Þjóðviljinn - 08.05.1984, Síða 5
Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Lækkun niðurgreiðslna mótmælt á Alþingi
V ersta og óheppi legasta
ráðstöfunin í stöðunni
sagði
Steingrímur
J. Sigfússon
alþingismaður
- Það hefur lengi velst fyrir
þjóðinni hver hann væri, þessi
litli maður, sem þeir í ríkisstjórn-
inni eru alltaf að tala um og ég
held að það sé nú ekki á hreinu
ennþá. Það hefur þó komið
fram hér á hverju hann lifir,
þessi litli maður. Hann drekkur
gosdrykki og etur sælgæti og
þar með er það mál afgreitt.
Svo mælti Steingrímur J. Sigfús-
son alþm. í utandagskrárumræðum
um verðbreytingar þær á hollustu-
drykkjum og gosdrykkjum, sem
fjármálaráðherra hefur beitt sér
fyrir.
- Skoðun mín er sú, sagði
Steingrímur, - að þessar ráðstafan-
ir fjármálaráðherra í þágu litla
mannsins hafi verið misráðnar og
ákaflega óheppilegar og hin stór-
fellda verðhækkun á hinum svo-
kölluðu innlendu hollustudryk-
kjum sé fráleit með hliðsjón af því
að hér er um að ræða holla drykki í
handhægum pakkningum m.a. til
að nota í nestispökkum skólabarna
og þetta á sama tíma og verð er
lækkað á gosdrykkjum, helstu
samkeppnisvörum við þessa inn-
lendu framleiðslu. Með þessum
orðum er ég ekki að verja né rétt-
læta verðlagningarpólitík Mjólkur-
samsölunnar. Það er annað mál og
Litli maöurinn sem rfkisstjórnin er alltaf að tala um llfir ó gosdrykkjum og sælgæti... Þelr sem neyta mjólkurvara
og landbúnaðarafurða eiga ekkl upp á pallborðið hjá rikisstjórninni, sagðl Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
óskylt og mig skortir haldbærar
upplýsingar til að fella þar dóm.
Þessu tvennu vil ég ekki að ruglað
sé saman. Að hækka verð á þessum
vörum en lækka það á gosdrykkj-
um tel ég afar óheppilga verðlagn-
ingarstefnu og engum til gleði
nema ef vera skyldi tannlæknum.
Síðan vék Steingrímur að lækk-
un niðurgreiðslna á búvörum upp á
150-200 milj. kr. svo sem um hefði
verið rætt og myndi sjáanlega stór
auka á vanda landbúnaðarins. Til
viðbótar kæmi svo það, að mikið fé
vantaði til þess að standa við út-
flutningsbótarétt á þessu ári. Þetta
o.fl. yki mjög á þann vanda, sem
væri að hlaðast upp í landbúnaðin-
um. Því væri það ein versta og
óheppilegasta ráðstöfun í þessari
stöðu að lækka niðurgreiðslur.
í framhaldi af þessu spurði
Steingrímur ríkisstjórnina:
Hvernig á þessi íækkun á niður-
greiðslunum að skiptast milli
þeirra vara, sem niður eru
greiddar? Landbúnaðarráðuneytið
hefur reiknað út að afnám niður-
greiðslna muni hækka smásöluverð
búvara frá 10-40% og því spyr ég
hvort væntanlegar séu lækkanir á
niðurgreiðslum til vinnslustöðv-
anna eða á niðurgreiðslum á hrá-
efni frá landbúnaðinum. Ljóst er
að svona mikill niðurskurður
hlýtur að valda umtalsverðri hækk-
un ef hann á að koma allur niður á
vöruverði á síðari hluta þessa árs.
Og enn, og nú bið ég verkalýðsleið-
toga þá, sem hér eru staddir, að
taka eftir: Er hér ekki um að ræða
skýlaust brot á þeirn loforðum, sem
ríkisstjórnin gaf verkalýðsfélög-
unumo.fl. tilaðgreiðafyrirkjaras-
amningunum? Og loks, í tenglsum
við þetta allt saman: Á að demba
yfir bændur 43,5% hækkun á
áburðarverði á þessu vori eða er
hugmyndin að draga eitthvað úr
henni?
Ómótmælanlegt er að kjöt,
grænmeti, mjólk og mjólkurdrykk-
ir eru undirstaða hollrar og góðrar
fæðu og því brýnt hagsmunamál
neytanda að geta aflað sér þessara
vara í ríku mæli á hóflegu verði.
Augljóst er að lækkun á niður-
greiðslunr skapar vanda í framtíð-
inni, býr til gat, sem síðan mun
stækka og rúlla á undan ríkisstjórn-
inni og mæta henni fyrr eða síðar
þegar lengra kemur upp í brekk-
una. Spá mín er sú, að það verði
ekki bara útsala heldur stórútsala á
kjöti næsta haust ef svo fer fram
sem horfir um þessar áætlarnir
ríkisstjórnarinnar. Ég vil vona að
ekki þurfi að fleygja matvælum en
þó kann svo að fara verði allar
þessar áætlarnir ríkisstjórnarinnar
að veruleika.
Og svo að endingu, í sambandi
við hollustudrykkina: Mín skoðun
er sú, að hér sé um að ræða mjólk-
urvörur, matvæli, er eiga að njóta
þeirrar undaþágu frá skattlagn-
ingu, sem aðrar hliðstæðar vörur
gera, en ekki að flokkast með gos-
drykkjum. Þarf naumast flóknar
lagaskýringar, til að komast að
þeirri niðurstöðu.
Því má svo bæta við, að engin
svör við spurningum Steingríms
fengust frá ríkisstjórninni. -mhg
Gróf aðför að náms-
Hjörleifur
mönnum og LIN
í vetur hefur verið unnin, fyrir
tilstuðlan menntamálaráðherra,
skýrsla um stöðu og afkomu
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Að sögn skýrsluhöfundar er
markmið skýrslunnar að gera
grein fyrir þróun sjóðsins og huga
að hagræðingu í rekstri hans. Oll
viðleitni er gæti bætt stöðu LÍN er
góðra gjalda verð og henni ber að
fagna. Staðreyndin er hinsvegar
sú að skýrsla þessi er gróf aðför
að námsmönnum og LÍN.
Tilgangurinn með LÍN er fyrst og
síðast sá að tryggja öllum jafna
aðstöðu til að afla sér þeirrar
menntunar sem hugur þeirra
stendur til án tillits til efnahags-
legrar eða félagslegrar stöðu.
Enginn námsmaður á að þurfa að
hætta námi vegna slíkra þátta,
svo fremi hann standist þær
námskröfur er viðkomandi
menntastofnun gerir.
Það er ljóst að LÍN býr við mik-
inn vanda um þessar mundir.
Fjárþörf sjóðsins hefur fjórfald-
ast að raungildi á tímabilinu
1971-1984 og hefur hann þurft að
taka þungbær lán til að uppfylla
skyldur sínar, því að framlög rík-
issjóðs hafa ekki dugað. Þetta er
kjarni málsins. Vandi LÍN erekki
tilkominn vegna aukinnar fjár-
þarfa nema, ekki vegna aukins
verksviðs sjóðsins, og ekki vegna
þess að rekstrarkostnaður sióðs-
ins hafi aukist. Nei, vandi LÍN er
tilkominn vegna þess að ríkis-
sjður hefur ekki uppfyllt skyldur
sínar við hann.
Á einum stað segir höfundur:
„Markmið þessara tillagna er
annarsvegar að hafa áhrif á eftir-
spurn eftir lánum þannig að
kostnaður við langskólanám
verði metinn á raunhæfan hátt af
þeim einstaklingi sem hyggur á
langskólanám og gleggri kostn-
aðarleg tengsl myndist milli fram-
boðs og eftirspurnar eftir
menntun." Þessu mótmælum við.
Við teljum að hér sé á ferðinni
hættuleg þróun. Ef þessi hugsun
yrði höfð að leiðarljósi við úthlut-
un námslána er ljóst að hún
myndi greiða fjölda námsbrauta
innan Háskóla íslands banahögg.
Það köllum við ekki að efla Há-
skóla íslands.
í skýrslunni kemur fram sú
hugmynd að gera námslán að
fjárfestingarlánum. Þessu mót-
mælum við. Námsmenn hafa
alltaf lagt á það þunga áherslu að
námslán séu framfræslulán, þau
séu notuð til almennrar fram-
færslu, ekki til fjárfestingar.
Námslán eiga alltaf að vera í hópi
hagstæðustu lána sem völ er á í
þjóðfélaginu. Við höfnum öllum
hugmyndum um vaxtabindingu
lána ofan á verðtryggingu.
Að auki leggur höfundur til að
kröfur um námsafköst verði
auknar. Af þessu mætti ætla að
hann teldi námsafköst lítil. Við
teljum á hinn bóginn að sam-
kvæmt núverandi skipan mála
séu gerðar fyllilega sanngjarnar
Vandi LÍN er ekki til kominn vegna
aukinnar fjárþarfar nema, ekki vegna
aukins verksviðs sjóðsins og ekki vegna
þess að rekstrarkostnaður sjóðsins hef-
ur aukist. Nei, vandi LÍN er til kominn
vegna þess að ríkissjóður hefur ekki
uppfyllt skyldur sínar við hann.
og réttlátar kröfur um námsaf-
köst.
Enn heldur höfundur áfram.
Nú er lagt til að dregið verði úr
hinu félagslega tilliti. Þessu vís-
um við alfarið á bug. Það hefur
verið, allt frá stofnun sjóðsins,
megin hlutverk hans að jafna að-
stöðu nemenda, því að það er
deginum ljósara að nemendur
búa við mismunandi félagslegar
aðstæður. Sumir búa í foreldra-
húsum, en aðrir hafa hinsvegar
fyrir fjölskyldu að sjá. Fjárþörfin
er því mismikil. Við höfnum því
að hluta af starfsemi LÍN verði
settur í hendur tryggingarkerfis-
ins í landinu. Þetta segjum við af
ótta við að slíkt fyrirkomulag gæti
reynst of þungt í vöfum, náms-
mönnum til mikils óhagræðis.
Höfundur leggur ennfremur til
að upphæð námslána svari til á-
kveðins tekjumarks í stað þess að
miða við framfærslukostnað eins
og nú er. Þeirri spurningu er hins-
vegar ósvarað við hvaða tekju-
mark skuli miðað. Krafa okkar er
skýr og ljós: að upphæð námslána
eigi skilyrðislaust að miðast við
framfærslu hvers og eins.
Höfundur telur að efla beri
Háskóla íslands. Auðvitað ber
stjórnvöldum þessa lands að sjá
til þess að Háskóli íslands geti
gegnt hlutverki sínu og þurfti
ekki sérfræðiálit utan úr bæ til að
segja ráðherra slíkt. Við mót-
mælum ástandi mála við Háskóla
íslands eins og það er í dag.
Skólinn býr við fjársvelti, ne-
Rafn Jónsson
skrifar:
mendum hefur stórfjölgað en á
sama tíma hefur fjárveitingar-
valdið lítið sem ekkert aðhafst í
málinu. Þessari öfugþróun ber að
snúa við.
Við teljum skýrslu þessa
hreinustu móðgun. Hún er
grófleg aðför að hagsmunum og
réttindum námsmanna. Hún er
aðför að því réttlætiskerfi sem við
höfum barist fyrir langa lengi.
Við viljum benda á að höfundur
er ekki eingöngu að fást við hag-
fræðilegar stærðir. Námsmenn
eru ekki breytur í hagfræðilíkani.
Við erum fólk og krefjumst
lausna sem taka tillit til mann-
legra þátta.
Það er staðreynd að námslán
eru lán sem við borgum að fullu
verðtryggð til baka. Við bendum
á að hluti ráðamanna í þjóðfé-
laginu fengu á sínum tíma „náms-
lán“, sem á þeim tíma voru
hreinar gjafir eins og önnur
„lán“. Við teljum það algerlega
siðlaust að þeir aðilar sem nutu
þessara „lána“ á sínum tíma ætli
nú að láta okkur gjalda þess
hversu illa var staðið að hlutun-
um áður fyrr.
Ef þær hugmyndir sem fram
koma í skýrslunni ná fram að
ganga munum við stíga stórt og
dapurlegt skref út í hin ystu
myrkur.
Hjörleifur Rafn Jónsson stundar
nám í þjóðfélagsfræði við HÍ og er
formaður Samfélagsins, sem er
nemendafélag deildarinnar.