Þjóðviljinn - 08.05.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Page 7
Þrigjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 búsýslan Húsnæðissamvinnufélögin á íslandi: Húsnæðissamvinnufélagiö Búseti hefur komist nokkuð í fjölmiðlaumræðu síðustu daga vegna afgreiðslu Alþingis á húsnæðisfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Húsnæðissamvinnu- félög eiga sér langa sögu í nág- rannalöndum okkar, m.a. á Norðurlöndum.en hérálandi er þetta húsnæðisform óþekkt. Reynir Ingibjartsson erfram- kvæmdastjóri Búseta í Reykja- vík og nágrenni. Við báðum hann að segja okkur frá fé- laginu. Afsprengi breyttra aðstœðna „Húsnæðissamvinnufélagið Bú- seti í Reykjavík var stofnað 15. október á síðasta ári og félagar eru nú 2.450“, sagði Reynir. Og tildrögin? „Það þarf alltaf ákveðnar kring- umstæður og frækorn í jarðvegin- um til þess að jurtir lifi og deyi. Ég held, að stofnendur Búseta hafi hitt á rétta augnablikið og réttar aðstæður í þjóðfélaginu. Húsnæð- bindandi, því félagsmenn geta selt réttinn öðrum félagsmönnum hve- nær sem er og rétturinn verður verðtryggður, væntanlega með byggingarvísitölu. Það vantar enn löggjöf fyrir þetta húsnæðisform hér á landi til að vernda fólk fyrir spekúlöntum og við leggjum mikla áherslu á, að nú þegar verði farið að vinna að setningu slíkrar lög- gjafar“. Eignaupptaka? Heyrst hafa þær raddir, að Bú- seti taki upp eignir hjá fólki, þar sem það er látið borga af öllum lán- um en eignast ekki neitt... „Þessu vísa ég á bug sem hverri annarri vitleysu“, sagði Reynir. „En það er skiljanlegt að fólk átti sig ekki á því hvað hér er á ferðinni - þetta er jú ný og áður óþekkt leið hér á landi. Ef fólk vill benda á einhverja eignaupptöku í þjóðfélaginu, þá fer hún fram á hinum almenna leigumarkaði. Þar er fólk látið borga þannig að íbúðin standi al- veg undir sér og helst eitthvað að auki. Þar eignast fólk akkúrat ekk- ert - ekki einu sinni öryggi. „Blómaskeið ólöglegra íbúða á hanabjálkum og í kjallaraholum er aftur að renna í garð“, segir Reynlr Inglbjartsson um ástandið í húsnæðismálum hér á landi. (Ljósm. —eik—). Rætt við Reyni Ingibjartsson, framkvæmda- stjóra Búseta í Reykjavík Við teljum það eðlilega röð á málunum, að fólk byrji á því að spara og fari síðan í húsnæði. Þann- ig er þetta gert annars staðar. Við teljum einnig, að bankakerfið eigi að koma meira inn í fjármögnun íbúðabygginga en verið hefur. Er- lendis er það mjög ríkur þáttur í starfi húsnæðissamvinnufélaga, að félagsmenn spari. Þar skrifa for- eldrar gjarnan börn sín inn í félagið og láta þau síðan safna sér fyrir búseturéttinum. Það mætti hugsa sér málin þannig, að fermingar- barn fengi í gjöf aðild að húsnæð- issamvinnufélagi og inneign í bú- sparnað. Þá gæti fermingarbarnið t.d. um tvítugsaldur átt fyrir bú- seturétti og fengið sér íbúð við hæfi. Slíkt myndi að sjálfsögðu gjörbreyta lífsafkomu þessa ein- staklings". Húsnœðisfrum- varpið tryggir lánsmöguleika „Starf Búseta í vetur hefur ekki síst grundvallast á því, að húsnæð- „Búseti kominn inn í kerfið“ ismálin eru nú í mikilli klemmu; verðbólgan er hætt að færa fólki húsnæði upp í hendurnar, verð- trygging lána er komin á án þess að þau hafi verið iengd svo nokkru nemi og fólk er farið að lenda í miklum vandræðum. Hér er æði margt fólk, sem hreinlega getur ekki sinnt þessari frumþörf, og ég vil minna á Sigtúnsfundinn sem dæmi um það hversu erfitt ástandið er orðið. Þá hefur kjararýrnunin undanfarið ekki bætt úr skák. Það má segja, að Búseti sé af- sprengi breyttra aðstæðna í þjóðfé- laginu. Gömlu leiðirnar í húsnæð- ismálum duga hreinlega ekki lengur, hvað sem ráðamenn segja, en þeir virðast eiga mjög erfitt með að skilja þetta. A leigumarkaðnum gildir frumskógarlögmál og allir, sem til þekkja eða vilja vita um málið, vita að löggjöf hefur á engan hátt dugað til að tryggja leigjend- um öryggi. Stærstu árgangar ís- landssögunnar eru að koma á hús- næðismarkaðinn og því á róðurinn enn eftir að þyngjast - ef ekki verð- ur leitað nýrra leiða. Húsnæðis- samvinnufélög eru ný leið og tví- mælalaust góður kostur“. Leiguíbúðir með öryggi séreignarinnar En hvað fela húsnæðissamvinnu- félög í sér? „Tilgangur Búseta er að byggja húsnæði, sem félagsmenn eiga og reka í sameiningu", sagði Reynir Ingibjartsson. „Þetta húsnæðis- form er eins og hvert annað sam- vinnufélag. Búseturéttur felur í sér lög- verndaðan, ótímabundinn rétt, sem búseti kaupir sér með ákveðnu framlagi. Þessi réttur erfist til maka og afkomenda, rétt eins og sér- eignin. Búseturétturinn veitir einn- ig frjálsari hendur um breytingar og lagfæringu á húsnæði heldur en hefðbundinn leiguréttur, og búset- urétturinn veitir forgang að annarri íbúð eða húsnæði á vegum húsnæð- issamvinnufélaga, ef fjölskyldu- stærð breytist. Búseturétturinn er á engan hátt Búseturéttarformið byggist á því, að íbúár eignast ákveðinn eignarhluta í upphafi með búsetu- réttarframlagi sínu. Gegn þessu framlagi tryggir íbúinn sér húsnæði meðan hann þarf á því að halda. Eignarhlutinn vex hins vegar ekki þann tíma, sem fbúinn er í húsnæð- inu. En fjármagnskostnaðurinn, afborganir af lánum sem félagið tekur, dreifist á langt tímabil. Það kæmi hugsanlega til greina, að á móti afskriftum húsnæðisins kæmi lægri fjármagnskostnaður hjá þeim sem búið hefur í íbúð með búsetu- rétti einhvern tíma heldur en hjá þeim sem nýkominn er í slíkt hús- næði. Með því að borga fyrir búsetu- réttinn er viðkomandi í raun að taka upp húsnæði hjá félaginu allan þann tíma, sem honum eða henni þóknast. Síðan má ekki gleyma því, að félagið eru félagsmennirnir og þeir eiga það í sameiningu. f húsnæðissamvinnufélagi leigir fólk eða býr hjá sjálfu sér. Ef fólk vill byggja eða kaupa húsnæði á eigin vegum á því að sjálfsögðu að vera heimilt að gera slíkt. Ef fólk getur ekki byggt sjálft eða keypt eða ef það vill eyða sín- um tíma og fjármagni í annað, ætti það að eiga öruggan valkost. Sá valkostur er hins vegar ekki til í þjóðfélaginu nú. Úr þessu geta húsnæðissamvinnufélögin tví- mælalaust bætt“. Skuggaleg framtíð í húsnœðismálum Reynir Ingibjartsson er ekki bjartsýnn á þróun mála á húsnæð- ismarkaðnum hér á landi, fremur en aðrir sem kynnt hafa sér þau mál. „Nú stefnir í það, að ef ekki kemur til víðtæk félagsleg lausn í húsnæðismálum leysast þau með því að stórar íbúðir verða hólfaðar niður. Alls kyns meira og minna óhentugt atvinnuhúsnæði verður tekið undir smáíbúðir, svo sem Hamarshúsið, þar sem engin lóð eða aðstaða utandyra fylgir. Nýj- asta dæmið af því tagi er tillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar á þingi um að taka útvarpshúsið nýja og hólfa það niður í íbúðarhúsnæði. Blómaskeið ólöglegra íbúða á hanabjálkum og í kjallaraholum er aftur að renna í garð. Þetta er ástand, sem maður hélt að tilheyrði löngu liðnum tíma. En þessi þróun er þegar hafin. Auðvitað ætti það að vera mark- mið hvers sveitarfélags í landinu sem vill þjóna sínum íbúum vel, að tryggja öllum öruggt húsnæði. Yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu hafa hins vegar' kosið að láta hverj- um og einum það eftir að bjarga sér sem best hann getur. Öflugt hús- næðissamvinnufélag þjónar ekki síst hagsmunum viðkomandi sveit- arfélags, því það leysir sveitarfé- lagið á vissan hátt undan þessari skyldu“. Búsparnaður En hvernig ætlið þið að brúa bil- ið á milli þess sem fólk borgar og þess sem opinber lán veita? „Við höfum átt í viðræðum við bankastofnanir um að brúa þetta bil, sem væntanlega verður um 15 prósent af byggingarkostnaði að því gefnu að Byggingarsjóður verkamanna veiti 80 prósent og búseturétturinn verði 5 prósent af byggingarkostnaði. Lengst eru þessar viðræður komnar við Al- þýðubankann. Við höfum rætt um að koma á fót sem allra fyrst frjálsum sparnaði fé- lagsmanna til að byrja með og í öðru lagi að taka upp beinan spam- að fyrir búseturéttinum. Þá hafa einnig verið kannaðir möguleikar á því að á móti þessum spamaði komi lán frá bankanum og hugsan- lega einnig frá lífeyrissjóðum í tengslum við bankann. Fiskur í tómatsósu Sósan er soðin fyrst og síðan er fiskurinn soðinn í sósunni. 300 g af ýsu eða þorski (handa 2) 1 sítróna lítil dós af niðursoðnum tómötum 1 laukur 1 hvítlauksgeiri salt og pipar Skerið fiskinn í sneiðar, stráið yfir Vi tsk. af salti og hellið sítrónusafa yfir. Bræðið 1 msk af smjörlíki á pönnu og mýkið laukinn og marðan hvítlauksgei- rann. Stráið útá IV2 msk. af hveiti og hrærið vel. Bætið því næst útí dálitlum svörtum pipar, V2 tsk. af tímían og tómötunum ásamt saf- anum. Hrærið og sjóðið í 5 mín- útur. Þá er fiskurinn látinn í sós- una og soðið áfram undir loki í ca. 10 mínútur. Skreytið með steinselju. Snætt með hrísgrjón- um eða kartöflum. isfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði að lögum“, sagði Reynir aðspurður um lánamöguleika Búseta skv. húsnæðisfrumvarpinu, sem nú er verið að ræða á Alþingi. „Nú má heita tryggt að húsnæð- isfrumvarpið verði að lögum í rsirri mynd sem það var lagt fram. frumvarpinu er sú nýjung, að fé- lagasamtök, sem vilja byggja leigu- íbúðir fyrir sína félagsmenn, t.d. af samtökum leigjenda, stúdenta eða af verkalýðsfélögunum, geta feng- ið lán úr Byggingarsjóði verka- manna, eins og sveitarfélögin fá nú þegar til byggingar á leiguhúsnæði. Félagsmálaráðherra hefur lagt á það áherslu frá upphafi, að hús- næðissamvinnufélög falli undir þetta ákvæði í frumvarpinu. Hann hefur ítrekað þetta m.a. við at- kvæðagreiðslu um frumvarpið í neðri deild Alþingis. Við hefðum að sjálfsögðu kosið, að inn í frumvarpið kæmu ótví- ræðari ákvæði um húsnæðissam- vinnuftlög. En við treystum því, að stjórnvöld muni fara eftir ákvæðum þessara laga. Það er hins vegar brýnt, að strax verði hafist handa um setningu sérstakrar lög- gjafar um búseturétt og húsnæðis- samvinnufélög í beinu framhaldi af þessum nýju húsnæðislögum. Við umræðu og afgreiðslu í neðri deild Alþingis um frumvarpið kom fram mjög ótvíræður stuðningur við húsnæðissamvinnufélög og talsmenn minnihlutans fluttu sér- stakar breytingartillögur, sem enn frekar tryggðu rétt húsnæðissam- vinnufélaga. Reyndar snerist af- greiðsla húsnæðisfrumvarpsins mest um Búseta og tilraun tals- manns Sjálfstæðisflokksins, Hall- dórs Blöndals, til að útiloka hús- næðissamvinnufélög frá Bygging- arsjóði verkamanna, mistókst. Fyrir þennan stuðning erum við að sjálfsögðu þakklát. Næstu mál á dagskrá hjá okkur, nú þegar afgreiðsla frumvarpsins er nokkum veginn ljós, er að hefja lóðaumræður við borgaryfirvöld og leita leiða í fjármögnun", sagði Reynir Ingibjartsson, fram- kvæmdastjóri Búseta í Reykjavík og nágrenni, að lokum. ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.