Þjóðviljinn - 01.05.1984, Side 21

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Side 21
1. maí Þrigjudagur 1. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Theódóra Bjarnadóttir, starfsstúlka Landakotsspítala. Gæti ekki fram- fleytt fleirum en sjálfri mér segir Theódóra Bjarnadóttir, starfsstúlka Landakotsspítala í borðstofu starfsfólks á Landa- kotsspítala hefurTheódóra Bjarnadóttir verið vinnukona í tvö ár. Áður starfaði hún sem hárgreiðslukona og rak eigin stofu í 30 ár. Hún kvaðst vera ánægð með starfið, hár- greiðslustarfið hefði verið orðið erfittfyrirhana. - En hvernig gengur þér að lifa af laununum? - Uss, launin eru alltof lág. Ég get framfleytt mér á þeim launum sem ég hef hér, en maður leyfir sér engan lúxus. Sko, sjáðu til, þegar ég byrjaði að vinna hér, átti ég íbúð, enda búin að vinna í 30 ár. Ég ætla því ekki að kvarta mikið. Hitt er svo annað mál að hér vinna með mér ungar konur, einstæðar með börn á framfæri og ég hreinlega skil ekki hvernig þær fara að. Ég myndi ekki treysta mér til að framfleyta fleirum en sjálfri mér á þeim launum sem ég hef hér. Flestar þessar ungu konur þurfa að borga húsaleigu, hafa enga möguleika á að eignast íbúð sjálf- ar. Hér er enginn möguleiki á aukavinnu og þó að við höfum vaktaálag, þá gerir það varla hersl- umuninn. - Finnst þér ástandið hafa versnað síðasta ár? - Versnað? Það hefur orðið al- veg kúvending. Fyrir einstakling sem hefur bara fyrir sjálfum sér að sjá er þetta enn í lagi, en alger hryllingur fyrir þá sem hafa fyrir öðrum að sjá. Þú hlýtur að sjá að ef ég afgreiði tvær manneskjur með jafnstóran skammt af mat og önnur þeirra þarf að deila honum með 2-3 öðr- um fær ekkert þeirra fylli sína, þótt skammturinn nægi handa hinni manneskjunni sem þarf ekki að deila honum með neinum. Svo ein- falt er það. - Heldurðu að þetta eigi ekki eftir að skána fljótlega? - Ég leyfi mér að vona það, því þetta getur bara allsekki gengið. Svei mér þá, ég held það hafi bara verið betra að hafa bullandi verð- bólgu. ss Loftur Magnússon. Húsgögn og innréttingar Útsölustaðir: Suðurlandsbraut 18 sími 86900 3K Austurvegi 2 Selfossi sími 99-1000 Júlfus Antonsson. Jakob Slgurðsson. standið er hreint ekki gott og ég gæti aldrei lifað af daglaununum. Eg vinn lágmark 12-14 tíina auka- vinnu á viku. Það má segja að held- urhafi þrengt að hjáfólkisl. ár, en maður er nú að leyfa sér að vona að þetta séu tímabundnir erfiðleikar, því varla er hægt að þjarma meira að launþegum. Nú þarf að athuga fyrirtækin, það þarf að finna hvar gróðinn liggur. Hinn almenni launþegi þolir ekki öllu meiri kjaraskerðingu.“ Júlíus Antonsson, vaktformaður íyá SVR síðan 1953: „Erfiðlega, ég veiktist í fyrra og get því ekki unnið aukavinnu. Fram að þeim tíma vann ég alltaf tvöfalda vinnu. Hér getur enginn lifað af venjulegum daglaunum og ég er alls ekki á því að of há laun hafi verið ástæðan fyrir verðbólg- unni, en einhvers staðar þarf lík- lega að byrja. Lífsafkoman hjá fólki hefur þó kannski heldur versnað, fólk vinnur alls staðar tvö- falda vinnu. Fólk vinnur eins mikið og það getur, er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að halda verð- bólgunni niðri, en ég er hræddur um að enginn sætti sig við þetta nema sem tímabundið ástand." Aðspurðir um hvort þeir héldu að koma myndi til verkfalla, svör- uðu þeir neitandi, a.m.k. ekki þetta árið, en lengur gengi þetta varla. ss Gengur ekki til frambúðar Þrír starfsmenn SVfí um launakjör HjáStrætisvögnum Reykjavík- ur náðum við tali af þremur herrum sem hafa eytt ævi sinni í strætó, ef svo má að orði kom- ast. Við spurðum þá hvernig gengi að lifa af laununum þessadagana. Loftur Magnússon, bflstjóri hjá SVR í 20-25 ár: „Það væri ekki hægt ef maður hefði ekki möguleika á mikilli aukavinnu. Lágmarks-aukavinna hjá mér er 20 tímar á viku. Nú, auk þess hef ég verið að byggja einbýl- ishús s.l. þrjú ár, hef unnið mikið í því og flutti reyndar inn sl. laugar- dag. Það má kannski segja að þetta sé mikið vinnuálag á mér, enda kominn um sextugt. Annars er ég feginn að vera að sjá fyrir endann á húsbyggingunni, því ástandið hef- urversnaðtilmunasl. ár. Daglaun hrökkva engan veginn fyrir fram- færslu. Auk minnar vinnu hefur konan unnið úti, annars væri þetta ekki hægt. Annars vonar maður að þetta eigi eftir að lagast, vonar að nauðsynjavörur eigi eftir að lækka með aukinni samkeppni. Ég reyni að vera bjartsýnn á framtíðina." Jakob Sigurðsson, vaktformað- ur, hjá SVR síðan 1950: „Það gengur bullandi illa. Á-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.