Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Sex stig UMFN á lokammútuimi! og góður sigur vannst á Val, 61-59 Sheff. Wed. steinlá á The Dell! Southampton tryggði sér leik gegn Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi með því að bur- sta 2. deildarlið Sheff. Wed. 5-1 á The Dell í Southampton. Liðin höfðu áður gert markalaust jafn- tefli í Sheffield. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrst, þeir tóku sanngjarnt forystuna eftir 20 mínútur með marki Peters Shirtliff. Steve Wil- liams jafnaði og sjálfsmark Gavins Olivers kom Southampton yfir fyrir hlé. í seinni hálfleik opnuðust allar tlóðgáttir og Mark Wright, David Armstrong og Steve Moran færðu Southampton stórsigur með þremur mörkum í viðbót. Nokkrir leikir voru háðir í deildakeppninni. í 1. deild tókst Watford að sigra Sunderland 2-0 en 1-1 jafntefli gerðu annars vegar ÍBK-KR í gærkvöldi var dregið til undanúrslita í bikarkeppni karla í körfuknattleik. Keflvíkingar fá KR-inga í heim- sókn og bikar- og Islandsmei- starar Vals mæta Haukum í Seljaskólanum. Birmingham og Luton og hins veg- ar Everton og Leicester. í 2. deild gerðu Middlesborough og Derby County markalaust jafntefli og í neðri deildum var athyglisverðast- ur 5-1 útisigur hins fornfræga Blac- kpool í Northampton. Þá tapaði Celtic mjög óvænt fyrir Dundee í skosku úrvalsdeildinni, 3-2, í Dundee. _____________________-VS Stuttgart sigraði Stuttgart, lið Ásgeir Sigurvins- sonar lék í gærkveldi gegn Uer- dingen í v-þýsku deildarkepptninni og sigraði Stuttgart 4:0. Ásgeir Sig- urvinsson skoraði eitt af mörkum Stuttgart, sem virðist nú vera að rétta við eftir misjafnt gengi und- anfarið. Gífurleg barátta Njarðvíkinga síðustu tíu mínúturnar færði þeim sætan sigur á Val, 61:59, í fyrri/ fyrsta úrslitaleik liðanna um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik sem fram fór í Njarðvík í gær- kvöldi. Leikurinn virtist gjörunn- inn fyrir Valsmenn, þeir höfðu fimmtán stiga forskot þegar komið var fram í seinni hálfleik og voru fjórum stigum yfir mínútu fyrir leikslok, en á lokamínútunum gerðu heimamenn sex stig og tryggðu sigur við tryllingsleg fagn- aðarlæti áhorfenda. Valur var yfir allan fyrri hálf- leikinn, sem einkenndist af tauga- veiklun leikmanna, og höfðu yfir, 26:34, í hléi. í byrjun seinni hálf- leiks komust þeir í 27:42 og virtust á grænni grein, mikil stemmning ríkti í liði þeirra og flestir afskrif- uðu Njarðvíkinga. En Valsmenn töpuðu á að ætla að róa leikinn nið- ur, heimamenn tvíefldust, löguðu stöðuna í 47:53 og síðan 55:57. Val- ur skoraði, 55:59, þegar 57 sek. voru eftir. en tíu sek. síðar svaraði Ingimar Jónsson úr vítaskotum, 57:59. Ástþór Ingason komst síðan inní sendingu og jafnaði 59:59 (32 sek.) Gunnar Þorvarðarson Njarð- víkingur náði síðan boltanum, missti hann strax til Jóns Steingrímssonar, sem aftur missti hann í uppkast. Úr því fengu heimamenn boltann, Sturla brun- aði upp og skoraði með langskoti þremur sekúndum fyrir leikslok, 61:59. Baráttugleðin færði UMFN sig- urinn eins og áður sagði, liðið lék vel á síðustu tíu mínútunum. Á þeim kafla var Gunnar óhemju drjúgur og gerði 10 stig á stuttum tíma. Sturla sýndi mjög góðan varnarleik og Ingimar lék vel, nýtti vítaskotin vel, en það hefur ekki verið hans sterkasta hlið hingað tl. Liðsheildin hjá Val var sterk og alls ráðandi þar til að umræddum kafla kom. Þá héldu Valsarar ekki haus og því fór sem fór. Þeir misstu Kristján Ágústsson útaf fyrir klaufaskap, létu hann strax inná í seinni hálfleik þrátt fyrir að hann hefði fengið 4 villur í þeim fyrri, í stað þess að hvíla hann þar til á iokakaflanum. Valur hafði leikinn í hendi sér, en á nú aðeins mögu- leika á að jafna metin þegar liðin mætast öðru sinni í Seljasókn ann- að kvöld. Nú eru Njarðvíkingar hins vegar í þeirri ctöðu að geta þar tryggt sér meistaratitilinn. Stifl UMFN: Gunnar 21, Sturla 16, Ingimar 8, •sak Tómasson 7, Ástþór 4, Árni Lárusson 4 og Hreiðar Hreiðarsson 1. Stig Vals: Leifur Gústafsson 11, Jón Steingrimsson 10. Torfi Magnusson 10, Tómas Holton 8, Kristján 8, Jóhannes Magnsuson 8 og Einar Ólafsson 4. Stórsigur HKáÍR Gunnar Valgeirsson og Sigurður Valur dæmdu miðlungi vel, Vals- menn voru óánægðir, enda meira á þá dæmt, en dómgæslan var sann- gjörn engu að síður. - sv/vs Staða HK í fallkcppni 2. dcildar karla í handknattlcik cr mjög góð eftir 5. Icikumfcrðina af 12 í Selj- askólanum í gærkvöldi. Þar vann Kópavogsliðið stórsigur á ÍR, 25- 12, eftir 11-4 í hálfleik. Bergsveinn Þórarinsson, Kristinn Ólafsson og Sigurður Sveinsson skoruðu 5 mörk hver fyrir HK og Einar Ólafs- son 5 fyrir IR. Á undan vann Fylkir Reyni 22- 16 eftir 10-8 í hálfleik. Gunnar Baldursson skoraði 8 mörk fyrir Fylki en Daníel Einarsson var markahæstur Sandgerðinga með 4 mörk. Þá hefur HK hlotið 17 stig, ÍR og Fylkir 12 en Reynir 7. Tvö neðstu falla í 3. deild. í kvöld verð- ur leikið í Seljaskóla, HK-Reynir kl. 20 og ÍR-Fylkir kl. 21.15. -VS Wark til Liverpool Liverpool, ensku meistararnir í knattspyrnu, keyptu í fyrradag skoska landsliðsmanninn John Wark frá Ipswich á 450 þúsund pund. Áður hafði verið talið Iík- legast að Wark færi til Manchester United sem hafði boðið 400 þús- und í hann. WBA hefur keypt Tony Greal- ish, fyrrum fyrirliða Brighton, og Steve Hunt frá Coventry. Tap gegn Englandi ísland lék sinn fyrsta landsleik í billiard í Leeds í Englandi um helg- ina. Mætti liðið þar Englending- um, sem eru í fremstu röð í heimin- um, og unnu þeir ensku 39 - 25. Frammistaða íslensku leikmann- anna í keppninni þótti lofa góðu. Fram meistari!984 V/WI u OUIIII Fram tryggði sér í fyrrakvöld ís- landsmeistaratiltilinn í handknatt- leik kvenna með því að sigra KR 24 - 15 í sínum næst síðasta leik. Það voru þær Guðríður Guðjónsdóttir og Sigrún Blomsterberg sem voru atkvæðamestar hjá Fram í leiknum, skoruðu 6 mörk hvor. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Karólína Jónsdóttir og Jóhanna Ásmunds- dóttir skoruðu 3 mörk hver fyrir KR. Valur vann Akranes 14 - 10 og ÍR sigraði Fylki 32 - 20 en frá síðar- nefnda leiknum sögðum við í blað- inu í gær. Það var reyndar eini leikurinn sem undirritaður vissi um að ætti að fara fram. Staðan í 1. deild kvenna: Fram...........13 12 0 1 28&-202 24 FH.............13 10 1 2 303-219 21 ÍR ............13 9 2 2 294-226 21 Valur..........13 5 1 7 196-235 11 Akranes........13 4 1 8 189-241 9 Víklngur.......13 2 2 9 216-260 6 KR.............12 2 2 8 186-223 6 Fylkir.........12 2 1 9 198-261 5 Víkingur þarf a. m. k. jafntefli við ÍR til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. KR og Fylkir eiga eftir að leika, KR á að auki eftir leik við Val og Fylkir við Fram. Verði Víkingur og KR jöfn í 6. - 7. sæti fellur KR á innbyrðis leikjum liðanna, en verði Fylkir og Víkingur jöfn í sömu sætum, fellur Víkingur. -VS um dögum í 1. deild karla í blaki í gærkvöldi. Leikið var í Hagaskóla og sigraði ÍS 3-2. ÍS vann fyrstu hrinurnar, 15-3 og 15-10, komst í 11-4 í þriðju hrinu en tapaði henni 11-15. HK vann þá fjórðu einnig, 13-15,og komst í 10-14 í lokahrinu, sigurinn blasti við, en ÍS jafnaði og vann að lokum 17-15. ÍS vann nokkuð öruggan sigur á Þrótti í 1. deild kvenna, 3-1. Hrin- urnar enduðu 15-11,12-15,15-7 og 15-8. -VS Fimmti sigur Ragnhildar í röð Gunnar Finnbjörnsson, Ernin- um, og Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, sigruðu í mcistaraflokkum karla og kvenna á Víkingsmótinu ’84 í borðtennis sem haldið var um helgina í Fossvogsskóla og Laugar- dalshöll. Gunnar sigraði Stefán Konráðs- son, Víkingi, f hörkuspennandi úrslitaleik, 21 - 18, 18 - 21 og 21 - 19. Leikur Ragnhildar og Ástu Ur- bancic í úrslitum meistaraflokks kvenna var mjög spennandi fram- an af. Ragnhildur vann fyrst 21 -15 en Ásta síðan 17-21. íoddalotunni hafði Ragnhildur mikla yfirburði og vann örugglega, 21 - 12. Hún hefur nú sigrað á þessu móti fimm ár í röð. Kristján Viðar Haraldsson, Vík- ingi, sigraði í 1. flokki karla, Elín Eva Grímsdóttir, Erninum, í 1. flokki kvenna, og Valdimar Hann- esson, KR í 2. flokki karla. Landsleikur íslands og Sovétríkjanna í íþróttahöllinni á Akureyri sl. föstudagskvöld markaði tímamót í söguAk- ureyrar. Þetta var fyrsti landsleikurinn í handknattleik sem þar fer f ram og kunnu heimamenn vel að meta slíkt, fylltu Höllina eins og vel sést á mynd -GSv- hér að ofan. Innviðir mannvirkisins mikla sem tekið var í notkun sl. vetur koma vel fram á myndinni, en í aðalhlutverki er FH-ingurinn Kristján Arason sem lyftir sér yfir vörn heimsmeistaranna og skorar með einu af sínum lands- þekktu þrumuskotum. Is sigraði öðru sinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.