Þjóðviljinn - 08.05.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN, Þrigjudagur 8. maí 1984 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfreisis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, MagnúsH. Gísla- son, ÓlafurGíslason, óskarGuðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmuqdsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreíðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. „Sterka stjórnin“ hefur orðið Þegar verið var að mynda núverandi ríkisstjórn voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- floicksins mjög hrifnir af þeirri réttlætingu að þeir væru að setja á laggirnar „sterka stjórn“. í kosningabarátt- unni hafði Framsóknarkórinn kyrjað þetta stef og íhaldinu fannst þessi nafngift líka afskaplega sniðug. Efasemdarmönnum um nauðsyn kjaraskerðingarinnar var einfaldlega svarað með því að svona gengju „sterk- ar stjórnir“ hreint til verks. Þær væru ekkert að hika við hlutina, vandamálunum væri svipt burt með einföldum j pennastrikum og hik og múður væru úr sögunni. Nú kemur senn sá merki dagur að „sterka stjórnin“ getur haldið formlega upp á ársafmælið. í rauninni má segja að hátíðarhöldin séu þegar hafin þótt að vísu gæti nú mikillar beiskju, gremju og vonbrigða í máli forystu- manna stjórnarflokkanna. I síðustu viku fékk þjóðin að ! kynnast því á margvíslegan hátt hvernig „styrkurinn“ ■ hefur breyst í örvæntingartal og gagnkvæmar ásakanir. Forsætisráðherrann sakaði fjármálaráðherrann um, að vera aðal„próblem“ stjórnarinnar og fjármálaráð- herrann svaraði fullum hálsi með skætingi og háði í garð formanns Framsóknarflokksins. Félagsmálaráðherrann fordæmdi sem algert bull málflutning þingmanna Sjálfstæðisflokksins í fé- lagsmálanefnd um réttindi Búseta til að öðlast húsnæð- islán. Ættarlaukur Engeyjarkynsins, Halldór Blöndal sem í vetur varð varaformaður í þingflokki Sjálfstæðis- manna, vísaði yfirlýsingum Alexanders Stefánssonar hins vegar algerlega á bug og sagði að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stæði með sér í því að afneita lof- orðum félagsmálaráðherra. Friðrik Sophusson lýsti því yfir að uppgjöf ríkis- stjórnarinnar væri slíkt að helst mætti líkja því við að Sjálfstæðisflokkurinn „kæmi buxnalaus til næstu kosn- ingabaráttu“.Ráðherrarnir ýttu bara vandanum á undan sér, fá þyrfti nýja menn í ráðherrastólana, endurskoða sjálfan stjórnarsáttmálann sem þó var áður talinn traustastur hornsteina, hefja nýja samninga við Framsóknarflokkinn og rjúfa síðan ríkisstjórnina ef Framsókn væri ekki tilbúin til að makka rétt. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins rakti síðan mörg hundruð miljónir hér og mörg hundruð miljónir þar sem enn vantar í ríkisfjármálin; í raun væri bara verið að búa til grundvöll gífurlegrar nýrrar skattheimtu á næstu árum. Albert Guðmundsson var fljótur að gera grín að Friðriki varaformanni og sagði í viðtali við stærsta stjórnarmálgagnið að Friðrik vildi bara verða ráðherra! „Honum liggur greinilega mikið á“, var svar Alberts og tilkynnti hann svo heittrúuðum Sjálfstæðismönnum að, Friðrik „hefði viljað búa til stóra mús en þjóðfélagið þolir það ekki“. Bæði Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson gáfu skýrt til kynna að Þjóðhagsstofnun væri að búa til blöff- töíur um hlutfall erlendrar skuldasöfnunar svo að Al- - bert Guðmundsson þyrfti ekki að standa við stóru orðin um að fara frá þegar komið væri yfir 60% markið. Það var greinilegt á orðum formannsins og varaformannsins að þeir kunnu Þjóðhagsstofnun litlar þakkir fyrir að bjarga þannig með ómerkilegum reikniskúnstum ráð- herraferli Alberts Guðmundssonar. Hápunktur þessa farsa var svo fólginn í því að Þor- steinn Pálsson lýsti því yfir í viðtölum við Þjóðviljann, Morgunblaðið, sjónvarp og útvarp að það „færi eftir verkefnum“ hvort hann yrði ráðherra í þessari ríkis- stjórn í kjölfar hinna miklu „þáttaskila“ sem hann til- kynnti alþjóð um helgina að orðin væru á ferli stjórnar- innar. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hins veg- ar fengist til að tjá sig um þessi „verkefni“ sem ráða munu örlögum Þorsteins Pálssonar. Þeir eru að undir- búa afmælisveislu „sterku stjórnarinnar“. klippt Ranglát samfélagsskipan í Morgunblaðinu um helgina er prýðileg grein um forsetakosn- ingarnar í El Salvador. Þar segir í niðurlagsorðum: „Hvernig sem úrslit forseta- kosninganna verða á endanum er ljóst að sá forseti sem við völdum tekur mun eiga við mikinn vanda að glíma. Borgarastríðið hefur sett allt eðlilegt líf í landinu úr skorðum og það verður ekki auðhlaupið að ná samkomulagi milli stríðandi fylkinga, ef menn vilja á annað borð fara samnings- leiðina. D’Aubuisson, sem bygg- ir mjög á stuðningi landeigenda og annarra auðjöfra, hefur lýst því yfir að ekki eigi að semja við kommúnista, heldur sigra þá, og þess ber þá að geta að skil- greining hans á „kommúnistum“ er mjög frjálsleg og t.d. telur hann Duarte til þess hóps. Du- arte, sem nýtureinkum stuðnings bænda, verkamanna og eigenda smáfyrirtækja, hefur látið hafa eftir sér að skiljanlegt sé að marg- ir kjósi að ganga í lið með skæru- liðum vegna þess hve ranglát samfélagsskipun ríki í landinu. Hann hefur gefið í skyn að eitt af fyrstu verkefnum sínum á forsetastóli verði að taka upp við- ræður við skæruliða og stuðnings- menn þeirra, sem eru við völd í nágrannaríkinu Nicaragua." Forsendur póli- tískrar lausnar Þarna er komið að þeim kjarna máls, að þrátt fyrir formleg völd og góðan vilja hefur Duarte ekki tekist að koma fram þeim þjóðfé- lagsiegu réttlætismálum, sem að- stæður hrópa á í E1 Salvador, vegna ofbeldis hægri manna, sem nú hóta að virða ekki kosningaúr- slitin. Staðan til þess að leita pó- litískrar lausnar á borgarastyrj- öldinni í El Salvador yrði óneitanlega betri ef þar tækist að koma framfaramálum í höfn. Meðan dauðasveitir hægri manna leika lausum hala og þau hægri öfl sem haldið hafa uppi fámenn- isvaldi í landinu neita að beygja sig fyrir þörfinni á félagslegum umbótum og valdaafsali eru eng- ar forsendur til pólitískrar lausnar, og hin vopnaða barátta heldur áfram. Við hverja á að semja? Með yfirlýsingum sínum er Duarte að gefa í skyn að hann ætli að svara kalli skæruliða um frið- arviðræður og inngöngu þeirra í valdakerfið. Washington Post hefur nýlega gagnrýnt í forystu- grein að stjórnvöld í Nicaragua skuli ekki hafa svarað kalli kirkjustjórnarinnar í landinu um friðarviðræður við þá sem gripið hafa til vopna gegn stjórnarfarinu þar. Þetta er álíka gáfuleg ósk og ef menn létu sér detta í hug að setjast að samningaborði með dauðasveitunum í E1 Salvador. Stjórnvöld í Nicaragua hafa tekið mjög mildilega á málum þeirra skæruliða og andstæðinga sem snúið hafa til baka, og veitt um 820 þeirra sakaruppgjöf. Hins- vegar er kjarninn - um 2-3000 manns - í þeim 8 þúsund manna gagnbyltingarhópi, sem herjar á Nicaragua frá Honduras, gamlir þjóðvarðliðar Somoza einræðis- ins. Þessir menn hafa það ekki eingöngu á samviskunni að hafa tekið þátt í að viðhalda ógnar- stjórn áratugum saman, heldur verða þeir seint taldir í hópi þeirra sem berjast fyrir réttlæti eða lýðræði. ✓ A að semja við fortíðina? ísraelsmenn neita að ræða við PLO-menn, Bretar neita að ræða við IRA-menn - þannig mætti nefna mörg dæmi úr heimsmál- unum þar sem stjórnvöld neita að ræða við þá sem þau skilgreina sem hryðjuverkamenn. í Mið- Ameríku þarf að athuga tvennt í þessu sambandi: Annarsvegar eru öfl sem vilja með illu viðhalda nokkurskonar lénsskipulagi í þessum löndum, og um slíka tímaskekkju getur aldrei orðið friður né samningar. Hinsvegar er svo íhlutun Bandaríkjamanna sem á liðnum áratugum hafa háð stríð gegn Mexíkó og Kúbu, ráð- ist með landgönguliða inn i Haití, Dómíníska lýðveldið, Nicaragua, Grenada ofl. lönd, stutt einræðis- herra og harðstjóra eins og Fulg- encio Batista, Rafael Truijillo og Anastasio Somoza, og velt úr valdastóli Jacobo Arbenz í Gu- atemala og Salvador Allende í Chile. Bandaríska leyniþjónustan CIA fjármagnar og heldur uppi 75% aföllum hernaðaraðgerðum sem í gangi eru gegn Nicaragua, Foringjar gagnbyltingarmanna sem aðsetur hafa í Honduras viðurkenna, að þeir gætu aðeins haldið úti um 2000 manna liði af eigin rammleik í stað þeirra 8000 sem nú eru sem málaliðar á veg- um CIA. Það verður að teljast ærið varasamt að réttlætanlegt sé að ræða við þessa gagnbyltingar- menn eins og þeir væru innlent þjóðfélagsafl sem eigi heimtingu á að deila völdum með þeim sem fyrir eru í Nicaragua. Þeir eru miklu fremur fulltrúar úrelts lénsskipulags og heimsvalda- stefnu, sem eiga sér ekki framtíð í Mið-Ameríku. Aðeins fortíð sem enginn getur stutt að kölluð verði til baka í nútíðina. -ekh Múrum okkur ekki inni Ormar Þór Guðmundsson arkitekt skrifar athyglisverða grein í Lesbók Morgunblaðsins um helgina, þar sem hann gerir tillögur um nýja byggð við Skúla- götu og í Skuggahverfi í Reykja- vík. Niðurstöður hans eru þessar: „1. Æskilegt er að byggja sem mest á svæðinu. 2. Gera ætti ráð fyrir blandaðri byggð, að mestum hluta fyrir íbúðir en einnig fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi, þjón- ustu og verslun. 3. Útsýni er mjög mikils virði fyrir núverandi byggð og einn- ig þá nýju. Ekki verður hjá því komist að nýbyggingar skerði útsýni, en það er grundvallar- munur á skertu útsýni og for- byggðu. Þess vegna ætti ekki að byggja hærra en tvær til þrjár hæðir langs eftir brekk- unni en að há hús standi þvert á brekkuna. 4. Háa samfellda röð húsa, sem mundi hylja byggðina á norðanverðu Skólavörðuholti á bak við sig, ber að forðast. Slíkt „andlit“ borgarinnar mót norðri yrði ærið sviplaust jafnvel þótt Hallgrímskirkju- turn styngi sér upp úr. 5. Mikilsvert er að finna svo fjár- hagslega traustan grundvöll fyrir framkvæmdum að tryggt sé að byggt verði af myndar- skap og að svæðin milli hús- anna - götur og torg - verði vel úr garði gerð, upphituð, rækt- uð, búin listaverkum o.s.frv. 6. Það sem hér að framan hefur verið sagt er að hluta tilgátur, sem ekki verða sannaðar eða afsannaðar nema með skipu- lagstillögum, teikningum og líkönum. Hagkvæm leið til þess væri að efna til sam- keppni um skipulag alls svæð- isins frá Kalkofnsvegi að Snorrabraut, frá sjó og upp að Grettisgötu. O Gamla Skuggahverfið og ná- grenni ætti að byggja upp með hámarksnýtingu með tilliti til að- stæðna. Varðveita ber þau sérstæðu umhverfisgæði sem Reykjavik býr yfir, þar sem er útsýni til sjá- var og fjalla. Múrum okkur ekki inni meira en orðið er.“ -ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.