Þjóðviljinn - 01.05.1984, Qupperneq 19
1. maí
Þriðjudagur 1. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Félag verkafólks við fiskiðnað í Reykjavík:
Frekar hlustað
á öflugt félag
Aðalheiður Franzdóttlr: „Við viljum ná tekjutryggingu til að byrja með.“
Mikill hugur hefur verið í fisk-
verkafólki í Reykjavíksíð-
astliðinn vetur, körlum og kon-
um. í mars var boðað til undir-
búningsfundar fyrir stofnun fé-
lagsskapar fiskverkafólks og
stofnfundur var haldinn hinn
16. apríl. Á undirbúningsfund-
inn mætti um helminguralls
starfandi fiskverkafólks í
Reykjavík eða þrjú hundruð
manns og á stofnfundinn
mættu á annað hundrað
manns.
Á stofnfundinum voru sam-
þykkt lög félagsins, en það
heitir Félag verkafólks við
f iskiðnað með heimili og varn-
arþing í Reykjavík.
Ein þeirra sem ötullega vann að
stofnun þess félags er Aðalheiður
Franzdóttir, verkakona hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur. Við tókum
hana tali fyrir nokkru og spurðum
hana um tildrög félagsins og til-
gang.
Höfum setiö eftir
í iaunamáium
„Félagsskapurinn sprettur ein-
faldlega af því að við höfum setið á
eftir í launamálum“, segir Aðal-
heiður. „Við, sem erum í Fram-
sókn og Dagsbrún, eigum öll sömu
hagsmuna að gæta og okkur finnst
því rétt að eiga samflot.
Trúnaðarfólkið hér í Bæjarút-
gerðinni fundaði mikið fyrir síð-
ustu samningsgerð. Við fórum í
gegnum gamla samninginn. og
gerðum tillögur og lögðum á borð-
ið hjá Framsókn og Dagsbrún.
segir Aðalheiður
Franzdóttir
hjá BÚR um
hið nýja félag
Okkar kröfur fengust ekki í gegn
og skapaði það megna óánægju.
Við í fiskiðnaðinum vorum alls
ekki hressar þegar samningarnir
voru samþykktir hjá Framsókn.
Okkur fannst við sitja alveg eftir.
Þetta er nú eiginlega upphafið, en
við höfðum rætt það áður okkar í
milli að rétt væri að stofna einhvers
konar málfundafélag þar sem við
gætum borið saman bækur okkar.
Nú er félagsstofnunin orðin veru-
leiki.“
Samvinna við félögin
Aðalheiður sagði okkur að með
félagsstofnuninni væri ekki verið
að vinna að því að kollsteypa
Dagsbrún eða Framsókn. Þvert á
móti væri ætlunin að hafa við þau
nána samvinnu. „Við verðum bara
að koma þeim í skilning um hvað
það er sem við viljum“, sagði Aðal-
heiður. „Við vonum að það verði
frekar hlustað á svona öflugt félag,
sem sprettur á vinnustöðunum,
heldur en toppana í verkalýðsfé-
lögunum."
I lögum félagsins segir svo um
hlutverk þess:
„Hlutverk félagsins er: 1. að efla
samheldni verkafólks í fiskvinnslu;
2. að gæta hagsmuna verkafólks í
fiskvinnslu gagnvart atvinnurek-
endum í samvinnu við stéttarfé-
lögin, Dagsbrún og Framsókn; 3.
að stuðla að verðmætaaukningu
sjávarafurða með aukinni vöru-
vöndun félagsmanna við vinnu
sína.“
Tilgangi sínum hyggst félagið
m.a. ná með því að „vera stéttarfé-
lögunum til ráðgjafar um meðferð
samningsréttarins" eins og segir í
lögunum.
10 þúsund á mánuöi
Ég spyr Aðalheiði hvað félagið
hyggist fyrst fá fram.
„Við viljum ná tekjutrygging-
unni til að byrja með“, segir Aðal-
heiður. Fiskverkafólk fær nú rétt
rúmar tíuþúsund krónur á mánuði
fyrir 8 stunda vinnudag. Ef bónus-
inn nær ekki að lyfta kaupinu upp í
rúmar tólfþúsund krónur fær fólkið
greidda tekjutryggingu, annars
ekki. Bónusinn er reiknaður skv.
taxta en ekki tekjutryggingu. Og
þessu vilja félagsmenn breyta.
HvaS gerist í haust? spyr ég Að-
alheiði.
„Ég veit það ekki, en mér finnst
ansi harkalegt að forystan skuli
nota verkföll sem grýlu á okkur og
ekkert reyna að gera. Ég held, og
er raunar sannfærð um, að ekki
hafi verið reynt til hins ítrasta.
Ég vona, að forystan hugsi sinn
gangfyrir l.september. Kaupmátt-
urinn hjá launafólki hefur rýrnað
svo mikið að við svo búið má ekki
standa."
Landssamtök?
Þegar ég hef kvatt Aðalheiði
rakst ég á Málhildi Sigurbjörns-
dóttur en hún á sæti í stjórn hins
nýja félags. Málhildur kvað alla í
fiskiðnaðinum binda miklar vonir
við þetta félag.
„Ég held, að það ætti að geta náð
til alls landsins, og raunar þarf það
að ná til alls landsins. Fiskverka-
fólk verður að þjappa sér saman,
því öðru vísi fáum við litlu fram-
gengt. Ef ságuli væri ekki þarna úti
værum við ekki stödd hér. En það
er farið með okkur, sem vinnum
við þetta, eins og hverja aðra
þræla. Þetta má ekki ganga svona
lengur."
í stjórn félagsins eiga sæti auk
Málhildar: Ágúst Vernharðsson,
Bæjarútgerðinni, Þorsteinn Kára-
son, Bæjarútgerðinni, Halldóra
Stephensen, Isbirninum, Snorri
Traustason, Kirkjusandi, Svan-
björg M. Jósefsdóttir, Kirkju-
sandi, og fris Guðmundsdóttir,
Hraðfrystistöðinni.
Þjóðviljinn færir þeim og öllu
fiskverkafólki sínar bestu 1. maí
kveðjur.
árna
trlia
nds°9
sjávar
igaöa
^nan^iönguhe'
$ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA