Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aprfl 1984 FULLTRUASTARF Ein af deildum Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmann í fulltrúastöðu. Starfssvið hans er umsjón með fjármálum og bókhaldi deildarinnar. Leitað er að manni með góða þekkingu og reynslu á þessu sviði. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD ORKUBÚ vestfjarða Utboð Orkubú Vestfjaröa óskar eftir tilboöum í strengingu leiðara fyrir 66 kv háspennulínu frá Mjólkárvirkjun til Tálknafjarðar. Útboðsgögn: Strenging. Orkubúið leggur til efni frá birgðastöðvum á ísafirði og Bíldudal. í verkinu felst auk strengingar leiðara upp- setning einangrara, jarðbindingar o.fl. Verkið skal hefjast 16. júlí 1984 og Ijúka 8.10.1984. Lengd línunn- ar er 45 km og fjöldi mastra 503. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubúsins á ísa- firði frá og með 12.4. 1984 og kosta kr. 400. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 3.5.1984 kl. 11.00 á skrif- stofu Orkubúsins á ísafirði að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska og skulu þau hafa borist tækni- deild Orkubúsins fyrir þann tíma. Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í byggingu 19 kv háspennulínu frá Hrútatungu til Borðeyrar. Útboðsgögn 19 kv háspennulína, Hrútatunga- Borðeyri. Orkubú Vestfjarða leggur til efni frá birgðastöðvum á Borðeyri og í Hrútatungu. Verkið skal hefjst 1.10. 1984 og Ijúka 1.12. 1984. Lengd línunnar er um 9,5 km og fjöldi mastra 110. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði, fimmtudaginn 3.5. 1984 að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska, og skulu þau hafa borist tækni- deild Orkubúsins fyrir þann tíma. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubúsins á ísa- firði frá og með fimmtudeginum 12.4. 1984 og kosta kr. 400. Orkbú Vestfjarða Stakkanesi1 400 ísafjörður SUMARDVALARHEIMILI. Þeir aðilar sem ætla að starfrækja sumardvalarheimili fyrir börn sumarið 1984, þurfa að sækja um rekstrar- leyfi fyrir 31. maí nk. Þar til gerð eyðublöð liggjaframmi í menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 4. apríl 1984. Útboð-húsaviðgerðir Óskað er eftir tilboðum í að fjarlægja máln- ingu af steyptum útveggjum þriggja fjölbýlis- húsa í Reykjavík. Tilboðin verða opðnuð þriðjudaginn 17. apríl 1984 hjá Verkfræði- stofunni Línuhönnun, Ármúla 11. Reykjavík. sem veitir upplýsingar um verkið. bridge íslandsmótið: Hverjir komast í úrslit? Riðlakeppnin á íslandsmótinu í sveitakeppni hófst á Loftleiðum í gærkvöldi. 24 sveitir taka þátt í' undanrásum, að undangengnum úrtökumótum um land allt. Þess- um 24 sveitum er skipt í 4 riðla og komast 2 efstu úr hverjum riðli í úrslit, sem verða spiluð um pá- skana. ^ Áður hefur skipan sveita birst í þættinum, utan þess að 2 vara- sveitir koma inn. Það eru sveitir Sigmundar Stefánssonar og Heimis Tryggvasonar, báðar úr Reykja- vík. Þær koma í stað sveita frá Vestfjörðum og Vesturlandi. (Bæði þessi svæði héldu ekki svæðamót, þannig að eitthvað virð- ist málum þar blandið.). Nú, um möguleika einstakra sveita til áframhaldandr keppni er það að segja, að hart verður barist í öllum riðlum og öll úrslit ekki fyrir- fram gefin. í A-riðli koma fjórar sveitir til með að berjast um sætin tvö, sveitir Runólfs, Ágústs, Sig- urðar og Samvinnuferða. Spá þátt- arins er að Samvinnuferðir og Sig- urðar hafi það, naumt þó. í B-riðli virðist sveit Þórarins nokkuð örugg og baráttan komi til með að standa á milli Ármanns og Eiríks um 2. sætið. Að líkindum verða vinir mínir af Skaganum erf- iðir, en það eru einnig frændur og vandamenn í sveit Ármanns, þann- ig að þar hallast ekkert á. í C-riðli eru nokkrar blikur á' lofti. Nokkuð jafn riðill, þó sveitir Ólafs og Gests eigi nú samkvæmt „bókinni" að tryggja sér þátttöku- rétt í úrslitum. Þær hafa báðar sýnt ágætis árangur í vetur, enda skip- aðar nokkuð jöfnum spilurum. Þó er ekki hægt að afskrifa sveitir eins- og Ásgrím og bræður frá Siglufirði, eða Selfyssingana eða Stefán Pálss. Semsagt, opinn riðill að mestu. í D-riðli eru tvö „tröll“. Sveitir Úrvals og Jóns Hj. Þær „ættu“ að vera nokkuð öruggar, en sveitir Guðbrands og Þorfinns eru hættu- legar. Ef einhvers staðar verða óvænt úrslit verður það í þessum riðli. Semsagt, að mati þáttarins spila þessar sveitir til úrsiita á íslands- mótinu 1984: Samvinnuferðir- Landsýn, Sigurður Vilhjálmsson, Ólafur Lárusson, Gestur Jónsson, Þórarinn Sigþórsson, Eiríkur Jóns- son. Úrval og Guðbrandur Sigur- bergsson. Til vara í hverjum riðli: Ásgrím- ur Sigurbjörsson, Runólfur Páls- son, Ármann J. Lárusson og Jón Hjaltason. Einsog fyrr sagði, hófst mótið í gærkvöldi. Tvær umferðir verða spilaðar í dag og hefst sú fyrri kl. 13 og sú síðari kl. 20. Og á morgun verða svo tvær síðustu umferðirnar og hefjast þær á sama tíma. Stórmeistarar heiðraðir í gærkvöldi voru heiðraðir þeir spilarar sem náð hafa stórmeistar- aáfanga hér á landi. Áður hafði Þórarinn Sigþórsson hlotið þann heiðurstitil og hafa eftirtaldir spil- ararnú bæstíþann hóp: Ásmundur Pálsson, Karl Sigurhjartarson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Jón Baldursson og Sæ- var Þorbjörnsson og Valur Sig- urðsson. Alls hafa því 8 íslenskir spilarar hlotið nafnbótina „stórmeistarar" í bridge. Björn Theódórsson, forseti Bridgesambands íslands, afhenti viðurkenninguna og mun sú regla héreftir viðhöfð við sama tækifæri, er fleiri spilarar bætast í „heiðurs- launahópinn“. Aðal- fundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1984 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 14. apríl 1984 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í sam- ræmi við ákvæði 18. gr. sam- þykkta bankans. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 11., 12. og 13. apríl nk. Benedikt Davíðsson, form. Þórunn Valdimarsdóttlr, ritari. UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í 2. áfanga ARNARNESVEGAR. Helstu magntölur eru: Lengd Fylling og burðarlag 1.4km 24.000 m3 Verkinu skal lokið 31. ágúst 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykjvík, frá og með 10. apríl 1984 og kosta kr. 1.000. Skila skal tilboði í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík fyrir kl. 14:00 hinn 30. apríl 1984. Reykjavík í apríl 1984. Vegamálastjóri. Arlegir vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins verða í Austur- bæjarbíói í dag laugardaginn 7. apríl, og hefj- ast kl. 14. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Stjornandi: Ellert Karlsson. Kynnir: Jón Múli Árnason. Aðgangur ókeypis. Lúðrasveit Verkalýðsins. BOKAVÖRÐUR Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða bóka- vörð hjá skólasafnamiðstöð fræðsluskrifstof- unnar Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar veitir skólasafnafulltrúi í síma 28544. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. apríl 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.