Þjóðviljinn - 01.05.1984, Síða 20

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 1. maí 1984 ■ 1. maí 1944-40 ár-1984 Lifi eining alþýðu!-Lifi fslenska lýðveldið! Kaflar úr 1. maí leiðara Þjóðviljans á lýðveldisárinu 1944 „Lifi eining alþýðunnar“. Hvað þýðir eining alþýðunnar, um hvað er sú eining? Þannig spyr hinn raunhœfi maður. Og svar- ið er raunhæft. Eining alþýðunnar er eining hins vinnandi fjölda í baráttunni fyrir betri lífskjörum, hún er eining um bræðralag og jafnréttishugsjónina, hvort sem við viljum kenna þá hugsjón hugsjónanna við Jesú frá Nazaret eða sósíalismann. En sáfjöldi, sem fer út á göturnar í Reykjavík á morgun, sá fjöldi, sem um allan heim hyllir hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar, hvort sem hann gerir það með hlekk um fót, eða með vopn í hönd, hugsar ekki lengur á draumóra- kenndan hátt um jafnrétti og bræðralag. Bit- ur reynsla liðinna alda hefur kennt, að það þarf raunhæfa stjórn fjármála og atvinnu- mála þjóðanna til að reisa ríki jafnréttis og bræðralags; þess vegna er eining alþýðunn- ar sköpuð um hinar raunhœfu kenningar sósíalismans; þess vegna sameinast alþýðan um að byggja upp hið stéttlausa þjóðfélag sósíalismans, þar sem samvinna og sameign kemur í stað samkeppni og sérhagsmuna. Örlög íslenzku þjóðarinnar á næstu árum eru undir því komin hversu vel hún bregzt við kallinu um einingu alþýðunnar, og örlög mannkynsins eru undir því komin hversu vel hinar fjölmörgu þjóðir heims bregðast við hinu alþjóðlega kalli um einingu alþýð- unnar. Lifi eining alþýðunnarl • Lifi hið íslenzka lýðveldi! Þetta er ósk og baráttumál hvers einasta íslendings sem það nafn verðskuldar. Allir taka undir kröfuna um stofnun lýðveldisins 17. júní, um það mál erfullkomin þjóðareining. En alþýðan, sem fylkir sér undir merkið á götunum á morgun, skilur að stjórnarfarslegt sjálfstæði og stofnun lýðveldis er ekki nóg, þó mikil- vægt sé. Atvinnulífið verður að vera með þeim hœtti að fjárhagslegt sjálfstœði sé tryggt, og innanlandsmálum verður að vera skipað með þeim hætti aðfrelsi og sjálfstœði hvers einstaklings sé tryggt. Aðeins völd hins vinnandi fjölda geta tryggt þetta, þess vegna sameinast alþýðan til þess að gera hið íslenzka lýðveldi að frjálsu samfélagi, jafn rétthárra manna, þar sem öllum er tryggður rétturinn til hagsældar. Það voru stríðandi hagsmunir höfðingja, sem sátu yfir hlut al- þýðunnar, sem ollu því að hið forna ís- lenzka lýðveldi leið undir lok. Það var bar- átta nokkurra manna um auð og aðstöðu til að hirða arð afvinnu alþýðunnar, sem lagði þrœldómsfjötrana á íslenzku þjóðina árið 1262, fjötrana sem voru óslitið ímeira en 700 ár. Það er enn barizt um auð og aðstöðu til að hirða arð af vinnu íslenzkrar alþýðu, hvort það eru Sturlungar og Haukdœlir eða Kveldúlfar og heildsalar, sem berjast, skiptir engu máli, niðurstaðan getur orðið ein og hin sama, glötun íslenzka lýðveldis- ins. Þess vegna fylkir alþýðan sér undir merki hins stéttlausa þjóðfélags, þar sem hagsmunaandstæðurnar eru ekki til, þar sem allt fjármagn og framleiðslukerfi þjóð- arinnar er tekið í þjónustu alþjóðar, einskis eins öðrum fremur, slíkt þjóðfélag á íslandi við hlið slíkra þjóðfélaga í umheiminum, er eina tryggingin, sem sett verður fyrir lífi og framtíð hins íslenzka lýðveldis. Lifi íslenzka lýðveldið! — Þjóðviljinn, sunnudaginn 30. apríl 1944 Ásgerftur Halldórsdóttir og Kristján Guðlaugsson með soninn Gísla. Launin duga fyrir mat og sköttum Fyrir utan JL-húsið voru þau Ásgerður Halldórsdóttir, Krist- ján Guðlaugsson og Gísli Krist- jánsson að koma frá því að verslafyrirhelgina. Þau svöruðu því mjög afdráttar- laust að þeim litist illa á ástandið í launamálum. Þau hefðu enga möguleika á að lifa ef aðeins annað þeirra ynni. Ásgerður sagði að sér fyndist ástandið hafa versnað til muna sl. ár. Þegar þau hefðu byrj- að að búa fyrir fimm árum hefðu þau hellt sér út í íbúðarkaup og innréttingar, auk þess að fjárfesta í bíl, í dag myndu þau aldrei treysta sér til þess, nú hrykkju launin að- eins fyrir mat og sköttum. Þau voru sammála um að lág- launafólk væri búið að taka meir en nóg á sínar herðar til að draga mætti úr verðbólgunni, launakjör hefðu versnað mikið sl. ár á með- an húsbúnaður og byggingarefni hefði hækkað í verði. Miðað við laun væru nauðsynjavörur líka óþarflega dýrar. Ekki töldu þau að til verkfalls myndi koma á næst- unni, þvi fólk vonaði að nú færi ástandið að skána, en ef það batn- aði ekki næstu 1-2 árin, myndi fólk missa þolinmæðina endanlega.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.