Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 16
1. maí 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Þriðjudagur 1, maí 1984 Gudmundur Hallvarðsson verkamaður í Dagsbrún í samtali við 1. maí bla Þaö sem var einkennandi í verkalýðshreyfingunni lengi framan af var að þeir sem hafa ráðið ferðinni hafa ekki treyst sér í fullri alvöru að takast á við þá kjaraskerðingu sem orðið hefur, bæði á síðustu misserum þegar vinstri stjórn var við völd og síðan þá aukningu sem varð á kjaraskerðingunni þegar núverandi stjórn tók við. Verkalýðshreyfingin hafði verið í iægð í mjög langan tíma og ástandið var orðið þannig að félagsmennirnir voru farnir að missa trúna á samtökin. Þegar menn stóðu f rammi fyrir því að eitthvað þyrfti að gera þá kom fram sama gamla svarið að það væri ekki staða til neinna aðgerða án þess að á bak við það lægi í raun nokkur vitneskja. Ég hef ýmsa grunaða um það að hafa farið tii fólks og spurt það uppúr þurru hvort það vildi fara í verkfall og þá verið svarið nei. Þessir menn fóru fyrst og fremst út til fólksins til að fá þetta svar, nei, en ekki til þess aö skapa einhverja stöðu tii aðgerða. Það verða örugglega fleiri til í slaginn í haust Þetta á sér allt langar raetur. Á formannaráðstefnum Verka- mannasambandsinsog Alþýðus am- bandsins sl. haust gerðist það að mjög stór hluti af landsbyggðarfé- lögunum hreinlega heimtaði það að Alþýðusambandið yrði með þessi mál. Þegar síðan var gengið eftir því hvort einstök félög vildu ekki taka samningana í sínar hend- ur var því alfarið neitað og öllu vís- að yfir á Alþýðusambandið. Það held ég að sé kannski megin ástæðan fyrir því hvernig fór í þeim þreifingum sem Alþýðusambandið síðan átti í. Einstaka mistök samn- inganefndarinnar eins og t.d. ung- lingataxtinn er erfitt að skilja hvernig menn gátu yfir höfuð lent í. Þarna er um slíkt grundvallaratriði að ræða að reyndir forystumenn í verkalýðshreyfingunni eiga ekki að geta gert sig seka um slíka hluti, þ.e. gera ekki greinarmun á aðalat- riðum og aukaatriðum. Samningar ASI staðfesting á sameiginlegum ósigri Hvað má læra af þessari þróun mála fyrir væntanlega baráttu á hausti komanda? í framhaidi af því sem hér hefur verið lýst fóru menn að sjá það að svona getur þetta ekki gengið. Þessir samningar sem ASI hafði gert voru ekki annað en staðfesting á sameiginlegum ósigri. Það var verið að valtra yfir hreyfinguna. Það er kannski ástæðan fyrir því að ákveðin félög tóku þá ákvörðun að ganga ekki að þessum samningi. Það má kannski segja að Dags- brún hefði borið, ef forystumenn ætluðu að hafa þessa sérstöðu og ná fram öðrum samningum, að leggja fram einhvern valkost fyrir heildarhreyfinguna strax á for- mannaráðstefnunni í desember, þar sem tekist var á um þessa hluti. Þessar þreifingar sem Álþýðusam- bandið hafði staðið í voru búnar að vera í gangi um nokkurn tíma og þannig hefði það verið þýðingar- mikið að slík afstaða hefði komið fram fyrst. Ég held nefnilega að stór hluti af forystumönnum í verkalýðshreyfingunni hafi ekki trúað því fyrr en samningarnir voru undirritaðir og menn stóðu frammi fyrir því að samþykkja þá, að Dagsbrún ætlaði ekki að ganga að þeim. Samt sem áður held ég að Dagsbrún hafi þarna tekið mjög þýðingarmikið frumkvæði og árangurinn af þessu gegnumbroti sé þolanlegur, þótt í kaupi sé hann ekki mjög stór. Það eru ýmsar opn- anir sem félagið hefur fengið varð- andi frekari samningaviðræður. Ef Dagsbrún nær samningum um endurskoðun á öllu flokkakerfinu eins og fyrirheit eru um, þá mun Dagsbrún marka alveg stefnuna í öllu kauptaxtakerfi hjá verkalýðs- hreyfingunni. Eg held að langsamlega mikil- vægasti lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu þegar við reynum að meta stöðuna í heild þegar búið er að gera alla kjarasamninga sé sá að þessi kenning um að það sé eng- in staða til neinna hluta, fólk vilji ekki gera neitt, hefur verið afsönn- uð. Dagsbrún sýndi það með ákveðnu skipulagi og markvissri vinnu gegnum trúnaðarmanna- kerfið, að það var hægt að byggja upp stóran baráttufund og skapa mikla stemmningu. Þessi fundur í Austurbæjarbíói var vendipunktur og sannfærði forystumenn í fé- laginu um að það væri hægt að gera ákveðna hluti. Þessi fundur var al- veg gífurleg lyftistöng fyrir félagið. Ég held að hann hafi einmitt mark- að Joáttaskil. A þessum tíma voru komin ýmis önnur félög inn í baráttuna, bæði á Húsavík, í Vestmannaeyjum og síð- ar Sókn. Hvernig horfðu þau mál við ykkur? Já, Vestmannaeyingar tóku strax upp baráttu og lýstu yfir yfir- vinnubanni. Það er rétt að segja frá því hér að það var mjög gott sam- starf milli Vestmannaeyinga og Dagsbrúnar. En það verður að segjast því miður að þegar þeir lýstu yfir sínu yfirvinnubanni þá var Dagsbrún eina félagið sem tók þá afstöðu að lýsa yfir afgreiðslu- banni á skip frá Vestmannaeyjum. Önnur félög gerðu það ekki og þetta hefur mörgum fúndist mjög ámælisvert varðandi Álþýðusam- bandið að það skyldi ekki skora á félög að lýsa yfir afgreiðslubanni á skip frá Eyjum. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þó að menn séu ekki sammála um á- þáttaskH". (Mynd: Atll) kveðna hluti sem verið er að gera, þá er það skylda heildarsamtak- anna að styðja við bakið á einstök- um félögum þegar þau hafa ákveð- ið að brjóta sig út. Samtök starfsfóiks í fiskiðnaði Það er ýmislegt annað nýtt í þess- ari stöðu sem kom ekki í Ijós fyrr en síðar, t.d. að stór hópur verkafólks í frystihúsunum í Reykjavík bæði úr Dagsbrún og Framsókn, tekur sig saman og heldur sérstakan fund og leggur drög að stofnun nýs hags- munafélags. Hvað endurspeglar sú atburðarás að þínu mati? Er þetta dæmi um óánægju, skipulagsvandi verkalýðshreyfingarinnar, eða ein- kenni á víðtækara vandamáli? Það er þetta allt saman. Kjara- samningarnir þar sem hærri dag- vinnutek j utryggingin var tekin upp hafa skapað visst vandamál gagnvart bónusfólkinu. Bónusinn hefur valdið miklum erfiðleikum með að hífa upp tímakaupið, sér- staklega núna eftir að búið er að hækka dagvinnutekjutrygginguna þetta mikið umfram það sem taxt- arnir eru. Verkamannasambandið er eiginlega með alla sína taxta undir tekjutryggingunni og bónus- fólkið er komið mjög neðarlega og eftir þvf sem mér skilst þá þurfa þær konur sem eru á bónus að vinna í vikutíma til að ná upp í tekj- utrygginguna. Ég hugsa að óá- nægja með þessi kjaraatriði vegi þarna þyngst á metunum hjá fisk- vinnslufólki hér í Reykjavíic og út af fyrir sig geta svona samtök breiðst út um landið allt í sjávar- plássin. Þetta er á engan hátt nei- kvæð hreyfing. Það hefur skapast mikil óánægja meðal þessa fólks og hún hefur nú brotist upp á yfir- borðið kannski einmitt vegna þess að menn hafa séð að það er hægt að gera ýmsa hluti. Skipulag hreyfingar- innar í kreppu Skipulag verkalýðsfélaganna heldur einstaka hópum dálítið niðri. Ég veit að Dagsbrún og sjálf- sagt Framsókn líka hafa staðið frammi fyrir ýmsum hótunum frá einstaka starfshópum um að fái þeir ekki betri samninga segi þeir sig úr félaginu og stofni nýtt félag. Þarna er því um skipulagsvanda einnig að ræða. Skipulag verka- lýðshreyfingarinnar er í raun kom- ið í algera kreppu. Það samsvarar ekki kröfum tímans og er ekki í tengslum við vinnustaðina, því miður. Það er orðið tímabært fyrir löngu að breyta þessu skipulagi. Verkalýðshreyfingin er aðeins að reyna að aðlagast þessu með því að fara meira með þessi mál út á vinnustaðina og það er út af fyrir sig vel. En ég held að þessi mál verði ekki leyst fyrr en skipulagið grundvallast niður á starfs- greinarnar. Er það ekki nýlunda að þarna tekur fólk sig saman úr fleiri en einu verkalýðsfélagi og myndar sérstök samtök? Ég held að menn líti frekar á þetta sem umræðuvettvang og erf- itt að geta sér til um hvert þetta leiðir. Eg held að þetta muni ekki marka nein þáttaskil, heldur er þetta frekar tímabundin óánægja sem brýst út á þennan hátt. Það skiptir líka miklu hvernig forystu- menn verkalýðsfélaganna taka á þessu máli. Mér skilst á forystu- mönnum Dagsbrúnar að þeir séu tilbúnir að styrkja þessi samtök í starfi. Gerði mikil og stór mistök í upphafi Það sem er einkennandi fyrir baráttuna síðustu mánuði er hversu mikið hefur komið fram af nýju fólki innan verkalýðsfélag- anna, ungu fólki. Það setur svip sinn á baráttuna hjá Sókn. Það er í forsvari fyrir fiskvinnslufólkið, var áberandi á stóra kennarafundinum í Sigtúni. Nú hefur þú verið í andófi ungs fólks í verkalýðshreyfingunni um langt skeið. Þegar þú lítur yfir eigin feril og reynslu og horfir til þessa nýja fólks sem er að koma til starfa, hvaða ráð myndir þú vilja gefa þessu unga fólki? Ég er einn af þeim sem gerðu mikil og stór mistök í upphafi. Þá voru miklar hræringar í pólitíkinni á vinstri kantinum sem blönduðust þessu og menn ætluðu að byggja sinn flokk sem verkalýðsflokk og ná ítökum í verkalýðshreyfing- unni. Maður rak sig hins vegar til- tölulega fljótt á að það er ekki hægt að ná ábyrgðum í stéttarfélögunum með því eingöngu að vera svona einhverskonar utanaðkomandi afl sem kemur og ætlar að keyra for- ystuna niður á félagsfundi. Mín reynsla og fleiri sem ég hef starfað með er sú að í stéttarfélög- unum eigi menn að leggja áherslu að skapa sér ákveðinn vettvang innan félaganna með því hreinlega að stuðla þar að öflugu starfi. Sjá til þess að félögin hafi sem virkasta starfsemi á sem flestum sviðum og höfði til sem flestra hópa. Þetta er auðvitað visst vandamál hjá verka- lýðshreyfingunni því hún á í sam- keppni við alls kyns afþreyingar- iðnað. Félögin eru að verða svo lít- ill vettvangur fyrir menn og þessu þarf að breyta. Félagsmennirnir sjálfir verða líka að finna það að þetta nýj a f ólk sem er að koma inn í starfið meini eitthvað með starfi sínu og ætli sér að starfa. Byggja upp trúnaðarmannakerfið Ég held að það sem sé varan- legast fyrir félögin og mest áríðandi sé að byggja upp trúnaðarmanna- kerfið. Það fólk sem hefur komið fram í haust, að sumu leyti nýtt fólk og að sumu leyti ungt fólk sem hef- ur vaxið með hreyfingunni um nokkurt skeið og er farið er að fá náð, er að verulegum hluta einmitt trúnaðarmenn. Akvæðið sem náð- ist fram í kjarasamningunum 1977 um trúnaðarmannanámskeiðin hefur reynst mikilvægt. Það hefur held ég skilað stórum kjarna af nýju fólki sem hefur haldið uppi mjög góðu starfi í verkalýðsfélög- unum. Framtíð verkalýðshreyfing- arinnar og baráttustaða hennar byggist á því að styrkja og snmhæfa þessa trúnaðarmannahreyfingu. Þannig er hægt að byggja upp breiðari bakhjarla á bak við for- ystumennina. Ekki þroski til að ræða um ágreining Nú eru síðustu mánuðir búnir að vera mjög viðburðamikill tími og mikið hefur gengið á og innan verkalýðshreyfingarinnar ríkir ekki sú eining sem henni er nauðsynleg. í 1. maí ávarpinu er hvatt til frckari baráttu í haust og það er einnig Alþýðusambandsþing á þeim tíma. Hverjar eru þær áherslur sem þú telur að eigi að stefna að? Það virðist vera erfitt að finna efnislegan flöt fyrir þeim ágreiningi sem ríkt hefur innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Ágreiningurinn út af fyrir sig hefur kannski verið fyrir hendi í langan tíma en kemur nú upp á yfirborðið. Þá er kannski það versta að menn virðast ekki hafa þroska til að geta rætt þann ágreining á málefnalegan hátt. Menn taka allri gagnrýni mjög per- sónulega og það verður voðaleg „hystería" í kringum þessa hluti. Éinstaka félög hafa lýst því yfir að þau muni segja upp samningum 1. september. Dagsbrún hefur gert það. Starfsmannafélag ríkisstofn- ana hefur lýst því ákveðið yfir í á- lyktun að það beri að segja upp samningum. Það var mín skoðun varðandi 1. maí ávarpið að þar þyrfti að vera meginatriðið barátt- an sem fvrir höndum er 1. sept- ember. Ég held að það verði auðveldara að nýta ýmis félög og gera ákveðna hluti. Það verða ör- ugglega fleiri tilbúnir í slaginn í haust. Reykja víkurfélögin taki sig saman í haust Menn hafa oft verið að gæla við þá hugmynd að Verkamannasam- bandið stæði sér í baráttunni. Ég er hins vegar kominn á þá skoðun að núna sé mjög mikilvægt að menn eyði huglægum andstæðum sem „ Þessl fundur í Austurbæjarbíól var vendipunktur og sannfær&i forystumenn í félaglnu um a& þa& væri hægt a& gera ákve&na hluti. Þessi fundur var gífurleg lyftistöng fyrir félagið. Ég held að hann hafi einmitt markað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.