Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 5
.1. maí
Þriðjudagur 1. maí Í984 ÞJÓÐVlLjíNN - SÍÐA 5
^shreyfingarinnar
tillit til þeirra margvíslegu séraðstæðna sem
ríkja á hverjum stað fyrir sig. Þannig er
staða og þau almennu skilyrði sem verka-
lýðshreyfingin í Bretlandi annars vegar og
Svíþjóð hinsvegar sem og aðstæður al-
mennt í þessum löndum býsna frábrugðnar
þegar grannt er skoðað, svo dæmi sé tekið.
Því hlýtur sú spurning að vakna, að hve
miklu leyti aðstæður hér á landi passa inní
þessa almennu mynd.
Allt fram á árið 1982 fór íslenskt efna-
hagslíf að mestu varhluta af þeim víðtæku
kreppueinkennum, sem lýst hefur verið hér
að framan. En það ár snerist þróunin mjög
til verri vegar. Þjóðarframleiðsla dróst
saman um 2% og þjóðartekjur enn frekar.
Árið 1983 varð samdrátturinn enn meiri og
ekkert bendir til að breyting verði þar á á
því ári sem nú er að líða.
Enn sem komið er hefur sú kreppa sem
íslenskt efnahagslif gengur í gegnum, ekki
leitt til fjöldaatvinnuleysis í neinni líkingu
við það sem þekkist annars staðar, þótt
hlutfall atvinnulausra hafi nú í fyrsta skipti í
langan tíma farið yfir 1% af vinnuaflinu, en
það náði í marsmánuði 1.6%. Tiltölulega
sæmilegt atvinnuástand fram að þessu hef-
ur þó ekki komið í veg fyrir að atvinnu-
leysisvofunni hafi mjög verið hampað af
atvinnurekendum og hægrisinnuðum
stjórnmálamönnum í landinu til réttlæting-
ar á síendurteknum árásum á réttindi og
kjör launafólks síðustu misserin.
Arásir ríkisstjórnarinnar
á ísienskt launafólk
Um þróun kjaramála og afskipti núver-
andi ríkisstjórnar af þeim ætti ekki að þurfa
að fjölyrða. Afleiðingarnar eru sérhverjum
launamanni í landinu alltof vel kunnar. Á
síðasta ári voru laun skert um nálega fjórð-
ung og nái núverandi launastefna fram að
ganga mun sú skerðing í besta falli standa
óbætt fram á næsta ár. Það var eitt fyrsta
verk þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, að
banna vísitölubindingu launa fram á árið
1985 og afnema samningsrétt verkalýðs-
hreyfingarinnar. Að vísu tókst að hrinda
árásinni á samningsréttinn í lok síðasta árs,
en þá þegar hafði verkalýðshreyfingin og
starf hennar skaðast mjög verulega af þess-
um aðgerðum nkisvaldsins.
Á sama tíma og núverandi ríkisstjórn
hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir árásir á
launakjör og réttindi verkalýðshreyfingar-
innar, hefur hún einnig hafið skipulagða
tilfærslu á fjármunum frá launafólki til at-
vinnurekenda í formi skattabreytinga.
Loks undirbýr ríkisstjórnin verulega skerð-
ingu á opinberri þjónustu og framlögum til
velferðarmála.
Á undanförnum árum hafa atvinnurek-
endur lagt mjög aukna áherslu á að byggja
upp samtök sín og styrkja áróðursstöðu
sína gagnvart ríkisvaldi og launafólki. Ljót-
asta dæmið um þessa þróun eru aukin um-
svif Verslunarráðs íslands. Verslunarráðið
á enga beina aðild að samningamálum, eða
samskiptum á vinnumarkaðnum. Hlutverk
þess einskorðast nánast eingöngu við að
móta stefnu atvinnurekenda til efnahags-
mála, kjaramála og annarra hagsmunamála
atvinnurekenda og hafa áhrif á aðgerðir
stjórnvalda og viðhorf almennings til þess-
ara mála.
Það segir eftilvill meira en mörg orð um
sambönd og áhrif Verslunarráðs, að tals-
menn þess hafa með töluverðum rétti full-
yrt, að stefna núverandi ríkisstjórnar sé í
lykilatriðum fengin að láni úr stefnuplaggi
Verslunarráðs sem gefið var út fyrir síðustu
kosningar undir heitinu „FRÁ ORÐUM
TIL ATHAFNA: Áætlun um alhliða að-
gerðif í efnahagsmálum
Staða
verkalýðshreyfingarinnar
Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að
þær aðstæður í efnahags-, atvinnu- og
stjórnmálum sem fagleg og pólitísk samtök
launafólks standa frammi fyrir hér á landi,
semog víðast hvar á Vesturlöndum, eru allt
aðrar og verri en þekkst hafa frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Þessi breyttu við-
horf hafa mjög breytt baráttustöðu verka-
lýðshreyfingarinnar og launafólks til hins
verra eins og best sést af þeirri varnarstöðu
sem launafólk er komið í. En óhagstæð ytri
skilyrði skýra ekki nema að hluta veika
stöðu verkalýðshreyfingarinnar í dag.
Fullnægjandi skýring verður þá fyrst
möguleg þegar tillit hefur verið tekið til
stefnu, starfshátta og skipulags verkalýðs-
hreyfingarinnar. Svara verður spurningum
eins og þeim: Hvernig má það vera að
verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist að
verjast betur árásum á lífskjör og réttindi
verkafólks en raun ber vitni? Og hvernig
stendur á því, að verkalýðshreyfingin og
stórir hópar launafólks hafa staðið jafn
berskjaldaðir gagnvart áróðursmaskínum
atvinnurekenda og skjaldsveina þeirra og
gengi frjálshyggjuhugmyndafræðinnar og
hægriflokka á Vesturlöndum verið slíkt
sem dæmin sanna?
Breytinga er þörf
Við þessum og öðrum skyldum spurning-
um er ekki til neitt einhlítt svar. Um það
verður þó tæpast deilt að verkalýðshreyf-
ingin sjálf á nokkra sök á hvernig málum er
nú komð. Hér skipta stefna annars vegar og
skipulag og starfshættir hreyfingarinnar
hins vegar, höfuðmáli. Á undangengnum
áratugum hefur starf verkalýðshreyfingar-
innar öðru fremur gengið út frá að ná til
launafólks með einum eða öðrum hætti sem
stærstum hluta af vaxandi þjóðartekjum.
Hinsvegar hefur mjög skort á að verkalýðs-
hreyfingin hafi í reynd sett fram og starfað
eftir ákveðnum markmiðssetningum um
með hvaða hætti efnahagslífið og samfé-
lagsskipanin skulu þróast. Fram til þessa
hefur þetta verið álitið fyrst og fremst við-
fangsefni stjórnmálaflokkanna. En með
vaxandi áhrifum og afskiptum stjórnmála-
flokka og ríkisvaldsins af kjarasamningum
og réttindamálum launafólks getur verka-
lýðshreyfingin ekki lengur komist hjá því
að móta sjálfstæða stefnu um almenna þró-
un samfélagsins og takast á við atvinnurek-
endur og verkalýðsfjandsamlega
stjórnmálaflokka um þau atriði. Hér hlýtur
aukið samstarf við verkalýðsflokkana og
stefnumörkun að verða stöðugt brýnna.
Að hluta til verður að rekja vandamál
vestrænnar verkalýðshreyfingar til skorts á
markvissari stefnu og sýn á þjóðfélagsleg
markmið hreyfingarinnar. Ánnar þáttur
sem ekki verður litið framhjá, eru starfs-
hættir og innra skipulag verkalýðshreyfing-
arinnar. Verkalýðsfélögin eru upphaflega
stofnuð og hreyfingin vex fram vegna þess
að verkafólk skilur að það á sér sameigin-
lega hagsmuni í andstöðu við atvinnurek-
endur. Styrk sinn öðlast hreyfingin vegna
samstöðu og sameiginlegra markmiða fé-
lagsmanna sinna sem þeir tóku þátt í að
ákveða og berjast fyrir.
Með tímanum hefur verkalýöshreyfingin
fjarlægst þessar rætur sínar. fstað baráttu-
hreyfingar fjöldans hefur verkalýðshreyf-
ingin í stöðugt meira mæli orðið að stofnun
utan og ofan við þann grundvöll sem hún óx
uppúr. Ákvarðanir um málefni hreyfingar-
innar og félagsmanna hennar hafa í vaxandi
mæli færst frá óbreyttum félagsmönnum til
forystumannanna og sérfræðinga á vegum
hreyfingarinnar.
Þessari þróun á sér langa sögu, en hún
átti sér ekki síst stað á velmektardögum
kapítalismans meðan allt lék í lyndi og með-
an hreyfingin skilaði félagsmönnum sínum í
aðalatriðum þeirri þjónustu sem af henni
var krafist. Þessi þróun hefur aftur á móti
veikt mjög innviði hreyfingarinnar og bar-
áttustöðu hennar eins og berlega hefur
komið í ljós þegar virkilega hefur reynt á afl
hennar til að standa gegn árásum á kjör og
réttindi launafólks. Hreyfingin hefur verið
illa undir breyttar aðstæður búin og henni
hefur reynst erfitt að virkja hinn almenna
félagsmann til aðgerða, þegar það hefur
verið reynt. í baráttunni gegn áróðursma-
skínu atvinnurekenda hefur hreyfingin víða
átt undir högg að sækja. Gegn þessum
vanda verkalýðshreyfingarinnar er ekki til
nema eitt svar: aukin virkni félagsmanna og
áhrif á stefnu og starf hreyfingarinnar. Það
verður að stórauka lýðræðið innan
hreyfingarinnar og skapa skilning á því að
verkalýðsfélögin eru stofnuð og eiga að
starfa fyrir almcnna félagsmenn sína að
þeim málum sem þeir ákveða sjálfir og með
þeim hætti sem hugur þeirra stendur til.
Fram til
nýrrar sóknar
Nú um stundir á verkalýðshreyfingin hér
á landi sem og víðast hvar á Vesturlöndum
mjög undir högg að sækja. Að verkalýðs-
hreyfingunni og launafólki er vegið úr
mörgum áttum í senn. Við þessu ástandi
verður hreyfingin og verkafólk að bregðast
af festu og framsýni. Hreyfingin verður að
styrkja varnarmúra sína og blása til nýrrar
sóknar. Til að svo geti orðið er hreyfingunni
lífsnauðsynlegt að taka til endurmats stefnu
sína og starfshætti. Móta verður framtíðar-
stefnu sem ekki tekur aðeins til kjara- og
réttindamála verkafólks í þröngum skiln-
ingi, heldur með sýn á samfélaginu öllu og
hver þróun þess eigi að verða, jafnframt því
sem verkalýðshreyfingin smíði sér baráttu-
aðferðir til að ná markmiðum sínum fram.
Forsenda þess að þetta starf hreyfingarinn-
ar beri tilætlaðan árangur er að stefnu-
mótun og ákvarðanataka verði sem mest
flutt frá forystumönnum og stofnunum
hreyfingarinnar til hins almenna félags-
manns. Verkalýðshreyfingin verður að
sækjast eftir starfskröftum almennra félags-
manna. Hún verður að láta sérhvern félags-
mann finna að hreyfingin sé hans og hann
geti og eigi að hafa áhrif á starfshætti henn-
ar og stefnu. Verði þetta gert er engin
ástæða til að ætla annað en verkalýðshreyf-
ingin geti orðið sú baráttuhreyfing sem
verkafólki er lífsnauðsynleg í dag.