Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1984 Leynistöðin í Fœreyjum Þjónar bandarísku njósnaþjónustunni NSA Radarlnn á Sornfelli: árum saman hafa menn rifist um þessa stöð í Færeyjum - en vissu ekkert um „stöðlna innan stöðvarinnar". Myndin sýnir fertuga konu, sem misst hefur hægra brjóst og fengið nýtt með góðum árangri hjá lýtalæknum við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhóimi. Nýjungar í lœknisfrœði: Smásjáraðgerðir auka möguleika lýtalækninga Framfarir í lýtalækningum á síðasta áratug hafa stór- bætt batavonir margra þeirra sem vegna vansköpunar, slysa eða sjúkdóma hefðu að öðrum kosti mátt þola varan- leg líkamslýti. Helsta nýjungin á þessu sviði er að læknar eru nú farnir að framkvæma aðgerðir undir smásjá með svo fíngerðum nálum og þráðum að þeir eru vart sjáanlegir með berum augum. Þannig hefur læknum tekist að sauma saman æðar sem eru um einn millimetri í þvermál, og hefur þessi tækni gert það mögulegt að flytja stóra bita af vöðva- eða húðvef á milli líkamshluta. Eins og skýrt var frá í frétt hér í blaðinu í gær hefur um aldarfjórðungs skeið verið rekin fyrir bandaríska herinn fjarskiptastöð á Færeyjum, sem gengur þvert á yfirlýsta stefnu Dana og Færeyinga í herstöðvamálum. Bandaríska tímaritið „Varnarmál" segirfrá þessu í nýlegri grein. Mannvirkið er í eigu bandaríska flughersins segir þar og er rekið sem hluti af NARS (North Atlantic Radio System) sem er svo partur af DCS, fjarskiptakerfi hersins, sem spannar allan hnöttinn. NARS er utan viö þau fjarskipt- akerfi sem Bandaríkjamenn reka í samvinnu við önnur Natóríki og hefur því ávallt gegnt sérbanda- rískum þörfum. Danir hafa því enga hugmynd um það hverskonar upplýsingar fara um kerfi þetta. Mikið kerfi f um það bil 20 ár hefur NARS verið kjarninn í neti sem miðlar upplýsingum sem hleraðar hafa verið um allan hnöttinn til aðal- bækistöðva NSA, National Secur- ity Agency í Fort Meade í Banda- ríkjunum. Hér er um að ræða njósnaþjónustu sem er ekki aðeins beitt gegn löndum austurblakkar- innar. Fyrrgreint tímarit, sem fjall- ar um hermál á gagnrýninn hátt, heldur því fram að á Vesturlöndum hafi NSA ríflegan aðgang að því að hlera símakerfi og þ.á m. símtöl sem fara um neðansjávarstrengi jafnt sem gervihnetti. Auk þess þjónar NARS kjarnorkuvopnaliði Bandaríkjanna í Evrópu NSA er öflugasta bandaríska leyniþjónustan. Henni var komið á fót áríð 1952 með það fyrir augum að samræma störf njósnaþjónustu hers, flughers og flota. Stöðin innan stöðvar Sú stöð, sem hér um ræðir, er í eign flughersins. Henni var komið upp á Sornfelli skammt frá Þors- höfn í sambandi við radarstöð Nató í Færeyjum á árunum 1959-1962. Stöðin miðlar leynilegum upplýs- ingum fyrir NSA sem fara um á dulmáli þannig að öngvir aðrir en þeir sem eru á endastöðvum NSA skilja hvað er á seyði. Á Sornfelli! eru bandarískir starfsmenn, sem annast viðhald og fleira þesslegt,! en þeir vita ekki hvað um tæki þeirra fer. Það er ekkert óvenjulegt við það, að NARS-stöðin í Færeyjum deilir fjallstindi með radarstöð á' vegum Nató. í öðrum löndum, þar sem erfitt er að koma við ódulbú- inni nærveru bandarísks herliðs eða hernaðarmannvirkja, er málið gjarna leyst með því að koma slík- um mannvirkjum fyrir innan stöðva sem tilheyra viðkomandi landi (hér danska hernum). Slíkar „stöðvar innan stöðva" eru algengt fyrirbæri hjá bandamönnum Bandaríkjanna um heim allan. NARS-kerfið Fyrrgreint NARS kerfi er keðja fimmtán svonefndra troposferískra stöðva, sem er dreift um Bandarík- in, Kanada, Grænland, ísland, Færeyjar og Skotland og síðan er það tengt við önnur bandarísk fjar- skiptanet á Englandi og á megin- landi Evrópu. Stöðvarnar virka þannig að UHF eða SHF merki er sent af mjög öflugri sendistöð upp í troposferuna, sem er eitt af efri lögum andrúmsloftsins. Þaðan endurkastast boðið í allar áttir, en loftnet sem er hliðstæða við það Sænska blaðið Dagens Nyhet- er hefur það eftir sérfræðingum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi að með slíkum að- gerðum - sem geta tekið allt upp í 18 klukkustundir - hafi læknum tekist að græða afhöggna fingur á menn, endurnýja brunninn húð- vef og byggja upp nýjan andlit- svef eða holur sem myndast hafa eftir æxli sem hafa verið fjarlægð. Áður en þessi tækni kom til sög- unnar urðu margir þessara sjúkl- inga að búa við ævilöng líkams- lýti. Húðftutningur Ein þeirra nýjunga sem lýta- læknar hafa tekið upp er að flytja þunnt húðlag frá heilbrigðum lík- amshluta, venjulega á baki, yfir á svæði þar sem húð hefur eyði- lagst. Er heilbrigðu húðinni flett af í þunnri sneið með tæki sem virkar líkt og ostahnífur. Þessi þunna húð grær auðveldlega á hinu skaðaða svæði, og sárið á bakinu læknast eins og hvert ann- að svöðusár. Læknarnir segja að í rauninni sé hægt að taka þannig húð af sama svæðinu allt að 6 sinnum. Vandinn verður meiri þegar flytja þarf dýpri stykki af líkam- anum með húð, fitulagi og vöðva- vef. Yfirleitt eru slíkar tilfærslur gerðar þannig að vefur sá sem flytja á er ekki losaður að fullu frá sínum upprunalega stað, heldur nýtur þaðan blóðgjafar og nær- ingar á meðan hann er að festa rætur og gróa á sínum nýja stað. Aðferð þessi byggist á því að lík- amshluti sem hinn yfirflutti vefur er tekinn frá sé þannig staðsettur að hægt sé að leggja hann upp að hinum skemmda líkamshluta á meðan vefurinn er að gróa fastur. Síðan er skorið endanlega á milli. Þannig verður sjúklingurinn að liggja með krosslagða fætur í heilan mánuð sé um flutninga að ræða frá einum fæti til annars, en slíkt er hættulegt fyrir eldra fólk og nánast ógerlegt með ungbörn. Það er í þeim tilfellum sem hin nýja smásjártækni við vefjaflutn- ing hefur komið til hjálpar, því hún hefur gert það kleift að losa jafnvel stærri vefjarhluta frá heilbrigða staðnum og tengja síð- an æðarnar við æðar í sárinu sem á að græða þannig að ágræðsla verði möguleg. Algengustu tilfelli lýtalækni- nga eru holgómsaðgerðir, sem gerðar eru á börnum sem fædd eru með klofna efrivör og klofinn góm. Aðgerð þessi er yfirleitt gerð snemma til þess að börnin geti lært að tala með eðlilegum hætti. sem haft var til sendinga grípur hluta geislans og magnar hann og sendir áfram. Þessi tækni hefur síðan á sjötta áratugnum þótt ódýr- ari og ekki eins viðkvæm og önnur langdræg fjarskiptakerfi. Með tengingu við Alaska og Thule á Grænlandi varð kerfið um 1960 hluti af BMEWS,Viðvörunarkerfi við eldflaugum, og er þetta kerfi enn notað til að fylgjast með til- raunum Sovétmanna með eld- flaugar. Þá er NARS og tengt við upplýsingasöfnun flotans um það hvar sovésk skip eru niðurkomin á hverjum tíma. Vita allt En NARS-kerfið er ekki aðeins haft il að miðla upplýsingunt sem hafðar eru til viðvörunar. Það flytur einnig upplýsingar sem hler- aðar hafa verið í símakerfum ann- arra. Á friðartímum getur NSA notað kerfi sitt m.a. til að grípa upplýsingar um erlend fyrirtæki sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á, um efnahagsleg vandræði ýmis- konar, markaðsvandamál, málm- fundi og margt fleira. „Það eru engar ýkjur að halda því fram, segir tímaritið Varnarm- ál, að ef Bandaríkin geta í þeim mæli sem raun ber vitni haft eftirlit með heiminum, þá er það ekki í krafti hótunar um að beita kjarn- orkuvopnum eða senda sjóðliðana á vettvang, heldur vegna þess að Bandaríkjamenn vita næstum því allt sem þörf getur verið á að vita að gerist í heiminum“. áb tók saman eftir Information. Lýti á andlistbeinum, t.d. höku eða nefi, er hægt að laga með því að færa hluta úr rifbeinum sjúkl- ingsins í skarðið. Að endurskapa konubrjóst Önnur algeng lýti eru þau sem verða þegar konur missa brjóst vegna krabbameins. Hér á landi eru árlega skráð um 80 tilfelli brjóstakrabba hjá konum, og er algengasta lækningaraðferðin sú að fjarlægja brjóstið eða hluta þess. Síðastliðin 10 ár hafa sæn- skir lýtalæknar stundað það að endurskapa brjóst á konur sem misst hafa brjóstið. Hefur þeirri aðferð verið beitt að græða púða úr kísilgúmmíi á brjóstið samfara húðtilfærslu. Segja læknarnir að einungis 5% þeirra kvenna sem misst hafi brjóst hafi gengið undir þess konar aðgerð síðastliðin 10 ár, en um helmingur þeirra kvenna sem þannig hafa fengið ný brjóst hefur að sögn sænskra lækna fundið mikinn mun á sál- rænni og félagslegri líðan, jafnvel þótt hið nýja brjóst verði aldrei nákvæmlega eins lagað og það sem fyrir er, og ekki verði komist hjá því að nokkur ör myndist eftir aðgerðina. Annar sjúkdómur sem komið hefur til eftirmeðferðar hjá lýta- læknum er illkynja sortuæxli í húð, sem myndast út frá litarf- rumum húðarinnar. Slíkum krabbameinstilfellum hefur fjöl- gað mjög í Svíþjóð á síðari árum. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera aukin sólböð í sólarlöndum Miðjarðarhafsins og víðar, þar sem sólarhæðin er önnur en á norðurslóðum. Samanburðarat- huganir sýna að innfluttir Norðurlandabúar í Ástralíu eru mun næmari fyrir þessum sjúk- dómi þar en Evrópubúar sem koma frá Miðjarðarhafslöndun- um. Nái þetta æxliaðgrafasig inn og komast inn í sogæðakerfið er það lífshættulegt, en sé gripið til aðgerða í tæka tíð er hægt að fjar- lægja það og nálægasta hluta um- lykjandi húðvefs, sem síðan er hægt að græða á ný með húðflutn- ingi frá öðrum stað á líkamanum. ólg./DN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.