Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍ0A - ÞJQÐVIUINN Miðvikudagur 21, mars 1984 Fréttir úr borgarstjórn Engin bílasala í Óskjuhlíð Borgarráö hafnaði í gær sam- þykkt meirihluta skipulags- nefndar um úthlútun á lóð undir Bílasölu Guðfinns í Öskjuhlíð, sunnan við styttu Ásmundar, „Vatnsberann". I sérstakri bókun sem borgarráð gerði af þessu tiiefni segir að ekki sé unnt að leggja fleiri lóðir vestan Elliðaáa undir bílasölur, en Guðfinnur hefur Iagt mikla áherslu á að fá lóð á því svæði, eins og reyndar fleiri bílasalar. Er því útséð um að vilji menn setja á laggirnar fyrirtæki af þessu tagi verða þeir að fara í Ártúnsholt, Borgarmýri eða Grafarvog. Vill byggja dagheimili Böðvar Böðvarsson, bygg- ingameistari, ogfleiri hafa ritað borginni bréf og óskað eftir út- hlutun á lóð við Stangarholt undir fjölbýlishús. Jafnframt bjóðast þeir til að byggja dag- heirnili fyrir borgina á neðstu hæð hússins, en lóðin sem uin ræðir hefur verið frátekin til þeirra þarfa. Erindinu var vísað tii félagsmálaráðs. Liðvagn frá Volvo Veltir hf. hefur farið í fótspor Ræsis hf. og boðið Stræt- isvögnum Reykjavíkur nýjan liðvagn endurgjaldslaust til reynslu í tvær vikur. Var boðið þegið með þökkum og óskað eftir að vagninn fengist sem fyrst þannig að hægt væri að hafa báða liðvagnana í notkun samtímis, en reynslutíma Bens- ins lýkur í marslok. Hundabanni mótmælt í borgarráði í gær voru lagðir fram undirskriftarlistar með nöfnum hátt í 5 þúsund einstak- linga, þar sem því er mótmælt að hundabanni verði framfylgt í Reykjavík. Borgarstjórn hefur nú til umfjöllunar úttekt sér- stakrar nefndar borgarfulltrúa um hundamálið, þar sem bent er á nokkrar leiðir, allt frá al- geru hundabanni til þess að leyfa almennt hundahald í borginni. Engar tiilögur hafa verið lagðar fram enn sem kom- ið er. Vilja ekki söluskála Velflestir húseigendur í Austurstræti, milli Lækjargötu og Pósthússtrætis hafa sent Brunamálastofnun bréf þar sem því er mótmælt að stofnun- in veiti undanþágu til að reisa megi söluskála í göngugötunni. Stofnunin hefur ekki enn gefið umsögn sína en Ijóst er að víkja verður frá brunamálasamþykkt ef skálarnir eiga að rísa eins og stefnt er að. Nefnd í Fjalaköttinn Borgarráð skipaði í gær nöfnurnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Ingibjörgu Rafnar borgarfulltrúa ásamt borgarstjóra til viðræðna við menntamálaráðherra og áhuga- aðila um lausn Fjalakattarins. Nefndin var skipúð samkvæmt samþykkt borgarstjórnar sl. fímmtudag. Ragnhildur Helgadóttir og Rekstrarstofan Ráðgjöf og úttekt án „verksamnings og útboðs“ Fram hefur komið að menntamálaráðherra, Ragnhildur Helga- dóttir fékk Rekstrarstofuna, fyrirtæki „sjálfstæðra rekstrarráð- gjafa“ til að gera úttekt á menntamálaráðuneytinu. Sonur ráðherr- ans, Helgi Þórsson, er einn ráðgjafanna sem mynda fyrirtækið. Gagnrýnisraddir hafa einnig komið fram á að enginn verksamn- ingur hafi verið gerður við þessa úttekt og að tilgangur sé augljós- lega flokkspólitískur; Sjálfstæðisflokkurinn sé að herða tök sín á menningar- og menntamálum þjóðarinnar til frambúðar með því að koma tryggum flokksmönnum fyrir í áhrifastöðum í ráðuneyt- inu. . Breytingar hafa að hluta til komið til framkvæmda og hafa komið fram efasemdir um lögmæti þeirra. Þá hefur ráðherrann komið sér undan því að svara fyrirspurnum á alþingi frá Ragnari Arnalds og Ingvari Gíslasyni fyrrverandi menntamálaráðherra um málið. Samráðherra Ragnhildar, Albert Guðmundsson, hefur lýst því yfir í þingræðu að nauðsynlegt hafi verið að „hreinsa til í hreiðrinu“, þarsem Alþýðubandalagsmenn hafi ráðið lögum og lofum. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra kall- aði þessar ásakanir alveg fráleitar. Þjóðviljinn greindi frá því að menntamálaráðherra hefði beðið Rekstrarstofuna um margum- rædda „úttekt“ sl. fimmtudag. Einnig að nú gegndi aðstoðarráð- herra Ragnhildar Sólrún Jensdóttir störfum yfirmanns allra skóla- mála á landinu nema Háskóla íslands. Meðfylgjandi athugasemd barst blaðinu nú í vikunni frá framkvæmdastjóra Rekstrarstofunn- ar. Ingimar Hansson framkvæmdastjóri Rekstrarstofunnar Samstarf sjálfstæðra rekstrarráogjafa Samt sem áður einkafyrirtœki mitt! - Eftir sem áður er hér um einka- fyrirtæki mitt að ræða, sagði Ing- imar Hansson framkvæmdastjóri Rekstrarstofunnar, sem fenginn var til að gera „úttekt“ á mennta- málaráðuneytinu á dögunum, er Þjóðviljinn spurði hvers vegna tekið væri fram í bréfhaus fyrir- tækis að um „sjálfstæða rekstrar- ráðgjafa“ væri að ræða. Nú stendur í bréfhaus fyrirtækis- ins, einsog einskonar útlistun að Rekstrarstofan sé - „Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mis- munandi sviðum Það er erfitt að skilja þetta öðruvísi en sem svo að um sameignarfyrirtæki hinna nafngreindu ráðgjafa sé að ræða? - Margir sem vinna hér eru undirverktakar fyrirtækisins og það er unnið mjög sjálfstætt. Er þá ekki villandi að kalla þetta „sjálfstæða rekstrarráðgjafa“? Það fer nú eftir skilningi hvers og eins. Staðreyndin er sú að við vinn- um hér á mismunandi sviðum. Upphaflega var ég einn með þetta fyrirtæki, en smám saman jukust umsvifin og fleiri komu til sam- starfs. Þeir vinna mjög sjálfstætt og það er borgað jafnaðarkaup. Eftir sem áður er hér um einkafyrirtæki mitt að ræða. Var enginn verksamningur gerð- ur þegar Rekstrarstofan tók að sér „úttcktina“ í menntamálaráðu- neytinu? Ja, þetta er svona mjög venju- legt verkefni að mínu mati. Það var haft hérna samband við okkur frá ráðuneytinu og unnið á mjög venjulegan hátt. Það hefur aðeins örlað á því núna í seinni tíð að verk- samningur sé gerður um svona mál og við höfum heldur ýtt undir það. Það var ekki gert í þetta skipti, enda fannst mér að þetta verkefni gæfi ekki tilefni til þess. Þetta er svolítið óvenjulegt að gera úttekt á ráðuneyti. Það er semsé fyrirtækið Rekstr- arstofan sem tekur að sér vinnuna sem ráðgjafarnir inna af hendi? Já, það er hún sem ber ábyrgðina á vinnunni. Það fer allt í gegnum hana. Fyrirtækið sem slíkt ber ábyrgð á vinnunni. Hvernig er það þegar Rekstrar- stofan vinnur verkefni, kemur það bara þeim til góða sem vinnur verk- ið eða öllum starfsmönnum? Jú, jú, fjármál allra eru sam- eiginleg í gegnum fyrirtækið. Þetta er bara einsog hjá öðrum fyrirtækj- um, sagði Ingimar Hansson fram- kvæmdastjóri að lokum. - Athugasemd framkvæmdastjóra Rekstrarstofunnar Herra ritstjóri. í Þjóðviljanum síðastliðinn fimmtudag og iaugardag er staðhæft og notað sem efni í alls konar dylgjur varðandi skipulagsbreytingar í Menntamálaráðuneytinu, að Helgi Þórsson sé eigandi Rekstrarstofunn- ar. Þessi fullyrðing er röng. Rekstrar- stofan er einkafyrirtæki undirritaðs. Blaðið og aðrir sem óska geta m.a. sannreynt það með því að kynna sér málið hjá firmaskrá Kópavogs. Ég vil hér með leyfa mér að óska eftir því við blaðið að það leiðrétti þetta til þtss að lesendur ofangreindra tölublaða viti hið rétta um málið. Að auki leyfi ég mér að óska eftir því að ofangreind athugasemd verði birt á svipuðum stað og ekki með minni fyr- irsögn en umræddar greinar. J. Ingimar Hansson. Arne Treholt í þjónustu íraka Vissi allt um neyðar- áætlanir í orkumálum Norska leyniþjónustan vissi að hann njósnaði fyrir fleiri en KGB Osló. Frá Sævari Guðbjörnssyni: Norski njósnarinn Arne Treholt hefur viðurkennt að hafa þegið um 50 þúsundir dollara fyrir njósnir í þágu írak. Hann mun hafa lagt féð á gildan bankareikning í Sviss. Norsk blöð telja að sovéska leyni- þjónustan KGB hafi ekki vitað að Arne Treholt vann einnig fyrir Irak, en norsku öryggislögregluna hafði grunað það um nokkra hríð. Arne Treholt mun hafa byrjað njósnir fyrir írak í maí 1980, einum mánuði eftir að írak lýsti stríði á hendur íran og fjórum mánuðum áður en það stríð hófst fyrir alvöru. Þetta var þegar Treholt var við norsku sendinefndina hjá Samein- uðu þjóðunum. í opinberri frétta- tilkynningu um málið kemur ekki fram hvaða upplýsingar Trehölt af- henti írökum, en norskum blöðum kemur yfirleitt saman um að þær hafi varla verið ýkja merkilegar. Fylgdist vel með Aftenposten segir að Arne Tre- holt hafi getað verið gagnlegur fyrir írak sem maður sem fylgdist vel með viðhorfum vestrænna diplómata til átaka milli íraks og írans og svo til ísraels og Araba- ríkja. Dagbladet leggur nokkra áherslu á að Arne Treholt hafi um sambönd sín getað vitað um neyðaráætlanir Bandaríkjamanna um olíuflutninga ef að Persaflóa- stríðið leiddi til stöðvunar olíu- flutninga af svæðinu. Dagbladet getur þess líka, að árið 1982 hafi Arne Treholt sótt um stöðu við orkumálaskrifstofu norska utan- ríkisráðuneytisins eftir að hann lauk námi í herskólanum. Þá hefði hann haft ótakmarkaðan aðgang að neyðaráætlunum vesturvelda í orkumálum. En þá vissu menn að Treholt hafði ekki hreint mjöl í pokahorninu og fékk hann ekki starfið. Verdens gang leggur líka áherslu á að Arne Treholt hafi haft aðgang að viðræðum Norðmanna og Bandaríkjamanna um neyðarráð- stafanir í olíumálum. Norðmenn hafi haft á þeim sérstakan áhuga vegna síns stóra skipaflota. Aftenposten segir að menn eigi erfitt með að skilja hvernig Arne Treholt gat unnið fyrir 20 þús. doll- urum á ári hjá írökum, hann hafi varla haft aðgang að svo merki- legum gögnum fyrir þá. En þetta skipti kannski ekki svo miklu máli, segir blaðið, írak er ríkt land, og þar mundi enginn ríkisendurskoð- andi fetta fingur út í 20 þús. dollara greiðslur til norsks njósnara. Fleiri en KGB Norsku öryggislögreglunni mun lengi hafa verið kunnugt um að Arne Treholt njósnaði fyrir fleiri en KGB. En það var ekki fyrr en eftir síðasta fund hans með þekkt- um íröskum leyniþjónustumanni í Aþenu í fyrrahaust að menn vissu með vissu með hverjum hann starf- aði. Þá náðust myndir af þeim Tre^ holt og Tahdi Muhamed á kaffi- stofu og á hóteli. írak hefur ekki sendiráð í Osló og ekki er búist við neinum refsiað- gerðum af hálfu Norðmanna - munu þeir ekki í aðstöðu til að koma höggi á írak. En mótmæla- orðsending verður líklega send til Bagdad út af þessu máli. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.