Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.04.1984, Blaðsíða 23
Hfelgin 7.-8. april 1984 l»J'()l)VlUlNN - SÍÐA 1% f ram og eried lií Ekki veit ég hvort fuglinn hennar Þórunnar kann að tala, en hann hlýtur að syngja fallega. Nafnið hans er nefnilega samsett úr nöfnum tveggja mikilla tónskálda, Wolfgangs Mozart og Jóhanns Sebastíans Bach. Páfagaukar eru með allra elstu fugl- um sem lifa í dag. Það má reyndar telja merkilegt að þeir skuli ekki hafa breyst að ráði eða hreinlega dáið út í milljónir ára. Steingervingar sem hafa fundist sýna að fuglar, sem eru næstum eins og páfagaukar eru í dag, hafa verið til löngu áður en fyrsti maðurinn lét til sín taka. Nú á tímum eru til yfir 600 teg- undir af páfagaukum, þeir lifa aðallega á heitum svæðum og eru allsstaðar villtir nema í Evrópu. Þetta eru hraustir fuglar og flestir þeirra geta lifað lengi. Þeir aðlagast auðveldlega mismunandi umhverfi og þessvegna hafa sjómenn í gamla daga tekið þá með sér út í sjó í langar sigling- ar. Allir þekkja sögur af sjóræningjum eða öðrum sjóhetjum með páfagauka á öxlunum. Páfagaukar eru fallegir og gaman að fylgjast með þeim, litskrúð- ugum fjöðrum þeirra og sniðugu hátta- lagi. Skemmtilegastir eru þeir auðvitað þegar þeir læra að tala. Það er auðvelt að temja þá og þeir geta þolað nokkuð mikinn kulda. Villtir fuglar kjósa að búa í skógum og þar dvelja þeir í stórum hópum sem skrækja, masa og skríkja allan lið- langan daginn. Þeir eru líka bæði hug- rakkir og tryggir fuglar. Ef einhver hætta steðjar að einum þeirra ræðst all- ur hópurinn til varnar og berst upp á líf og dauða. Páfagaukar eru grænmetisætur og vilja helst ávexti, brum og fræ. Þegar þeir eru í fæðuleit sveifla þeir sér milli greina líkt og apar, þeir geta nefnilega líka notað nefið til að klifra. Klærnar eru mikilvægar fyrir þá, því auk þess að nota þær til að klifra þá geta þeir líka notað þær eins og við notum hendurn- ar, ein klóin beygist nefnilega á móti hinum eins og þumalfingurinn gerir á okkur. Oft sjást þeir sitja með mat í kló og bera hann upp að munninum eins og við borðum. Þetta geta fuglar yfirleitt ekki. Páfagaukar byggja sér hreiður í hol- um trjám. Eggin eru alltaf hvít. For- eldrarnir hugsa vel um ungana sína og fljúga vítt og breitt til að leita að fæðu handa þeim. Páfagaukar ganga yfirleitt ekki á jörðinni en þeir eru duglegir bæði að klifra og fljúga. Auðveldast er að kenna gráa afríska páfagauknum að tala en hann er einnig einn vitrasti fugl, sem vitað er um. Kakadúur eru líka páfagaukar, þær eru bara til í Ástralíu og eyjunum þar í kring. Kakadúur má alltaf þekkja á fjaðra- skúfnum, sem þær hafa á höfðinu. Annars eru þær venjulega hvítar eða ljósgráar, aldrei grænar eins og venju- legir páfagaukar. Pappírsleikur Þú getur búið til einfalda og skemmtilega teiknimynd úr papp- írsrenningi. Hoppandi kall, vatn sem skvettist eða til dæmis skíðamann að detta. Svona ferðu að: 1. Brjóttu renninginn í tvennt. 2. Teiknaðu mynd á efri endann. Sú mynd getur til dæmis verið af karli sem er að hoppa. Ýttu fast á blýant- inn og þegar þú lyftir endanum sérðu línur eftir teikninguna á blað- inu fyrir neðan. 3. Þar teiknar þú kallinn aftur, en lætur hann vera að gera eitthvað annað, eða standa kyrran. 4. Efri endanum er síðan rúllað þétt um blýant, svo að þegar þú sleppir þá bognar sá endi upp. 5. Ef þú nú hreyfir blýantinn hratt fram og til baka yfir þennan bogna enda þá sést til skiptis efri og neðri teikningin og þá er eins og karlinn hreyfi sig. Prófaðu allskonar hreyfingar. P.s. Þú getur búið til „langa“ teikni- mynd með því að teikna margar slíkar myndir t.d. í eitt hornið á allar blað- síðurnar í stílabókinni þinni. Svo „sýnir" þú myndina með því að fletta hratt í gegnum bókina. r 1. \ il Sagan af svefnálfinum og morgunálfinum Á kvöldin þegar börnin eru komin upp í rúmið sitt og ætla að fara að sofa þá kemur stundum enginn svefn. Þá geta börnin ekki sofnað því að þá hefur svefnálfurinn gleymt að koma til þeirra. Svo allt íeinu man hann eftir því og flýtir sér af stað til barnanna. Hann skríður undir sængina með svefninum og breiðir hann yfir barnið hægt og var- lega, fyrst sofnar litlatá og svo hver táin á fætur annarri. Síðan dregur hann svefninn upp eftir fætinum, upp að hné og síðan upp lærið og að maganum. Þetta gerist allt svo undurvarlega að enginn tekur eftir því, nema barnið finnur að fæturnir verða svo þungir og máttlausir. Þegar svefninn nær alla leið upp að nafla, þá smeygir álfurinn sér út á hendurnar. Hann svæfir fyrst fing- urna, lillaputta og alla hina, svo hönd- ina og handlegginn upp að olnboga og alla leið upp að öxlum. Stundum hristir barnið svefninn af sér og hrópar: „Mamma, ég get ekki sofnað, má ég fá vatn að drekka?" Þá verður aumingja svefnálfurinn að ná í svefninn, slétta úr honurn, því hann fer auðvitað allur í flækju við að fleygjast svona í rúminu, og svo byrjar hann allt upp á nýtt: hendur og fætur og búkurinn, kviður, brjóst og bak. Þegar allt þetta er vel sofnað þá byrjar hann á höfðinu. Hann laumast upp hökuna og svo aftur fyrir hnakka og upp hárið alveg upp á enni. Að lokum breiðir liann svefnblæjuna yfir andlitið, munninn, nefið, eyrun, Svefnálfur: Svefnálfurinn er mjúkur og glaðlegur. Myndina teiknaði Helga Kjart- ansdóttir, Hjarðarhaga 27, Reykjavík. Takk. ennið og allra síðasta - varlega - var- lega - augun. Þá er barnið sofnað og svefnálfurinn situr alla nóttina og gætir þess að svefn- inn hrökkvi ekki af barninu og að því líði vel. -------O---------- En svefnálfurinn verður að gæta sín að svæfa ekki allan líkamann. Hjartað verður að vinna alla nóttina, við að dæla blóðinu, lungun verða að anda svo barnið fái loft, og stundum hefur barnið líka borðað helling af mat áður en það fór að sofa og þá getur nú mag- inn ekki hvílt sig mikið. Hann verður að mylja matinn og koma honum af stað út í blóðið áður en hann skemmist. Þá þarf líka hjartað að dæla blóðinu miklu hraðar og koma matnum til skila. Hugurinn fær heldur ekki að sofa alla nóttina. Draumarnir koma og þá er nú ýmislegt að hugsa. Þetta gæti nú allt farið ósköp illa ef ekki væri morgunálfurinn. Hann kem- ur um morguninn og hjálpar svefnálfin- um að taka svefninn af barninu. Svo laumast hann um allan líkamann og strýkur allt það, sem ekki fékk að hvíla sig um nóttina: Hjartað, lungun, hug- ann og kannski magann. Og þá er eins og hafi gerst einhver galdur. Þreytan hverfur og þeim líður öllum eins og þau hafi sofið alla nóttina. Það er líka eins gott, því annars gætu þau bara sofnað um miðjan dag og þá er ekki að vita hvernig færi. Hvert barn og reyndar hver fullorð- inn líka á sér sinn eigin svefnálf og sinn eigin morgunálf. Þeir búa í öðrum heimi sem er allsstaðar, hér og þar, í húsunum, íloftinu, í jörðinniog jafnvel í huga mér..... Morgunálfurinn: Morgunálfurinn hefur stórar hendur til þess að geta strokið vel. Hann er mjór og smýgur allsstaðar með hundinn sinn. Myndina teiknaði Hrönn Magnúsardóttir, Bakka, Bjarnarfirði. Takk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.