Þjóðviljinn - 16.03.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Page 4
í /v<ri« - l>avt * i‘t'r f.t ‘U‘.'t.nN-V» 4 SIÐA - ÞJOÐVILJINNIFöstudagur 16. mars 1984 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ÓlafurGíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og seining: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hœttuleg heildarhyggja Helsta röksemd Sverris Hermannssonar og annarra ráðherra fyrir því að styrkja atvinnurekendavaldið í landinu er að hagsmunir launafólks og atvinnurekenda fari saman. Stétt með stétt hefur verið kjörorð Sjálf- stæðisflokksins og alltaf öðruhvoru eru íhaldsmenn að klifa á því. Það er sök sér að halda þessari blekkingu fram til þess að fela pólitík sem miðar að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. En þegar að því kemur að fylgja þessari stefnu út í ystu æsar komast menn í ógöngur og villast af brautum lýðræðisins. Ekki skal því neitað að hagsmunir atvinnurekenda og verkafólks geti farið saman. Það er augljóst í dæmi sjómanna og útvegsmanna sem hafa um þessar mundír sameiginlega hagsmuni af því að fá sem stærstan kvóta. Þegar hinsvegar kemur að hlutaskiptum stangast hagsmunirnir á. Og í þeirri togstreitu hefur ríkisvaldið lagst á sveif með útvegsmönnum með því að taka æ stærri hluta af heildarafla fram hjá skiptum. Svo mjög hefir verið gengið á hlut sjómanna að þeir tala nú um að taka upp fastlaunakerfi. Hagsmunir ríkisvaldsins og verkafólks geta farið saman. Ríki sem heldur uppi almennri skólamenntun og jafnar aðstöðu til náms er verkafólki dýrmætt. Það ríkisvald sem stefnir að því að gera menntun að forrétt- indum hinna velmegandi er andstætt hagsmunum verkafólks. Það ríkisvald sem færir fjármuni í stórum stíl frá almennu launafólki til atvinnurekenda og eigna- fólks gengur gegn hagsmunum verkafólks. Með ákvörðun sinni um að láta ríkisverksmiðjur ganga í Vinnuveitendasamband íslands er ríkisstjórnin að ganga þvert á þá meginhugsun, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðis á íslandi, að samningar aðila vinnumkarkaðarins skuli vera frjálsir. Ríkið leggst á sveif með öðrum aðilanum, styrkir hann fjárhagslega og pólitískt. Alvarlegast er þó að þessi stefnubreyting heggur að rótum lýðræðisins. Ef það er rétt að ríkisverksmiðjur, og erlendir rekstr- araðilar á íslandi eins og Alusuisse eigi að vera í sam- tökum íslenskra atvinnurekenda sýnist það liggja beint við að öll önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir séu í Vinnu- veitendasambandinu ásamt stórum erlendum atvinnu- rekendum á íslandi eins og bandaríska hernum. í sam- ræmi við kenninguna um að við séum ein þjóð í sama báti má halda því fram með nokkrum rökum að hags- munir íslenskra atvinnurekenda og verkafólks fari oftar saman heldur en hagsmunir erlendra atvinnurekenda og íslensks verkafólks. Eða dettur nokkrum í hug að íslensk sjónarmið vegi þyngst í ákvörðunum álfurst- anna í Zurich eða herforingjanna í Pentagon? í kenningunni um það að hagsmunir atvinnurekenda og verkafólks fari saman felst, þegar henni er fylgt út í ystu æsar, að í rauninni eigi atvinnurekendur, ríki og launafólk að vera ein samverkandi heild. Slík heildar- hyggja, sem nefnd er korporativismi á erlendum mál- um, hefur leitt til mikilla hörmunga m.a. í Þýskalandi nasismans, Ítalíu fasismans, og Sovétríkjum ríkis- kommúnismans. Hún er andstæða lýðræðisins þar sem menn bindast samtökum um hagsmuni sína og takast á um þá innan ramma ákveðinna leikreglna. Angi af þessari heildarhyggju hefur skotið rótum í stjórnarráði íslands. Það er hrikalegt að horfa upp á það hvernig ákafi ráðherra við að þjóna stéttarhags- munum atvinnurekenda villir þeim sýn, og leiðir þá út í þær ógöngur að brjóta meginreglur sem mótað hafa lýðræðisskipulag okkar. Þetta er skemmdarverk, sem kemur í framhaldi af samningabanninu sl, vor, skref í - átt til andlýðræðislegrar heildarhyggju. í nafni frjáls samtakaréttar og lýðræðis verður að knýja það fram að snúið verði af þessari braut. klippt Að líða vel að meðaltali Ef þú stendur með annan fót- inn í ísköldu vatni og hinn í sjóð- heitu á þér að meðaltali að líða vel. Oft er gripið til þessarar al- kunnu líkingar þegar rætt er um meðaltalsútreikninga. Það var líka gert á Alþingi í umræðum um „nýjan“ vísitölugrunn, sem við- skiptaráðherra vill endilega lög- festa sém skjótast. Meginástæðan fyrir því, að nú liggur á að breyta grunninum er sú staðreynd að nýr grunnur undir útreikning á vísitölu fram- færslukostnaðar myndi virka til lækkunar á vísitölu lánskjara, sem að hluta miðar við hækkun á framfærslukostnaði. Stjórnar- andstæðingar hafa hinsvegar bent á það á Alþingi að viðskipt- aráðherra hefði verið í lófa lagið að breyta útreikningi lánskjara- vísitölunnar með bréfi og reglu- gerð, en þannig var sú vísitala til komin í upphafi. Svavar Gests- son sagði á Alþingi að það væri býsna kaldhæðnislegt að vera að lögfesta nýjan vísitölugrunn þeg- ar það væri bannað með lögum að miða kaupgjald við hækkun framfærslukostnaðar. Eins og menn vita þá er bannað að reikna út kaupgjaldsvísitölu. Ekki bara bannað að borga eftir henni, heldur bannað að reikna hana út. Hversu réttur grunur? En úr því að verið er að puða við að lögfesta nýjan vísitölu- grunn hafa stjórnarandstæðingar notað tækifærið og komið á fram- færi ýmsum athugasemdum og viðhorfum, sem vert er að vekja athygli á. Þannig er það viður- kennt í nefndaráliti Sigríðar Dúnu, Ragnars Arnalds og Eiðs Guðnasonar í fjárhags- og við- skiptanefnd að sá vísitölugrunnur sem nú er í gildi, gefi ekki rétta mynd af meðalneyslu lands- manna og sá grunnur sem nú er ætlunin að taka upp gefi réttari mynd. Alls óvíst sé hversu réttur hann sé, því hann er byggður á 6 ára gamalli neyslukönnun og neysluvenjur breytast hratt. I þessu sambandi var lögð áhersla á að ákveða þyrfti með lögum að neyslukannanir færu fram reglulega t.d. á þriggja ára bili, þannig að tryggt sé að sú vís- itala sem í gildi er hverju sinni fái staðist. Sérstakar neyslukannanir Jafnframt telja stjórnarand- stæðingar mjög nauðsynlegt að gerð neyslukannana sé þannig hagað að jafnan megi fá fram upplýsingar um það hvernig neyslu þess fjórðungs fjölskyldna sem úr minnstu hafa að spila sé háttað. Meðaltalið segir ekki alla sögu eins og dæmið um manninn í kalda og heita vatninu sýnir. Nýi grunnurinn sýnir að hjá meðal- talsfjölskyldunni er vægi búvöru í ,útgjöldum minna en áður. Hins- vegar má gera ráð fyrir því að hjá lágtekjufjölskyldunni hafi hlutur búvöru í heildarútgjöldum lækk- að lítið sem ekkert. Það leiðir svo að sjálfu sér að „lúxusneysla“ hverskonar endurspeglast ekki í útgjöldum lágtekjufólks, eins og hún gerir í vísitölugrunninum nýja, sem byggður er á meðaltal- inu. í umræðum á Alþingi hefur einnig verið vakin athygli á því að ekki sé aðeins vaxandi mismunun milli þjóðfélagshópa eftir tekjum heldur einnig eftir búsetu. Þess- vegna þurfi að miða neyslukann- anir við það að fá fram mismun á útgjaldamynstri eftir landshlut- um. Tíðari kannanir Þær stofnanir sem hafa fengist við neyslukannanir hjá því opin- bera hafa talið öll tormerki á tíð- um úttektum af þessu tagi. A það var bent á þinginu að með nú- tímatækni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fá fram sem rétt- astar upplýsingar um neyslu- mynstur einstakra þjóðfélags- hópa, en slíkt væri nauðsynlegt til þess að stjórnmálamenn gætu miðað ákvarðanir sínar við raun- veruleikann. Og í þessum um- ræðum öllum mátti greina þann undirtón að til þess að ná fram skaplegri þjóðfélagslíðan þurfi að blanda saman heita og kalda vatninu. -ekh og skoriö Félagsvirkni örvhentra Lítil takmörk eru sett hugviti þeirra manna sem leggja á sig að mæla ýmislegar félagslegar stærðir. Eftirfarandi klausa úr breska blaðinu Times segir sína sögu: „Rannsókn sem gerð var í síð- asta mánuði sýnir fram á það, að -um sjö prósent af íbúum Bret- lands eru örvhent. Hinir ör- vhentu eru ekki aðeins tvisvar sinnum líklegri til að vera í efsta stöðuflokki (A&) heldur en í hin- um neðsta (DE), heldur er það líklegra að þeirlesi Daily Mirror heldur en Daily Express, þeir eru líklegri en hinir rétthentu til að halda ræður og vera kosnir í stjórnir klúbba og samtaka og yf- irleitt taka virkan þátt í samfé- laginu. Þeir eru tvisvar sinnum líklegri en aðrir menn til að trúa því að stjórnin gefi umhverfis- málum gaum“. Klósettvandamál Hinsvegar mátti lesa það í Da- ily Mirror, öðru bresku blaði og ekki nándar nærri eins virðulegu, að upp væri komið sérstakt vandamál í sambandi við kjarn- orkubyrgi sem ætlað er bæjar- stjórn einni: „Klósettið er utan dyra. Opin- berir starfsmenn eiga á hættu að verða fyrir geislun ef þeir hætta sér á salerni eftir kjarnorkuárás. Skýlið er undir skrifstofum bæjarráðsins í Kettering í Nort- hamptonshire. Talsmaður Verkamannaflokksins á staðn- um, Jimmy Kane, segir, að nú stæði það upp á ríkisstjórnina að veita ráðinu styrk til að koma sér upp klósetti innan dyra“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.