Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVJLJINN Hélgin 7.-8. aprfl 1984
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
\hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, ÓlafurGíslason, óskarGuðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Oryggismál sjómanna
Sú umræða sem orðið hefur um öryggismál sjómanna
í Þjóðviljanum og víðar að undanförnu er fyrir löngu
orðin tímabær.Meðal þess semleitt hefur verið í ljós er
fjöldi undanþága sem skip og skipverjar hafa fengið.
Björn V. Gíslason formaður nemendafélagsins í Stýr-
imannaskólanum skrifaði athyglisverða grein, sem birt-
ist í Þjóðviljanum sl. þriðjudag. Björn spyr hvort þú
værir „fullbúinn til að leggja upp í flugferð í flugvél sem
væri á undanþágu varðandi flughæfni og öryggisbúnað?
Altalað væri að vélar sömu tegundar væru stórhættu-
egar og fjöldinn allur af slíkum vélum hefði farist með
manni og mús!“ Vonandi geta allir svarað þessarý
spurningu afdráttarlaust með neii.
Guðrún S. Gísladóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum sínum í Brosi úr djúpinu
ritstJornarai*c»n______________________
Kakómjólkin
Fjandsamleg afstaða ríkisstjórnarinnar gagnvart
neytendasjónarmiðum kom glöggt fram í þeirri fyrir
ætlan fjármálaráðherra að styrkja samkeppnisstöðu
óhollra gosdrykkja gagnvart svokölluðum hollustu-
drykkjum. Samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra átti
að leggjast 17% vörugjald og 23.5% söluskattur á
kakóm|ólk, sem flest barnaheimili nota í einhverjum
mæli. Arleg framleiðsla kakómjólkur í landinu er frál
1,1 miljón lítra til 1,3 miljón Iítra.
Ef vilji fjármálaráðherra gengur eftir lækkaði kóka!
kóla gosdrykkur úr 35,70 kr. líterinn í 28,50 eða lækkun
um rúm 20%. Kakómjólkin hins vegar hefði hækkað úr
37,60 krónur líterinn í 53 krónur eða um rúmlega 40%. j
Neytendasjónarmið eiga síður uppá pallborðið hér á
landi en í nágrannalöndum okkar. Hollustusjónarmiða
í verðlagspólitík hefur gætt alltof lítið og brasksjónar-
miðið ráðið alltof miklu. Þó tekur steininn úr þegar
ríkisstjórn sem kallast vill ábyrg gengur á undan með
barbariskum sjónarmiðum á matvörumarkaði einsog
nú er að gerast. Eðlilegt væri að manneldisfræðingar og
neytendasamtök væru með í ráðum þegar jafn mark-
andi stefna í verðlagsmálum er lögð og sú, að beina
landsins börnum að kóka kóla í stað mjólkurafurða.
Hitt er og eftirtektarvert, að framleiðendur virðast
hafa smurt meir en nokkru hófi gegnir á mjólkurafurð-
irnar. Fyrirtæki sem býr til kakómjólk úr niðurgreiddri
mjólk sem seld er á 18,70 krónur líterinn og selur svo
kakómjólkina á 37 krónur þarf að gera neytendum
grein fyrir sinni álagningu.
Það segir svo sitt um andrúmsloftið í stuðningsliði
ríkisstjórnarinnar hversu kurteislega þeir ávarpa hvern
annan í fjölmiðlum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks-
mennirnir.
Gunnar Guðbjartsson lætur hafa eftir sér að Albert
Guðmundsson „ætti bara að halda áfram að gæla við
tíkina en hætta að vera í fjármálaráðuneytinu“. Albert
segir hins vegar að það sé „hreint okur“ á kakómólkinni
og „þeir ærast svo yfir Iögskipaðri skattheimtu og
hlaupa grenjandí í blöðin yfir innheimtunni“, segir
hæstvirtur ráðherrann. Og Davíð Scheving Thorsteins-
son taldi ákvörðun Alberts vera hneyksli, verið sé að
hlúa að heildsölunum á kostnað innlends iðnaðar. Eftir
allt þetta gafst Albert upp á kakómólkinni og bíður
næsta tækifæris til að hygla heildsölum á kostnað
neytenda.
Rétt er að geta þess að sá vísir að matvælaeftirliti sem
til er í landinu er settur í fj ársvelti af þessari neytenda-
fjandsamlegu ríkisstjórn. Aðalfundur heilbrigðisfull-
trúafélags Islands segir í ályktun að fjárveitingar til
Hollustuverndar ríkisins séu svo naumar að hún geti
ekki sinnt þeim verkefnum sem henni eru ætluð sam-
cvæmt lögum. Hvarvetna þar sem ríkisstjórnin þarf að
velja á milli heildsala og almennings, hinna ríku og hins
almenna launafólks, þá skulu hagsmunir peninganna
átnir ráða. Þetta er nefnilega ekki ríkisstjórn þjóðar-
mnar, heldur ríkisstjórn fjármagnsins í landinu.
Hanna María Karlsdóttir leikur eiglnkonuna Helenu en fjær sjást Sigríður Hagalín í hlutverki móðurinnar og
Sigurður Skúlason í hlutverki eiginmannsins Eðvarðs.
Bros úr djúpinu
Undanfarin 2-3 ár hafa
gagnrýnendur keppst við að
hlaða á hann lofi, hann hefur
verið nefndur „hinn nýi
Strindberg" og þar fram eftir
götunum. Leikhús á ölium
Norðurlöndun kappkosta að fá
leikrit hans til sýninga og verk
hans hafa nú einnig verið sýnd
í Þýskalandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Og nú á
miðvikudag verður ífyrsta
skipti sýnt leikrit eftir þetta
nýja stirni hér á landi. Og hver
er svo maðurinn? Hann heitir
Lars Norén og hefur um langt
árabil verið þekkt Ijóðskáld í
Svíþjóð en hefur eftir 1980
helgað sig leikritagerð með
þessum árangri. Leikritið sem
sýnt er í Iðnó heitir Bros úr
djúpinu (Underjordens
leende) og er þýtt af Stefáni
Baldurssyni. Kjartan
Ragnarsson er leikstjori en
Pekka Ojamaa frá Finnlandi
gerir leiktjöldin.
Við hittum þá Kjartan, Stefán
og Pekka að máli á blaðamanna-
fundi í vikunni og þeir sögðu að
þetta leikrit væri unnið eftir dá-
Iítið öðrum leiðum en venjulega.
Textinn væri ákaflega flókinn og
væri leitast við að hver persóna
gæti sýnt ólík viðbrögð við sömu
aðstæður. Þetta kallaði fram
meira frelsi fyrir leikarann og
einnig meiri kjark af hans hálfu.
Reynt væri að finna grundvallar-
stemningu fyrir hverja sýningu og
hreyfingar og staðsetningar væru
ekki jafnrígbundnar og oftast.
Það mætti því segja um leikritð
eftir Lars Norén,
eftirsóttasta
leikritahöfund
Norðurlanda
að það væri frjótt, spennandi og
kröfuhart.
Það sem helst einkennir leikrit
Noréns er afskaplega sérstæður
og persónulegur stíll hans,
óvenjulega nærgöngul krufning á
sálar og tilfinningalífi fólks eins
og það speglast í daglegum sam-
skiptum, fótfestuleysi hins ráð-
villta nútímamanns.
Leikritið Bros úr djúpinu fjall-
ar um ást og ástleysi, þörf okkar
fyrir ást og umhyggju, foreldra-
vandann og ábyrgð okkar á sjálf-
um okkur og okkar nánustu. Að-.
alpersónur leikritsins eru lista-
menn, hjónin Eðvarð og Helena,
hann er rithöfundur sem ekki
hefur skrifað staf í fjögur ár, hún
er ballerína og dansahöfundur.
Þau eru nýbúin að eignast sitt
fyrsta barn en fæðingin hefur orð-
ið Helenu um megn, hún fengið
taugaáfall og neitar að annast
barnið. Leikritið hefst þegar hún
kemur heim eftir þriggja 'mánuða
dvöl á geðsjúkrahúsi. Eiginmað-
ur hennar hefur annast barnið
ásamt móður Helenar og systur
og eru þetta persónur verksins að
viðbættri vinkonu Helenar af
sjúkrahúsinu.
Með hlutverk hjónanna fara
Hanna María Karlsdóttir og Sig-
urður Skúlason. Móður Helenar
leikur Sigríður Hagalín, systurina
Guðrún S. Gísladóttir og vinkon-
una Valgerður Dan.
Lars Norén, sem nú stendur á
fertugu, hóf feril sinn sem ljóð-
skáld, eins og áður sagði og var
orðinn þekktur sem slíkur er
hann hóf að semja leikrit fyrir al-
vöru. Hann sló endanlega í gegn
með verkunum Bros úr djúpinu
og Nóttin er móðir dagsins en
bæði þessi verk voru frumsýnd
árið 1982. Talið er að flest leikrit
hans séu að einhverju leyti sjálfs-
ævisöguleg og persónurnar eru
stöðugt að koma áhorfendum á
óvart og einnig öðrum persónum
leiksins og sjálfum sér. M.a. þess
vegna eru þau svo nærgöngul og
kröfuhörð við leikara.
Leikmynd og búningar eru
eftir finnska leikmyndateiknar-
ann Pekka Ojamaa eins og áður
sagði en hann er gestur Leikfé-
lagsins á þessari sýningu fyrir til-
stuðlan norrænu leiklistarnefnd-
arinnar en hann er í fremstu röð
ieikmyndateiknara, og hefur
starfað í nær öllum leikhúsum
.Finna og auk þess í A-
Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi.
Hann hefur áður verið hér á Is-
landi við kennslu í Leiklistar-
skóla ríkisins og í fyrravetur gerði
hann leikmynd við sýningu Nem-
endaleikhússins á Prestsfólkinu.
Lýsingu annast Daníel Wil-
liamsson, og Nanna Ólafsdóttir
samdi dans. Þess skal að Iokum
getið að sýningin á Brosi úr djúp-
inu er stranglega bönnuð börnum
og hneykslunarkjörnu fólki er
eindregið ráðlagt að koma ekki á
sýninguna.
-GFr