Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 17

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Page 17
Þriðjudagur I. maí 19M' ÞJÓÐVIEJIíW^'SfÐA 17 — j.maí — i Þjóð viljans Guðmundur Hallvarðsson. (Mynd: Atli) Það er í ýmsu að snúast í baráttunni. Hér er Guðmundur við verkfallsvörslu í júni 1982. (Mynd: kv) / MSj llillBlllllllllllllllllllll«!lllll]il)lilillllBI];|]||IBIIl!|||lllllim m gj BIFVÉLAVIRKJAR m m Tökum allir þátt í kröfugöngu og m útifundi verkalýðsfélaganna 1. maí. m m Félag bifvélavirkja 1 ml llllllllllllllllllllllillllillllillllllillilllllilllllllllllllllllllllilillllllililllllllllillllllllllllllllilllllllllltllllllllllBlllllillllllllilillilllllllllllllillllllHII 11 hafa oft verið á milli almennu verkalýðsfélaganna og hins svo- kallaða uppmælingaraðals. Ég held að það sé þýðingarmest ein- mitt í stöðunni núna að stærstu fé- lögin í Reykjavík myndi bandalag og taki frumkvæðið í slagnum í haust. Ég hef ekki trú á því vegna fyrri reynslu að ákveðin sambönd á landsmælikvarða nái þeirri barátt- ueiningu sem er nauðsynleg til að slíkt sé raunhæft. Menn hafa verið að rökstyðja þetta efnislega út frá stöðu þessara félaga en reynslan hefur sýnt okkur að þetta dæmi hefur aldrei gengið upp. Ríkisstjórnin ætlar sér með að- gerðum sínum vegna fjárlagagats- ins að éta upp þá kjarasamninga sem gerðir voru alveg á næstu vik- um. Það yrði því algert glapræði að nota ekki uppsagnarákvæði samn- inganna. Ef menn ætla að fara að bíða fram til 15. apríl á næsta ári þá verður staðan ekki betri. Ég held að það verði sameinast um baráttuna hér á höfuðborgar- svæðinu og reka mjögstífan áróður- fyrir þessu nú á næstu vikum. í kröfugerðinni á fyrst og fremst að leggja áherslu á það að ná lág- markslaunum almennt hærra upp. í 1. maí ávarpinu eru taldar upp mjög þýðingarmiklar kröfur sem verður að leggja áherslu á eins og t.d. að dagvinnutryggingin verði hinn almenni lágmarkstaxti. Það er reynsla frá árum áður að þá stóðu félög eins og Dagsbrún, Trésmíðafélagið og járniðnaðar- menn fyrir vinnudeilum hér í Reykjavík og höfðu þar alla for- ystu. Ég sé engin efnisleg rök fyrir því af hverju slíkt ætti ekki að vera hægt nú. Pólitísk samsetning ASÍ-forystu er óheppileg Ég tel að sú flokkslega samsetn- ing á forystu sem nú ríkir hjá ASÍ sé pólitískt mjög óheillavænleg. Því verður að breyta, og ég hef varpað þeirri skoðun fram og rætt hana við marga að þau öfl í verka- lýðshreyfingunni sem tilheyra verkalýðsflokkunum verði að gera sér grein fyrir því að þau eiga að taka upp pólitíska baráttu gegn íhaldinu. Það er eins og menn verði feimnir þegar þessir hlutir eru nefndir á fundum í verkalýðshreyf- ingunni. Eins og það sé þegjandi samkomulag um að þetta sé ekki nefnt. Ég held að það sterkasta sem menn gætu gert í verkalýðs- hreyfingunni væri að endurvekja það bandalag verkalýðsflokkanna sem var myndað 1976 og láta reyna á það. -lg- Dagsbrúnarmenn! Sýnið öfluga samstöðu í kjarabaráttunni. Fjölmennið í kröfugöngu og á útifund verkalýðsfélaganna. i Verkamannafélagið Dagsbrún

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.