Þjóðviljinn - 06.04.1984, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNiFöstudagur 6. aprfl 1984
Vantar enn sleppibúnað í yfir 200 fiskiskip
Veitum ekki frekari frest
segir Magnús Jóhannesson settur si
„Það kemur ekki til greina að við
veitum frekari frestanir en þegar er
orðið til 1. maí n.k. til að koma upp
sjósetningarbúnaði gúmbjörgunarbáta
í fiskiskipum“, sagði Magnús Jóhann-
esson settur Siglingamálastjóri á fundi
með fréttamönnum í gær. Þar kom
m.a. fram að um 100 skip eru á undan-
þágu til 1. maí n.k. til að koma búnað-
inum um borð og rúmlega 100 önnur
smærri skip sem ekki hafa löggild haf-
færnisskírteini hafa ekki heldur tekið
sleppibúnaðinn.
Þann 20. mars sl. voru 591 þilfarsskip
með gild haffærnisskírteini og þar af voru
497 skip sem fullnægðu reglugerð um að
hafa um borð handvirkan sjósetningarbún-
að gúmbjörgunarbáta sem átti að vera
kominn um borð í öll íslensk fiskiskip fyrir
1. mars sl. 94 þilfarsskip voru hins vegar þá
með undanþágu frá Siglingamálastofnun til
1. maí n.k. til að koma búnaðinum urn
borð. Sagði Siglingamálastjóri að þessar
undanþágur hefðu verið veittar þar sem nú
Þannig virkar Olsen sleppibúnaðurinn þegar skip hefur fengið á sig 60 - 70 gráðu halla.
stendur yfir hávertíð. „Við höfum ekki talið sjósetningabúnað til uppsetningar. Ef skip-
okkur fært að stöðva þessi skip á miðri ver- stjórnarmenn vilja fá þennan búnað strax
tíð geti þau sýnt fram á að búið sé að panta um borð þá neyðir enginn þann skipstjóra
að fara á sjó sem ekki hefur fullgilt haffærn-
isskírteini en við höfum ekki talið það
mögulegt að stöðva þessi skip og því gefið
frest fram til 1. maí, en við þann frest verður
ekki bætt.
Samkvæmt reglugerðinni um sjósetning-
arbúnað gúmbjörgunarbáta á að vera búið
að koma sjálfvirkum sleppibúnaði um borð
í öll fiskskip fyrir 1. september í haust. Sigl-
ingamálastofnun hefur fyrir nokkrum árum
samþykkt svonefndan sjálfvirkan Sigmund-
arbúnað, sem þegar er búið að setja um
borð í fjölda fiskiskipa. Hins vegar hefur
við prófanir komið í Ijós að nauðsynlegt er
að skipta um belgi sem notaðir eru í búnað-
inum. Hefur Siglingamálastofnun krafist
þess að nýjum belgjum sem hún hefur við-
urkennt verði komið fyrir í stað þeirra eldri
í síðasta lagi fyrir 1. október n.k.
Þá hefur stofnunin nýlega viðurkennt
sjálfvirkan sleppibúnað fyrir svonefndan
Olsen gálga.
Siglingamálastjóri sagði í gær að sér sýnd-
ist ekkert standa í veginum fyrir því að
reglugerðinni yrði að fullu framfylgt hvað
áhrærir hinn sjálfvirka sleppibúnað og hann
verði kominn um borö í öll íslensk fiskiskip í
síðasta lagi 1. september í haust. - lg.
Ragna Bergmann, formaður Framsóknar:
Athugasemd
vegna viðtals
Ragna Bergmann, formaður
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar, hafði samband við blaðið og
kvaðst vilja koma á framfæri eftir-
farandi athugasemdum vegna við-
tals við þau Ágúst Vernharðsson
og Bryndísi Axelsdóttur, sem birt-
ist í blaðinu í gær.
Ragna kvaðst ekkert hafa vitað
um fyrirhugaða stofnun nýs félags
fiskverkafólks í Reykjavík fyrr en
um miðjan dag á mánudag, en þá
var kynningarfundurinn haldinn.
Hún sagði, að sér þætti mjög gott
til að vita, að fólk væri orðið virk-
ara á vinnustöðunum og því ekki
rétt, að annar tónn væri hjá Fram-
sókn en hjá Dagsbrún.
Þá sagði Ragna, að krafan um
leyfi vegna veikinda barna hefði
verið tekin upp hjá Framsókn við
gerð síðustu samninga. Af þeirri
kröfugerð hefði unnið stór hópur
innan Framsóknar.
Ragna Bergmann
Þetta er nýja skipið, Lucy Borchard frá Hamborg.
Skipadeild Sambandsins:
Kaupir nýtt skip
fy r ir 78 milj ónir
Skipadeild Sambandsins hefur fest kaup á þýsku
gámaflutningaskipi fyrir 78 miljónir króna. Skipið
verður afhent um miðjan maí og verður í áætlunar-
ferðum milli Islands og Evrópu.
f frétt frá Sambandinu segir að flutningar Skipa-
deildar hafi farið sívaxandi á undanförnum árum. S.l.
haust var tekið á leigu gámaflutningaskip og reynslan
sé svo góð að ákveðið hafi verið að festa kaup á sams
konar skipi. Nýja skipið leysi því erlend leiguskip af
hólmi.
13 manna áhöfn verður á skipinu. Það er byggt í
Þýskalandi 1976 og er burðargetan 3.850 tonn. Skipið
rúmar 210 gáma og er fyrsta íslenska kaupskipiö með
sérstökum gámagrindum. Fyrirhugað er að útbúa það
til flutninga á verulegum fjölda frystigáma.
- ÁI
6 skelfiskbátar stunda neta-
veiðar og eru að klára kvótann
Mikil vinna
í Hólminum
„Hér er unnið á fullu alla daga og
oft fram á kvöld og okkur finnst
það heilmikil vinna“, sagði Hólm-
ari sem hringdi til blaðsins í gær. Á
þriðjudaginn var þess getið í frétt í
blaðinu að í Stykkishólmi væri at-
vinnulíf nú með daufara móti þar
sem allir skelfiskbátar lægju enn
bundnir við bryggju. En það er
öðru nær, sem betur fer.
6 skelfiskbátar frá Hólminum
hafa verið á netaveiðum í Breiða-
firði frá því í byrjun mars og aflað
mjög vel eins og aðrir bátar á Nes-
inu. Vegna skelfiskveiða hafa þess-
ir bátar minni kvóta en ella, eða um
400 tonn hver og eru sumir þeirra
rétt búnir með kvótann og aðrir
verða líklega búnir að fylla sinn
kvóta um páskaleytið.
Hvað þá tekur við er nokkuð
óljóst að sögn heimamanna, en þó
er afráðið að einhverjir bátar munu
fara á rækjuveiðar og það skapar
nokkra vinnu hjá landverkafólki.
~lg-
N áttúru ver ndar þing
hefst 13. apríl n.k.
Fimmta náttúruverndarþingið verður haldið dagana 13. - 15. ap- ríl n.k. að Hótel Esju. Um 120 full- trúar eiga rétt til setu á þinginu og koma þeir víðs vegar að af landinu. Þingið verður sett kl. 17 föstu- daginn 13. apríl af formanni náttúr- uverndarráðs, Eyþóri Einarssyni. Þá ávarpar menntamálaráðherra þingið, og Eyþór Einarsson flytur ræðu og Jón Gauti Jónsson fram- kvæmdastjori ráðsins flytur skýrslu um störf þess. Á laugardagsmorgni verða flutt þrjú erindi um landnotkun á há- lendinu. Bjarni E. Guðleifsson fjallar um hefðbundnar nytjar, Páll Líndal um akstur og umgengni í óbyggðum og Einar E. Sæmundsen um náttúruvernd og orkum- annvirki. Sigrún Helgadóttir flytur erindi um umhverfisfræðslu og loks verða kynntar tillögur til ályktana og síðan verða nefndarstörf. A sunnudagsmorgni fer fram kjör í Náttúruverndarráð og síðan verða almennar umræður og af- greiðsla tillagna. Þinginu lýkur kl. 16 á sunnudag. - Á1 Fleiri ríkis- víxlar Ákveðið hefur verið að halda annað uppboð á ríkis- víxlum að nafnverði samtals 30 miljónir króna. Útgáfudag- ur er 13. apríl og gjalddagi 13. júlí 1984. Hver víxill verður kr. 50 þúsund að nafnverði. Skilmálar eru hinir sömu og í fyrra uppboði ríkissjóðs og tilboðum skal skila á sérstök- um eyöublöðum, með telexi eða staðfestu símskeyti til lán- adeildar Seðlabankans fyrir kl. 14 11. apríl n.k. Tekið er fram að tilboðin skuli vera í lokuðum ómerktum ums- lögum nema hvað þau skulu merkt „Ríkisvíxalaútboð".
Betra blað WMM