Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 11
Helgin 7.-8. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
nemendur listaskóla kannast við og
tileinka sér í undirstöðunámi.
Hann á eftir að bæta sjálfum sér við
þessa grunntækni.
Listaverk er nokkurs konar ein-
tal skapandans við aðnjótanda.
Þetta eintal byggist ekki á sjálfbirg-
ingslegri yfirlýsingu: „Sjáðu hvað
ég get“, heldur: „Má ég veita þér
innsýn í það sem ég sé?“. Staldri
áhorfandinn við, breytist eintalið í
hljóðlátt samtal og þolandanum
gefst kostur á að botna sköpun
verksins með eigin persónulegum
hugleiðingum. Þannig verður
áhorfandinn skapandi, en er ekki
lengur einfaldur þiggjandi.
Vilhjálmur býr yfir nægri tækni
til að dýpka sjónarhorn sín og
auðga þannig skynjun áhorfenda,
því heilindi skortir hann ekki. Hið
eina sem hann þarf er að staðfesta
persónuleika sinn og setja hann
ofar skólabókunum. Almenna
tæknikunnáttu þurfa þeir einir að
auglýsa, sem hrósa vilja áhorfend-
um fyrir andlegt getuleysi.
Vissulega kostar staðfesting per-
sónuleikans listamanninn ein-
hverjar vinsældir, því margur
áhorfandinn kýs að njóta listar sem
segir honum ekki annað en það
sem hann þegar veit og skynjar. En
tíminn vinnur ávallt gegn slíkri
tækifærislist og svo segir mér hugur
um að Vilhjálmur muni með tíð og
tíma draga fram skýrari mynd af
eigin verðleikum. Þá mun hið til-
lærða smám saman hverfa í skugg-
ann fyrir því sem undir býr.
HBR
Það er þessi formfræði sem
liggur til grundvallar myndum
Valtýs í Listmunahúsinu. Hún úti-
lokar allt annað en form og liti og
listamaðurinn vinnur verk sín í
anda arkitektúrs og verkfræði.
Myndirnar byggjast á kaldri rök-
hyggju og yfirvegun. Það er fróð-
legt að sjá hve föstum tökum Val-
týf hefur tekið þessa vísindalegu
flatamálsfræði. Hann hefur kann-
að alla hugsanlega möguleika
þeirra grunnforma sem hann
fékkst við. Árangurinn er óvenju
jafn og sterkur og sýningin er þ.a.l.
mjög góð.
Hver mynd er eins konar af-
leiðing þeirrar næstu og fyrir vikið
skapast heilsteypt hrynjandi á
veggjum salanna. Það sem á 6. ára-
tugnum verkaði æpandi og óalandi
á hinn almenna sýningargest, hefur
nú yfir sér hugþekkan og næstum
blíðlegan blæ. Þar er að verki næmt
litaskyn og þroskuð formhugsun
sem hlýtur að hrífa hvern þann sem
eitthvert skynbragð ber á vandaða
myndlist. Þá er staðfesta Valtýs að-
dáunarverð, þegar haft er í huga að
myndirnar eru unnar á sex ára
tímabili. Hann virðist aldrei tapa
þræðinum né glata þeirri yfirsýni
fyrir heildina sem er forsenda
rannsakandi vinnubragða.
Þessi afmælissýning Valtýs í
Listmunahúsinu sannar á óvéfengj-
anlegan hátt að sterk listhugsun og
vönduð list vex og dafnar þrátt fyrir
andstöðu og mótlæti. Að endingu
sviptir hún burt hulu þröngsýni og
fordóma og stendur eftir sem
minnisvarði um sigur hreyfan-
legrar hugsunar yfir stöðnun og
forpokun. Þannig glatar hún ekki
gildi sínu þó svo hún eldist frá hinu
nýstárlega til hins sögulega.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
Iist Valtýs hefur risið hæst á þessum
árum og maður fyllist vissum
söknuði eftir þeim ófæddu lista-
verkum sem hefðu getað sprottið
upp af þessum gouache-myndum,
en sáu ekki dagsins ljós vegna þess
að tengslin við uppspretturnar
rofnuðu. Það er ekki þar með sagt
að Valtýr hafi söðlað um í einu vet-
vangi, heldur hitt að honum
auðnaðist ekki að þróa þennan stíl
sinn frá 6. áratugnum yfir á nýja og
jafn þróttmikla stigu. Hefði hann
þó átt að geta séð hvernig Amerík-
anar fór að undir merkjum litflata-
stefnunnar og minimalismans.
En hér er ég kominn út í vafa-
samar og gagnslausar vangaveltur,
enda er Valtýr í fullu fjöri og til alls
vís. Um leið og ég hvet alla til að
líta inn í Listmunahúsið um þessa
helgi, óska ég afmælisbarninu til
hamingju með lærdómsríka sýn-
ingu.
HBR
KLÆÐNINGARSTAL
í ÁTTA LITUM
BEYGT ÞVERT Á BÁRU
eöa
BEINT í HVAÐA LENGD SEM VERA SKAL
ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND
vírnet;
BORGARNESI - SÍMI 93 7296
ANNAÐ
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Ríkissjóður Islands hefur ákveðið að bjóða út
■ ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár-
laga 1984 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr.
79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana.
2I boði verða víxlar að nafnvirði samtals
■ 30.000.000 kr. með útgáfudegi 13. apríl 1984 og
gjalddaga 13. júlí 1984.
Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og
■ verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald-
daga.
4Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 10
■ víxlum (þ.e. nafnverð 500.000 kr.). Heildartil-
boðsverð þeirra skal tilgreint í heilum hundruð-
um króna. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja
hverju tilboði sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékki sem
gefinn er út af innlánsstofnun, sem tilboðstrygg-
ingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 10.000 kr. og
stílaður á Seðlabanka íslands v/ríkisvíxlaút-
boðs. Gangi tilboðsgjafi frá tilboði sínu, sbr. þó
7. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún
upp í ríkisvíxlaviðskipti viðkomandi aðila eða
verður endursend sé tilboði hafnað af ríkissjóði.
Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal
meta ógilt.
Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru:
Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris-
sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu-
neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru
af Tryggingaeftirliti ríkisins.
5Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem
■ fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg-
ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild
Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík,
fyrir kl. 14.00 11. apríl 1984 og séu í lokuðum
ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau
séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð".
6Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað-
■ festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama
tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu-
leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið.
7Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða
■ hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting
eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild
Seðlabankansfyrirkl. 14.00 hinn H.apríl 1984.
8Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er,
■ verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00
hinn 12. apríl 1984. Staðfestingarbréf verða auk
þess send til þeirra.
Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er
eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér-
staklega að öðru leyti en með endursendingu
tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti.
9Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega
■ eins fljótt og hægt er, án vísunar til hafna til-
boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla.
Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið
■ verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl.
14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir
eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema
þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn
geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma
áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs-
gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann
tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs-
gjafi glatartilboðstryggingu sinni.
Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn-
unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu
reglur og gilda hverju sinni um innstæður í
bönkum og sparisjóðum.
Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja
frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, Reykjavík.
11
12
Reykjavik, 4 apni 1984
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS