Þjóðviljinn - 06.04.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Síða 16
DJÖÐVIUINN Föstudagur 6. apríi 1984 Gæjar og píur Frumsýning í kvöld í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið söngleikinn Gœjar og píur sem þeir Jo Swerling og Abe Burrows gerðu upp úr sögum Damon Kunyon við tónlist eftir Frank Loesser. Söngleikur þessi er af mörgum talinn einn besti bandaríski söng- leikurinn sem fram hefur komið, og var hann sýndur 1200 sinnum á Broadway á 6. áratugnum og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Þetta er með viðhafnarmeiri sýn- ingum sem Þjóðleikhúsið hefur ráðist í og taka 42 leikarar og 16 manna hljómsveit þátt í sýning- unni. Leikurinn gerist í undirheimum New Yorkborgar rneðal veðmang- ara og fjárglæframanna, þar sent djöfullinn og Hjálpræðisherinn berjast um syndum spilltar sálir og draumurinn um ástina og hjóna- bandið svífur yfir vötnunum. Myndin sýnir dansatriði úr leiknum. ólg/Ljósm. Atli Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 vilja fyrra Helmingi fleiri á rækjuna en í „Veit ekki hve alvaran í þessu er mikilu, segir Pórður Eyþórsson í sjávarútvegsráðuneytinu Telja má víst að milli 100 - 200 bátar munu stunda rækjuveiðar þegar mest verður í sumar, en það eru um helmingi fleiri bátar en stunduðu veiðarnar í fyrra þegar mest var eða 85 talsins. Gífurleg ásókn er í leyfi til djúprækjuveiða og hefur sjávarútvegsráðuneytið þegar gefið út 40 veiði- leyfi, Ijöldi umsókna bíður afgreiðslu og nær daglega berast ráðuneytinu nýjar umsóknir um leyfi til djúprækjuveiða. „Ég veit ekki hve alvaran í þessu er mikil. Við höfum gefið út tal- svert af leyfum og flestir af þeim eru á veiðum. Okkur hefur borist mikið af umsóknuin en við höfum ekki afgreitt þær fyrr en menn hafa farið að ýta á eftir því. Menn virð- ast nokkuð óvissir hvað þeir ætla að gera og eru þá m.a. að tryggja sig með því að sækja um einhver leyfi fyrir sumarið", sagði Þórður Eyþórsson deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu í samtali í gær. Að sögn Þórðar má búast við því að verkfall á rækjumörkuðum undanfarna mánuði muni setja talsvert strik í reikninginn hvað snertir gífurlegan áhuga útgerðar- manna að koma skipum sínum í rækjuveiði. Nokkrir togarar og stærri skip hafa stundað rækju- veiðar á djúpmiðum í vetur með góðum árangri. Loðnubátar eru nú margir hverjir að undirbúa sig fyrir rækjuveiði og þegar lídur framá vorið mun fjöldi smærri báta halda á þessar veiðar. „Það er meiningin að hafa þetta sem frjálsast að þessu sinni að minnsta kosti. Rækja finnst nú mjög víða um landið og það liggja ekki fyrir neinar ákveðnar veiði- þolstölur um hvað við getum tekið af þessum svæðum. I samhengi við þetta bága ástand þorsksins þá hafa menn talið nauðsynlegt að beina flotanum á þetta að þessu sinni ef það gæti bjargað einhverju". Þórður sagði að einu afskipti ráðuneytisins af þessum veiðum yrðu að láta draga línur á miðunum úti fyrir Norðurlandi til skipta á milli smærri og stærri rækjuveiði- skipa. „Örtröðin verður það mikil að það er viðbúið að afkastameiri skip hafi möguleika á að urga upp þessi svæði sem nær liggja og bát- arnir eiga hægast með að sækja á. Það hafa borist óskir um að ráðu- neytið grípi þarna inní og þessi mál eru nú til skoðunar", sagði Þórður Eyþórsson. - Ig. Mótmæla vegarstæði Arnarnes- vegar Kennarafundur haldinn í Seljaskóla 29. mars mótmælir harðlega fyrirhuguðu vegar- stæði Arnarnesvegar um Vatnsendahvarf. í ályktun fundarins segir að vegurinn myndi liggja um mest notaða . útivistarsvæði borgarinnar sem þar að auki sé friðlýst. Lýsir fundurinn furðu sinni á þvi að mönnum skuli detta slík fásinna í hug þegar útivistarsvæðum borg- arinnar fækkar óðum og leggur til að vegurinn verði færður þannig að hann skerði útivistarsvæði sem minnst. Borgarstjórn í gærkvöldi: Vafasöm regla samþykkt í gær var samþykkt í borgarstjórn að taka gatna- gerðargjöld af eignalóðum og þeim sem fengu úthlut- að lóðum fyrir 1. jan. 1959. Jafnframt var samþykkt ákvæði til bráðabirgða að regla þessi gangi ekki í gildi fyrren 1. janúar 1986. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi bar fram þá breytingatillögu að fresturinn næði aðeins til 1. janúar 1985 því að það væri kappnógur tími fyrir þá sem þegar væru farnir að hugsa sér til hreyfings í að byggja á eignalóðum. Borgarstjórn felldi þessa breytingatillögu og greiddu einungis full- trúar Alþýðubandalagsins atkvæði með henni. Það sem menn óttast einkum varðandi þennan langa frest er það að hann verði hvati fyrir menn að flýta sér að byggja umfram það sem eðlilegt má teljast. Má því gera ráð fyrir að þeir sem hyggjast t.d. byggja skv. hinu nýja nýtingarhlutfalli á Skúlagötusvæðinu geri það áður en kemur til þess að þeir þurfi að greiða gatnagerðargjöld. Ketti og hundum frestað Umræðum um tvö hitamál var frestað í borgar- stjórn í gærkvöldi. Tillögu um að leyft verði niðurrif Fjalakattarins var frestað en þegar er búið að sam- þykkja það í borgarráði. Þá var tillögu borgarstjóra um rýmkað leyfi til hundahalds frestað að beiðni þeirra Sigurjóns Péturssonar og Kristjáns Benedikts- sonar þar sem flokkar þeirra þyrftu meiri tíma til að fjalla um málið. Þessi tvö mál verða því ekki tekin fyrir fyrr en 3. maí nk. Hamarshúsið samþykkt Miklar umræður urðu um Hamarshúsið í borgar- stjórn í gærkvöldi og var að lokum samþykkt að heim- ila íbúðir í húsinu en fulltrúar kvennaframboðs, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags voru á móti. Bankaráðsmenn kosnir Tveir menn voru kosnir í stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis í borgarstjórn í gærkvöldi: Tillögur komu fram um þá Ágúst Bjarnason, Sigurjón Péturs- son og Emmanúel Morthens. Fékk Ágúst 10 atkvæði, Sigurjón 6 og Emmanúel 5. Það vekur athygli að tveir af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins munu hafa kosið Sig- urjón. Niðursuðuvörur hœkka um 9%, taxti þvotta- húsa um 10% Vörur og þjónusta hækka Vísitölubrauð hækkuðu á bilinu frá 1,8% til 5,6% 23. mars og á miðvikudaginn hækkuðu niðursuðuvörur frá Óra um 9% samkvæmt upp- lýsingum Verðlagsstofnunar. I DV í gær kemur fram að meðaltalið í aðsendu heimilis- bókhaldi hækkaði um 8,2% á milli mánaðanna janúar og fe- brúar en eftir 5% launaupp- bótina á dögunum hafa fjöl- margir þjónustuliðir og vörur hækkað meira en kaupupp- bótinni nemur. Vísitölubrauðin eru fransk- brauð, sigtibrauð, maltbrauð, heilhveitibrauð og rúgbrauð og heimilaði Verðlagsstofnun hækkun á þeim frá 1,8% til 5,6% 23. mars. Önnur brauð hafa einnig hækkað í bakarí- um en mismunandi eftir versl- unum. í Þjóðviljanum hefur áður verið greint frá verðhækkun- um á lambakjöti sem hafa ver- ið stöðugar frá 1. mars. Niðursoðið grænmeti og aðrar niðursuðuvörur frá Óra hækkuðu um 9% á miðviku- daginn. Þá eru útseld vinna og ýmsir þjónustuliðir að hækka, oft mun meira en nemur kaupuppbótinni. Til dæmis hækkaði taxtinn í efnalaugum og þvottahúsum um 10% 7. rnars sl. - óg -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.