þessa, hafi UA skipað sér í 1. sæti frystihúsa í landinu hvað snertir verðmæta- sköpun. - Það er ekki sparað til við að- stöðuna hér. Við viljum að fólkið sé ánægt í vinnu hér. Því ánægðara sem það er, þeim mun betri vinnu skilar það af hendi, sagði Gísli Konráðsson annar framkvæmda- stjóra frystihússins þegar við gengum með honum um salar- kynnin á dögunum. Glœsilegt mötuneyti Á efri hæðinni í nýjustu viðbygg- ingunni þar sem skrifstofum og alls kyns tölvubúnaði hefur verið fyrir komið, ómuðu hamarshögg og sag- arhljóð. Handan við eitt þilið kepptist flokkur vaskra trésmiða við að innrétta heilmikil salar- kynni, timburklædd í hólf og gólf og listilega innréttuð. „Þetta er nýja mötuneytið okkar og kaffi- stofan“, sagði Gísli hróðugur. „Þetta er aðeins helmingur salark- ynna, því hér fyrir framan er hinn helmingurinn sem þegar er fullbú- inn.“ Við dásömum salarkynni og segjum í gríni að það væri lítill vandi að slá hér upp herlegu dansi- balli. „Það ætti að vera hægt, hér er pláss fyrir minnst 300 manns, og takið eftir Þjóðviljamenn, allur húsbúnaður er að sjálfsögðu smíð- aður hér á Akureyri.“ Já þeir mega vera stoltir af nýja mötuneytinu sínu hjá ÚA. Við höldum aftur inn á skrifstofu Gísla til að ræða alvarlegri mál, nefnilega atvinnumálin og stöðuna framundan, og þar bætist í hópinn starfsbróðir Gísla, Vilhelm Þor- steinsson. Lifum í voninni -Það hefur lítið annað er karfi sést hérna í húsinu frá áramótum. Við höfum getað haldið nokkurn veginn uppi fullri atvinnu, það hafa aðeins 2-3 dagar dottið úr. Hvernig kemur kvótakerfíð út fyrir ykkur? - Það er ekkert á að líta hvern- ig árið fer. Við lifum í voninni að þorskur komi í stórum göngum og kollvarpi öllu kvótatali. Það sem er alvarlegasta málið fyrir okkur er að við fáum engan kvóta útá Sólbak. Við áttum von á því að fá út á hann kvóta og það urðu okkur mikil von- brigði að það skyldi ekki ganga í gegn, segja þeir Gísli og Vilhelm. Deilt um nýjan togara Til upplýsingar fyrir blaðales- endur er rétt að skýra frá því að ÚA hefur undanfarinn áratug gert út 5 togara en fyrir um ári síðan lagði útgerðin elsta togarann, og jafnframt einum elsta skuttogara landsmanna. Það er Sólbakur EA- 15 sem smíðaður var í Póllandi árið 1967 og því orðinn tæpra 17 ára en það er almennt talinn hámarksald- ur skuttogara. Með því að gera ein- ungis út 4 togara samhliða þeim samdrætti sem orðið hefur í afla- brögðum á liðnum árum, hefur ekki tekist að afla frystihúsinu nægs hráefnis til að fullnýta þá af- Enginn vill hlusta á okkur“, segja þeir félagar og forstjórar ÚA, Gísli Kon- ráðsson t.v. og Vilhelm Þorsteinsson. - Mynd-Atli. Úr hínu nýja og stórglæsilega mötuneyti starfsfóiks. kastagetu sem húsið býður uppá og tryggja um leið stöðuga og trausta atvinnu. Horfa bæjarbúar með miklum áhyggjum fram til þessa árs og er aímenn samstaða um að tryggja verður útgerðinni nýjan togara. Hins vegar greinir menn á um leiðir við kaup á þeim togara. Bæjarstjórn sem á stóran meiri- hluta í ÚA og einnig stóran meiri- hluta í Slippstöðinni, telur væn- legast að treysta atvinnuástandið á báðum stöðum með því að Slipp- stöðin smíði nýjan togara fyrir ÚA. Hins vegar liggur fyrir tilboð frá norskum aðilum um smíði á togara fyrir Ú A sem er um þriðjungi ódýr- ara en tilboð Slippstöðvarinnar. Hér þarf að tafca ákvörðun og það fljótt og vinnur nefnd á vegum Ak- ureyrarbæjar nú að málinu og hef- ur hafið viðræður við opinbera að- ila og forráðamenn Slippstöðvar- innar og Útgerðarfélagsins. í höndum bœjarins Þeir Gísli og Vilhelm forstjórar ÚA hafa lýst því yfir opinberlega að þeir telji rangt að láta Slippstöð- ina smíða nýja togarann, heldur eigi að taka tilboðinu frá Norð- mönnum. Allt þetta mál hefur hlotið mikla umræðu meðal Akur- eyringa og verið hitamál. Við spurðum þá Gísla og Vilhelm, hví þeir vildu fá togarann frá Norð- mönnum en treysta ekki atvinnu í Slippstöðinni með því að láta smíða hann þar. - Málið snýst einfaldlega um það að við viljum ekki borga meira en Um arftakann stendur aðaldeilan. Sólbakur er útslitinn og bíður þess eins að verða settur í brotajárn. Gjöfult skip á sínum tíma. - Myndir-Atli. „Þá hrynur þetta kvótakerfi og öllum er borgið“ Garðar Helgason í uppskipuninni: Vissulega uggur ífólki - Undanfarið hefur ekki verið nema dagvinnan. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem veriðhefur. Sólbakurerdott- innút og aflinn hefur minnkað mikið. Þetta kemur illa niður á tekjum hjá fólki, sagði Garðar Helgason sem vann við uppskipun Sval- baks þegar Þjóðviljinn leit við á togarabryggjunni á Ak- ureyri á dögunum. Svalbakur var nýkominn úr 14 daga veiðiferð úr Víkurál. Aflinn var 160 tonn. Þar af 2900 kassar af karfa en að- eins 200 kassar af þorski. - Svona er þetta búið að vera undanfarna mánuöi, sagði Garðar sem man tímana tvenna á bryggj- unni því hann hefur unnið við upp- skipun í rétt 20 ár. - Nú, svo er það kvótinn. Það veit enginn hvenær verður stoppað en menn hafa heyrt utan að sér að kannski verði lokað í 5 vikur yfir alla línuna í sumar. Það væri lang- besta ráðið. Annars veit enginn að hverju hann gengur. Fer kannski í sumarfrí og þegar hann kemur til baka þá er öllu lokað. Það er slæmt að vita ekkert um þessa hluti. Hvernig er hljóðið í fólki? - Það er vissulega uggur í fólki út af atvinnuástandinu. Hér hjá ÚA hefur dregist saman í skreið og salti og fækkað í húsinu. Það er óvíst að verði nokkuð um sumarafleysinga- fólk í sumar. Það er alls ekki bjart framundan. Sama er að segja víðar t.d. í byggingariðnaði. Það er allt stopp og enginn getur tekið við fólki úr þessum atvinnugreinum. Það eru helst verksmiðjurnar, skinnavörurnar, helst að þeir geti bætt við fólki í vor. Er tekjumissirinn orðinn mikill? - Já. Nú höfum við um 4.500- 5.000 kr. fyrir vikuna með bónus. Áður komumst við upp í 7-8.000 krónur þegar góður afli var. Þá lönduðu 3 skip í viku aðra hverja Það er slæmt þegar enginn veit að hverju hann gengur. Mynd-Atli. viku, annars tvö, og þá var einnig oft unnið á laugardögum. Ég held að það sé alveg ljóst að dæmið gengur ekki upp með þetta stóra og fullkomna frystihús og alltof lítinn afla. Það verður að bæta við skipi. Annað hvort leigu- skipi eða kaupa nýtt skip. Hér er alveg makalaus aðstaða til fisk- vinnu og við verðum að nýta það sem búið er að byggja upp. Eins og staðan er í dag þá nýtist frystihúsið alls ekki að fullu, sagði Gárðar Helgason. -Ig. Frosti Meldal starfsmaður í vélasal ÚA Pori ekki að hugsa þetta til enda - Einu sinni gat maður redd- að sér á aukavinnunni. Nú er það ekki lengur. Ástandið hefur verið svona f rá því að Sólbak var lagt, og á sumrin hefur verið helgarvinnubann þegareini möguleikinn hefur verið á aukavinnu, sagði Frosti Meldal starfsmaður í vélasal Útgerðarfélags Akur- eyringa. Hvernig líst þér á komandi sumar? - Ég hreinlega þori ekki að hugsa þá hugsun til enda. Ég er hálfhræddur uppá mína parta. Það hefur ekkert verið talað um þessi mál af neinni alvöru ennþá og ég hef ekki hugmynd hvernig verður á málum tekið, hvenær verður t.d. stopppað. Frystihúsið hér er orðið það stórt að það þarf mikið hráefni til að halda uppi fullri vinnu. Hvað hefur þú unnið hér lengi? - Ég er búinn að vera hérna í 7-8 ár og maður man tímana tvenna Einu sinni var hér botnlaus vinna, nú rétt náum við 40 tímunum. Mynd-Atli. hér. Einu sinni var hér botnlaus tryggingu karlarnir og eins eru vinna, nu rétt náum við 40 tímum á margar konur hér komnar á trygg- viku. Það hafa dottið út dagar í ingu, sagði Frosti Meldal. vetur, en við höfum bjargast á -lg. „Atómstöðin segir sögu af einstak- lingum sem lifa einhverja mestu ör- lagatíma í sögu íslensku þjóðarinn- ar, ýmist sem beinjr þátttakendur í atburðarásinni (Búi Árland) eða sak- iaus fórnarlömb hennar (Ugla).“ Gunnar Eyjólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Atómstöðin „Það var vel til fundið hjá hand- ritshöf undum að gera eina persónu úrfeimnu löggunni og kommanum, búa til Gunnar og láta Arnar Jóns- son leika hann. Með þessu móti verður astarsaga Uglu einfaldari og val hennar að lokum verður einnig pólitískt." Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum. Kvikmynd sem skiptir okkur máli Atómstöðin Handrit: Þorsteinn Jónsson, Örnólfur Arnason og Þórhallur Sigurðsson eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Stjórn: Þorsteinn Jónsson. Kvikmyndun: Karl Óskarsson. Lcikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Tónlist: Karl Sighvatsson. Aðalhlutverk: Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Arnar Jónsson, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Árni Tryggvason. Margt hefur verið rætt og ritað um vandamálin sem upp koma þegar umskapa skal bók- menntaverk í kvikmynd. Þessi vandamál verða þá fyrst stórkost- leg þegar um er að ræða bók- menntaverk sem hefur lifað með þjóð sinni um langa hríð, er orðið að einskonar sameign hennar. Þetta á áreiðanlega við um Atóm- stöðina. Ugla, organistinn og Búi Árland eru persónur sem hafa lifað meðal okkar í hartnær fjóra ára- tugi. Við hljótum því að hafa kom- ið okkur upp heilmiklum vænt- ingum og hætt er við að við göngum inn í bíóið uppfull af ósanngjörnum kröfum. Við viljum sjá okkar Uglu, okk- ar organista, okkar Búa. Kannski eru uglurnar jafnmargar og áhorf- endur í salnum, og auðvitað borin von að nokkur kvikmyndaleik- stjóri og leikari geti uppfyllt nema örlítið brot af þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Það eina sem þetta fólk getur gert er að sýna okkur sína útgáfu af sögunni og persónum hennar. Og vilji áhorf- andinn vera sanngjarn hlýtur hann að beygja sig fyrir þessu og reyna að gleyma sinni eigin útgáfu, gleyma bókinni cg einbeita sér að kvikmyndinni sem nýju og sjálf- stæðu verki. Atómstöð Þorsteins Jónssonar og félaga er kvikmynd sem gerist á einhverjum mestu örlagatímum í sögu íslensku þjóðarinnar og segir sögu af einstaklingum sem lifa þessa tíma, ýmist sem beinir þátt- takendur í atburðarásinni (Búi Ár- land) eða saklaus fórnarlömb hennar (Ugla). Hún segir okkur söguna af norðanstúlkunni Uglu og kynnum hennar af borgarlífinu, borgarastéttinni, stéttabaráttunni, karlmönnum... Semsagt, persónu- leg reynslusaga með örlagaríka at- burði í þjóðlífinu að baksviði. Um þessa atburði hefur verið sagt að þeir hafi skipt þjóðinni í tvær fylkingar. Þeir hafa hinsvegar verið hálfgert feimnismál í bók- menntum okkar til skamms tíma. Kvikmynd sem sýnir okkur þessa tíma hlýtur að vera vel þegin og vissulega á hún erindi til okkar í dag. Atómstöðin er hér enn, og enn liggur vígvöllurinn „gegnum miðja vitund okkar sjálfra“ einsog Búi Árland sagði. Mér þótti höfundum kvikmynd- arinnar takast mjög vel, einkum framan af, að sýna andrúmsloft tímans, óvissuna, spennuna, blik- urnar á lofti. Leynimakkið á heim- ili Búa Árlands, útifundurinn, út- varpsfréttirnar - allt var þetta einkar vel gert og sannfærandi. Tónlist Karls Sighvatssonar átti mikinn og góðan þátt í að skapa þetta andrúmsloft. Heimili Búa Árlands og allt sem þar gerist er að mínu mati sterkasti þáttur myndarinnar, og þar á leik- mynd Sigurjóns Jóhannssonar stóran hlut að máli, einnig vel heppnuð kvikmyndataka Karls Óskarssonar og síðast en ekki síst leikur Gunnars Eyjólfssonar, Jón- ínu Ólafsdóttur, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Helga Björns- sonar í hlutverkum Árlandshjón- anna og barna þeirra. Hinn heimurinn í myndinni - heimur organistans, þykir mér verða dálítið útundan og ekki skila sér eins vel. Að vísu myndar hann ákveðið mótvægi við fína húsið, myndrænt séð, og það er dálítið erfitt að benda á hvað það er, ná- kvæmlega, sem vantar. Fyrir mína „Sjálfsmorðstilraunaratriðið og barsmíðarnar við flygilinn heppnuðust einn- ig vel.“ Árni Tryggvason í hlutverki organistans og Barði Guðmundsson sem annar guðinn. Ingibjörg Haraldsdöttir skrifar um kvikmyndir parta hallast ég helst að því að það sé organistinn, sem ég vildi hafa öðruvísi. Árni Tryggvason hefur að vísu til að bera hlýju og rósemi, sent eiga vel við, en mér fannst hann ekki koma til skila djúpvitr- um athugasemdum organistans á nógu sannfærandi hátt og þar af leiðir að andrúmsloft „hússins bak- við húsin" varð einsog dálítið tóm- legt og skapaði ekki það hug- myndalega mótvægi við hús Búa Árlands sem þurft hefði. Margt var þó skemmtilegt sem tengdist húsi organistans, t.d. var hlutverk Kleópötru í góðum hönd- um Þóru Friðriksdóttur, sem tókst að skapa tragikómíska fígúru með miklum ágætum. Sjálfsmorðstil- raunaratriðið og barsmíðarnar við flygilinn heppnuðust einnig vel. Ugla er að sjálfsögðu stærsta og vandasamasta hlutverk myndar- innar. Sú Ugla sem Tinna Gunnlaugsdóttir skapar er ekki hin sama og ég hef þekkt síðan ég las bókina fyrst fyrir margt löngu. Það er enginn hægðarleikur að losa sig við slíka fordóma og mér gekk það satt að segja bölvanlega. Ég hefði kosið að Ugla væri jarðbundnari og forvitnari. En ef ég reyni að horfa burt frá þessum ósanngjörnu kröf- um mínum verð ég að viðurkenna að Tinna gerði margt mjög vel, og best fannst mér henni takast upp í samskiptum sínum við börnin í húsinu, einkum þau elstu, Arngrím og Guðnýju. Það var vel tii fundið hjá hand- ritshöfundum að gera eina persónu úr feimnu löggunni og komman- um, búa til Gunnar og láta Arnar Jónsson leika hann. Með þessu móti verður ástarsaga Uglu ein- faldari og val hennar að lokum verður einnig pólitískt. Engu að síður var ekki laust við að mér þætti endirinn einfaldur um of og minna dálítið á það fræga fyrirbæri, happy ending. Atriðin í sveitinni voru sannfærandi - kirkjubyggingin, kirkjuvígslan og útför skáldsins. Það vefst dálítið fyrir mér hvort fólk sem ekki hefur lesið bókina, og þá einkum útlendingar (það á að dreifa myndinni erlendis) fái nokk- urn botn í þetta tilstand með ást- mög þjóðarinnar og kistuna sem í er danskur leir. Kannski eru siíkar vangaveltur óþarfar, en þetta er þónokkurt atriði vegna endisins, sem er táknrænn og byggir á því að menn viti hvað er að gerast í kirkj- unni og hvernig það tengist leynim- akkinu og landssölunni. Hér hefur ýmislegt verið tínt til, kannski í aðfinnslutón, en þegar upp er staðið verður hitt þó ofan á að fagna þessari mynd. Hún er fag- lega unnin, falleg og síðast en ekki síst fjallar hún um tíma og atburði sem skiptu sköpurn í lífi þjóðarinn- ar. Þetta er kvikmynd sem skiptir okkur máli. Kannski er hún eink- um mikilvæg fyrir þá sem hvorki muna tímana sem hún fjallar um né hafa lesið bókina, fyrir unga fólkið í landinu, stálpuð börn og unglinga - ég hugsa að þau geti mikið af henni lært á þann hátt sem best er að læra, þ.e.a.s. með því að skemmta sér um leið, því Atóm- stöðin er skemmtileg mynd og áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Það tók langan tíma að gera þessa kvikmynd, a.m.k. á íslensk- an mælikvarða, en þeim tíma var vel varið. Héðan í frá verða gerðar harðari kröfur um vönduð vinnu- brögð til íslenskra kvikmyndagerð- armanna, og á það einkum við um handritsvinnu, sem hingaðtil hefur oftast verið slappasti hlekkurinn ( keðjunni, en hér hefur augsýnilega verið lögð mikil rækt við, með góð- um árangri. „Heimili Búa Árlands og allt sem þar gerist er að minu mati sterkasti þáttur myndarinnar, og þar á leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar stóran hlut að máli og einnig vel heppnuð kvikmyndataka Karis Óskarssonar, og siðast en ekki síst góður leikur“. Jónína Ólafsdóttir í hlutverki frúarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.