Þjóðviljinn - 21.03.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Síða 7
Miðvikudagur 21. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 stríðsins Það er tiltölulega auðvelt að endurreisafallin húsog mannvirki, en það mun reynast mun erfiðara að lækna þá sál- rænu áverka sem stríðið í Lí- banon hefur valdið þjóðinni. Við líðum enn fyrir það haturog tortryggni sem vakin var með þjóðinni í borgarastyrjöldinni 1860. Það sem nú hefur gerst er mun alvarlegra og það mun taka meira en 100 ár að lækna þau sársem stríðið hefur valdið þjóðinniásíðustuárum. Þetta sagði Michel Abs, yfirmaður Neyðarhjálpar Kirkjuráðs Mið- Austurlanda í Líbanon og pró- fessor í mannfræði og hagfræði við háskólann í Beirút í stuttu samtali við Þjóðviljann Michel Abs er nú staddur hér á landi á alþjóðlegri ráðstefnu neyðarhjálparfulltrúa á vegum Al- kirkjuráðsins og Lútherska heims- sambandsins, en ráðstefna þessi er haldin í boði Hjálparstofnunar kirkjunnar og sækja hana 18 er- lendir þátttakendur víðsvegar að úr heiminum. Michel Abs sagði að fundur þessi væri haldinn til þess að samræma og skipuleggja hjálparstarf kirkj- unnar um allan heim, og væri slík samræming til mikils gagns fyrir allt hjálparstarf á vegum kirkjunn- ar. Michel Abs sagði að Kirkjuráð Mið-Austurlanda, sem hann væri fulltrúi fyrir, hefði innan sinna vé- banda bæði grísk-kaþólsku kirkj- una og kirkju mótmælenda, og að rómversk-kaþólskir tækju þátt í starfi þess sem áheyrnarfulltrúar. Sagði hann að Kirkjuráð Mið- Austurlanda væri virkasta svæðis- stofnunin sem starfar að neyðar- hjálp í Líbanon, og næði hjálpar- starfið til allra þjóðfélagsþegna jafnt, án tillits til trúar eða kyn- þátta. Nú er stríðið í Líbanon að hluta til trúarbragðastyrjöld á milli kristinna manna og múslíma. Gerir trúarbragðastríð í eðli sínu. Margir kristnir menn eru andsnúnir stefnu falanghista til dæmis, og hér er ekki um það að ræða að hópar trúar- legra þjóðernisminnihluta séu að útrýma hver öðrum. Bæði fyrir og eftir innrás ísraela hafa verið í landinu sterk öfl innan beggja fylk- inga sem viljað hafa breytingu á stjórnskipun landsins. Sú breyting hefði óhjákvæmilega í för með sér að nokkur forréttindi kristinna manna, sem þeir hafa haft sam- kvæmt stjórnarskránni frá 1943. Síðan þá hafa þær meginbreytingar orðið í Líbanon, að múslimar eru ekki lengur minnihluti þjóðarinnar jafnframt því sem þeir eru nú með- vitaðri um stöðu sína og hafa al- mennt hlotið menntun sambæri- lega við þá sem þeir kristnu búa yfir. Við getum skipt þjóðinni í þrennt: Sumir vilja engar breyting- ar vegna þess að þeir vilja ekki missa sín forréttindi. Sumir vilja breytingar vegna þess að þeir telja það réttlætismál. Og þriðji hópur- inn vill breytingar til þess að skapa sjálfum sér forréttindi. Hið trúar- lega yfirbragð stríðsins hefur skapað okkur erfiðleika í hjálpar- starfinu að því leyti að sumir á meðal hinna kristnu ásaka okkur um svik fyrir að aðstoða múslima, en okkur hefur engu að síður tekist að ávinna okkur traust beggja aðila sem virkasta hjálparstofnunin í Lí- banon. Þeirrar skoðunar gætir nú víða meðal fréttaskýrenda að saga Líba- nons sem sjálfstæðs ríkis sé liðin - ríkið sé nú cndanlega klofíð og fyrr eða síðar muni Israelsmenn og Sýr- lendingar skipta því á milli sín. Hvert er þitt álit? Ég er ekki spámaður og tek því ekki afstöðu til spádóma eins og þessara. En það er hins vegar staðreynd að Líbanon er nú skipt í 3 hluta: Suðurhlutann sem er á valdi ísraelsmanna, norðaustur- hlutann, sem er á valdi Sýrlendinga og vesturhlutann, sem er á valdi stjórnarhersins og falanghista. Það skiptir miklu máli þegar við fjöllum um Líbanon að við gerum okkur grein fyrir því að landið býr Michel Abs: Það mun taka okkur 100 ár... það ekki kristinni stofnun erfítt fyrir að ávinna sér traust meðal stríðandi afla? Stríðið í Líbanon hefur á sér trúarlegt yfirbragð en er þó ekki enn við eins konar lénsskipulag á mörgum sviðum og persónutengsl geta þá oft skipt meira máli en ella. Hvaða áhrif hefur styrjöldin haft á efnahagslífíð í Líbanon? í stuttu máli eru þau þess eðlis að stöðnun eða gjaldþrot blasir nú við. Margar verksmiðjur og vinnu- staðir hafa þurft að loka, og síðast fyrir 2 vikum, var 30.000 manns sagt upp hjá einu fyrirtæki. Bank- arnir veita ekki lengur lán og doll- arinn hækkar í verði. Um leið og fólk hefur flúið frá Beirút hefur mikið fjöldi fólks flúið átökin í fjöllunum inn í borgina þar sem það skortir framfærslumöguleika. Stríðið hefur leitt mikla fátækt yfir þjóðina, það er eitt það alvarleg- asta sem nú er að gerast, og þótt seðlabankinn hafi gætt þess að géyma gullkvóta sinn til þess að vérja gengi líbanska pundsins, þá eru gjaldþrot yfirvofandi. Líb- anska ríkið hefur engar skatttekjur lengur, tekjuskattur er ekki lengur innheimtur og tollatekjur eru nán- ast engar. Skuldir ríkisins við út- lönd fara stöðugt vaxandi. Á hvað ieggið þið mesta áherslu í hjálparstarfinu? Það mikilvægasta fyrirokkur nú er að sjá þeim fyrir husnæði sem búa nú við ófullnægjandi aðstæður. Samkvæmt upplýsingum stjórn- valda, sem ekki eru taldar áreiðan- legar, búa um 70-80 þúsund fjöl- skyldur í skólum, opinberum bygg- ingum og á hótelum eða hjá ætt- ingjum við aðstæður sem eru ekki til frambúðar. Flest af þessu fólki eru fjallabúar sem flúið hafa óf- riðinn milli drúsa, múslima og kristinna manna þar og komið inn til Beirút. Þegar ísraelsmenn hörf- uðu til suðurhlutans skildu þeir segir Micbel Abs, yfirmaður ppyðfirb.iálpfrr KirHjwnnar í Ubanon og mnnnfrfcði- ¥}ð iáifeétaRR t Beirút eftir vopn sem fólkið í fjöllunum notaði síðan til þess að berjast inn- byrðis. Það var ekki bara barist með vopnum, heldur voru húsin í þorpunum brennd með skipu- lögðum hætti í gagnkvæmum hefndaraðgerðum kristinna manna og múslíma. Þetta fólk hefur því að engu að hverfa og ekkert lífsviður- væri í borginni. Þetta er engu að síður stolt fólk, og við leggjum ríka áherslu á að veita því mannsæm- . andi húsaskjól fyrst í stað og síðan möguleika á starfi til þess að það geti unnið fyrir sér. Það er því næst mikilvægasta verkefnið að skaffa þessu fólki lífsviðurværi. Hvaða áhrif heíur stríðið haft á skólagöngu? Skólar eru víðast hvar lokaðir og alls staðar þar sem átök eiga sér stað. Það er talið of áhættusamt að safna börnunum saman á einum stað. Sums staðar í N-Líbanon eru skólar þó opnir. Það er þriðja mikilvægasta verkefnið sem við sjáum fram á, að koma á eðlilegu skólahaldi. Þegar mögulegt verður að opna skólana verða þeir eitt mikilvægasta verkefni okkar. En sjúkraþjónustan, starfar hún eðlilega? Nei, ekki heldur. Hún er of dýr til þess að fólk -geti notfært sér hana. Þar sem ríkið hefur hvorki tekjur af skötfum né tollum getur það ekki greitt niður sjúkraþjón- ustuna, svo að jafnvel einföldustu aðgerðir eins og botnlangaskurðir verða mönnum fjárhagslega of- viða. Hins vegar fá allir þeir sem verða fyrir líkamlegum áverka af völdum stríðsins ókeypis sjúkraþjónustu. Hver eru hin sálrænu áhrif stríðsins á fólkið? Hin sálrænu áhrif stríðsins eru lang alvarlegust að mínu mati. Þau lýsa sér í gagnkvæmri tortryggni og hatri á milli þjóðfélagshópa. Unga fólkið tekur mikinn þátt í hernað- inum og er uppistaðan í hinum sjálfstæðu milís-hersveitum. Upp kemur fyrirbæri sem á máli fræði- manna hefur verið kallað „the at- agonistic acculturization": trú- flokkar múslima og kristinna fara að leggja aukna áherslu á ýmsa íhaldssama siði sem einkenna þá frá hinum - konur bera slæður og þeir kristnu mála krossa á enni sér o.s.frv. Börnin fá ekki menntun lengur í skólunum og foreldrarnir - missa völdin yfir börnum sínum - en það er róttæk breyting í hefð- bundnu þjóðfélagi eins og því líb- anska. Þjóðfélagshóparnir reyna að skilja sig frá hinum í eins ríkum mæli og unnt er. Ein af orsökum stríðsins er sú að hinir ólíku hópar vissu ekki hvernig þeir áttu að tal- ast við. Þegar fólkið var vopnað greip það til vopnanna. Það mun taka meira en 100 ár að lækna þau sálrænu sár sem stríðið hefur vald- ið. Líbanon líður enn fyrir það sem gerðist 1860. Það sem nú hefur gerst er miklu mun verra. Líbanon er nú í sárri þörf fyrir stjórn sem hefur til að bera ríkan skilning á því hvernig hægt verði að sameina þjóðina og lækna sár stríðsins. Það verður erfitt verk, því þjóðin er mjög viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Ert þú bjartsýnn á að samninga- viðræðurnar í Lausanne muni bera árangur? Nei. Það verður tiltölulega auðvelt að bæta það efnislega tjón sem stríðið hefur valdið, en til þess ’ að sameina þjóðina og lækna sár stríðsins þarf annað og meira. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.