Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnirverða haldnirað Dynskógum 3 (kjallara), og hefjastkl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. mars kl. 20. 30 að Kirkju- vegi 7. Á dagskránni er m. a. inntaka nýrra félaga, fréttir af flokksstarfi og rætt um atvinnumál á Selfossi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: 1) Félagsmálastofnun Kópa- vogs- Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri hef- ur framsögu. 2) Önnur mál. Bæjarfulltrúar ABK og fulltrúar í félagsmálaráði mæta. Allir félagar í ABK og aðrir sem áhuga hafa á eru hvattir til að koma á fundinn. - Stjórn ABK. Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 14.00 aö Brákarbraut 3 I Borgarnesi. Dagskrá: 1) Venjuleg aöalfundarstörf. 2) Reikningar Röðuls. 3) Kosning ritstjórnar Röðuls. 4) Kosning hússtjórnar. 5) Lagabreytingar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Söfnum fyrir leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. ' En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr- ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar umer leikaöstaða barna. Leikföng eru fá til í flokksmiðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel- unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það eru fjárframlög eöa gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðir félags- og flokksgjöld Alþýðubandalagið í Reykjavík minnir félagsmenn á að greiða 1. hluta félags- og flokksgjalds fyrir árið 1984. Gíróseðla má greiða í öllum bönkum og póstútibúum. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Opinn fundur um nýtt leiðakerfi SVR Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar um tillögur að nýju leiðakerfi SVR fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Framsögu á fundinum hefur Baldvin Bald- vinsson verkfræðingur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Allir velkomnir. - BMR. Bakkafjörður Almennur fundur Alþingismennimir Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon verða á almennum fundi á Bakkafirði föstudaginn 23. mars kl. 15.00. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Vopnfirðingar Almennur fundur Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon verða á almennum stjórnmálafundi á Vopnafirði fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. - Alþýðubandalagið. Steingrímur. HJörleitur. - ij í>.>. ,:i ^ I Frá v.: Sveinn Valtýsson, sem sér um daglegan rekstur Skíðaskálans og Carl Jónas Johansen, veitingamaður. I endurnýjun lífdaganna Rekstur Skíðaskálans í Hvera- dölum er nú kominn í hendur veitingamannsins Carls Jónasar Johansen, sem jafnframt rekur Veislumiðstöðina. Hófst hann handa við gagngerar endurbætur á Skíðaskálanum um síðustu ára- mót. Við endurbæturnar var þess vandlega gætt að upprunalegt útlit þessa nær hálfrar aldar gamla húss haldi sér og njóta megi áfram gömlu, góðu Skíðaskálastemmn- ingarinnar. Vinnu við veitingasalina er lokið og hafnar endurbætur á kjallaran- um þar sem svefnpláss er fyrir 60 manns. Svefnlofti hefur verið breytt í setustofu með bar. Skíðaskálinn er í þjóðbraut, miðja vegu milli Reykjavíkur og byggðanna austanfjalls. Vill Skálinn jöfnum höndum þjóna báðum byggðunum. Hópar geta fengið Skálann á leigu eða einstaka sali fyrir fundi, ráðstefnur og sam- kvæmi. Jafnframt mun Skálinn hafa opna veitingasölu fyrir þá, sem koma við í leiðinni framhjá. Um er að ræða svonefndan „milli- klassa" þar sem fólk getur notið góðra veitinga í þægilegu umhverfi og er þjónað til borðs. Söluskáli verður opnaður við hlið Skíða- skálans þar sem seldar verða ódýr- ari veitingar. Skíðasvæðið í nágrenni Skálans hentar jafnt byrjendum og þeim, sem lengra eru komnir í skíðaí- þróttinni. Þar er skemmtilegt gönguskíðasvæði. Toglyfta er frá Skálanum og upp í brekkurnar og í ráði er að setja upp barnalyftu. Skíðakennari verður á staðnum og rekin verður vélsleðaleiga. Ferðir verða skipulagðar inn í Hengil undir leiðsögn fararstjóra. Ætlunin er að koma upp hestaleigu allt árið. í sumar er meiningin að setja upp leiktæki og grænmetismarkaður opnaður með vorinu. Stefnt er að því að setja niður heitan pott. Allt miðar þetta að því að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi í þjónustu Skíðaskálans. -mhg Samvinnubankinn Háaleitisbraut 68 mun frá og með fimmtudeginum 22. mars nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.