Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. aþrfl 1984 Það eru haldnir fundir og gamlar hrukkur sléltar til að sýna fórnfúsar lundir í þágu evrópskrar stéttar. Það er talað um frið. Friðarhreyfingin er við. Þriðji heimurinn uppsker sem hann sáir. Hann brennur í afskiptalausu báli. Það er talað um ef þriðja styrjöldin byrji, þá verði algjör endalok. Er það von þó menn spyrji með lygina upp í kok? Seinni heimsslyrjöldin lók aldrei enda. Hún fœrði sig lítid eitt um set. Þriðji heimurinn fékk hana senda pakkaða inn í gullofið pólitískl net. Og þið biðjið um frið handa ykkur, sum ykkar í einlœgri trú. í orðum ykkar felst viss styrkur, samt er keimur orðanna súr. Þið talið um frið í þetta mörg ár. Sannleikur bombunnar er sár. Seinni heimsstyrjöldin tók aldrei enda. Þriðji heiinurinn hýsti hana í fjörutíu ár. - Hvar ætlarðu að búa í Banda- ríkjunum? - Nálægt L.A. - Má líta á það sem uppgjöf hjá þér að fara til Bandaríkjanna? - Já, að vissu leyti er það upp- gjöf. Uppgjöf á íslensku tón- listarlífi. En í hina röndina, eins og ég sagði áðan, er þetta tilraun til endurnýjunar. - Nú kemur það örlítið spánskt fyrir sjónir að þú sem hefur hvað harðast gagnrýnt „guðs útvöldu þjóð“ skulir svo sjálfur fara þang- að... - Ekki finnst mér það, menn verða að horfast í augu við and- stæðing sinn og berjast fyrir þeim hlutum sem eru þess virði , hvar sem er. Það er hópur manna í Bandáríkjunum sem vill hlusta á pólitíska tónlist. Sérðu Clash. Þeir eru mjög vinsælir og þeir flytja mjög pólitíska tónlist. Egó platan kemur á óvart - En svo við snúum okkur aftur að sólóplötu þinni. Kom það aldrei til tals að Megas syngi með þér inn á hana? - Nei. - Hver er útgefandi þessarar plötu? - Ég og Safarí gefum þessa plötu út. Mér fannst vera kominn tími til að skipta um, breyta til og eins fæ ég meira fyrir mína vinnu með því að fara þessa leið. - En Egóplötuna? - Hún kemur út en hver útgef- andinn verður er óvíst. - Má búast við einhverri stefnubreytingu á þessari nýju Egóplötu? - Já og hún á eftir að koma á óvart, það get ég sagt þér. En um stefnu vil ég ekkert segja, það kemur í ljós þegar hún kemur út. Eitt get ég þó sagt, hún er miklu þyngri en fyrri plötur okkar, miklu þyngri. - Er það ekkert sárt að yfirgefa það sem við getum kallað „kon- ungssætið“ í íslensku tónlistarlífi og verða einn af fjöldanum fyrir vestan, óþekkt nafn? - Ekki finnst mér það. Það er fullt af fólki hér sem getur gert góða hluti og ágætt að menn hafi sætaskipti annað slagið. Nú geta þessir meðvituðu tónlistarmenn farið að leika fyrir fólkið. Með þessum orðum þurfti Bubbi að þjóta, Egóið átti nefni- lega tíma í Hljóðrita og það átti að taka upp sönginn. Og því viss- ara fyrir söngvarann að mæta á réttum tíma. Við vonum að Bubba gangi allt í haginn fyrir vestan og hann fái í það minnsta meiri sól en við. JVS dægurmál Ásbjörn Morthens hefur stað- ið í stórræðum upp á síðkastið. I vikunni er von á fjórðu sólóplötu hans og innan tíðar er von á nýrri Egóplötu en verið er að leggja síðustu hönd á vinnslu þeirrar plötu. Innan skamms mun hann taka saman pjönkur sínar og halda vestur um haf. Yfirgefa skerið. Þetta eru mikil tíðindi því að ef það er einhver, sem hægt er að kalla stjörnu á íslandi, einhver sem hægt er að segja um, að hafi verið ímynd íslenskra tónlistar- manna undanfarin ár, þá er það Bubbi Morthens. Oft hefur viðtal verið tekið af minna tilefni og þess vegna snaraði ég undir mig betri fótunum og hélt heim til hans. Ég kom og bankaði upp á um tólfleytið. Bubbi kom til dyra og var að nudda stýrurnar úr augunum þegar hann opnaði fyrir mér. Hafði verið að halda tón- leika kvöldið áður og var þess vegna fremur framlágur. - Hvenær er von á þessum plötum sem þú hefur verið að vinna að á undaförnum vikum? - { vikunni mun sólóplatan koma út en ekki er Ijóst hvenær platan með Egóinu verður tilbú- in. Við erum að ljúka upptökum á henni og því erfitt að segja til um það. Sólóplatan átti að koma út seinasta fimmtudag en eins og þú veist þá klikkar alltaf eitthvað og því tafðist útgáfan á henni. - Hvað á platan að heita og hvaða hljóðfæraleikarar aðstoða þig við gerð þessarar plötu? - Platan heitir Nýr spor og þeir sem aðstoðuðu mig við gerð hennar voru Fúsi „fallbyssa" úr Baraflokknum, á trommur, Þor- leifur úr Frökkunum á bassa og Þorsteinn Magnússon fyrrum meðlimur Þey á gítar. Platan er hrá, mjög hrá, tekin beint upp og lítið átt við upptök- urnar, sama og ekkert um „döbb“ og annað slíkt. Ég vona að hún hristi upp í einhverjum því að hér hefur ríkt of mikil lognmolla upp á síðkastið í tór. listarlífinu. - Nú ert þú að fara til Banda- ríkjanna, hvað vcrður þá um Eg- óið? - Mér finnst ólíklegt að það hætti, menn liggja ekki við bryggju þó skipstjórinn fari í land, og allir í áhöfninni með stýrimannspróf. Þeir eru fullfærir og bjarga sér örugglega sjálfir án minnar aðstoðar. - Nú hafa mannabreytingar verið örar í hljómsveitinni, hvaða ástæður liggja þar að baki? - Okkur hefur gengið misvel að starfa saman og þá hafa þeir verið látnir fara sem ekki hefur verið hægt að starfa með. Aðrir reyndust ekki eins vel og vonir stóðu til og því engin ástæða til að hafa þá í hljómsveitinni. - Hverjir skipa Egóið í dag? - Auk mín eru það Rúnar og Beggi. - En hvað með Asgeir Oskars- son og Pétur Hjaltested? - Þeir aðstoða okkur á hljóm- leikum og við gerð plötunnar en það hefur aldrei komið til tals að þeir gengju í hljómsveitina. Bæklun hlaupin í tónlistarlífið hér - Nú ert þú á lciðinni til Banda- ríkjanna, fer Egóið með þér út? - Nei, Danny Pollock fer með mér vestur um haf og þar ætlum við að stofna hljómsveit sem á að heita Das Kapital. Því má bæta við að það er tilbúinn mann- skapur úti til að stofna hljóm- sveit. - En hvað með atvinnuleyfi, er ekki erfitt að fá slíkt? - Ég hef ekkert slíkt, fæ það vonandi um leið og ég fæ vinnu úti. Ég ætlaði að fara til Banda- ríkjanna til að hvíla mig. Komast í annað umhverfi, leita fyrir mér. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég verð lengi. Kannski nokkrar vik- ur, mánuði eða ár. Hver veit, það verður að koma í Ijós. - Ertu kannski kominn með plötusamning úti? - Um það vil ég ekkert segja, það kemur í ljós ef eitthvað slíkt kemur upp. Það kemur engum við nema mér hvort ég fæ samn- ing eða ekki. Menn mega ekki lengur fara til útlanda öðruvísi en allir haldi að viðkomandi stefni á heimsfrægð. - Nú hefði mér fundist eðlilegra að þú færir til Englands og reyndir fyrir þér þar en ekki til Bandaríkjanna. Hvers vegna valdirðu Bandaríkin? - Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri er að ég held aðþað sé meiri þörf fyrir vakandi fólk í Banda- ríkjunum en í Englandi. Sú síðari er að þar sem ég ætla að vera er sól og hiti, strönd og allt saman. En slíkt finnur maður ekki á Eng- landi. Ég er búinn að fá nóg af veðráttunni hérna heima, finnst tími til kominn að hreyfa mig um set. Þessi ferð er að vissu leyti farin til að endurnýja sjálfan mig. Það er nauðsynlegt að menn standi ekki of lengi í sömu sporunum. Auk þess er hlaupin hér bæklun í tónlistarlíf og því tími til kominn að flytja sig. - Hvað áttu við með bæklun? - Sérðu alla þessa meðvituðu listamenn, Kuklið ofl. Þau fara fyrst að hugsa um friðarmál þegar þau uppgötva að gúrúarnir þeirra í Crass berjast fyrir friði. Þau hafa ekkert skipt sér af þessu áður og þaðan af síður einhverju sem kalla má friðarhreyfingu það er eins og verið sé að flytja inn nýja tegund af jakkafötum. - Er ekki betra seint en aldrei? - Jú, ef til vill, en þetta er svo mikil hræsni, það fylgir ekki hug- ur máli. - Er það þetta sem þú ert að fara í textanum „Friðarhreyf- ing“? - Þetta og miklu meira: Ný spor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.