Þjóðviljinn - 28.04.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Hclgin 28. - 29. aprfl 1984
af nýjum tímum
Það mun vera sönnu nær, að dagblöð séu, öðru
fremur, gefin út á íslandi til að seljast. Blöðin eru
semsagt markaðsvara og ekkert skiptir máli, nema
það eitt að þau nái augum sem flestra; að sem flestir
kaupi þau.
Sumir hafa verið að gera því skóna, að innihald
dagblaða skipti máii, en það er alrangt, eða ekki kann-
ske alrangt, mætti ef til vill frekar segja: á pínulitlum
misskilningi byggt.
Svo reynt sé að komast að kjarna málsins, væri ef til
vill réttara að orða þetta sem svo: Innihald dagblaða,
sem ekki seljast, skiptir engu máli, einfaldlega vegna
þess að ef enginn kaupir dagblað, les það líka enginn
og efni sem enginn les skiptir auðvitað engan nokkru
minnsta máli, nema kannske höfundinn, sem heima
situr skríkjandi og í sæluvímu yfir andagiftinni.
Innihald blaðs sem enginn les er eins og innihald
flösku sem enginn drekkur úr. Það hefur engin áhrif og
veldur heldur hvorki böli né illum búsifjum.
Kannske best, þegar öliu er á botninn hvolft að gefa
bara út blöð, sem enginn les, og tappa á flöskur, sem
enginn drekkur úr.
En þetta er nú auðvitað allt púra della og hunda-
lógik, því allir sem gefa út blöð ætla sér að selja þau og
allir sem tappa á flöskur ætla sér að koma innihaldinu
út.
Stundum hefur verið reynt að setja skrautlegan
miða á umbúðir flöskunnar til að Ijúga innihaldið inná
þurrbrjósta vesalinga, en reynslan sýnir að slíkt gefur
ekki góða raun. Neytendum verður óglatt og framleið-
endurnir fara á hausinn.
Vínframleiðendur eru búnir að vita þetta með útlitið
og innihaldið í nokkurþúsund ár. Sláandi dæmi er þó
um þá víntegund sem löngum hefur selst á íslandi
öðru sprútti betur: íslenska brennivínið, að varla mun á
byggðu bóli til Ijótari útlitshönnun á nokkurri vöruteg-
und en íslenskri svartadauðaflösku og samt selst inni-
haldið eins og heitar lummur eða rúmlega það.
Það voru meira að segja gútemplarar sem hönnuðu
fyrsta svartadauðamiðann, til að fæla fólk frá innihald-
inu og samt fór sem fór.
Best að tala ekki meira um það.
Til eru þær konur, sem halda að ellinni fylgi Ijótleiki.
Veslings bjálfarnir. Þær fara til skurðlæknis og láta
strekkja á andlitshúðinni, fá sér „feislift", eins og það
er kallað og halda víst að þær séu útgengilegri fyrir
bragðið. Kanske eru þær það eina kvöldstund eða
tvær, en þá. er farið að spyrja að innihaldinu. Og viti
menn. Sú kona sem orðin er slétt eins og plóma í
framan er vísast eins og þurrkuð sveskja að innan.
En gætið nú vel að.
Þetta var dæmisaga.
íslensku dagblöðin hafa nú víst flest farið í gegnum
„feislift" og sum oftar en einu sinni. Þetta gerist með
þeim hætti, að aðstandendur blaðanna, sem farnir eru
að ugga að sér, vegna fæðar lesenda, setjast á rök-
stóla og reyna að komast til botns í því, hvers vegna
fólk fáist ekki til að minnsta kosti að kaupa blaðið
þeirra, svo ekki sé nú meira sagt.
Til eru kvaddir sérhæfðir fjölmiðlafræðingar, mark-
aðsfræðingar, félagsfræðingar, atferlisfræðingar, út-
litshönnuðir, leiátmenn og litgreinendur. Og þegar allt
þetta lið er svo búið að sitja á rökstólum í guð má vita
hvað margar árstíðir og klóra sér viðstöðulaust guð
má vita hvar, komast þeir loks að þeirri niðurstöðu, að
til að seljast þurfi málgagnið á útlitsbreytingu að halda.
Seinna má svo athuga með innihaldið, því eins og
áður segir skiptir innihaldið ekki máli fyrr en blaðið fer
að seljast.
Það fyrsta sem sérfræðinganefndin getur orðið
sammála um er að blaðið eigi að vera í litum, eins og
skyrhræringurinn sem konan plataði ofaní börnin sín
frá degi til dags forðum, með því að lita hann í öllum
regnbogans litum með matarlit.
Annað það, að blaðið eigi ekki að heita neitt. „Ef
blað á ekki að fara á hausinn verður að vera á
hausnum skammstöfun."
Nú bera íslensku blöðin nöfn eins og Há Pé - Dé
Vaff- Enn Té,og flogið hefurfyrir að á rökstólum sitji nú
sérfræðinganefnd á vegum Þjóðviljans til að athuga
með útlitsbreytingu.
Vonandi kemur þá Þjóðviljinn út í öllum regnbogans
litum undir nafninu „Þoddn Vaff“, baksíðan verður sett
á forsíðuna og forsíðan á íþróttasíðuna og letrinu
breytt.
Það þriðja sem sérfræðinganefndirnar eru allar
sammála um er að Mogginn sé alversta blað á byggðu
bóli bæði hvað útlit snertir og innihald og þess vegna
beri að nota Morgunblaðið sem víti til varnaðar, þegar
verið er að hanna ný blöð. Þó að Mogginn seljist að
vísu meira en öll hin morgunblöðin til samans ber að
áliti sérfræðinganefndarinnar að hafa eftirfarandi í
huga:
Mogginn hefur mikið selst tii fárra,
margir lesa hann á röngum stöðum,
innihaldið er útlitinu skárra,
og er hann þó með skuggalegri blöðum.
sHraargatiö
Menn
hafa aö vonun fylgst vel með
bægslaganginum við fæðingu hins
nýja Tíma er kallast NT. Sérstak-
lega hefur verið forvitnilegt að
skoða auglýsingarnar í hinu nýja
blaði en þar virðist það vera gripið
sem hendi er næst. í fyrsta tölu-
blaði eftir páska var stór auglýsing
frá JL-húsinu þar sem auglýst var:
Allt í páskamatinn, en undir voru
myndir af leðurhúsgögnum. Datt
mönnum helst í hug að þar sem
menn ætu skósóla dags daglega
ættu menn að eta leðurhúsgögn til
hátíðahrigða. Nema hvað pásk-
arnir voru liönir. í næsta tölublaði
á miö. ikudaginn var svo auglýsing
frá I .: :: i arestveit þar sem boðið
var upp a sérstakt jólatilboð og
ekki tók hetra við á fimmtudag.
Þar auglýsti SAS getraun nokkra
og átti að skila inn lausnum fyrir
20. apríl en þann dag var óvart 26.
apríl.
Fyrir
páska var haldin ráðstefna á vegum
Félagsins Ingólfs um byggða-
sögurannsóknir. Þar flutti Asgeir
Guðmundsson sagnfræðingur er-
indi um ritun sögu Hafnarfjarðar
sem kom út í fyrra. Sérstök útgáfu-
nefnd var skipuð af bæjarstjórninni
til að annast útgáfuna og sagði Ás-
geir að gerðar hefðu verið athuga-
semdir við ýmis viðkvæm efni sem
ekki mátti fjalla um. Á 3. áratugn-
um kom það t.d. fyrir einn virðu-
legan bæjarfulltrúa að hann varð
gjaldþrota og var samþykkt í
bæjarstjórninni að hann skyldi
víkja úr sæti sínu þar vegna gjald-
þrotsins. Var þetta vitanlega mikið
hitamál í bænum og var Ásgeir bú-
inn að skrifa um það í sögu sinni.
Útgáfunefnd ákvað hins vegar að
sá kafli skyldi strikaður út vegna
Sumt var of vi&kvæmt til þess aft mættl birtast í sögu Hafnarfjarðar
þess að viðkomandi maður ætti enn
afkomendur í bænum og það gæti
verið viðkvæmt að rifja málið upp!
Annað
dæmi sagði Ásgeir líka um rit-
skoðun útgáfunefndar. í lok stríðs-
ins kom upp rottuplága í Hafnar-
firði og var ákveðið í bæjarstjórn-
inni að reyna að útrýma rottunum.
Vegna fjárskorts var hins vegar
samþykkt að láta fyrst telja rott-
urnar til þess að ekki þyrfti að
kaupa meira eitur en nauðsynlegt
væri. Þarna taldi Ásgeir að um
ágætan Hafnarfjarðarbrandara
væri að ræða og ætlaði að skýra frá
honum til að krydda svolítið sög-
una. En nei takk. Útgáfunefnd
hafði ekki húmor fyrir þessu og var
frásögnin þurrkuð út að kröfu
hennar.
NT
sem er nýjasta málgagn bænda-
stéttarinnar fræddi lesendur sína á
því f síðustu viku að kindur og
hryssur gjóti(!). Skyldu búnaðar-
sérfræðingar blaðsins aldrei hafa
heyrt að það eru tíkur og gullfiskar
sem gjóta, en kindur bera og hryss-
ur kasta?
Gallerí
þar sem listmunir verða boðnir
unnendum fagurra hluta verður
senn sett á stofn í húsinu milli Hót-
el Borgar og Reykjavíkurapóteks
þar sem ferðaskriístofn Úrval er nú
til húsa. Eigandi hússins er Reykja-
víkurborg sem hefur nú leigt jarð-
hæðina undir galleríið en hæstráð-
andi þess er þegar þjóðkunnur af
viðskiptum sínum við frímúrara og
útgáfu Spegilsins, samvisku þjóð-
arinnar, enginn annar en góðvinur
Þjóðviljans, Úlfar Þormóðsson...
Sjálfstœðisflokkurinn
hefur ekki tekið fagnandi á móti
nýjum tillögum um að setja sölu-
skatt á alla þjónustu og þarmeð út-
selda vinnu lögfræðinga. Sagt er að
forráðamenn flokksins hafi ekki
flóafrið fyrir æstum lögfræðingum
sem hóta flokknum öllu illu ljái
hann málinu stuðning sinn. Kunn-
ugir telja þó óvíst að til þess komi.
Ætli það standi í einhverju sam-
hengi við þá staðreynd að í þing-
flokki Sjálfstæðismanna eru tíu
lögfræðingar.,.?
Jón Steinar
Gunnlaugsson, formaður Lög-
fræðingafélags íslands, er einn
þeirra sem harðast hefur snúist
gegn nýju söluskattstillögunum.
Þær munu vera honum þvílíkur
þyrnir í augum að hann mun hafa
hótað úrsögn úr Sjálfstæðisflokkn-
um ef flokkurinn spyrnir ekki fót-
um við framgangi málsins á þingi.
Klippt
og skorið hér í Þjóðviljanum lagði
á gamansaman hátt útaf síðasta
leiðara gamla Tímans þar sem Þór-
arinn Þórarinsson ræddi meðal
annras um Leni salernispappír sem
kaupa má hjá SfS. Af því tilefni
hringdi lesandi utanúr bæ og
óskaði Þjóðviljanum til hamingju
með lengsta kúkabrandara aldar-
innar...