Þjóðviljinn - 16.03.1984, Side 12
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 16. mars 1984
Alþýðubandalagið á Egilsstöðum:
Góðir félagar - Hreppsmálaráð
Fundur hjá Hreppsmálaráöi Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum
verða sem hér segir fram á vor:
Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna-
stofnun.
Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál.
Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og
sameiningarmál.
Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30
stundvíslega.
Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt
skína. -Stjómin.
Aöalfundur AB Stykkishólmi
Aðalfundur félagsins verður í verkalýðshúsinu sunnudaginn 18. mars
kl. 13.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. - Stjórn-
in.
Almennur fundur
á Djúpavogi
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður veröur á
stjórnmálafundi í skólanum á Djúpavogi laugar-
daginn 17. mars kl. 13.30. Fundurinn er öllum
opinn.
- Alþýðubandalagið. Hjörleifur
Alþýðubandalagið á Akureyri og nágrenni:
Kvennahópur
Annar rabbfundur á Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, þriðjudag 20.
mars kl. 20.30. Allar konur, sem áhuga hafa, velkomnar. Kaffiveiting-
ar. - Undirbúningshópur.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Greiðum flokks- og félagsgjöldin
Stjórn ABR skorar á þá sem enn skulda heimsenda gíróseðla að
greiða þá við allra fyrstu hentugleika. - Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Fundur um
nýtt leiðakerfi SVR
Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar um
tillögur að nýju leiðakerfi SVR fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105. Framsögu á fundinum hefur Baldvin Baldvinsson,
verkfræðingur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Fjölmennið! - BMR.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík:
Félagsvist
Guðrún
Helgadóttir
Ný þriggja kvölda keppni hefst þriðjudaginn 20. mars að Hverfisgötu
105 klukkan 20 stundvíslega. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld,
þeir sem ekki geta mætt öll kvöldin eiga endilega að drifa sig með líka.
Guðrún Helgadóttir alþingismaður mætir í kaffinu og segir fréttir af
þinginu. - Nefndin.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Söfnum fyrir leikföngum
Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að
Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um
gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja.
En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr-
ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er
leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í
flokksmiðstöðinni enn sem komið er.
Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel-
unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr
þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það
eru fjárframlög eða gömul nothæf 'leikföng.
Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í
síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017).
Framlög verða sótt heim ef óskað er.
Oðrnvísi fréttir
Almennur fundur um
S
Islandssögukennslu
Fyrsti almenni félagsfundurinn,
sem Samtök kennara og annars
áhugafólks um sögukennslu efna til.
verður haldinn að Hótel Borg
laugardaginn 17. mars og hefst kl.
14.00. Fundarefni verður: íslands-
sögukennsla í grunnskólum og
framhaldsskólum: markmið og
leiðir.
Stutt framsöguerindi flytja:
Bragi Guðmundsson, kennari við
Menntaskólann á Akureyri, Guð-
mundur Magnússon, blaðamaður,
Loftur Guttormsson, dósent,
Ragnheiður Jónsdóttir, kennari
við Melaskóla og Vilhjálmur
Hjálmarsson, fyrrv. menntamála-
ráðherra.
Næsti fundur á vegum Samtak-
anna verður laugardaginn 7. apríl í
stofu 422 í Árnagarði, og hefst kl.
14.00. Verður nánar frá honum
greint síðar.
Samtök kennara og annars
áhugafólks um sögukennslu voru
stofnuð í Reykjavík 28. janúar s.l.
Þau voru stofnuð í framhaldi af
ráðstefnu um sögukennslu á öllum
skólastigum, sem haldin var 29.
október s.l. Þar var rætt um nauð-
syn þess að stofna félag, er næði til
fólks, sem kennir sögu á öllum
skólastigum, og einnig til annars
áhugafólks um sögukennslu. Töldu
menn, að um mörg brýn verkefni
væri að ræða, sem féllu innan
starfsvettvangs slíks félags. Eftir að
ráðstefnan var haldin, hafa svo
orðið miklar umræður um íslands-
sögukennslu í fjölmiðlum og á Al-
þingi, og bera þær vitni um mikinn
og almennan áhuga á þessum mál-
um.
Félagssvæði samtakanna er
landið allt. Allt áhugafólk um
sögukennslu á rétt á þátttöku. í fé-
laginu eru því sögukennarar á
framhaldsskóla- og háskólastigi,
samfélagsfræðikennarar í grunn-
skóla, sagnfræðinemar og annað
áhugafólk um sögukennslu. Al-
mennir félagsfundir eru öllum opn-
ir.
í lögum samtakanna segir, að
þeim sé ætlað að vera vettvangur
fyrir umræðu kennara og annars
áhugafólks um sögukennslu, vinna
að því að auka samskipti og sam-
starf áhugafólks, þ.á m. kennara á
öllum skólastigum, um það efni og
stuðla að framgangi mála, sem tal-
in eru horfa til heilla á sviði sögu-
kennslu.
Tilgangi sínum hyggjast samtök-
in m.a. ná með því:
a) Að efna til umræðufunda um
sögukennslu.
2) Að örva og styrkja rannsókn-
ir, sem lúta að sögukennslu. Enn-
fremur að kynna niðurstöður nýrra
rannsókna á því sviði með erinda-
flutningi, fræðslufundum og út-
gáfustarfsemi.
3) Að leita samvinnu við
stjórnvöld um stefnumörkun í
sögukennslu og semja greinargerð-
ar um þau efni.
4) Að vera til ráðuneytis um
samningu kennsluefnis í sögu.
5) Að vinna að endur-
menntunarmálum þeirra, sem
kenna sögu.
6) Að efla samstarf við erlenda
sögukennara og stuðla að þátttöku
íslendinga í alþjóðlegum ráðstefn-
um um þau efni.
7) Að gæta í hvívetna hagsmuna
þeirra, sem kenna sögu.
Stjórn Samtaka kennara og ann-
ars áhugafólks um sögukennslu
skipa eftirtaldir menn. Formaður:
Ingi Sigurðsson, lektor við Há-
skóla íslands; varaformaður: Þor-
steinn Helgason, kennari við
Menntaskólann í Kópavogi; ritari:
Eiríkur Guðmundsson, kennari
við Fjölbrautaskólann á Akranesi;
gjaldkeri: Kristín ísfeld.
Þeim sem vilja ganga í samtökin
er bent á að hafa samband við Eirík
Guðmundsson s. 93-2729 (heima),
93-2544 (vinna) eða Þorstein
Helgason s. 91-26532 (heima), 91-
43878 (vinna).
-mhg
Kristinn Hallsson í hlutverki sínu í Rakaranum í Sevilla.
slenska
peran:
Tvær óperur um helgina
í kvöld, föstudag, sýnir íslenska
óperan hina vinsælu uppfærslu sína
á La Traviata eftir Verdi og hefst
sýningin kl. 20. Á laugardag og
sunnudag verða svo sýningar á
Rakaranum í Sevilla eftir Rossíni, á
laugardag kl. 16 og á sunnudag kl.
20.
Með helstu hlutverk í La Traví-
ata fara Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir, Garðar Cortez, Halldór Vil-
helmsson, Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Elísabet Erlingsdótt-
ir og Simon Vaughan. Fáar sýnigar
eru eftir á La Traviata.
Með helstu hlutverk í Rakaran-
um í Sevilla fara Kristinn Sig-
mundsson, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson,
Kristinn Hallsson, Jón Sigur-
björnsson, Guðmundur Jónsson
og Elísabet F. Eiríksdóttir.
Skákkeppni fram-
haldsskóla 1984
Skákkeppni framhaldsskóla
1984 hefst að Grensásvegi 46 föstu-
dag, 16. mars nk. kl. 19.30. Keppn-
inni verður fram haldið laugardag,
17. mars kl. 13-19 og lýkur sunnu-
dag, 18. mars kl. 13-17.
Fyrirkomulag er með svipuðu
sniði og áður, hver sveit skal
skipuð fjórum nemendum á fram-
haldsskólastigi (f. 1962 og síðar),
auk 1-4 til vara. Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi, ef
næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti
verður sveitum skipt í riðla, en síð-
an teflt til úrslita. Umhugsunartími
er ein klukkustund á skák fyrir
hvorn keppanda. Almennar skák-
reglur gilda, nema þegar annar
hvor keppandi á eftir fimm mínút-
ur af umhugsunartímanum, þá er
teflt eftir hraðskákreglum.
Fjöldi sveita frá hverjum skóla
er ekki takmarkaður. Sendi skóli
fleiri en eina sveit, skal sterkasta
sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit
o.s.frv.
Þátttöku í mótið má tilkynna í
síma Taflfélags Reykjavíkur á
kvöldin kl. 20-22, í síðasta lagi
fimmtudag, 15. mars.