Þjóðviljinn - 16.03.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Qupperneq 3
Föstudagur 16. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Vorkonur Al- þýðuleikhússins: Undir teppinu hennar ömmu Leikrit eftir Nínu Björk Arnadóttur - Þetta er bara fyrsta kvennasýn- ingin, það eru fleiri í uppsiglingu hjá Alþýðuleikhúsinu, sagði Inga Bjarnason leikstjóri á blaðamanna- fundi í gær, þarsem „Vorkonur“ Alþýðuleikhússins kynntu nýtt verk eftir Nínu Björk Árnadóttur. „Undir teppinu hjá ömmu“ heitir leikrit Nínu Bjarkar sem hún samdi sérstaklega fyrir vorkonurnar hjá Alþýðuleikhúsinu. „Undir teppinu hjá ömmu“ verður frumsýnt á þriðjudaginn á Hótel Loftleiðum. Verkið er þrí- skipt og lýsir þremur kynslóðum kvenna. Tónlistin er eftir Mist Þorkelsdóttur, höfundur leik- myndar er Guðrún Svava Svavars- dóttir en leikendur eru Kristín Bjarnadóttir, Sigurjóna Sverris- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Anna Einars- dóttir, Margrét Ákadóttir og Sól- veig Halldórsdóttir. Ljósameistari er Árni Baldvinsson en búkhljóð og raddbandasláttur er úr börkum þeirra Hákons Leifssonar, Guð- mundar Ólafssonar og Þórhalls Sigurðssonar. RAÞ. jGuðný Helgadóttir framkvæmdastjóri, Inga Bjarnason leikstjóri, Nína 'Björk Árnadóttir rithöfundur og Kristín Bjarnadóttir. (Ijósm.: Atli). Fjalakötturinn: Samtök undirbúin „Ætlun okkar er að stofna form- lega samtök um verndun Fjalakatt- arins sem eru þess albúin að leggja sitt af mörkum til að hægt verði að friða húsið, sem að okkar mati er hið merkasta“, sagði Erlendur Sveinsson einn félaga úr undirbún- ingsncfnd að stofnun samtaka um verndun Fjalakattarins við Aðal- stræti 8 í Reykjavík. Erlendur sagði að í gær hefðu þeir 59 menn, konur og karlar, sem rituðu nöfn sín undir áskorun til yfirvalda fyrir skömmu, hist og þar hefðu verið reifaðar hugmyndir um það hvernig bæri að stuðla að vern- dun hússins. „Við teljum í sjálfu sér ekkert sjálfsagt mál að fara ofan í vasa skattborgaranna heldur höfum við á prjónunum hugmyndir um sjálfstæða fjáröflun í þessu skyni, heima og erlendís", sagði Erlendur ennfremur. „Þetta hús er hið merkasta að okkar mati og raunar hefur það verið mat Árbæjarsafns að varð- veita bæri Aðalstræti 8. Bæði er það að elstu innviðir hússins eru frá Innréttingum Skúla fógeta Magnússonar og svo hitt rneðal annars að í þessu húsi er einn elsti kvikmyndasalur í veröldinni. Af þeirri ástæðu hef ég reifað málið á fundum í alþjóðasamtökum kvik- myndasafna og menn lýst áhuga sínum á að varðveita bæri þetta hús“, sagði Erlendur Sveinsson. Auk hans eiga sæti í undirbúnings- nefnd þau Björg Einarsdóttir, Finnur Björgvinsson, Helgi Þor- láksson og Sigurður Tómasson.-v. Kaupfélögin í Kína Reka 390 þús- und verslanir í Kínverka alþýðulýðveldinu eru kaupfélög að störfum þót ekki séu þau aðilar að Alþjóðasamvinnu- sambandinu. Fréttir af starfsemi kínversku kaupfélaganna eru ekki mjög tíðar enþó er ýmislegt um þau vitað. Framanaf áttu þau nokkuð erfitt uppdráttar en eftir menningarbylt- inguna hafa þau annast hartnær aíla vöruútvegun fyrir landbúnað- arhéruðin. Líku máli gegnir um afurðasölu bænda. Þar sjá félögin nánast um alla sölu á vörum eins og ávöxtum, kjöti, grænmeti, tei og tóbaki. í borgunum er verslun ríkisins á hinn bóginn nánast ein- ráð um smásöluverslunina. Kaupfélögin sjá einnig um að út- vega bændum rekstrarvörur svo sem áburð og vélar. En félögin einskorða sig ekki við verslun. Þau byggja íbúðir og skólahús, skipuleggja barnagæslu og beita sér fyrir margháttaðri menningarstarfsemi. Þau halda uppi ráðunautaþjónustu fyrir bændur í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og eru starfandi yfir 200 þús. ráðunautar. Kaupfélög í Kína eru um 40 þús. og þau reka um 390 þús. verslanir, sem selja almennar neysluvörur. -mhg Atkvœðagreiðsla um samninga Starfsmannafélags Hafnarfjarðarbœjar og bœjarins hefst í dag ,Ekki mikið plagg segir formaður félagsins „Það hafa ekki verið haldnir fundir um þennan samning sérstak- lega. Þetta er ekki mikið plagg, og við höfum ekki séð ástæðu til að ræða það sérstaklea á fundi með félagsmönnum", sagði Sigurður Hallgrímsson formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðarbæjar í samtali við Þjóðviljann í gær. í dag hefjast kosningar meðal fé- laga í Starfsmannafélaginu um að- alkjarasamning félagsins við.bæj- arstjórn sem félagsstjórn sam- þykkti sl. miðvikudag. Eftir á að ganga frá sérkjarasamningum en viðræður eru hafnar. Mikillra óánægju gætir einkum hjá fóstrum á dagheimilum í bæn- lum að samningur Starfsmannafé- lagsins við bæjaryfirvöld skuli ekki vera tekinn til almennrar umræðu á félagsfundi eða á einstökum vinnu- stöðum. Á sumum vinnustöðum hafði ekki einu sinni verið búið að dreifa samningnum á hádegi í gær, en kosning um hann hófst í morg- un. Hefur verið óskað eftir fundi en stjórnin ekki viljað halda fund um aðalkjarasamninginn. „Það hafa komið fram hjá ein- staka fyrirspurnir um fund. Við höfum verið að kanna þetta hjá félagsmönnum en ekki fengið þær undirtektir að okkur fyndist taka því að halda fund“, sagði formaður Starfsmannafélagsins. - Ig. Húsnœðissamvinnufélög Fyrst kynnt hér á landi árið 1919 Ærinn tími er nú liðinn síðan húsnæðissamvinnufélög voru fyrst kynnt hér á landi en það var árið 1919. Hljótt hefur verið um þá kynningu og líklega muna hana fáir núorðið. En svo vildi til að fyrir skömmu fannst í skrifborði einu hér í borg bæklingur, sem nefnist „Um bygg- ingafélög með samvinnusniði“. í þessum bæklingi, sem er 24 síður, er fjallað um húsnæðissamvinnufé- lög í Bretlandi, Danmörku og Nor- egi og er hann þýddur úr norsku árið 1919. I bæklingnum eru mjög skil- merkilegar röksemdir fyrir kostum húsnæðissamvinnu, sem eiga jafnt við nú og fyrir 65 árum. Ritið er gefið út af Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna, prentað í Gutenberg en ekki er getið um þýðánda. Kannist einhverjir við tilurð þessa bæklings frekar, væru slíkar upplýsingar vel þegnar. Nánar verður gerð grein fyrir þessum merkilega bæklingi í næsta hefti Búseta, málgagni hús- næðissamvinnufélaga. - mhg. Atvinnurekendur komnir í bobba í vinnudeilunni við Dagsbrún Atvinnurekendur á samnigssvæði Dagsb- rúnar eru margir hverjir mjög fúsir að semja við verkalýðsfélagið, þar sem þeir óttast afleiðingar af hugsanlegum þrýstiað- gerðum og verkföllum. Fram að þessu hafa frjálshyggjumenn úr Sjálfstæðisllokknum vcrið þverir fyrir innan VSÍ, en nú eru þeir sagðir á góðri leið með að láta skynsemina ráða. Stærstu atvinnurekendurnir á svæðinu einsog t.d. skipafélögin eru bundin lang- tímasamningum. Ef Dagsbrún neyðist til að grípa til langvarandi þrýstiaðgerða, þykir sýnt að skipafélögin eigi á hættu að missa af digrum samningum við flutninga og skerða þannig samkeppnisaðstöðu sína á alþjóð- legum flutningamarkaði. Einsog kunnugt er hafa fyrirtækin á síð- ustu mánuðunt tekið í sinn hlut ntun stærri hlut af veltu en áður. Á sama tíma hefur launahlutfall farið hríðlækkandi. Mörgum atvinnurekendum blöskrar kaldlyndi og harka VSI í samningaviðræðum til þessa auk þess sem þeir komast í bobba ef þeir þurfa að rifta samningum vegna átaka hér á Íandi á vinnumarkaði. Þá hefur verið unt það rætt meðal at- vinnurekenda að „Eimreiðarklíkan" í Sjálf- stæðisflokknum hafi fengið að leika einleik í yfirstandandi átökum, - og mylji þar hver undir annars rass. Þannig hefur Reykjavík- urborg þótt sérstaklega óbilgjörn, þarsem Davíð Oddsson fer fyrir frjálshyggjuliðinu. Magnús Gunnarsson framkvæmdastjori VSI hefur og haldið í hendur á þeim Davíð og Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins í þessum átökum. Rólyndari og gætnari atvinnurek- endur eru nú að fá sig fullsadda af frekju og yfirgangifrjálshyggjuliðsinsogviljanú efna á ný til vinsamlegri samskipta við verka- lýðsfélögin. óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.