Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 12

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN jÞriðjudagur 1. maí 1984 • 1. maí ■1. maí Þriðjudagur 1. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Tryggvi Helgason, fyrrv. formaður Sjómannafélags Akureyrar:_ „Höfum prikaðokkur merkilega áfram“ „Ef verkalý&shreyfingin er treg til starfa ver&a forystumennirnir að eiga sinn hlut í því að haida henni vakandi." (Ljósm.: Atli). Við bjuggum við gott atlæti, þótt verald- leg efni væru fábrotin. Mamma var snill- inguríað umgangast okkur krakkana, en við vorum mjög breytileg. Sum okkar vor- um þráakálfar og ég var mjög einþykkur. Það bagaði mig sem krakka. Mamma hafði þá reglu að banna okkur aldrei nema það væri bráðnauðsynlegt, en lét það þá gilda. Þetta er góð uppeldisregla.“ Akranes var Þykkvibær Reykvíkinga Tryggvi Helgason fæddist á Akranesi og sleit þar barnsskónum. Hann var 4. í röð 13 systkina og varð því snemma að fara að hjálpa til á bláfátæku alþýðuheimili. Bær- inn hét Lykkja, lítill bær sem stóð rétt innan við kirkjuna. Svo áttu þau lóð við Krókalón og þar var sjóhús og kartöflugarður. „Maður fór að vera í görðunum frá því maður fór að ganga“, segir Tryggvi. „Akr- anesið var þá eins og Þykkvibærinn er nú fyrir Reykvíkinga; þetta var aðal kartöflu- ræktarhéraðið hér sunnanlands. Það var verk mömmu og okkar krakkanna að hugsa um garðinn, því pabbi var sjómaður á skútum og síðar mótorbátum. Á haustin fór pabbi með uppskeruna til Reykjavíkur, og þegar ég stálpaðist fór ég nokkrar ferðir með honum að selja heldra fólki kartöflur í Reykjavík. Fyrsta uppsteytið í barnaskóla Tryggvi sótti barnaskóla í 4 vetur eins og þá var skylda. „Þetta var góður skóli en helv. strangur,“ segir Tryggvi. „Og í 4. bekk gerði ég mitt fyrsta uppsteyt, en ég veit ekki hvort þú kærir þig um að heyra það. Þetta er eins og hvert annað rugl.“ Ég er auðvitað ekkert nema eyrun - og þá kom sagan. „Þannig var að ég var búinn að bíta það í mig að verða efstur í bekknum," sagði Tryggvi. „Ekki veit ég hvaðan þessi hug- mynd kom í mig, en svona var þetta. Efstur skyldi ég vera. Svo kom að útskriftinni og þá munaði litlu á mér og þeim efsta, en ég hafði ekki vinninginn. Og um morguninn þegar skólaslitin áttu að fara fram klæddi ég mig bara í mín veiðiföt og fór út með sjó að veiða. Mamma lét mig fara án þess að segja orð - hún þekkti mig blessunin. Svo var margsent eftir mér, en ég fannst hvergi. Þetta var nú mín fyrsta uppsteyt. En þetta fór nú allt vel; kennslukonan mín sneypti mig ekkert því hún vissi hvað mér leið, en hreppstjórinn kom heim að sneypa mig fyrir.“ 14 ára á sjóinn Tryggvi kynntist snemma sjónum, sem eðlilegt var á þeim tíma. Hann fór að róa á grásleppu innan við fermingu - alltaf sjó- veikur að eigin sögn. „Ég ældi stundum áður en ég fór af stað.“ Fjórtán ára gamall fór Tryggvi að róa á sex manna fari á Akranesi og sautján ára fór hann á skútuna Sæborgu RE 1, sem H.P. Duus gerði út frá Reykjavík. „Þá voru 13 skútur eftir í Reykjavík og Duus átti 10 þeirra," sagði Tryggvi. „Systur tvær er bjuggu í Kaupmannahöfn voru taldar eigendur Duus útgerðarinnar. Bryggjuhús- ið var þar sem Áiafoss í Vesturgötu er nú og bryggjan beint fram af. Tryggvagatan og allt það fyrir framan stendur á uppfyllingu. Þá voru bara hafnargarðarnir komnir." Tryggvi var í þrjú ár á skútum, fyrst Sæ- borgu, síðan Seagull og loks á Ester, sem Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal átti. „Síð- an olnbogaði ég mig á togara, tuttugu ára gamall, sem þurfti nú nokkuð til. Þá voru engin Vökulög og maður varð að standa sig. 1918 hafði ég mikið upp úr á skútunni, miklu meira en árslaun á vetrarvertíðinni. Þar fékk maður helminginn af því sem mað- ur dró og frítt fæði. Á togurunum fékk mað- ur 214 krónur á mánuði og lifrarhlut að auki. Lifrarhluturinn gat verið helmingur- inn ofan á kaupið á vetrarvertíðunum.“ Vökulögin fyrsta stórátakið í félagsmálapólitík Vökulögin voru sett árið 1921 eftir harða Tryggvi Heigason heitir maður nokkur á 85. aldursári, sem hefur hoiað sér niður uppi á hanabjálka í Reykjavík, eins og hann orðar það sjálfur, eftir langa og erfiða starfsævi lengst af á Akureyri. Þar var hann formað- ur sjómannafélagsins í 40 ár samfleytt, formaður Alþýðusambands Norðurlands ( 20 ár og bæjarstjórnarfulltrúi í 16 ár. Og nú er hann sestur að í Reykjavík - flutti hingað í fyrra eftir 50 ára veru fyrir norðan. Fast er sótt á Tryggva með útgáfu æviminninga, en hann aftekur allt slíkt.„Ég vii ekki vera að neinu helv.grobbi ágamals- aldri," er viðkvæðíð. En vægi mannsins gefur tilefni til heimsókna og stutt viðtalsspjall hefur engan sakað hingað til. 1. mat ganga á samfylkingartímabillnu (sennilega 1936). Gengi& suður eftlr A&alstræti. baráttu á þingi. „Þetta var fyrsta stórátakið í félagsmálapólitíkinni," segir Tryggvi um þau lög. „Þetta varð geysileg breyting, þótt lögin gerðu aðeins ráð fyrir 6 tíma hvíld á sólarhring. Þetta var í raun tóm vitleysa þessi sjómennska; menn voru að keppast við sólarhringunum saman og afköstin eftir því. Menn voru að skera sig og sofna yfir diskunum. Þetta var gífurlegur þrældómur og engum manni hefði dottið í hug að leggja annað eins á vinnudýr. Þess var alltaf gætt að dýrin fengju að hvfla sig, en á sjónum gilti sko annað. Þetta var miklu meiri vinna en við vorum gerðir fyrir. Maður þurfti að herða helv. mikið uppí sér til þess að þola þetta. Við höfum prikað okkur merkilega áfram, þessi þjóð.“ Dormaði sem formaður í 40 ár Þegar Tryggvi var um þrítugt gerðist hann formaður á bátum í Hrísey og stund- aði það starf í ellefu ár. 1933 flutti hann til Akureyrar og 1936 var hann kosinn for- maður Sjómannafélags Akureyrar. „Það gekk ekki að vera formaður hjá útgerðarmönnum og stússa í verkalýðsbar- áttunni," segir Tryggvi, „svo ég fékk mér gamlan bát og stundaði þannig sjó með tveim uppeldissonum mínum. Þegar ég var svo að brölta fyrir félagið gekk það út yfir strákana, því þá lá báturinn bara við bryggj- una.“ Tryggvi var formaður sjómannafélagsins samfleytt í 40 ár. „Já, ég dormaði þarna sem formaður fram til 1976. Það var aðeins einu sinni stungið upp á móti mér á fundi, en sá fékk lítið. Einhverra hluta vegna héldu þeir áfram að kjósa mig. Svo var ég formaður Alþýðusambands Norðurlands frá 1947 að það var stofnað og fram til 1967 en þá neitaði ég að vera áfram. Það voru minni sviptingar þar; venjulega sömdu félögin sjálf, en nauðsynlegt var að aðstoða mörg smærri félögin. 1965 var fyrst gerður sameiginlegur samningur fyrir öll fé- lögin á Norðurlandi.“ Argvítugt ástand „Já, það var argvítugt ástandið á þessum árum. Fyrst eftir að égfór að hafa afskipti af verkalýðsmálum voru viðhorfin þannig að annaðhvort voru málin svört eða hvít - eng- inn millivegur til. Kenningin var sú, að verkamenn ættu að eiga sjálfdæmi um verð á vinnuaflinu, rétt eins og kaupmaðurinn verðlagði sína vöru sjálfur. Það átti aldrei að semja, heldur setja taxta og láta hann gilda. Við í sjómannafélaginu fórum strax í verkfall þarna 1936. Við höfðum þá trú að ekkert annað væri að gera en fara í verkfall - og í verkfall fórum við. Það stóð í 14 daga og þetta var fyrsta deilan þarna sem hvítlið- ar voru ekki sendir á okkur af sýslumanni, en Sigurður Eggerz neitaði því alveg. Við slepptum engu skipi út nema eigandinn hefði skrifað upp á kauptaxtann en við kröfðumst þá kauptryggingar í fyrsta sinn. Menn gátu þá komið alveg tómhentir heim úr vertíðum ef illa fiskaðist, því engin kauptrygging var. Og við fengum þetta í gegn. Þessi deila okkar hefur alveg legið í þagn- argildi af einhverjum ástæðum, en við unn- um hana. Næsta ár auglýstum við taxta og það gekk hávaðalaust. Úr KFUM í Kommúnistaflokkinn Tryggvi gekk í Kommúnistaflokkinn á 36 ára afmælisdaginn sinn. „Ég var strax sannfærður um rússnesku byltinguna, fannst enginn vafi geta leikið á því að þarna væri verið að gera rétt. Við vorum kallaðir bolsévikkar og ekki höfð fögur orð um okk- ur. Þegar Alþýðublaðið kom út 1919 tók ég 10 blöð og seldi á Akranesi. Þetta hefur fylgt mér síðan. Ég var mjög trúaður sem barn. KFUM starfaði þá mjög ötullega á Akranesi og þar var kölski lifandi veruleiki. Þetta drakk maður í sig. Svo las ég Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason og þá fór fyrir mér eins og fleirum að allir gluggar opnuðust. Ágúst tók af okkur guð - hann var líklega heiðnari en sjálfur Ingólfur Arnarson. Eg trúi ekki á framhaldslíf, þótt ég deili aldrei við fólk um trúmál. Sumt fólk er þannig gert að það vill hafa einhverja mystík í tilver- unni, og það má hafa hana mín vegna. Mér finnst það alveg eðlilegt að sameinist mold- inni og svo er ég sáttur við mitt líf. Ég gekk ekki í Kommúnistaflokkinn strax; ég var að vasast f mörgu og vinna hér og hvar. Ég var búinn að vera ansi mikið með Steingrími Aðalsteinssyni og þeim fyrir norðan og þetta fannst mér hin rétta stefna. Verkalýðsfélagið var klofið á Akur- eyri, því gömlu félögin vildu ekki una við yfirlýsingu Alþýðusambandsþingsins 1930 um trúnað við Alþýðuflokkinn. Svona klofningur varð einnig í Vestmannaeyjum og á Siglufirði, en ekki víðar að ég hygg. En verkamannafélagið stóð sameinað undir forystu Elísabetar Eiríksdóttur og sjó- mannafélagið klofnaði aldrei." Samstilltur hópur á Akureyri - próletaríat sannkallað Tryggvi Helgason var bæjarstjórnarfull- trúi á Akureyri í 16 ár, kom þar fyrst inn sem aðalmaður árið 1942. Ég spyr hvernig sú vinna hafi gengið fyrir sig. „Það var mikið atvinnuleysi á Akureyri, miklu meira en annars staðar. Stór hluti af verkafólki á Norðurlandi var hálfgert flökkufólk, sem reikaði'á milli plássa í vinnuleit. Okkur hjá Alþýðusambandi Norðurlands taldist svo til, að um 12-1500 manns, eða þriðji parturinn af félagsfólkinu væri flökkufólk. Þetta minnti mann á 18. öldina. Vel 5. hver maður var á hreppnum á veturna á verstu atvinnuleysistímunum. Margir myndugir menn og stoltir urðu að lúta þessu. Þetta var lítillækkandi helvíti og það var jarðvegur fyrir mikla samheldni og samstöðu hjá þeim, sem bjuggu undir þessu. Hið breiða fylgi, sem Einar Olgeirsson sópaði þarna upp, hélst áfram á Akureyri og það byggðist á samstöðunni. Aðstæð- urnar þjöppuðu okkur saman. íhaldsmenn voru margir gríðarlega harðskeyttir í okkar garð og það hjálpaði upp á samstöðuna að mörgu leyti. Annars þykir mér vænt um Akureyri og vill ekki lasta þar nokkurn mann. Á Akureyri var hreyfing kommúnista og sósíalista hreinræktuð „próletarahreyfing" -við vorum fólk sem ekkert áttum og ekkert höfðum lært. Hér fyrir sunnan fannst mér vera meiri menntabragur á hreyfingunni; meirihluti þeirra sem stóðu í forsvari voru menntamenn af ýmsu tagi. Þetta var öðru- vísi á Akureyri.“ / Samtökjn með Birni Tryggvi Helgason gekk úr Alþýðubanda- laginu 1968 með Birni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni og fleira fólki. „Fyrir mér hefur þetta verið svolítil eyðimerkurganga", segir Tryggvi. „Ég var ósáttur við að hreyfingin skyldi gliðna svona. En ég skal gefa þér dæmi um vinnu- brögðin, sem að mínu mati voru táknræn fyrir það hvernig ekki á að vinna í fé- lagsmálum. Viku eftir að stofnþing Alþýðubandalagsins var haldið var haldinn fundur í 15 manna framkvæmdastjórninni til að kjósa formann framkvæmdastjórnar. Þar gerir Björn Jónsson tillögu um Hanni- bal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson ger- ir tillögu um Guðmund Hjartarson. Guð- mundur vann atkvæðagreiðsluna á einu at- kvæði. Ur þessu varð klofningur og Mogg- inn velti sér aldeilis upp úr honum. Svona vinnubrögðum tel ég ekki rétt að beita. Við fórum svo út nokkru síðar og ég var í Samtökunum með Birni en var þar aldrei í forsvari.“ / Alþýðubandalagið 84 ára Hinn 19. apríl sl. á 84. afmælisdaginn sinn, gekk Tryggvi til liðs við Alþýðu- bandalagið. Ég spyr hvað hafi borið við. „Ég kom ekki í Álþýðubandalagið af því að ég sé mjög ánægður með það. En af þeim vinstri hreyfingum, sem eru í landinu, tel ég „Þetta var táknrænt fyrir þa& hvernig á ekki að vinna.“ (Ljósm.: Atli). enga jafngóða eða jafnlíklega til þess að halda þessu starfi áfram. Þetta, ásamt með þörfinni fyrir að koma saman með fólki sem mér finnst ég eiga samleið með, er þess valdandi að ég gekk í Alþýðubandalagið." Á ekki að vera vandalaust að vekja fólk til baráttu Ég spyr hvernig Tryggva líki verkalýðs- baráttan í dag. „Ég hlýt að vera bjartsýnn, það er ekki hægt að leyfa sér annað," svarar Tryggvi. „Þessi tiltölulega fjölbreytta lífsreynsla mín hefur kennt mér, að það gildi ekki að hafa svart-hvítar skoðanir. Með því á ég við hæfileika þessarar hreyfingar til þess að semja sig áfram á allbreiðum grundvelli. Það sem mér hefur lengstaf fundist hafa gefið þessari hreyfingu tiltrú er tiltölulega einlæg samheldni innan hennar - með nokkrum hliðarsporum þó - þótt fólk hafi ekki verið á einu máli um alla hluti. Og þarna er komið að hlut, sem angrar mig svolítið og er meira áberandi en nokkru sinni áður; það er að menn bíti hælana hver af öðrum, m.a. í Þjóðviljanum. Þótt mönnum þyki dauft yfir verkalýðshreyfing- unni ættu þeir að hafa í huga, að engir tveir eða þrír menn geta svæft hana. Ef hún er treg til starfa verða forystumennirnir að eiga sinn hlut í því að halda henni vakandi. Það veltur mikið á þeim. Á þessu tímabili, sem ég hef verið starf- andi í hreyfingunni, hefur mikið verið bjástrað og verkalýðshreyfingin hefur unn- ið mikla sigra frá því hún fór að láta á sér bera. Ég held, að ef það á að fara að reyta þetta af fólki í stórum skömmtum, eins og nú er verið að gera, eigi ekki að vera vanda- laust að vekja hreyfinguna til baráttu. Þar verður Þjóðviljinn að vera vel vakandi yfir sínum hlut, því enn nær hann til margra og enn er margt fólk sem les sér til um hluti. „Kauplft verður a& hækka“ stendur þarna á fremsta borðanum. 1. maí krafa allra tíma.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.