Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 16
Skákmótið í Neskaupstað Mann- fórnir í maka- lausri skák Þeir Helgi Olaf'sson og Guð- mundur Sigurjónsson tefldu hreint makalausa skák á skákmótinu í Neskaupstað í gærkveldi. Þeir sem á horfðu töldu sig vart hafa orðið vitni að öðru eins. Skákinni lauk með jafntefli, en í 9. leik fórnaði Guðmundur manni. Helgi gaf hann aftur og í 13. leik fórnaði Guð- mundur aftur. Helgi kórónaði svo allt með því að fórna drottningu sinni í 19. leik. Guðmundur þrá- skákaði svo og lauk skákinni með jafntefli sem fyrr segir eftir 27 leiki. Voru menn enn seint í gærkveldi að velta því fyrir sér hvaða mögu- leikar byggju í lokastöðunni. Annars var mikið um jafntefli í 2. umferðinni í gær, aðeins séra Lombardy vann sína skák gegn Dan Hanssyni. McCambridge og Jóhann Hjartarson, Schiissler og Margeir, Róbert og Knesevic og Guðmundur og Helgi gerðu allir jafntefli. Wedberg á liprari stöðu í biðskák gegn Benóný. í dag kl. 17 hefst 3. umferð. -S.dór Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar 719 já 462 nei Aðalkjarasamningur Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og borgarinnar var samþykktur í skriflegri atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag. Á kjör- skrá voru 2.588 manns en atkvæð- isréttarins neyttu 1.210 eða 47% félagsmanna. Já sögðu 719 eða 59.5% en nei sögðu 462 eða 38.5%. Auðir og ógildir seðlar voru 29 talsins. Okkur vantar garðyrkjumann en að öðru leyti getum við bjargað okkur sjálfar, sögðu Karmelsystur við Þjóðviljann í gœr. Pólsku nunnurnar sem komu til landsins í fyrrinótt voru léttar í bragði þegar Þjóðviljamenn hittu þær um kvöldmatarleytið í gær. Þær höfðu þá upplifað fyrsta dag- inn sinn á Islandi og sögðu hann engum öðrum degi líkan. Við hittum nunnurnar í matsal Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Þær höfðu nýlokið við að snæða kvöldverð sinn og buðu okkur upp á te og kökur. Sungu þær fyrir okk- ur og léku undir á gítar. Karmelsysturnar komu flestar frá Elblag,sem er skammt frá Var- sjá, en tvær þeirra koma annars staðar að frá Póllandi. Alls komu 16 systur hingað og pólskur prest- ur, sem þær kalla Tadzio, en hann mun dveljast hjá þeim fyrstu vik- urnar. Hann talar ensku og það gera reyndar einnig tvær systur sem við ræddum við, þær Anna Wolska og Maria Teresa Margorota. Anna talaði einnig örlítið við okkur á ís- lensku, las m.a. fyrir okkur úr bók- inni Daglegar bænir fyrir ung börn. Anna og María sögðu okkur að á venjulegum degi líða 8 tímar í bæn- ahald, latneskar bænir taka 2 tíma á dag og andlegar hugleiðingar 6 tíma. Til þess að ná öllu því sem þær þurfa að gera fara þær á fætur kl. 5.30. í dag sváfu þær aftur á móti til kl.10 en það halda þær að komi ekki fyrir oftar. Oftar ætla þær ekki að flytja og hyggjast búa í Hafnarfirðinum til æviloka. I gær var gestum heimilt að hitta systurnar hvar sem var inni í klaustrinu en í dag og aðra daga þessarar viku munu þær taka á móti gestum í sérstöku herbergi. Síðan ætla þær að loka sig alveg frá umheiminum og stunda bænir sínar og vinnu sem m.a. felst í ýmsurn heimilisiðnaöi til að afla lífsviður- væris. Systurnai báðu Þjóðviljann um að koma því á framfæri að þær vantar garðyrkjumann til að að- stoða þær við að setja niður kart- öflur í vor. Leggja þær mikla áherslu á að geta ræktað sem mest af grænmeti sjálfar. Við segjum nánar frá heimsókn okkar til systranna á næstunni. - jp/Atli. DMÐVIUINII Miðvikudagur 21. mars 1984 Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 I gærffengu blaoamaður og Ijósmyndari Þjóðvilj- ans höfðinglegar möttökur hjá nunnunum í Karm- elklaustri í Hafnarfirði. Þau voru drifin í hópinn og mynduð bak og fyrir. Bangsann „Lolek“ ætlar Anna Wolska að gefa páfanum þegar hann kemur til íslands. Mynd - Tadzio. Hamarshúsinu breytt í íbúðarhús: Ekki forsvaranlegt segir Sigurður Harðarson, fulltrúi í skipulagsnefnd Aðeins 20 skip búin með gamla loðnukvótann Flotinn missir af 100 þús. lestum 520 þúsund lestir af loðnu voru komnar á land í gær frá því að loðnuvertíðin hófst sl. haust, en alls er heimilt að veiða 640 þús. lestir. Sæmileg loðnuveiði var um síð- ustu helgi út af Snæfellsnesi þegar flotinn fann nýjar göngur sem komu að vestan inn í Flóann. Síðan hefur verið bræla á miðunum og ekkert skip tilkynnt veiði. Fjöldi skipa var á miðunum í gær og áttu menn von á að lóðaði á loðnu í nótt sem leið. Af þeim 52 skipum sem stundað ,hafa loðnuveiðar í vetur hafa að- eins 20 fyllt upp í áður markaðan vóta s>nn en ljóst er að um 100 K im af leyfðum afla tekst á land á þessari vertíð. -lg- „Það er ekki eitt heldur allt sem mælir gegn því að breyta þessu húsnæði í íbúðarhús“, sagði Sig- urður Harðarson, fulltrúi AB í skipulagsnefnd þegar hann var spurður um andstöðu sína við fyr- irhugaðar breytingum á Hamars- húsinu við Tryggvagötu. Borgar - ráð samþykkti breytinguna í gær gegn atkvæðum minnihlutans og hið sama var uppi á teningnum í skipuiagsnefnd. Hafnarstjórn hef- ur hins vegar einróma lagst gcgn fyrirhuguðum breytingum. „Húsið stendur við eina mestu umferðargötuna í borginni", sagði Sigurður Harðarson, „og vegna umferðarhávaðans eins er þetta ekki forsvaranleg staðsetning fyrir íbúðir. Það verður ekki hægt að opna glugga þarna og tala saman, hvað þá meir.“ Þá benti Sigurður á að ekki væri gert ráð fyrir neinum bílastæðum við húsið og reiknað væri með allt of mörgum íbúðum eða 40 talsins. „íbúðirnar sjálfur voru líka gjör- samlega óviðunandi á þeirri teikningu sem skipulagsnefnd sá“, sagði hann, „en bygginganefnd mun að sjálfsögðu líta á þær 'sér- staklega.“ Hvað aðstöðu til útivist- ar varðar sagði Sigurður að skipu- lagsnefnd hefði sett það skilyrði að bakbyggingin yrði rifin til þeirra þarfa. í hafnarstjórn lögðust allir ein- dregið gegn þessari ráðstöfun á húsinu með þeim rökum að svæðið væri hafnarsvæði og hentaði illa til íbúðarbygðar. Auk þess væri eðli- legt að í húsinu væri áfram starf- semi sem tengdist höfninni. Borgarráð tók upp í sína bókun ábendingar hafnarstjórnar urn að ekki yrði tekið neitt tillit til íbúða þarna við uppbyggingu hafnarinn- ar og jafnframt bent á að búast mætti við miklu ónæði vegna hafn- arstarfseminnar. Það er byggingafélagið Ós sem hefur fest kaup á Hamarshúsinu eftir að Hamar hf flutti starfsemi sína í Borgartún. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.