Þjóðviljinn - 16.03.1984, Síða 1
MOÐVIUINN
Landbúnað-
arkálfurfylgir
okkurídag
Sjá9 -16
16
mars
föstudagur
64. tbl.
49. árgangur
Nýjar tillögur ríkisstjórnarinnar:
Hækkun á tekj uskatti
Rökstudd með tilvísun til ASÍ/VSÍ samninganna!
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í
fjárhagsnefnd Efri deildar Alþingis
lögðu í gær fram breytingartillögur við
frumvarpið um tekjuskatt. Samkvæmt
þessum tillögum ætlar ríkisstjórnin að
hækka tekjuskatt einstaklinga. í nefnd-
aráliti ríkissjórnarmeirihlutans er sagt
að þessi skatthækkun sé til kymin vegna
þess að kjarasamningar ASÍ og VSI og
annarra aðila á vinnumarkaðinum færi
fólki meiri tekjur en gert hafi verið ráð
fyrir. Þess vegna ætli ríkissjórnin að
hækka tekjuskattinn.
Þegar fjármálaráðherra lagði fram
skattafrumvarpið í desember benti
stjórnarandstaðan á að í því fælist veri,i-
leg þynging á sköttum almennings.
Fulltrúar ríkissjórnarflokkanna viður-
kenndu þetta eftir áramótin og lögðu til
lækkanir á skattprósentunum. I gær
komu svo fram tillögur frá ríkisssjórn-
inni um að hækka þær á ný og nota
sömu hækkanaprósentur og voru upp-
haflega í frumvarpinu. Tekjuskattur
verður því nú í þremur þrepum: 23%,
32% og 45%.
Það vakti mikla athygli í þingsölum í
gær að ríkisstjórnin skuli rökstyðja
þessa skattahækkun með tilvísun til
kauphækkananna sem fólust í kjaras-
amningi ASÍ og VSÍ. Hluti kauphækk-
ananna er því með þessum skattahækk-
unum tekinn beint f ríkiskassann.
óg
Atli Hilmarsson skorar eitt níu marka sinna í gærkvöldi. Mynd: - eik
Fjalakötturinn
í borgarstjórn í gœr:
-
Avísun á
niðurrif
„Þessi samþykkt meirihlutans er
ekkert annað cn ávísun á niðurril",
sagði Álfheiður Ingadóttir, vara-
borgarfulltrúi AB í gær. „ Þar vísar
borgin allri ábyrgð frá sér og yfir á
ríkið og um leið flytur borgarstjóri
þau skilaboð frá menntamálaráð-
herra að á þeini bæ scu engir pen-
ingar til að sctja í Fjalaköttinn!
Þetta cr hvorugum þessara aðila til
sóma”.
í svari meirihluta borgarstjórnar
til bygginganefndar um framtíð
Fjalakattarins, sem samþykkt var í
borgarstjórn í gær, segir m. a. að
það standi ríkinu nær að vernda
húsið, ef þau rök sem færð hafa
verið fyrir friðun þess standist.
Þetta gátu fulltrúar minnihlutans
ekki sætt sig við en tillaga frá þeim
um að fella þessa klausu niður var
felld.
Fyrir borgarstjórn lá bréf frá
undirbúningshóp sem nú vinnur að
stofnun samtaka um Köttinn, þar
sem farið var fram á að málið yrði
ekki afgreitt, fyrr en hópurinn
hefði kynnt borgarstjóra hug-
myndir sínar m. a. um fjársöfnun.
Ekki var á það fallist en þó sam-
þykkt tillaga minnihlutans um að
borgarstjóri ásamt tveimur borgar-
fulltrúum ræddi við menntamála-
ráðherra og þá sem lýst hafa áhuga
á vernaun Kattarins.
Deilur um sleppibúnað björgunarbáta á flotanum
„Hann segir ósatt“
voru ummæli Stefáns Olafssonar og
Karls Ólsen um yfirlýsingu Magnúsar
Jóhannessonar hjá Siglingamálastjóra
„Hann sagði hreinlega ósatt og
hann vissi það full vel.
Sannleikurinn er sá að eftir-
spurnin eftir þessum lögbundna
sleppibúnaði gúmbjörgunarbáta
hefur ekki verið meiri en svo hjá
okkur að 10% af vinnuafli smiðj-
unnar hef'ur unnið að smíði bún-
aðarins“, sagði Stefán Ólafsson
annar tveggja framkvæmda-
stjóra Vélsmiðjunnar Þórs í
Vestmannaeyjum, sein framleiðir
hina svo kölluðu Sigmundargála
fyrir gúmbjörgunarbáta, um um-
mæli Magnúsar Jóhannessonar
aðstoðar siglingarmálastjóra í
sjónvarpinu. Magnús sagði að
ekki hefðist undan að framleiða
slcppibúnað fyrir björgunarbáta
og því væri helmingur Fiskiskipa-
flotans án sleppibúnaðar.
„Ég á þann sleppibúnað sem
við framleiðum á lager og hefur
svo verið um langan tíma. Ég fæ
ekki betur séð en aðstoðar sigl-
ingamálastjóri sé að reyna að
bjarga eigin skinni með því að
skrökva þessu upp. Hann lætur
það nægja til að veita haffærnis-
skírteini að eigendur bátanna
hafi pantað sleppibúnaðinn. Það
hafa margir útgerðarmenn gert,
en síðan sækja þeir hann aldrei.
Þeir eru að veiða og reyna að
bjarga sér og gefa sér ekki tíma til
að stoppa og setja búnaðinn í
skipin" sagði Karl Olsen, fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðju O. Ol-
sen í Njarðvík, um það sem að-
stoðarsigiingamálastjóri sagði í
sjónvarpinu. Karl sagði að það
væri varla peningaleysi sem aftr-
aði mönnum að fá sér þennan
búnað. Hann kostaði ekki nema
um 65 þúsund krónur kominn um
borð í bátana.
Magnús Jóhannesson settur
siglingamálastjóri sagði aðspurð-
ur um þetta mál í gær.
„Þeir segja þetta. Þeir hljóta
að vita það mennirnir. En ég vil
aðeins segja það að frá því í haust
höfum við ekki veitt skipum haf-
færinisskírteini, nema fyrir lægi
stafest pöntun viðkomand skips á
þessum búnaði og kæmi fram að
þeir hefðu ekki getað fengið hann
og ekki talið okkur geta stöðvað
skip ef það hefur ekki getað feng-
ið gálgann“, sagði Magnús Jó-
hannesson, settur siglingamála-
stjóri, í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Ljóst er að hér fer eitthvað
milli mála, því að einungis 450
skip af 840 hafa fengið sér þennan
bráðnauðsynlega búnað. -S.dór