Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 3
1. maí Þriðjudagur 1. mai 1984 ■ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Eining og samstaða einkunnarorð dagsins 1. maí leggja launamenn áherslu á stefnumið verkalýðshreyfingarinnar, um betra og réttlátara þjóðfélag, frið og öryggi. Við viljum stuðla að fullri atvinnu, félagslegu rétt- læti, betra starfsumhverfi og sem virkustu lýðræði. Þessum stefnumiðum verkalýðshreyfingarinnar verð- ur aðeins náð með fullri samstöðu verkafólks. Samstaða og eining er grundvöllur verkalýðshreyf- ingarinnar. Islensk verkalýðshreyfing lýsir yfir, á þessum degi, andstöðu sinni við hverskonar hernaðarbrölt og hern- aðarbandalög í austri sem vestri og krefst þess að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á (slandi. Við styðjum kröfuna um kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd, engar herstöðvar verði hér á landi og að ísland standi utan hernaðarbandalaga. Víða um heim á alþýða manna í höggi við grimmi- legar afturhaldsstjórnir er sitja við völd í skjóli risaveld- anna. Forystumenn verkafólks eru víða fangelsaðir, pyntaðir og jafnvel líflátnir. Við krefjumst þess að pólitískir fangar verði látnir lausir hvar sem er í heiminum. Geigvænlegt atvinnuleysi ríkir víða. Verkafólk og samtök þess í Evrópu eru niðurlægð með gerræðislegum árásum á undirstöður velferðar- þjóðfélagsins, - lífskjör og félagslega velferð almenn- ings. Við lýsum fyllsta stuðningi okkar við stéttarbræður okkar í Póllandi, sem eru að reyna að skipuleggja verkalýðshreyfingu óháða ríkisvaldinu. Eins lýsum við stuðningi okkar við baráttu alþýð- unnar í El Salvador og vekjum athygli á þeim skelfi- legu hörmungum og kúgun sem alþýða manna þarf þar að búa við vegna ógnarstjórnar í landinu. Þá minnum við einnig á þær hörmungar sem dunið hafa yfir Afganistan og það ógnar ástand sem ríkir í skjóli risaveldis. Við íslendingar höfum átt við mikinn efnahags- Avarp 1. maínefndar Fulltrúarráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRBog INSÍ vanda að etja. Þjóðin stóð á krossgötum vegna lang- varandi óðaverðbolgu og skuldasöfnunar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartáumun- um lýsti verkalýðshreyfingin sig reiðubúna til sam- starfs um lausn vandans. Ríkisstjórnin hafði engan áhuga á slíku samstarfi, heldur svipti hún verkalýð- shreyfinga samningsrétti og bannaði vísitölubindingu launa. Jafnframt því að stórskerða kaupmátt alþýðuheimil- anna hefur ríkisstjórnin gælt við fjármagnseigendur og fyrirtækin í landinu. Þetta er stjórnarstefna sem ekki gengur. Við megum ekki þola að hreyft verði við þeim fé- lagslegu ávinningum sem hreyfingin hefur náð á und- anförnum árum og áratugum. Aðförin að verkamannabústöðunum er fáránleg og verður aldrei liðin. Jafnframt vörum við mjög alvarlega við frekari kjar- askerðingum, s.s. með því að draga verulega úr niður- greiðslum landbúnaðarvara, auknum skattaálögum á matvæli og almennar launatekjur. íslenskt verkafólk hefur vakriað til fullrar vitundar um hvert stefnir í kjara- og atvinnumálum. Atburðir síðustu missera gefa tilefni til að íslensk verkalýðs- hreyfing endurskoði starfshætti sína. Það þarf að styrkja innviði hreyfingarinnar.samstöðu og baráttu- gleði. Eining og samstaða eru því einkunnarorð dagsins. Fyrsta áfanga í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, fyrir endurheimt kaupmáttar, er lokið. Næsti áfangi er 1. september. 1: maí eru meginkröfur okkar: Full atvinna Mannsæmandi dagvinnulaun Trygging kaupmáttar Gegn auknum skattaálögum Óskertur samningsréttur Dagvinnutekjutrygging verði lágmarkstaxti Efling verkamannabústaðakerfisins Húsnæðisöryggi handa leigjendum Launajafnrétti kynja Meðákvörðunarréttur í nýrri tækni Full laun í veikindum barna Fram til sóknar og sigurs fyrir FRELSI, JAFNRÉTTI OG BRÆÐRALAGI. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Halldór Jónasson Sigfinnur Sigurðsson Einar Sigurðsson Guðmundur Hallvarðsson Hreinn S. Hjartarson Aðalheiður Franzdóttir Matthildur Einarsdóttir Sigurður Pálsson. F.h. Bandlags starfsmanna ríkis og bæja Sigurveig Sigurðardóttir Guðrún Arnadóttir F.h. Iðnnemasambands íslands Kristinn H. Einarsson. Framtíð á grund- velli sömu hugsjóna í ár minnist Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfé- laga að 35 ár eru frá stofnun samtakanna. Þau hafa innan sinna vébanda 136 samtök verkalýðsfélaga frá 95 löndum í fimm heimsálfum. Á þessum tímamótum standa verkamenn í heiminum frammi fyrir tveim mikl- um vandamálum. Fjöldaatvinnuleysi, sem er alvar- legast í afskiptari hlutum heimsins, og örbirgð milljóna manna. 1. maí 1984, á alþjóðlegum baráttudegi verka- manna, hvetur Alþýðusamband frjálsra verkalýðsfé- laga hinar 83 milljónir meðlima sinna til að íhuga mikil- vægi aðildar að verkalýðsfélagi. Eftir 35 ára starf eru félagsbundnir verkamenn enn minnihluti. Meirihluta verkamanna er bannað að bindast samtökum í verka- lýðsfélögum, bannað að gera samninga, meirihluti verkamanna hefur ekki verkfallsrétt og verður að þola kúgun harðstjórnar kommúnista, herforingjastjórna og alræðisstjórna. Ennþá er yfirlýsingin, sem samþykkt var á stofn- þingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga árið 1949 í fullu gildi og er enn sterkur málsvari frjálsrar og lýðræðislegrar verkalýðshreyfingar. Einkunnarorð Alþjóðasambandsins „brauð, friður og frelsi“ standa nú sem fyrr fyrir efnahagslegt og félagslegt réttlæti, stjórnmálalegt lýðræði og frelsi, jafnrétti og fulla reisn fyrir alla menn. Ennþá trúir Al- þjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga staðfastlega á þessar hugsjónir. Alþjóðasambandið tileinkar 1. maí einkunnarorðin Frelsi verkalýðshreyfingarinnar og vill með því undir- strika eftirfarandi: • Réttur frjálsrar verkalýðshreyfingar er óskorað- ur. Allt frá því að verkafólki var safnað saman til vinnu í öndverðu hafa verkamenn alltaf og alls staðar lagt áherslu á réttinn til að eiga sér verka- lýðsfélög. Þeir hafa litið á frjáls, lýðræðisleg verkalýðsfélög sem brjóstvörn hagsmuna sinna, tæki til að bæta hag sinn. Það hefur kostað átök 1. maí ávarp Alþjóða- sambandsfrjálsra verkalýðsfélaga að tryggja réttinn til að stofna verkalýðsfélög. Verkalýðssinnar hafa háð langa og oft harða bar- áttu fyrir þessu máli, oft gegn ófyrirleitnum árás- um og andstöðu atvinnurekenda og ríkisstjórna. Píslarvottar frjálsrar verkalýðshreyfingar eru margir. Enn fleiri hafa þjáðst og þjást vegna bar- áttu sinnarfyrir rétti verkalýðshreyfingarinnar. Al- þjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga er hluti af þessari hefð - þessari baráttu - og hefur frá upphafi einbeitt sér að vinna verkalýðshreyfing- unni viðurkenningu hvar sem er í heiminum, ásamt því að berjast fyrir rétti verkamanna og almennum mannréttindum. Þegar allt kemur til alls hefur þetta starf Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga og frjálsu verkalýðshreyfingar- innar verið sterkasta aflið í baráttu fyrir auknum mannréttindum. Baráttan fyrir réttindum verka- lýðshreyfingarinnar hélst í hendur við þá baráttu að tryggja verkamönnum almennt lýðræði í þjóðfélaginu. Þátttakan í baráttu fyrir sjálfstæði fyrrum nýlendna, fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða, og gegn aðskilnaðarstefnu, ber vitni þeirri áherslu, sem verkalýðshreyfingin leggur á grundvallar lýðréttindi. í mörgum löndum er verkalýðshreyfingin í hlutverki hins óþreytandi vökumanns, sem stendur vörð um og tryggir al- menn lýðræðisleg réttindi manna. $ Grundvallarréttindi verkafólks eru forsenda frjálsrar, lýðræðislegrarverkalýðshreyfingar, eigi hún að geta staðið vörð um það sem unnist hefur og sótt lengra fram fyrir hönd verkamanna í öllum j löndum: • verkamenn verða undanbragðalaust að eiga rétt á að stofna og ganga til liðs við þau samtök, sem þeir kjósa sér, og setja sér lög og reglur, án undanfarandi samþykkis viðkomandi yfir- valda. • verkalýðsfélög verða að geta sett sér sínar eigin reglur og lög án afskipta ríkisvalds. Þau verða að eiga rétt á að kjósa sér fulltrúa, skipu- leggja starf sitt og stjórnir, og setja sér stefnu- skrá • verkalýðsfélög mega ekki vera ofurseld því að yfirvöld geti leyst þau upp eða bannað með tilskipun • verkalýðsfélög verða að hafa sjálfræði um hvort þau mynda, eða ganga til liðs við, samtök eða sambönd, og sérhver slík samtök eiga rétt á að ganga til liðs við alþjóðleg samtök verka- manna • verkamenn mega aldrei gjalda þess í vinnu þótt þeir starfi fyrir verkalýðsfélög. Skipulag, starf- semi og stjórnun verkalýðsfélaga ber að verja fyrir afskiptum atvinnurekenda • verkalýðsfélögum ber samningsréttur til að geta haft áhrif á vinnuskilyrði verkamanna og allt það sem hefur áhrif á afkomu verkamanna • verkamönnum og samtökum þeirra ber ver- kfallsréttur og réttindi til að grípa til aðgerða til að ná fram kröfum sínum. Þetta er sá andi sem við viljum að einkenni 1. maí 1984. Á 35 ára afmæli Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga skulum við minnast upphafshug sjóna samtakanna og undirstrika með því mikilvægi hugsjónanna um frelsi og réttindi verkalýðshreyfing arinnar. Við skulum takast á við efnahagskreppu og nýja tíma i anda þessara hugsjóna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.