Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Togararnir eru 104. Skipastóll og fiskveiðar á Islandsmiðum Áróðurinn um alltof stóran fisk- veiðiflota hefur tröllriðið íslensku þjóðfélagi síðustu árin til mikillar bölvunar fyrir framþróun okkar fiskveiða. En vegna þess hve marg- ir þeirra sem hæst gala á þessu sviði vita lítið um staðreyndir málsins, þá mun ég hér á eftir birta tölur um stærð flotans. Þá eru það fyrst tog- arar, sem eru afkastamestu afla- skip flotans og án þeirra verður ekki haldið uppi samfelldri atvinnu í frystihúsum landsins. Togaraflotinn Skuttogarar 250-499 lestir 84, samtals 33.913 iestir brúttó. Skuttogarar 500 Iestir og stærri 17, samtals 14.217 lestir brúttó. Sambyggðir skuttogarar og nótaskip 2, samtals 1529 lestir brúttó. Síðutogari 1, samtals 348 lestir brúttó. Samkvæmt þessu eru hinir eigin- legu skuttogarar 101 talsins plús 2 nótaskip sem líka geta notað tog- vörpu og einn gamall síðutogari. Þetta er allur íslenski togaraflotinn sem menn býsnast yfir að sé alltof stór. Nú er það svo, að þessi floti getur ekki verið allur samtímis að veiðum og kemur þar til frádráttar árlegt viðhald skipanna, sem tekur því lengri tíma sem skipin verða eldri. Bátaflotinn Fiskiskip 300 lestir og stærri 35, samtals 15,679 lestir. Þetta er aðal- uppistaðan í nótaveiðiflotanum. Án þessara skipa gætum við alveg hætt að hugsa um veiðar á loðnu, hvað svo sem stórar göngur af þess- um fiski væru á íslenskum miðum. Fiskiskip 100-299 lestir 173, stál- skip plús 12 tréskip, alls 185 skip, samtals 31.061 lestir brúttó. Þetta er meginuppistaðan í báta- flotanum á vetrarvertíð, sem stundar þorskveiðar. Þá stunda stærstu skipin einnig loðnuveiðar og síldveiðar með nót. Fiskibátar 50-99 lestir úr stáli 24, úr tré 73, alls 97, samtals 6643 lestir brúttó. Þetta eru bátar til að veiða á grunnslóð. Fiskibátar 12-49 lestir, 26 úr stáli, 153 úr tré, alls 179, samtals 4573 lestir brúttó. Þetta eru líka grunnslóðar-bátar. Fiskibátar undir tólf lestum, úr stáli 4, úr tré 228, alls 232 bátar, samtals 1856 lestir brúttó. lnnan þessa stærðarflokks er allur svo- kallaður trillubátafloti lands- manna. Þá eru ótalin 4 stálskip til hval- Fiskveiðiflotinn telur 836 skip og báta, mörg gömul og úrelt. veiða, sem talin eru til fiskveiðiflot- ans. En samtals telur nú fiskveiði- flotinn 836 skip og báta. Mikið af íslenska fiskiskipaflot- anum er orðinn gamall og úr sér genginn, svo tölurnar hér að fram- Johann J. E. Kúld skrifar um fiskimál an geta villt um fyrir mönnum þeg- ar heildarstærð flotans er skoðuð. Hjá fiskveiðiþjóð sem vill halda velli í sjósókn sinni, verður skipa- flotinn að vera í stöðugri endurnýj- un. Þar má engin kyrrstaða verða. Þeir menn sem innan íslenska þjóðfélagsins hamast gegn of stór- um fiskveiðiflota og of mikilli sjó- sókn, þeir gera sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd, að eðlilegri há- marksveiði verður ekki náð innan okkar víðáttumiklu fiskveiðilög- sögu nema með öflugum vélbúnum fiskveiðiflota. Það hefur oft verið erfitt að búa við skertan afla sökum vöntunar á skilyrðum í sjónum. En hitt verður þungbærara ef afli er skertur vegna rangrar fiskveiðist- efnu. 400 þúsund lestir þorski veiddust meðan stór erlendur floti var hér Þetta eru staðreyndir sem fisk- veiðisagan greinir frá. Þá stunduðu veiðar á islenskum miðum auk okkar eigin veiðiflota að jafnaði 150 breskir togarar, 60-70 þýskir, auk franskra, spánskra, belgískra, pólskra og rússneskra togara, sem voru misjafnlega margir árin fyrir síðustu útfærslu fiskveiðilandhelg- innar í 200 mílur. Þá var líka mikill hluti færeyska flotans að veiðum allt árið hér, ásamt ekki færri en 30 norskum línuveiðurum, sem tóku hér fullfermi af saltfiski að vorinu áður en þeir hófu sumarveiðar við Grænland. Fiskveiðisaga 20. aldar hér við ísland sýnir að það þarf mjög stór- an fiskveiðiflota til að fullnýta mið- in á landgrunninu, bæði í góðum árum og köldum til sjávarins. Hún segir líka frá því að afli hefur aldrei verið jafn frá ári til árs á okkar miðum. Árferði sjávarins hefur ráðið aflasæld hverju sinni. En þegar aflaskýrslur síðustu 26 ára sem erlendu fiskiskipin eru á íslenskum miðum sýna að heildar- þorskafli fer aðeins í tvö skipti nið- ur fyrir 350 þúsund tonn, en jafnar sig upp með 400 þúsund tonna árs- afla gegnum öll árin, þá hljóta allir aðsjá, að það ermikið bogið við þá ákvörðun að heildarþorskaflinn í ár skuli aðeins vera 220 þúsund tonn. Það hafa engin rök verið færð fyrir því, að íslenski þorskstofninn hafi hrunið svo til grunna að þetta hafi verið nauðsynlegt. Þegar svo það er tekið með í reikninginn, að á árinu 1983 var leyfilegt að veiða 370 þúsund tonn, þó ekki næðist nema 293.750 tonn af því afla- magni vegna þess hve sjórinn var kaldur á mörgum miðum, en auk þess voru í gildi aflatakmarkanir sem útilokuðu þetta. Stífar aflatak- markanir kaldra ára útiloka að sjálfsögðu að hægt sé að ná þeim hámarksafla í tregfiski sem áður náðist með lengri óheftri sókn. Því fyrr sem sjávarútvegsráðherra átt- ar sig á því, að hann er að fram- kvæma ranga sjávarútvegsstefnu með 220 þúsund tonna hámarkinu á þorskafla og beygir af þeirri leið, þeim mun betra fyrir hann og þjóð- ina. Hámarksþorskaflinn fyrir þetta ár eru mannleg mistök sem þarf að leiðrétta. 16. mars 1984 Einingahús frá lönverki á Patreksfirði. þær um lengri veg en til Patreks- fjarðar. Fyrirtækið bindur sig ekki al- farið við fasta staðla og því geta húsbyggjendur ráðið nokkru t. d. um staðsetningu glugga. Hægt er og að ræða við arkitekt húsanna, Frey Jóhannsson, um breytingar, sem menn kynnu að óska eftir. Unnt er að fá húsin afgreidd á þremur byggingarstigum. Af- greiðslufrestur er 3 - 6 mánuðir og stundum jafnvel styttri. Iðnverk framleiðir einnig sumarbústaði. Vonir standa til að byggð verði 10 - 15 hús á ári. Hjá Iðnverki starfa nú 8 menn. Tónlistar- og sönglíf á Djúpavogi Ennþá fjölgar. tónlistarskólum og sönglíf eflist. í haust var tón- listarskóli stofnaður á Djúpavogi - Tónskóli Djúpavogs. Skólastjóri þessarar nýju menntastofnunar þar er Eyjólfur Ólafsson. í kjölfar skólans komu svo kórar en stofn- aðir hafa verið bæði blandaður kór og barnakór. Strax fyrir jól var svo farið að spila og syngja fyrir aldraða fólkið á Djúpavogi og grennd og síðan haldnir tónleikar fyrir almenning. Má því með sanni segja að þarna sé vel og myndarlega að verki verið þegar í upphafi. Húsbyggingar í Neskaupstað Síðastliðin tvö ár hefur mun minna verið byggt af íbúðum í Nes- kaupstað en var að meðaltali næstu 10 árin á undan, að frátöldu þó ár- inu 1976. Er talið að vaxtapólitík og kjaraskerðing segi þarna til sín. Um áramótin 1982 -1983 voru 15 hús í byggingu nteð 36 íbúðum. Á sl. ári var hafin bygging 6 húsa með 8 íbúðum. Þrjú af þeim voru tekin í notkun á árinu en fimm gerð fok- held. Nú eru í byggingu 18 hús með 40íbúðum. Inniíþessum tölum eru íbúðir fyrir aldraða, 12 alls. Af þeim eru 4 hjónaíbúðir og 8 ein- staklingsíbúðir. En svo að vikið sé að öðrum húsasmíðum þá er verið að byggja frystigeymslu Síldarvinnslunnar og einnig iðnaðarhús fyrir byggingafé- lagið Valma. Unnið var að bygg- ingu Fjölbrautaskólans. Þá voru og byggðir 4 bílskúrar og allir teknir í notkun. íbúðir fyrir aldraða í Keflavík Bygging húsa aldraðra í Keflavík er nú komin allvel á veg. Er að því stefnt að smíði hússins verði lokið ekki seinna en innan árs. Áætlað er að lánsfjárþörf bygg- ingarinnar sé um 14 milj. kr. Upp í það koma trúlega frá Húsnæðis- málastjórn um 5 milj. Spurningin er hvernig útvega má afganginn. Rætt hefur verið um að væntanleg- ir leigjendur láni fé í formi verð- tryggðra skuldabréfa. Munu ein- hverjir þeirra fúsir til þess svo að unnt verði að taka húsið fyrr í notk- un. Fleiri leiðir hafa komið til tals eins og t. d. að selja eitthvað af íbúðum. Tekur við rekstri Félagshúss Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis átti 51 árs afmæli þann 28. des. sl. Á afmælis- daginn tók félagið við rekstri Félagshúss hf. en það á og rekur Félagsbíó. Tók þá ný stjórn við fyrirtækinu: Karl Steinar Guðna- son, Sigurbjörn Björnsson og Stef- án Kristinsson. Óli Þór Hjartarson verður hinsvegar áfram fram- kvæmdastjóri. Verkalýðs- og sjó- mannafélagið hefur smátt og smátt verið að viða að sér þeim hluta- bréfum, sem föl hafa verið, og á þau nú orðið að mestu . Ýmsar breytingar eru nú fyrir- hugaðar á rekstrinum, sem miðast eiga að því að auðvelda Félagshúsi hf. að koma í framkvæmd upphaf- legum hugmyndum, þeim, að allur hagnaður af rekstrinum renni til styrktar öldruðum sjómönnum og verkamönnum á félagssvæðinu. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.