Þjóðviljinn - 30.03.1984, Page 8

Þjóðviljinn - 30.03.1984, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mars 1984 Svavar Gestsson, alþingismaður, skrifar eftir afgreiðslu lánsfjárlaganna Staðreyndir um lánsfjárlögin „Ríkisf jártnál, peningamál, erlendar skuldir og innlendi lánamarkaðurinn - allt er þetta í ólestri' eins og Svavar Gestsson segir í grein sinní. Það er athyglisvert hvernig umræðu er háttað í f jölmiðl- um um fjármál ríkisins. Menn vita gjarnan glöggt hvernig fjárlögin eru ákveðin og fjöl- miðlar hafa greint f rá því hvernig hallinn er á ríkissjóði. Fjölmiðlar hafa hins vegar þagað rækilega um það að út- gjöld ríkisins í ár eru hærra hlutfall af þjóðartekjum en nokkru sinni fyrr. Og f jölmiðl- ar hafa gefist upp á að gera grein fyrir lánsf járlögunum. Þau eru þó ekki síður vitni um fjármálastjórnina en rammgötótt fjárlög; í rauninni segja lánsfjárlögin og f jár- lögin samanlagt það sem segja þarf um ríkisfjármálin - án lánsfjáráætlunar verður umræða um fjárlögin mark- leysa og villandi Þegar lánsfjárlögin voru til umræöu á al- þingi komu þó fram eftirtaldar staðreyndir sem verður að teljast allrar athygli verðar: Húsnæðismálin - veðdeildinni lokað tvisvar á ári Gert er ráð fyrir útlánum Byggingasjóðs ríkisins 1984 um 1100 milj. kr. Félagsmála- ráðherra viðurkennir að sú áætlun sé völt og hann hefur getað hrakið eftirfarandi ábend- ingar: 1) Skyldusparðnaðurinn tryggir ekki það sem gert er ráð fyrir, þe. 45 milj. kr. Húsnæðisstofnun telur að hann verði neikvæður um 30 milj. kr. Hér vantar því 75 milj. kr. 2) Félagsmálaráðherra viðurkennir að atvinnuleysistryggingasjóður muni ekki leggja húsnæðiskefinu fé. Þar vantar 115 miy. kr. sem ríkið verður að greiða nema skorið verði niður. 3) Gert er ráð fyrir 97% hækkun á fram- lögum lífeyrissjóðanna milli ára meðan ráðstöfunarfé þeirra hækkar um 7%. Hér er óvarlegt að reikna með hærri upp- hæð en 400 milj. kr. Hér vantar því 120 milj. kr. 4) „Sérstök fjáröflun" upp á 200 milj. kr. er enn óljós. Niðurstaða: Hér vantar mörg hundruð miljónir króna. Allt húsnæðislánakerfið er í uppnámi. Þó lofuðu báðir stjórnarflokk- arnir fyrir kosningar 80% húsnæðislánum. Það gerðu ekki aðrir flokkar. Stjórnar- flokkarnir hafa svikið loforð sín. Eftir stendur húsnæðislánakerfið í uppnámi og upplausn - tvisvar sinnum í ár hefur veð- deildinni verið lokað vegna peningaleysis. Félagslegar íbúðir - niðurskurður um fjórðung Gert er ráð fyrir því að fresta fjórðungi framkvæmda við verkamannabústaði sem þegar hafa verið gerðir samningar um. í Reykjavík er útkoman þannig að gert var ráð fyrir 140-145 milj. kr. framkvæmdafé. Niðurskurðurinn er í liðlega 100 milj. kr. Þegar eru alveg bundnar 50 milj. kr. Þá eru eftir um 50 milj. kr. í framkvæmdir verka- mannabústaða í Ártúnsholti og í Neðsta- leiti. Þar með er verið að svíkja það fólk sem þessa dagana fær úthlutað verka- mannabústöðum í Reykjavík og verið að draga afhendingu íbúðanna í eitt ár fram á árið 1986. 1974, fyrir réttum 10 árum, var ákveðið að þriðjungur íbúða ætti að vera á félags- legum grundvelli. Þetta loforð verður nú svikið og þar með neyðast lífeyrissjóðirnir til að endurskoða afstöðu sína til húsnæðis- lánakerfisins. Athyglisvert var að þingmenn stjórnar- flokkanna gerðu enga tilraun til þess að verja verkamannabústaðakerfið. Erlendar lántökur yfir 60% Fjármálaráðherra segir að erlendar lán- tökur megi ekki fara fram yfir 60% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt lánsfjárá- ætlun er hlutfallið þegar um 60%. Vitað er að auk þess er stefnt á eftirfarandi lántökur: 1. Talið er að vegna útgerðarinnar þurfi 700 - 900 milj. kr. 2. Iðnaðarráðherra hefur lofað 150 milj.kr. í skipaviðgerðir. 3. Hallinn á ríkissjóði verður líklega um 2000 milj. kr. sem þýðir ávísun á er- lendar lántökur. Árangurinn sem alþýðuheimilin hafa náð íbaráttunni við verðbólguna er í hœttu á nýjan leik vegna þess að ekkert hefur verið gert á öðrum sviðum efnahagslífsins 4. Gert er ráð fyrir sérstöku erlendu láni vegna Arnarflugs. 5. Gert er ráð fyrir lántöku vegna lausa- skulda bænda og bankastjóri Búnaðar- bankans hefur upplýst að það gerist tæp- lega nema með erlendu láni. 6. Innlend lánsfjáröflun verður 300 - 400 milj. kr. minni en ríkisstjórnin hafði gert ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Þessar tölur segja sína sögu um að stefnt er langt yfir 60% með erlendar lántökur. Fari erlendar lántökur í 1.2. miljarða króna umfram iánsfjáráætlun þýðir það um 62% af þjóðarframleiðslu. Gjaldeyrisstaða - útlánaaukning Frá áramótum hefur gjaldeyrisstaðan versnað um nærri 1300 milj. kr. en lánsfjár- áætlun er gert ráð fyrir að gjaldeyrisstaðan batni á árinu um 500 milj. kr.! í lánsfjáráætlun er gert ráð fyrir útlána- aukningu bankanna um 1605 milj. kr. áöllu árinu 1974. í janúarmánuði einum nam út- lánaaukningin 728 milj. kr. eða um 45% af ársáætlun í aðeins einum mánuði. Lánsfjár- áætlunin er þegar hrunin að því er þennan þátt varðar. Hringlandaháttur Ekki er það traustvekjandi hvernig ríkis- stjórnin áætlar innlenda lánsfjáröflun: 1. Fyrst var lagt fyrir alþingi frumvarp til lánsfjárlaga sem gerði ráð fyrir 478 milj. kr. 2. Síðan var ákveðið - án þess að nokkur rök væru ky nnt - að hækka þessa tölu um 122 milj. kr. Tilgangurinn var bersýni- lega sá að reyna að bjarga tölum á blað húsnæðislánakerfisins. Fullyrt var í um- ræðunum um lánsfjárlög að engin rök væru fyrir þessari breytingu, aðeins ósk- hyggja, fálm út í loftið. 3. En hér er þó ekki látið staðar numið: Fjármálaráðherra kynnti alþingi að inn- lend lánsfjáröflun yrði alls 300 - 400 milj. kr. lægri en fjárlög og lánsfjárlagafrum- varp höfðu gert ráð fyrir. Samt var því neitað að taka tillit til þessa í lánsfjárl- ögunum. Þar með svipti fjármálaráð- herra einni stoðinni undan lánsfjárlögun- um. Þessi hringlandaháttur er ekki traustvekjandi: Hann er til marks um það að ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera í þessum efnum. Harðnandi samkeppni um sparifé Fullyrt var forðum að raunvextir myndu leysa vanda lánamarkaðarins. Þetta hefur reynst endileysa; nú er keppst um að borga sem hæsta vexti umfram lánskjaravísitölu. Ríkið sjálft gengur á undan og borgar nán- ast okurvexti fyrir ríkisvíxlana. Dæmið horfir nú þannig við: - Bankarnir bjóða bestu ávöxtunarkjör- in um þessar mundir - að frátöldum ríkis- víxlunum. Lífeyrissjóðirnir telja hagkvæm- ara að geyma fé sitt inni á bankareikningum en að kaupa skuldabréf af fjárfestingarlán- asjóðunum. - Ríkissjóður kemur næstur á eftir og býður liðlega 5% vexti á spariskírteinum sem hann hefur til sölu um þessar mundir. Þá býður ríkissjóður skírteini sem tryggð eru í erlendum gjaldmiðli (SDR). - Lífeyrissjóðunum er svo gert að kaupa skuldabréf af fjárfestingarlánasjóðunum sem borga lægri vexti en gefast í bönkunum eða spariskírteinum ríkissjóðs. Niðurstað- an: Þegar ríkissjóður ætlar að bæta stöðu sína á lánamarkaðnum gerist ekkert annað en það að lífeyrissjóðirnir flytja sparnað sinn til að breyta um form hans. Nýr sparnaður verður ekki til í þjóðfélaginu og lánsfjár- hungrið skapar stöðu sem neyðir ríkissjóð til þess að lúta okurkjörum á því lánsfé sem tekið er til framkvæmda hér á landi. Ríkið eykur ekki sparnaðinn heldur borgar hærra verð en fyrr fyrir féð sem sparast. — 0 — í þessari samantekt hefur komið fram: - Húsnæðislánakerfið býr við óvissu og uppnám vegna fjár- skorts sem nemur hundruð- um miljóna. - Gert er ráð fyrir fjórðungs niðurskurði verkamanna- bústaðanna. - Erlendar lántökur stefna talsvert yfir 60% af þjóðar- framleiðslu. - Gjaldeyrisstaðan hefur versnað um 1300 milj. kr. frá áramótum, en hún átti að batna um 500 milj. kr. á öllu árinu. - Utlánaaukningin í janúar var 728 milj. kr. en gert var ráð fyrir 1605 milj. kr. á öllu ár- inu. - Innlenda lánsfjáröflunin hef- ur ekki staðist nema fáeinar vikur í senn að mati ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Þar stendur ekki steinn yfir steini; hringlandaháttur ein- kennir öll vinnubrögð. - Harðnandi samkeppni um sparifé hefur það í för með sér að lánsféð verður stöðugt dýrara og ríkið hefur for- göngu um að hækka vexti á almennum markaði lánsfjár. Ríkisstjómin kom til valda að sögn til þess að leysa alvarlegustu vandamál efna- hagslífsins. Ríkisstjórnin hefur engan vanda leyst, en alþýðuheimilin hafa tekið að sér að borga niður verðbólguna. Ríkis- stjórnin hefur ekki snert á öðrum þáttum: Ríkisfjármál, peningamál, erlendar skuldir og innlendi lánamarkaðurinn - allt er þetta í ólestri. Og það sem verra er: Ræfildómur ríkisstjórnarinnar á þessum sviðum hefur það í för með sér að árangurinn sem alþýðu- heimilin hafa náð í baráttunni við verðbólg- una er í hættu á nýjan leik. Lánsfjárlögin sem hér hafa verið gerð að umtalsefni afhjúpa getuleysi ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum - þau sýna að það vakti ekki fyrir henni að leysa efnahags- vandann. Hún hafði aðeins áhuga á því að skera niður verðbólguna til þess að lækka kaupið og skerða lífskjörin. Þess vegna hef- ur tekjuskiptingin í þjóðfélaginu breyst launafólki í óhag um 25 til 30%, - og öðrum í hag á sama tíma. Fórnarlund launafólksins verður til lítils ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut, eins og hér hefur verið sýnt fram á. Sjö meginatriði þessarar greinar sýna hvað efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar stendur völtum fótum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.