Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 5
Migvikudagur 21. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 A Alþingi í gær var m.a. rætt um ráðstöfun vaxta af gengismunarfé til öryggismála sjómanna og til þess að jafna lífeyrisrétt þeirra. Þingsályktun frá Alþýðubandalagsmönnum um hið síðarnefnda hefur ekki fengist afgreidd frá nefnd ennþá. Nefnd til að gera úttekt á öryggismálum sjómanna Umræður um ráðstöfun vaxta af gengismunarfé í umræöum á Alþingi í síöustu viku vakti Svavar Gestsson máls á nauðsyn þess að þingið og ríkis- stjórn tækju sérstaklega á örygg- ismálum sjómanna í ljósi þeirra sjóslysa sem orðið hafa í vetur og upplýsinga sem fram hafa komiö um að þar sé víða pottur brotinn. Lagði hann til að Alþingi fæli ríkisstjórninni að skipa sérstaka nefnd til þess að gera úttekt á öryggismálunum og gera tillögur um úrbætur og fjárútvegun til þeirra. svo og eftirlit með frarn- kvæmd ráðstafana á þessu sviði. í umræðum er snertu ráðstöfun gengismunar, þar sem m.a. var rætt um að ráðstafa vöxtum af gengismunarfé til öryggismála, kom fram að í gærmorgun tók ríkisstjórnin ákvörðun um að skipa sérstaka 9 manna úttektar- nefnd til þess að sinna þeim verk- efnum sem Svavar Gestsson hafði gert að umræðuefni á Al- þingi. - ekh Á þessu línuriti Hjörleifs Kvaran, skrifstofustjóra hjá borgarverkfræöingi, má sjá hversu stórt hlutfall erfarið út af lóðum í Grafarvogi og hvernig lóðirnar hafa gengið út frá áramótum. Mikil eftirspurn eftir lóðum: Einíngahús slá í gegn Allar lóðir búnar í Seljahverfi og saxast hratt á Grafarvog í gær úthlutaði borgarráð síð- ustu 4 lóðunum sem cftir voru við Jakasel og cru lóðir í Seljahverfi þá uppurnar. Þá saxast hratt á lóðir í fyrsta áfanga í Grafarvogi og áber- andi er hversu margir hyggjast reisa þar einingahús, bæði bygg- ingarfyrirtæki og einstaklingar. í Grafarvogi eru nú eftir 42 einbýlis- húsalóðir og 4 raðhúsalóðir í fyrsta áfanga og 17 einbýli og 20 raðhús í 2. áfanga. I Selási eru hins vegar tilbúnar lóðir undir 51 einbýlishús og 38 raðhús og ganga þær hægt út. Að sögn Hjörleifs Kvaran, skrif- stofustjóra borgarverkfræðings, munu ýmis einingahúsafyrirtæki reisa um 70 einingahús í Grafar- vogi í sumar og hefur sala þeirra gengið vel. „Menn eru farnir að koma hingað aftur frá þessum fyrirtækjum", sagði Hjörleifur, „þvísalan hefurgengið mjög greið- lega. Auk þess munu margir ein- staklingar sem fengið hafa lóðir, reisa sér einingahús, enda eru þau ekki eins dýr miðað við aðrar ný- byggingar og ótvírætt hagræði að stuttum byggingatíma“. í fyrsta áfanga Grafarvogs voru til úthlutunar samtals 281 lóð í fyrra og fram í fyrstu viku febrúar varlítil hreyfing á þeim, en þá voru farnar þar út innan við 100 lóðir. Á síðustu vikum hefur hins vegar komið mikill fjörkippur í lóðaút- hlutun þar og nú hefur samtals 239 lóðum verið úthiutað í þeim áfanga. Þær eru allar byggingar- hæfar en í sumar bætast við 82 lóðir í öðrum áfanga og verða þær bygg- ingarhæfar í júlí. 45 þeirra hefur þegar verið úthlutað. Flest einingahúsin reisir Ösp, 24 taisins, þá Húsasmiðjan 20, Bygg- ingaiðjan 16, Trésmiðja Fljótsdals- héraðs 8 og Húseiningar, Sigluf- irði, 3 hús. _ ái Ráðstafað til öryggismála fjöldi sjómanna notið þessara rétt- arbóta. og til jöfnunar á lífeyrisrétti sjómanna í umræðum um ráðstöfun gengismunar á Alþingi í gær komu fram ábendingar uni að verja vöxt- um af gengismun til öryggismála sjómanna og til þess að bæta stöðu sjómanna hjá almennum lífeyris- sjóðum. Kinnig kom fram að tillaga til þingsályktunar um lífeyrismál sjómanna sem Svavar Gestsson lagði fram í haust ásamt fleiri þing- mönnum Alþýðubandalagsins hef- ur ekki fengist afgreidd frá allsherj- arnefnd sameinaðs þings. Lagst á málið í nefnd í svari við fyrirspurn Péturs Sig- urðssonar um ráðstöfun gengis- munar eftir gengisfellinguna 27. maí 1983 upplýsti Halldór Ás- grímsson að áætlað væri að geng- ismunarféð yrði samtals um 600 miljónir króna. Þar af er áætlað að um 30 miljónir króna renni til líf- eyrissjóða sjómanna, og hafa 15 miljónir króna ekki verið greiddar, en verið er að ræða um endanlegar reglur um skiptingu þess fjár við Farmannasambandið og Sjómann- asambandið. Einnig kemur fram að vextir námu 17.8 miljónum á sl. ári af gengismunarfé, en ekki hafa verið reiknaðir vextir frá 1. jan. 1984, þó áætlað óinnkomið fé sé 149.5 miljónir króna. Ábendingu frá Pétri Sigurðssyni um að verja vaxtatekjum til öryggismála sjó- manna var vel tekið af þing- mönnum. Þá benti Svavar Gests- son á að nauðsynlegt væri að laga stöðu sjómanna gagnvart almennu lífeyrissjóðunum og minnti á þings- ályíctun um lífeyrismál sjómanna í því sambandi. Guðrún Helgadótt- ir, sem sæti á í allsherjarnefnd Sameinaðs þings, upplýsti að þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur hefði ekki tekist að fá þessa tillögu af- greidda frá nefndinni, sem Ólafur Þórðarson stýrir. Tillaga Alþýðubandalagsmanna f umræddri tillögu er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin skipi nefnd til að athuga lífeyriskjör sjómanna og gera tillögu um samræmingu líf- eyrisréttinda þeirra. Til skýringar skal þess getið að í tíð síðustu ríkis- stjórnar var tekin ákvörðun um að sjómenn gætu átt rétt til ellilífeyris við 60 ára aldur. í þessu skyni var lögum um almannatryggingar breytt. Sama árið var tekin sú ákvörðun að þessi regla - um 60 ára aldur - tæki einnig gildi fyrir þá sjómenn sem eiga rétt til lífeyris innan Lífeyrissjóðs sjómanna. Síð- an þessum lögum var breytt hefur Akvörðun um viðbótargreiðslur f greinargerð með þingsályktun- artillögunni segir: „Nú hafa um- ræðurnar um lífeyrismál sjómanna ekki aðeins snúist um misræmi í lífeyrisrétti innan Lífeyrissjóðs sjó- manna. Þar hefur fleira komið til og þá einkum það sent fyrst var nefnt, að eftir að tryggður var líf- eyrir við 60 ára aldur í Lífeyrissjóði sjómanna og innan almannatrygg- inganna, hefur komið fram að fjöldi sjómanna, sem er.innan al- mennu lífeyrissjóðanna, gerir auðvitað kröfur til sömu réttinda. Hér er því unt vandasamt mál að ræða og flókið sem þarfnast úr- lausnar. Allir, sem hafa tekið til ntáls, eru sammála urn nauðsyn þess að sjómenn fái rétt til lífeyris við 60 ára aldur hvar sem þeir eru í lífeyrissjóði. Spurningin er þá um það hvernig greiða á þann umfram- kostnað sem hlýst af 60 ára lífeyris- aldri sjómanna. í almannatrygg- ingum er þessi kostnaður greiddur með beinum skattgreiðslum í gegn- um ríkissjóð. í Lífeyrissjóði sjó- manna og öðrum lífeyrissjóðum er hinsvegar um að ræða venjulegar iðgjaldagreiðslur - ekki hærri en annarsstaðar. Ef 60 ára lífeyrisald- ur á að verða almennur fyrir sjó- menn verður því annað tveggja að gerast: Að sjómenn greiði iðgjald af stærri hluta tekna sinna en verið hefur, eða að gengið verði frá því að ríkissjóður greiði hluta af þess- um kostnaði lífeyrissjóðanna við lægri lífeyrisaldur sjómanna." Um þetta verður að semja á veg- um stjórnvalda og hagsmunasam- taka og tillagan var flutt til þess að ýta á eftir því að þetta sanngirnis- mál næði fram að ganga. _ ekh Einstefna vestast á Vesturgötu í gær samþykkti borgarráð tillögu umferðarnefndar um að beina gegnumakstri frá Vestur- götu með því að taka upp ein- stefnuakstur í vestur á vestast- ahluta hennar frá Framnesvegi að Ánanaustum. Ekki verður því lengur leyft að aka þann kafla í austurátt og verða öku- menn sem koma utanaf Granda eða Seltjarnarnesi að fara Hringbraut eða Mýrar- götu/Tryggvagötu í staðinn. Borgarráð frestaði hins vegar afgreiðslu á tveimur öðrum til- lögum umferðarnefndar um umferðarmál í Vesturbæ: að setja upp hraðahindranir á Vesturgötu og Bræðraborgar- stíg. Opinn fundur í MH: Framtíð Old- ungadeilda í kvöld, miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 gcngst Oldunga- ráð Menntaskólans við Hamra- hlíð fyrir opnum fundi um stöðu öldungadeilda innan skólakerfis- ins og hvernig þær munu tengjast lögum um framhaldsskóla og full- orðinsfræðslu. Fundurinn verð- ur haldinn í samkomusal MH. ' Gestir fundarins eru Ragnhild- ur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, Guðmundur Magnússon, háskólarektor, Guðmundur Arn- laugsson, fyrrverandi rektor MH og núverandi rektor skólans, Örnólfur Thorlacíus. í frétt frá Öldungaráði er bent á að á s.l. 10 árum hafa verið lögð fram á alþingi sex frumvörp til laga um framhaldsskóla og' fjögur um fullorðinsfræðslu. Ekkert þessara frumvarpa hefur hlotið afgreiðslu. Nemendur ölduijgadeildar MH hvetja alla sem áhuga hafa á stöðu og framtíð öldunga- deildanna að fjölmenna á fund- inn. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.