Þjóðviljinn - 01.05.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Síða 7
1. maí Þriðjudagur 1. mai 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Gífuríeg uppstokkun og umbylting“ Tuttugasta og sjöunda þing Alþýðusambands íslands var haldið í Reykjavík í nóvember árið 1960. Meðal mála sem voru til umfjöllunar á þinginu var greinargerð og tillögur frá skipulagsmálanefnd ASÍ um breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna. í nefndinni áttu sæti Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Tryggvi Helgason, Snorri Jónsson og Óskar Hallgrímsson. segirHelgi Guðmundsson. umtillögur skipulagsmála- nefndar Alþýðu- sambandsins að breyttu starfsskipulagi verkalýðshreyf- ingarinnar og fiskvinnslu þ.e. ófaglært verkafólk, allir sjómenn, fagmenn og skrifstofufólk sem í fyrirtækjunum vinna. Sé Reykjavík tekin sem dæmi þá eru þessir starfshópar núna í mörgum félögum, Dagsbrún, Framsókn, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, ýmsum iðnaðar- mannafélögum o.fl. Nefndin lagði meðal annars eftirfarandi til. 1. Alþýðusamband fslands verði heildar- samtök verkalýðsins og samanstandi af landssamböndum starfsgreinafélaga. Skal eftir því sem framkvæmanlegt er og hag- kvæmt þykir, við það miðað, að aðeins eitt samband eigi aðild að hverjum vinnustað. 2. í kaupstöðum s'kal mynda félag í hverri starfsgrein, ef aðstæður leyfa, og eigi fé- lagið aðild að landssambandi viðkomandi starfsgreinar. Utan kaupstaðanna skal á sama hátt mynda starfsgreinafélög eftir því sem við á á hverjum stað. Umdæmi slíkra félaga skal þó eigi vera minna en sýslufélag. Heimilt skal, að starfsgreinafélög í hverjum kaupstað, landsfjórðungi eða kjördæmi, myndi fulltrúaráð, er starfi á svipuðum grundvelli og núverandi fulltrúaráð eftir því sem nánar yrði ákveðið í samþykktum. 3. Stefnt skal að því að koma skipulags- breytingu þessari í framkvæmd á næsta kjörtímabili eftir því sem unnt er. Til þess að vinna að framkvæmd skipulagsbreyting- arinnar kýs þingið skipulagsnefnd, skipaða 12 mönnum. Skal nefndin hafa forgöngu um samninga milli núverandi sambandsfé- laga innan hverrar starfsgreinar um mynd- un starfsgreinafélaga og síðan landssamb- anda starfsgreina. Síðan þessi samþykkt var gerð er liðinn nær fjórðungur aldar án þess að þeirri Stefnu sem boðuð er í framangreindri sam- þykkt hafi verið hrint í framkvæmd. Á 34. þingi Alþýðusambandsins sem haldið var 1980 var samþykkt ályktun um skipulagsmál. f henni segir meðal annars: „Þingið ítrekar enn þá meginstefnu, að grundvöllur skipulags sambandsins skuli vera vinnustaðurinn og landssambönd starfsgreina sem taki yfir helstu starfs- geinar". Skipulag og stafshættir verkalýðshreyf- ingarinnar eru svo mikilsverð málefni að þau snerta hvern einasta launamann í landinu. Frjáls og öflug verkalýðssamtök eru ekki einasta óaðskiljanlegur hluti af því lýðræðisþjóðfélagi sem íslendingar vilja gjarnan státa af, þau eru einnig ein af höfuðforsendum lýðræðis. Án virkrar verkalýðshreyfingar hefði alþýða þessa lands aldrei náð langt í kjara- og réttindam- álum sínum. Valdhafar og atvinnurekendur hafa hér sem annarsstaðar talið það sitt verk að skammta það úr hnefa sem þeim hefur sýnst. Félögum fækkar úr 200 í 80 Helgi Guðmundsson trésmiður og for- maður Menningar- og fræðslusambands al- þýðu hefur nú í vetur starfað fyrir skipu- lagsmálanefnd Alþýðusambandsins. Af því tilefni ræddi Þjóðviljinn við hann og spurði fyrst hvað framkvæmd þeirra til- lagna um skipulagsbreytingar sem sam- þykktar hafa verið myndi hafa í för með sér. „Yrði þeim hrundið í framkvæmd út í hörgul: Gífurlega uppstokkun og umbylt- ingu á Alþýðusambandinu þar sem verka- lýðsfélögunum myndi fækka úr nálega 200 Nýtt skipulag? Nokkur mikilvæg atriði ti! umfjöllunar og athug- unar um skipuiag ASÍ félögum eins og þau eru nú í -svona 60-80 félög. í einstaka tilvikum gætu þá gömlu félögin orðið einskonar uppistaða í nýjum félögum en í flestum tilvikum yrði hreinlega að leggja niður félögin og stofna ný. - Geturðu nefnt dæmi? - Já við getum vel hugsað okkur að fisk- vinnslan, hugsanlega sjávarútvegurinn all- ur yrði talin ein starfsgrein. Þar sem félögin eiga að grundvallast á starfsgreinum sam- kvæmt þessu skipulagi yrði að mynda stétt- arfélög starfsfólks í fiskvinnslu eða sjávar- útvegi. í þeim félögum yrði allt starfsfólk þeirra fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi Á sama hátt yrðu þá allir starfsmenn fyr- irtækja sem starfa í málmiðnaði, byggingar- iðnaði, iðnaði eða hvaða starfsgrein sem við kjósum að taka sem dæmi, í stéttarfélagi starfsfólks í viðkomandi starfsgrein. Við getum hugsað okkur að ákveðið yrði að flokka atvinnustarfsemina niður í tíu starfsgreinar. Það þýddi að í Reykjavík yrðu tíu verkalýðsfélög innan Alþýðusam- bandsins. Síðan má hugsa sér að félögin á landsbyggðinni spönnuðu miklu stærri landssvæði en nú er, þannig að þau yrðu samanlagt ekki nema svona 60-70 og einnig -byggð upp á starfsgreinum. Alþýðusambandið hefur gefið út bækling sem er ætlað að vera vinnuplagg vlð umræður Innan verkalýðshreyfingarinnar um skipulagsmál. I bæklingnum er varpað fram ýmsum spurningum og hugmyndum um breytingar á skipulagi hreyfingarinnar. „Ég tel ekkl að gera elgl breytlngar, breytlng- anna vegna. Verði þær gerðar þurfa þær að þjóna ákveðnum grundvallaratrlðum", segir Helgl Guðmundsson. - Hver voru rökin fyrir svo stórfelldum breytingum á samtökunum? - Menn töldu að verkalýðshreyfingin yrði miklu öflugri með þessu skipulagi. Raunar er best að vitna orðrétt í greinargerð frá þessum árum, en þar segir svo meðal ann- ars: Til samræmis við atvinnu- byltingu síðustu áratuga „Öllum hugsandi mönnum í verkalýðs- samtökum er ljós nauðsyn þess að sam- tökin hagi skipulagi sínu og starfsháttum á hverjum tíma þannig, að afl það, sem þau geta ráðið yfir, nýtist sem best fólki því, er samtökin skipa, til hagsbóta. Þeir, sem viðurkenna þessar augljósu staðreyndir,' hljóta einnig að gera sér grein fyrir því, að núverandi skipulag - eða öllu heldur skipulagsleysi - samtak- anna, er ekki í neinu samræmi við þá atvinnubyltingu, sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu áratugina. Sú þróun verður ekki stöðvuð. Þvert á móti hlýtur tækniþróunin að segja til sín hér á landi í vaxandi mæli á næstu árum, nýjar atvinnugreinar að koma upp og verka- skipting að aukast jafnframt því sem at- vinnuskipting þjóðarinnar hlýtur að taka enn stórfelldum breytingum. Ætli verkalýðssamtökin að vera hlut- geng í því þjóðfélagi, sem þannig er að mótast, verða þau að aðhæfa sig þessari þróun, skera af sé vankanta, sem þegar eru í ljós komnir, og byggja skipulag sitt og starfshætti á þann veg, að samtökin geti mætt hverjum nýjum viðhorfum með fullum styrk. Hér er ekki nægjanlegt að samtökin geti aðlagað sig breyttum að- stæðum. Þau þurfa að vera á undan þró- uninni, gera sér á hverjum tíma grein fyrir hvert hún stefnir og haga við- brögðum sínum samkvæmt því“. - Nú blasir væntanlega við hverjum manni að ekkert hefur gerst og enn var sam- þykkt ályktun í þessa veru á síðasta þingi sambandsins. Hvers vegna hefur þá ekkert skeð? - Væntanlega hafa menn séð ýmsa ann- marka á að koma breytingunum á og viljinn ekki verið nægilega almennur þrátt fyrir ítrekaðar samþykktir. Lýðræði og stöðnun - Verkalýðshreyfingin liggur oft undir ámæli fyrir að vera stöðnuð í starfsháttum sínum og að innan hennar sé afskaplega tak- markað lýðræði. Geta breytingar á skipu- lagi bætt úr þessum ágöllum? - Fyrst verða menn nú að gera sér grein fyrir hvort ásakanirnar hafa við rök að styðjast. Ef ég byrja á hinu síðarnefnda um lýðræðið þá hafa lærðir menn og spekingar oft haft uppi hinar hátíðlegustu yfirlýsingar um það hve hraklega menn umgangist lýð- ræðið í verkalýðshreyfingunni. Þar verði aldrei neinu breytt. Ríkisstjórnir og þing komi og fari, en í verkalýðssamtökunum sé Sjá bls. 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.